Morgunblaðið - 20.09.1996, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.1996, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landfrystingin koinin á hnén: Mörg frystihúsin eru að gefast upp og munu loka á næstu mánuðum haldt fram sein horfir, segir Arnar Sigurmundsson ÞAÐ lítur ekki björgulega út með kauphækkun í næstu samningum Gunna mín. Stjórinn bara strax komin á hnén í buxunum með bótinni á rassinum og farinn að brynna músum. Sjávarútvegsráðherra um skipan undirbúningsnefndar fyrir Sjávarútvegsskóla Fulltrúi frá HA hefði ekki breytt neinu Ingvar Birgir Jón Friðleifsson Þórðarson ÞORSTEINN Pálsson sj ávarútvegsráðherra segist telja að það hefði engu breytt varð- andi staðsetningu Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóð- anna þó að fulltrúi frá Háskólanum á Akur- eyri hefði verið í undir- búningsnefnd. „Það er ekki aðal- atriði þessa máls hvort Háskólinn á Akureyri hafi átt fulltrúa í nefndinni. Málið var hvort við fengjum þennan skóla eða ekki. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að skólinn hefði aðal- aðsetur hjá Hafrannsóknastofnun en þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu fleiri stofnana, og með- al annars Háskólans á Akureyri. Við þurftum að geta sýnt fram á að skólinn gæti starfað í því um- hverfi sem er hér á landi og sér- fræðiþekking okkar á þessu sviði dreifist fyrst og fremst á þessar þrjár stofnanir; Hafrannsókna- stofnun og háskólana tvo.“ Bæjarstjórn Akureyrar mót- mælti í fyrradag einróma þeirri ákvörðun að skólinn yrði staðsettur í Reykjavík. Guðmundur Stefáns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sagði í viðtali við Morg- unblaðið að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart miðað við það að fulltrúar sjávarútvegsstofnanna í Reykjavík hefðu átt sæti í henni. Engin ein stofnun getur sinnt kennslunni Ingvar Birgir Friðleifsson, skóla- stjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, var formaður íslenskrar nefndar sem fjallaði um möguleika á staðsetningu Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Hann stýrði einnig alþjóð- legri nefnd sem kannaði málið fyr- ir Háskóla Sameinuðu þjóðanna. „Nefndirnar komust báðar að þeirri niðurstöðu að engin ein stofn- un gæti sinnt kennslunni. Alþjóð- lega nefndin kom til Akureyrar og skoðaði aðstæður. Nefndarmenn voru mjög hrifnir af vissum þáttum þar en það eru aðeins afmörkuð svið. Það á eftir að ákveða hvað verður kennt á Akureyri og hvað í Reykjavík." Ingvar segir að kennt verði á fimm brautum í skólanum i upp- hafí en síðar verði þeim fjölgað í sjö. Nemendumir verða fiskifræð- ingar, líffræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar og aðrir háskólamenntaðir menn. Ing- var segir að kennslan verði því mjög sérhæfð en brautimar nái yfír vítt svið. „Nemendur verða að vera í nán- um tengslum við sérfróða kennara í slíku námi og hafa aðgang að góðu bókasafni, rannsóknarstofum og raunverulegum verkefnum á sínu sérsviði. Viss svið er hægt að kenna á Akureyri, til dæmis fisk- vinnslutækni, útgerð og gæðaeftir- lit. í öðmm greinum þarf að sækja sérþekkingu til Reykjavíkur, til dæmis varðandi stofnstærðarmat, eftirlit með fiskistofnum, hafréttar- mál, alþjóðlega fiskveiðisamninga og fleira. Það var ekki íslensk byggðapólitík sem réð tillögum al- þjóðlegu matsnefndarinnar, enda sátu í henni menn sem eru í fremstu röð á sínu sviði. Einn þeirra hefur til dæmis undanfarin tuttugu ár verið helsti fiskveiðisérfræðingur Alþjóðabankans." Staðsetningin pólitísk spurning Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, segir staðsetningu skól- ans pólitíska spurningu. Hann telur að Háskólinn á Akureyri geti sinnt kennslu fyrir Sjávarútvegsskólann ef honum hefði verið falið það. „Strax með nefndaskipuninni var í raun búið að taka ákvörðun um að skólinn yrði í Reykjavík. Ég bendi á að forstöðumaður sjávarút- vegsdeildar Háskóla Íslands sat í henni. Aðrir fulltrúar búa allir í Reykjavík. Erlenda nefndin hafði enga sjálfstæða skoðun á málinu þannig að ákvörðun var í raun tek- in fyrir einu ári. Ef á að byggja upp sjávarútvegsnám á háskóla- stigi á Islandi ætti að beina því á einn stað, en um það er greinilega ekki pólitísk sátt. Ég kom hingað til starfa á sínum tíma á þeirri for- sendu að sjávarútvegsmenntunin yrði á Akureyri.“ Samnorrænn fræðsludagur flogaveikra í dag Ótrúleg fáfræði um flogaveiki SAMNORRÆNN fræðsludagur um flogaveiki er í dag. íslensku fiogaveikisamtökin LAUF eru þátttakendur í fyrsta skipti í slíkum fræðsludegi. Formaður LAUF er Astrid Kofoed- Hansen en fráfarandi for- maður er Guðlaug María Bjarnadóttir. Þær segja að samnorrænn fræðsludagur sé mjög nauðsynlegur, hvers vegna skyldi það vera? „Ótrúlega mikil fáfræði ríkir hér á íslandi um mál- efni flogaveikra. Sumt fólk með flogaveiki á íslandi kýs því miður enn þann dag í GuðIaug María Bjarnadóttir dag að halda siukdomi sin- . . - ■ „ , . u um leyndum vegna þeirra Astrid Kofoed-Hansen viðbragða sem fólk verður fyrir í þjóðfélaginu, þó ég telji að fordómar séu á undanhaldi,“ segir Guðlaug. - Er hægt að halda slíkurn sjúkdómi leyndum? „Það tekst prýðilega hjá mörg- um. Það hefur heyrst um fjöl- skyldur þar sem það hefur verið farið með þá staðreynd sem mannsmorð að einhver fjölskyldu- meðlimurinn sé flogaveikur. Við megum ekki gleyma því að um 80% flogaveikra vinna fullan vinnudag. Flogaveiki er sjaldnast augljós og til fjölmargar tegundir af henni. Það er stundum sagt að flogaveiki sé ekki eins hjá nein- um,“ segir Astrid. - Hvað eru margir í LAUF? „Það eru á milli 400 og 500 félagar skráðir í félagið um þessar mundir. Helsta markmið félagsins er að efla fræðslu um sjúkdóminn og styðja við félagsmenn í rétt- indamálum þeirra. Einnig að stuðla að rannsóknum og bættum aðbúnaði fólks með flogaveiki. Samtökin reka skrifstofu þar sem starfa framkvæmdastjóri í hálfu starfi og starfsmaður allan dag- inn. Formaður er í tæplega hálfu starfi og einnig höfum við félags- ráðgjafa sem tekur á móti félags- mönnum einu sinni í viku, á föstu- dögum frá klukkan 9-1, þeim að kostnaðarlausu. Nokkur barning- ur hefur verið að fá fjármagn frá opinberum aðilum til þessarar bráðnauðsynlegu ráðgjafar, en við höfum lagt mikið kapp á að hafa slíka þjónustu á boðstólum, það hefur verið marg sannað að henn- ar er full þörf. Það hefur sýnt sig að ráðgjöf og fyrirbyggjandi starf sparar þjóðfélaginu stórar upp- hæðir ef því er beitt í tíma.“ - Hvernig er háttað samstarfi LAUF og annarra norrænna fé- laga fólks með flogaveiki? „Það samstarf er mjög gott. Við vorum með samnorrænan fund hér í Reykjavík í vor. Slíkir fundir eru haldnir árlega sinn í hveiju landi. Á slíkum fundum er skipst á skoðunum og veittar upp- lýsingar og fræðsla um það sem er að gerast í hveiju landi fyrir sig. Á síðasta fundi kom í ljós að skrifstofur allra hinna Norður- landanna eru styrktar af ríki og borg sem nemur um 85% alls rekstrar þeirra. Hér á íslandi nemur slíkur styrkur opinberra aðila um 10% af rekstri LAUF. Einnig kom í ljós vilji til frek- ara samstarfs og öflugra upplýs- ingastreymis, þannig að nú fá öll félögin tímarit hvers annars og fréttabréf og ómælt eru faxaðar upplýsingar milli landa. Svo og kom fram að á meðan t.d. félagið í Svíþjóð er að beijast fyrir réttind- ► Astrid Kofoed-Hansen er fædd í Reykjavík árið 1939. Hún er gagnfræðingur að mennt og lauk einkaflug- mannsprófi að því loknu. Hún starfaði um tíma sem hlað- freyja og flugfreyja hjá Loft- leiðum en er nú starfandi for- maður LAUF. Hún er gift Ein- ari Þorbjörnssyni verkfræð- ingi og eiga þau fjóra syni. Guðlaug Maria Bjarnadóttir er fædd á Akureyri árið 1955. Hún útskrifaðist frá Leik- listarskóla íslands árið 1977 og lauk uppeldis- og kennslu- fræði frá Kennaraháskóla Is- lands í fyrra. Hún er gift Ol- afi Hauki Símonarsyni rithöf- undi og á þijú börn. um eins og að sænska trygginga- stofnunin greiði fyrir breytingar á innréttingum með öryggi floga- veikra í huga þá erum við hér að beijast fyrir því að börn með flogaveiki fái menntun og fólki sé ekki sagt upp störfum fyrirvara- laust eftir eitt flogakast, jafnvel hjá opinberum aðilum. Við erum einnig að beijast fyrir að fólk fái húsnæði og njóti almennra mann- réttinda. A því er talsverður mis- brestur í dag.“ - Erum við svona langt á eftir hér á landi? „Já, við erum langt á eftir í mörgum málum og sumt að ástæðulausu. Réttindi eru þá fyrir höndum samkvæmt lögum en eng- inn kemur þeim upplýsingum á framfæri við hina flogaveiku. Þess vegna er starf félagsráðgjafans svona mikilvægt meðal annars.“ - Er fólk almennt illa upplýst um flogaveiki á íslandi? „Heldur betur. Það er jafnvel til fólk á íslandi sem heldur að flogaveiki sé smitandi, sem er hreinasta firra. Jafnvel aðstand- endur barna gera sér ekki grein fyrir hvað er að seyði. Það er ekki lengra síðan en í fyrra að grípa varð í taumana þegar for- eldrar héldu að bam þeirra væri svo „næmt“ að það félli í trans, en kennari barnsins áttaði sig á ------------------ að bamið var floga- Flogaveiki veikt. Bara núna í er sjaldnast l)essari viku átti að aualió« se£Ía un£ri stulku upp starfi hjá opinbern stofnun eftir að hún skrifstofu fékk sitt fyrsta flogakast á vinnu- stað. Á skrifstofu LAUF eru allar upplýsingar veittar um flogaveiki og flogaköst og hvernig eigi að bregðast við þeim. Mikilvægt er að fólk í kring haldi ró sinni, stingi engu upp í munn hins flogaveika og ef kastið stendur lengur en 5 mínútur að hafa þá samband við lækni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.