Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 46
6 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR I DAG Friðarpostulinn Olafur Ragnar Frá Ægi Geirdal: ÞAÐ má reka friðarbaráttu á ýms- an hátt og má segja að aðferðirn- ar séu eins margar og þeir eru sem standa fyrir þeim. Til dæmis fór á sínum tíma fremstur í flokki Martin Luther King, þegar gengið var til Washington. Þá var barist fyrir auknum mannréttindum, sem eru líka friðarmál. Olaf Palme gekk líka fremstur í flokki þegar mótmælt var stríðinu í Víetnam. Nelson Mandela sat 26 ár í fang- elsi vegna skoðana sinna, sem lutu að friðarmálum. Þau samtök sem Ólafur Ragnar Grímsson flaggar sem mest í kosningabaráttunni núna, „Parliamentary Global Act- ion“ virðast gera afskaplega lítið í friðarmálum. Ég man ekkert eft- ir því að hafa séð mótmæli frá þeim gegn kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Það hafa eng- in mótæli komið frá þeim gegn stríðinu í Bosníu, eða einhverju öðru stríði sem hjáir mannkynið núna. Það hafa engin mótmæli komið frá þeim gegn kjarnorkutil- raunum Kínveija. Mér finnst það ekki vera friðarbarátta, sem læðist með veggjum og þykist vinna ein- hver afrek í leynum. Slík barátta skilar engu til friðarbaráttunnar en virðist þjóna þeim eina tilgangi að slá ryki í augu almennings og reyna að fela þá úlfa í sauðargær- um, sem alltof margir eru og hafa verið í stjórnmálum. Alþjóðatengsl Ólafs Ragnars Þau miklu alþjóðatengsl, sem stuðningsmenn Ólafs Ragnars reyna að telja almenningi um að hann hafi, virðast aðallega tengj- ast Indlandi og Mexíkó. Þessi ríki hafa afskaplega lítið að segja á alþjóðavettvangi stjórnmálanna og virðist það vera vegna þess að kúgun og mannréttindabrot eru landlæg þar og að tengjast valda- mönnum þar er ekki uppá marga fiska þegar afla þarf álits meðal vestrænna þjóða. Ólafur Ragnar hefur nefnilega lítil sem engin tengsl við vestræna stjórnmála- menn, sem mega sín einhvers. Það er vegna þeirra tengsla sem hann lagði svo mikið uppúr á tímum Sovétríkjanna sálugu. Tengsl Ólafs Ragnars við kúgarana í Sov- étinu og öðrum járntjaldsríkjum eru slík að til háborinna skammar er að hafa hann sem forseta ís- lenska lýðveldisins. Guðleysin- gjarnir í þessum fyrrum kommún- istaríkjum, börðust gegn trúfrelsi og trúarbrögðum með öllum ráðum og þegar Ólafur Ragnar ánetjaðist þeim og líkaði vel þeirra boðskap- ur. Ef hann yrði kosinn forseti myndi það ekki afla honum tengsla né trúnaðar meðal vestræna leið- toga sem aðhyllast einhver trú- arbrögð og skammast sín ekki fyr- ir að viðurkenna það. Guðleysingi á Bessastöðum getur ekki orðið íslensku þjóðinni til gagns á al- þjóðavettvangi vegna þess að það yrði alltaf komið að þeim ágalla í fari forsetans í fjölmiðlaumræðu erlendis. Þeir foreldrar og afar og ömmur, sem eru að ala börn sín og barnabörn upp í trú á algóðan Guð og kenna þeim bænir og góða siðu, ættu að hugleiða það er að því kemur að skýra út fyrir við- komandi barni af hveiju forsetinn, sem þau kusu trúir ekki á Guð. Hvers vegna ættu þau frekar að trúa á Guð fyrst æðsta embættis- maður þjóðarinnar er guðleysingi? ÆGIR GEIRDAL, listamaður, Kópavogi. Sameiningartákn Frá Vigfúsi Helgasyni: BARÁTTA vegna forsetakosning- anna setur sinn svip á þjóðlífið um þessar mundir og sýnist sitt hveij- um um ágæti frambjóðendanna. Mér finnst þó líklegt, að flestir geti orðið sammála um að væntan- legur forseti verði að hafa góða þekkingu á innviðum þjóðfélags- ins, atvinnu- og efnahagslífi þess og stjórnskipan lýðveldisins. Þá fer heldur ekki hjá því, að hann verð- ur að hafa áhuga á menningu og sögu þjóðarinnar. Að öðrum frambjóðendum ólöst- uðum tel ég, að Ólafur Ragnar Grímsson uppfylli best þessar kröfur, enda hefur það komið fram í skoðanakönnunum, að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og öllum stéttum vítt og breitt um landið treystir honum til að að gegna forsetaembættinu með sóma og vera það sameiningartákn, sem embættið gerir kröfu til. Ólafi Ragnari hefur verið fundið það til foráttu, að hann er stjórn- málamaður, en er ekki einmitt lík- legt, að sú reynsla hans eigi eftir að koma að góðum notum í emb- ætti. Þar með er þó ekki verið að segja, að stjórnmálamenn séu öðr- um mönnum betur til forseta falln- ir. Mannkostir þeirra og fram- ganga hljóta að taka af skarið um það og það er einmitt með það í huga að ég hef ákveðið að styðja Ólaf Ragnar Grímsson í væntan- legum kosningum. Ólafur hefur lagt á það ríka áherslu við stuðningsmenn sína, að þeir heyi þessa kosningabaráttu af drengskap og ég er viss um, að svo er einnig um mótframbjóð- endur hans. Við skulum því vona, að menn geti risið upp að orrahríð- inni lokinni, kannski nokkuð móð- ir, en ósárir. VIGFÚS HELGASON, Fagrabergi 54, Hafnarfirði. Siðlaust athæfi Frá Magnúsi Þór Helgasyni: MÉR ER alveg sama hvort fólk skreytir sig með alls konar titlum, hvort það eru hagfræðingar, versl- unarmenn, lögfræðingar eða bara rithöfundar sem leggja sig í fram- króka til að ófrægja forsetafram- i bjóðendur, þá finnst mér það jafn lágkúrulegt, að nokkur maður skuli geta Iagt sig svo lágt að hafa sig út í það. Og þar með sverta sína eigin ásýnd um leið og verið er að reyna að leita að því ljótasta sem hægt er að finna í fari eins einstaklings og í flestum tilfellum tilbúningurinn einn sem þar er um að ræða. Ég sá í Morgunblaðinu 13. júní að minnsta kosti fjórar greinar skrif- aðar af myndarfólki og eflaust ágætu en eftir að hafa lesið grein- arnar fannst mér þetta sama fólk setja stórum niður í mínum huga. Eg held að fólk ætti að hætta að vera að svona leikaraskap og við öll ættum að halda okkur í mátulegri fjarlægð, og leyfa for- setaframbjóðendunúm sjálfum að skýra sín sjónarmið og koma sér á framfæri án annarra afskipta. Ann- að er siðlaust. MAGNÚS ÞÓR HELGASON, eftirlaunaþegi, Kirkjuvegi 1, Keflavík. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlega Sigeman Wernbro-mótinu í Malmö í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Það var sjálfur Viktor Kortsnoj (2.645) sem hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum Robert Bator (2.435), en hann er alþjóðlegur meistari. Kortsnoj hefur litlu gleymt, þótt hann sé orðinn 65 ára gamall. Sókndirfskan virð- ist aukast með árunum. Hér kærði hann sig kollótt- an um hótun svarts 14. — a6xb5. Gamla brýnið lék: 14. Rd4! — axb5 15. Rxb5! (Margfalt sterkara en að reyna að vinna manninn til baka með 15. Bxe7) 15. — Bc2 (Staða svarts eftir drottningakaup- in er vonlaus, en hann átti engan góðan flóttareit fyrir drottningu sína) 16. Rxc3 — Bxdl 17. Hfxdl - f6 18. Hdbl! - Hc8 19. Rb5 og nú þótti Svlanum full- reynt með þeim Kortsnoj og hann gafst upp. . Byijun skákar- innar var athygl- isverð: 1. c4 — e6 2. Rc3 - d5 3. d4 - Bb4 4. a3 — Bxc3+ 5. bxc3 — c5 6. e3 - Re7 7. Rf3 - Dc7 8. cxd5 — exd5 9. a4 — Bf5 10. Bb5+ - Rd7 11. dxc5 — Dxc5 12. 0-0 — a6 13. Ba3 — Dxc3 og upp er komin staðan á stöðu- myndinni. Eftir tvær umferðir í Malmö var staðan þessi: 1. Tony Miles 2 v. 2-4. Kortsnoj, Pia Cramling og Johnny Hectir U/2 v., 5—6. Curt Hansen og Johan Hellsten 1 v. 7—9. Bator, Ziegler og Bellon, Spáni '/2 v. og 10. Agrest, Rússlandi 0 v. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Vill sjá fleiri greinar KONA hafði samband við Velvakanda til að þakka h'versu margar góðar og vandaðar greinar hefðu birst í blaðinu um sjúk- dóma, s.s. gigt o.fl., og einnig greinar um hollt lífemi. Þó finnst henni vanta greinar um alls- kyns fíkn, s.s. spennu- fikn, vinnufíkn o.fl. og vill koma því á framfæri. Tapað/fundið H jólastóll tekinn HJOLASTÓLL, sem var í anddyri Þjóðarbókhlöð- unnar og er eign safns- ins, var tekinn ófijálsri hendi á laugardaginn var. Stóllinn er grár að lit og nýlegur. Mynd- bandsupptaka er til af þeim tveimur mönnum sem tóku stólinn. Ef ein- hver hefur orðið var við hjólastólinn, eða veit eitt- hvað um þetta mál, vin- samlegast hafið sam- band við Þjóðarbókhlöðu í síma 563-5668. Gæludýr Páfagaukur tapaðist GULUR gárapáfagaukur fór frá Kleppsvegi sl. þiðjudagskvöld. Hafi ein- hver orðið hans var er hann beðinn um að hringja í síma 553-4749. Gríma er týnd GRÍMA er smávaxin, loðin, svört læða með gulan þríhyming í andliti og gulyijóttan feld. Hún fór frá Melabraut 3, Sel- tjarnamesi, föstudaginn 6. júní. Hafi einhver séð hana er hann beðinn um að hringja í síma 561-1523. Farsi HOGNIHREKKVISI oB/CLut stti/pa, s/éttírúr anc/títstvukkunu/n!’ ÉG er búinn að fá hundleið á að bjarga fallegum konum út um glugga á háhýsum á hveijum morgni, í hádeginu, síðdegis, öll kvöld og allar nætur. ÞÚ baðst um ÞURRAN Martini. ÉG er hrædd um að það verði aldrei neitt úr þessu þjá okkur, Hjálmar. Sámur þol- ir þig ekki. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftirfar- andi frá Ingólfi Hannessyni, íþróttastjóra Ríkissjónvarpsins. „Víkveiji fimmtudagsins fer nokkrum orðum um „ósamræmi í gæðum hljóðs og myndar" í lýsing- um okkar frá Evrópumótinu í knatt- spyrnu. Hér er því til að svara varð- andi hljóðgæði að Sjónvarpið stóð frammi fyrir þremur kostum í tæknilegri aðstöðu til lýsinga frá EM: 1. Fullbúin aðstaða með dag- skrárlínu til íslands. Kostnaður pr. leik 270 þúsund eða alls tæplega 3,8 milljónir (14 leikir). 2. Lýsingabúnaður með stafræn- um línum (ISDN). Kostnaður pr. leik 170 þúsund krónur eða alls tæpar 2,4 milljónir. 3. Takmörkuð aðstaða, lýst í gegnum símakerfí með útvarps- búnaði. Kostnaður pr. leik kr. 30 þúsund eða alls 420 þúsund. Sparnaður af því að velja tak- markaðan búnað og símalínur (með takmörkuðum gæðum) var því ann- aðhvort um tvær milljónir eða ríf- lega 3 milljónir. Undirritaður tók þá ákvörðun að velja ódýrustu leiðina (eins og fáein- ir aðrir aðilar, t.d. útvarpsstöðvar) í þessu sambandi, vitandi að hún skilaði ekki gæðum á borð við staf- rænar lausnir. Hér er einfáldlega um að ræða sk. „ýtrasta sparnað“, sem við búum einatt við og verðum stundum að lifa með. Svo einfalt er það. Én Víkveiji getur fullvissað sig um að ekki skortir þekkingu, áhuga né vilja hjá íþróttadeild RUV til þess að veita sem besta þjónustu innan þess ijárhagsramma sem utan um okkur er sleginn hveiju sinni.“ Víkveiji þakkar Ingólfi athuga- semdina og honum og Guðmundi Torfasyni, þjálfara Grindvíkinga, bestu knattspyrnulýsingu EM ’96 til þessa að hans mati. Það verk unnu þeir félagar sitjandi í myndveri sjón- varpsins við Laugaveg og var ekki að sjá, nema síður væri, að fjarlægð- in frá vettvangi háði þeim við að koma leik Hollendinga og Skota til skila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.