Morgunblaðið - 20.09.1996, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppni á vegum Evrópusambandins um málefni fatlaðra Morgunblaðið/Golli KARL Guðmundsson og bekkjarfélagar hans í Lundarskóla. Morgunblaðið/Ásdís VERÐLAUNAHAFARNIR Ingibjörg Haraldsdóttir kennari og Agústa Unnur Gunnarsdóttir kennslustjóri. Islending- ar hlutu tvenn verðlaun ÍSLENDINGAR unnu til tvennra verðlauna í evrópskri samkeppni um bestu verkefni til aðstoðar fötluðum í grunn- og framhaldsskólum. Samkeppnin er hluti af HELI- OSII sem er víðtæk sams- starfsáætlun á vegum ESB um málefni fatlaðra. Islendingar urðu aðilar að áætluninni í byrj- un árs, á grundvelli samningsins um EES. Úrslitin voru kynnt á blaða- mannafundi sem Páll Péturs- son, félagsmálaráðherra boðaði til á miðvikudag. Þar kom fram að Norðurlönd hlutu flest verð- laun í samkeppninni sem skipt var niður í sex efnisflokka en 17 Evrópulönd tóku þátt. Islendingar lentu í öðru sæti í heildarflokki ásamt Svíum en Finnar urðu í því fyrsta með samanlagt þrenn verðlaun. Gullverðlaun hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari og þroskaþjálfi, fyrir kennslutil- högun í 4. bekk Lundarskóla á Akureyri, þar sem fjölfatlaður drengur stundar nám með 20 heilbrigðum börnum. Agústa Unnur Gunnarsdóttir, kennslustjóri við Menntaskól- ann við Hamrahlíð, hlaut silfur- verðlaun fyrir starf sitt í þágu heyrnarlausra og heyrnar- skertra við menntaskólann. Þar er kennsla í íslensku táknmáli og ýmis konar stuðningur er í boði svo sem túlkaþjónusta og glósuráðgjöf. A þessari önn stunda 22 heyrnarskertir og heyrnarlaus- ir nemendur þar nám og vonir standa til um að þeir fyrstu munu útskrifast á næsta ári. Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra lýsti yfir mikilli ánægju með árangur íslendinga í keppninni. Hann sagði mark- mið HELIOS vera að stuðla að bættum lífskjörum fatlaðra. Verðlaunaverkefnin verða kynnt víða í Evrópu og að þau verði vonandi öðrum skólum fyrirmynd í framtíðinni. „Viðurkenningin stappar í mig stálinu" Ingibjörg Haraldsóttir hefur í 3 ár verið umsjónarkennari bekkjarins sem Karl Guðmunds- son, fjölfatlaður níu ára dreng- ur, er nemandi í. „Frá byijun lagði ég mikla áherslu á að Karl yrði einn af hópnum, þann- ig að vinatengsl gætu myndast mijji nemendanna. Öll kennsla, almenn jafnt sem sérkennsla, fer fram í sömu skólastofunni og því þurfa tveir kennarar alltaf að vera til stað- ar. Gott og mikið samstarf er haft við foreldra hans,starfsfólk skólans er mjög hjálplegt og öll aðstaða þar er til fyrirmyndar." Ingibjörg segir þetta fyrir- komulag þroskandi, bæði fyrir heilbrigðu börnin og það fatl- aða. „I viðhorfskönnun sem gerð var meðal nemenda Lund- arskóla í fyrra, kom í ljós að nærgætni og tillitssemi er meiri meðal bekkjarfélaga Karls en barna í öðrum bekkjum. Bekkjarfélagar hans lenda síður í útistöðum við félaga sína og stríðni er óalgengari meðal þeirra. Þau eru einnig mun já- kvæðari í garð fatlaðra en hin skólabörnin." Að sögn Ingibjargar er fjöl- fötluðum börnum mjög sjaldan gefið tækifæri til að stunda nám með heilbrigðum börnum. „Viðurkenningin stappar því í mig stálinu og hvetur mig til að halda áfram á sömu braut.“ Jafnvægi komið á birgðir lambakjöts Engar útsölur í haust HORFUR eru á að ekki þurfi að efna til útsölu á lambakjöti frá fyrra ári í haust. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir nýjan búvörusamning hafa skapað jafnvægi í lambakjötsbirgðum í landinu. Sigurgeir sagði að um 2.700 tonn af lambakjöti frá fyrra ári hefðu verið til í landinu á sama tíma í fyrra. „Nú erum við að- eins með á bilinu 7 til 800 tonn. Af því fara væntanlega um 200 tonn úr landi. Afgangurinn fer á markað hér. Ekki er því ástæða til að efna til sérstakrar útsölu,“ sagði hann. Ekki útsala í 10 mánuði Hann tók fram að reyndar hefði ekki verið talin ástæða til að efna til útsölu á lambakjöti síðustu 10 mánuði. „Nýi bú- vörusamningurinn veldur því að ekki þarf að flytja út meira magn af kjöti en gengur inn á skárri markaði. Verðið er auð- vitað ekki nógu hátt en svigrúm er til að láta reyna á hvort verð- ið hækkar næstu þijú til íjögur árin. Ef verðið stígur hlýtur framleiðslan að aukast. Ef verð- ið hins vegar lagast ekki er ekki mikil framtíð í því,“ sagði hann. Samningurinn fól í sér stuðn- ing ríkisins og heimild til að skattleggja sauðfjárbændur til að vinna á eldri birgðum. Vandinn ekki leystur Sigurgeir tók fram að ekki væri búið að leysa vanda sauðfj- árræktarinnar enda væru sauðljárbændur enn tekjulitlir. Hins vegar horfði í rétta átt og gott væri ef ekki þyrfti að efna til útsölu á gömlu kjöti. Vont væri að stunda slíkt markaðs- starf. I- I Í I l b í » ! f f i. Markaðsstjóri Háskólabíós segir kvikmyndaheiti þýdd eftir megni Ályktun málnefndar fyllilega réttmæt GUÐBRANDUR Örn Arnarson, markaðsstjóri Háskólabíós, segir ályktun íslenskrar málnefndar, þar sem kvikmyndahús og fjölmiðlar eru beðnir að huga að því hvort auglýsingar um kvikmyndir séu birtar að mestu eða öllu á erlendu máli, eigi fyllilega rétt á sér. „Okkar meginregla er að þýða heiti erlendra kvikmynda, þegar þau eru þýðanleg. Einu tilfellin þar sem við sleppum því er þegar mynd- ir eru nefndar sérnöfnum, til dæm- is Forrest Gump, og við erum stolt- ir yfir því að nota nöfn á borð við Fjögur brúðkaup og jarðarför sem gegnir sínu hlutverki engu síður en erlenda heitið sem myndin er mark- aðssett undir. Við höfum jafnframt sjálfir gert athugasemdir við skrif blaðamanna sem fjalla um kvik- myndir á myndbandi og nota er- lendu heitin þótt fyrirtaks nöfn séu til á íslensku. Það virðist ekki alltaf skila sér í myndbandaheiminn eða sjónvarpið þótt myndir hafi verið sýndar undir tilteknum nöfnum í kvikmyndahúsum,“ segir hann. Guðbrandur segir jafnframt ekk- ert hæft í því að kvikmyndahús markaðssetji ensku heitin þegar um myndir fyrir yngri kynslóðina er að ræða. „Við höfum tamið okkur mjög skýrar innanhússreglur til þess að vinna eftir, sem ganga í raun mun lengra en landslög. Þessi ályktun á því alls ekki við okkur en við fögnum því að hún hafi ver- ið send, enda algerlega í þeim anda sem við vinnum," segir hann. Vitneskja um kvikmyndir kemur einkum erlendis frá „Hins vegar má benda á það að þrátt fyrir að við þýðum nöfnin kemur mikill hluti þeirrar vitneskju sem fólk hefur um kvikmyndir er- lendis frá. Þess vegna getum við ekki leyft okkur að fjarlægja enska nafnið alveg. Hver myndi til dæmis samþykkja það að Vífilfell seldi „VífilfeIls-gos“ og að vörumerkið kóka-kóla yrði tekið í burtu? Fjögur brúðkaup og jarðarför og Franskur koss voru eingöngu kynntar undir þeim nöfnum en þegar íslenska heitið er þess eðlis að ekki er auð- velt að átta sig á því um hvaða mynd er að ræða nema hafa enska heitið með er það gert. Það væri til dæmis ekki hægt að íslenska heiti á mynd eins og „Virtuosity" og sleppa því á ensku án þess að tengslin við vöruna myndu glatast. Það er því okkar stærsta vanda- mál,“ segir Guðbrandur loks. Tómas Tómasson, markaðsstjóri Skífunnar, segir að í ályktuninni sé horft út frá sjónarhóli málvernd- ar eingöngu. „Menn leggja verulega á sig til að koma á móts við það þótt deila megi um það hvort nóg sé að gert. Það er erfitt að fylgja slíkum sjónarmiðum út í æsar og meta hvar á að setja mörk. Kvik- myndir sem fara til almennra sýn- inga eru textaðar og ég held að sú vinna hafi farið mjög batnandi hin síðari ár. Hvað þýðingar á titlum kvikmynda varðar vandast málið talsvert því heiti þeirra er skrásett vörumerki eigenda sem eru erlendis og myndir eru því sýndar um allan heim undir sama nafni,“ segir Tóm- as. Hann segir jafnframt að heiti allra mynda Regnbogans sé íslensk- að nema þegar um sérnöfn sé að ræða. „Sum eru góð, önnur slæm, og flest einhvers staðar þar á milli. Þau eru notuð í kynningu en ailt kynningarefni sem berst er á frum- málinu. Sumar myndir er hægt að þýða þannig að nafnið sem slíkt standi. Menn geta talið fram vel heppnaðar þýðingar á borð við Ógnareðli í stað „Basic Instinct" og Reyfara í stað „Pulp Fiction“. Einhveijar myndir ganga síðan undir sérheitum sem erfitt er að þýða. Nýlegt dæmi er kvikmyndin „Independence Day“ sem einnig var kynnt undir nafninu ID-4 og við kusum að nota með skírskotuninni „Innrásardagurinn 4. júlí“. Svo er til fullt af misslæmum íslenskum heitum sem gerð hafa verið af skyldurækni," segir hann. Tómas segir aftur á móti að allar myndir fyrir börn undir 12 ára séu markaðssettar undir íslenskum nöfnum enda viti börnin sjaidnast af þeim erlendu. „Svo má spyrja hvar mörkin séu. Við flytjum inn ógrynni af plötum og kynnum lista- menn undir erlendum nöfnum. Eig- um við að þýða öll plötuheiti sem auglýst eru í fjölmiðlum, eða nöfn á hljómsveitum eins og Blur? Þá flytjum við inn tölvuleiki og seljum með erlendu nafni,“ segir hann. Tómas segir loks að menn séu sammála um mátt kvikmyndarinnar, sérstaklega innan tiltekins hóps áhorfenda sem viðkvæmastur sé fyrir áhrifum. „Ég held að ég geti fullyrt að menn hafí metnað í þá átt að sinna þýðingum vel og að þæt' hafi batnað mikið á síðustu árum einkum vegna aðhalds sem sjálfsagt er að veitt sé áfram. Hlutverk okkar er meira í þá átt að þjónusta markað- inn en leiða,“ segir hann. Þorvaldur Arnason, fram- kvæmdastjóri Sambíóanna, segir stefnu fyrirtækisins að gefa kvik- myndum íslenskt heiti þegar það sé mögulegt. „Við vinnum á svipað- an hátt og gert er í leikhúsunum þegar nöfn leikrita eru þýdd og annað heiti látið fylgja með ef höf- undurinn er erlendur. Ég nefni sem dæmi „Stone Free“ eftir Jim Cartwright," segir Þorvaldur. Hann segir ennfremur að þegar myndir séu teknar til forsýninga komi oft fyrir að þær séu kynntar undir er- lendu heiti. „Þegar kvikmyndin er síðan tekin til almennra sýninga er auglýsingin unnin með íslensku heiti. Við reynum okkar besta og erum með fólk til þess að þýða og reyna að finna góð, íslensk nöfn á okkar myndir,“ segir hann loks. i 1. i f: « * 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.