Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 23 ERLENT Reuter Enn deilt um EMU í brezka Ihaldsflokknum London. Reuter, The Daily Telegraph. „VOPNAHLÉI“ í deilum um Evrópu- mál innan brezka íhaldsflokksins er nú lokið, eftir að Malcolm Rifkind utanríkisráðherra lét í ljós alvarlegar efasemdir um fyrirhugað Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og sex þungavigtarmenn í íhaldsflokkn- um svöruðu með lesendabréfi í The Independent, þar sem John Major forsætisráðherra er eindregið varað- ur við því að útiloka EMU-aðild Bret- lands. EMU kann að leiða til klofnings Rifkind flutti ræðu í Zúrich á mið- vikudag, í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Winston Churchill flutti ræðu sína um framtíð Evrópu í sömu borg. Utanríkisráðherrann sagði að EMU kynni að leiða til sun- drungar og klofnings innan Evrópu- sambandsins og sagði að fylgismenn myntbandalagsins hefðu ekki hugsað víðtækar afleiðingar þess til enda. Rifkind benti á að um helmingur aðildarríkja ESB myndi ekki geta uppfyllt skilyrðin, sem sett eru fyrir þátttöku í EMU. „Slíkur klofningur í Evrópu var ekki það sem stofnend- ur Evrópusambandsins höfðu í huga,“ sagði Rifkind. Heimildarmenn innan ríkisstjórn- arinnar segja að ræða Rifkinds hafi endurspeglað skoðanir Johns Major forsætisráðherra í málinu. Andstæð- ir.gar ESB-aðildar Breta innan íhaldsflokksins hafa fagnað því að flokksforystan sé að herðast í afstöðu sinni gegn EMU-aðild. Svik við þjóðarhagsmuni að útiloka EMU-aðild Evrópusinnar í flokknum hafa áhyggjur af þróun mála. í gær skrif- uðu sex fyrrverandi ráðherrar og þungavigtarmenn í ílialdsflokknum lesendabréf í The Independent, þar sem þeir vöruðu forsætisráðherrann eindregið við að útiloka aðild Bret- lands að EMU. „Að útiloka aðild Bret- lands að sameiginlegri mynt væru svik við þjóðarhagsmuni okkai-,“ segja EVROPA^ sexmenníngarnir. Að íhuga úrsögn úr Evrópusambandinu er leikur að eldi.“ Efst' á lista landsfeðranna, sem undirrita bréfið, er Sir Leon Brittan, sem nú situr í framkvæmdastjórn ESB, Félagar hans eru Sir Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra, Whitelaw lávarður, sem var varafor- sætisráðherra Margaret Thatcher, og þrír fynverandi utanríkisráðherr- ar, þeir Douglas Hurd, Howe lávarð- ur og Carrington lávarður. Whitelaw og Carrington hafa lengi forðazt af- skipti af innanflokksdeilum og vakti koma þeirra fram á ritvöllinn í gær því_ athygli. í bréfi sínu rifja sexmenningarnir upp ræðu Churchills og segja að for- sætisráðherrann fyrrverandi hafi sett fram jákvæða og alþjóðasinnaða evr- ópska framtíðarsýn. Sá boðskapur sé enn í fullu gildi. Framtíð Bret- lands liggi í því að líta á ESB sem tækifæri, en ekki ógnun. „Eðli Bret- lands er að taka forystuna, en hrök- klast ekki burt,“ segja landsfeðurnir. Veikari staða í undirbúningsviðræðum Deila þessi í íhaldsflokknum bloss- ar upp aðeins tveimur dögum áður en undirbúningsviðræður fjármála- ráðherra og seðlabankastjóra ESB- ríkjanna vegna fyrirhugaðrar gildi- stöku EMU hefjast á írlandi. Sumir íhaldsmenn óttast að deilan veiki samningsstöðu Kenneths Clarke íjár- málaráðherra í viðræðunum. Meðal annars verður rætt hver staða þeirra ríkja, sem munu standa utan EMU, verður eftir að myntbandalagið gengur í gildi. Persónuníð í grísku kosn- ingahríðinni FÓLK í Aþenu gengur fram hjá kosningaspjaldi með mynd af leiðtoga sósíalista, Costas Simitis forsætisráðherra, í mið- borginni. Kannanir benda til að lítill munur verði á fylgi sósíalista og hægrimanna í flokki Miltiadis Everts í þing- kosningum sem verða á sunnu- dag. Baráttan hefur þótt óvenju róleg og friðsamleg og kjósend- ur verið áhugalitlir en það gæti breyst síðustu dagana. Simitis, sem hvatti í fyrstu til þess að menn yrðu málefnalegir í kosn- ingabaráttunni, skipti um að- ferðir í vikunni og hafa sósíalist- ar birt sjónvarpsauglýsingar þar sem inntakið er persónuníð um Miltiades. Hann er þar sagð- ur hinn mesti þurs í alþjóðasam- skiptum, hann ruglist á nöfnum þekktustu þjóðarleiðtoga og hafi endurtekið sömu kosninga- loforðin undanfarin tíu ár. Einn- ig er Simitis, sem er sextugur að aldri og þykir þurr og fræði- mannslegur í framkomu, nú far- inn að beita handapati í ræðu- stól til að leggja áherslu á mál sitt. • MURRAY Jacobs, lögfræði- legur ráðunautur við Evrópu- dómstólinn, hefur tjáð sænskum yfirvöldum, sem hafa bannað sjónvarpsauglýsingar fyrir börn, að þau geti ekki bannað, að slíku efni sé sjónvarpað til Svíþjóðar frá öðrum Evrópu- sambandsríkjum. Jacobs sagði, að samkvæmt ESB-lögum væri Svíum heimilt að banna auglýs- ingar fyrir börn svo fremi að jafnt auglýsandinn sem sjón- varpsstöðin væru innlend. Mexx Nýkomnar haustvörur frá þessum heimsþekkta framleiðanda IIANZ Kringlunni 8-12 Sími 568 1925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.