Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 13

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Arsþing Bandalags kennara á Norður- landi eystra Menntun fyrir framtíðina ÁRLEGT haustþing Bandalags kennara á Norðurlandi eystra verð- ur haldið að Laugum í Reykjadal dagana 30. og 31. ágúst. Aðalefni haustþingsins tengist þeim tíma- mótum er urðu 1. ágúst síðastliðinn og er yfirskrift þingsins Menntun fyrir framtíðina. Flutt verða erindi um þetta efni og verða þau nánar til umræðu í smærri hópum út frá mismunandi áherslum, s.s. íslensku, raungrein- um, list- og verkgreinum sem og áherslu á vinnubrögð og atvinnulíf- ið. Þingið verður sett á föstudag og þá flytja Stefán Baldursson, skrif- stofustjóri menntamála og lista í menntamálaráðueytinu, Jón Bald- vin Hannesson, forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings, Einar Njálsson, formaður Eyþings, og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varafor- maður KÍ, ávörp. Dr. Þórólfur Þórlindsson flytur fyrirlestur sem nefnist Menntun fyrir framtíðina, skólinn á 21. öld. Baldur Sigurðsson lektor flytur fyr- irlestur um móðurmál, iðkun eða kennslu, Anna Kristjánsdóttir ræðir um áhrif tækniþróunar á notkun stærðfræði, Gerður G. Óskarsdóttir fjallar um verkmenntir og listir í samkeppni við bóknám, Jón Þórðar- son, formaður stjórnar Utgerðarfé- lags Akureyringa, fjallar um grunn- menntun fyrir atvinnulífið og að kenna þjóðfélagsþegnum næstu aldar, heildstæð kennsla og skap- andi starf er heiti á fyrirlestri Lilju M. Jónsdóttur æfingakennara. Haustþing bandalagsins eru jafn- an vel sótt af grunnskólakennurum og skólastjórum á Norðurlandi, en um er að ræða eina stærstu faglegu ráðstefnu sem haldin er árlega á svæðinu. ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 13 UMHVERFISVÆN PUDTTflVEL Minna vatn Minni orka Lægri rekstrarkostnaður Creda 1000 SNÚNINGA CREDA ÞVOTTAVÉL Á KYNNINGARVERÐI AÐEINSj 49.900 . STGR BRESK GÆBAFRAMLEiBSLA TAKMARKAÐ MAGN íolun r þvottinn stbóugt 0/500 snúninfla vm ,laus Hit‘is,i"ir larkerfi ikur 5 Kg RflFTíEKJflUERZLUN ISLflNDS If SKUTUVOGI 1, SIMI 568 8660

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.