Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 21 ERLEIMT Talið, að flestir kafbátsmannanna hafi verið felldir Sátt með Sandinistum og Kontra-liðum N-Kóreustjórn neitar að taka við mótmælum Seoul, Kangnung. Reuter. ÖRYGGISSVEITIR í Suður-Kóreu héldu áfram leit að norður-kóreskum kafbátsmönnum í grennd við landa- mærin í gær og skýrt var frá því að sjö hefðu verið felldir. Talið er að alls hafi verið um 20 manns í bátnum og var einn handsamaður en 11 fundust látnir, hafa þeir lík- lega fyrirfarið sér. Mennirnir eru vopnaðir og hafa ógnað íbúum á svæðinu með byss- um. Voru þrír N-Kóreumannanna skotnir með vélbyssum er þeir fengu sér vatn að drekka í læk, að sögn stjórnvalda. Óljóst er hvert markmiðið hópsins hefur verið en hinn handtekni segir að vélarbilun hafi orðið og bátinn rekið að landi þar sem hann strand- aði. Stjórnvöld í Seoul álíta að njósnarar og flugumenn hafi verið á ferð og fordæma ráðamenn grannríkisins, segja að kafbátsmál- ið sé merki um að norðanmenn séu enn staðráðnir í að reyna að sam- eina ríkin tvö með valdi. Kim Young-sam forseti segir að um alvarlegustu ögrun af hálfu norðanmanna frá því á sjöunda ára- tugnum sé að ræða. „Þetta er ekki einfaldlega njósnamál. Ég lít á þetta sem hernaðarögrun," sagði hann í gær. Fulltrúar kommúnistastjórn- arinnar í Pyongyang neituðu að taka við mótmælum sem sendimenn herliðs Sameinuðu þjóðanna í Suð- ur-Kóreu, þ. e. Bandaríkjamanna, reyndu að afhenda þeim. Kafbáturinn er rúm 300 tonn og var það leigubílsstjóri sem fyrst tók eftir strandinu. Fulltrúar flotans segjast viðurkenna að gagnrýni vegna málsins sé eðlileg en flotinn geti ekki fylgst nægilega vel með öllum skipaferðum. Yfirmenn land- hersins segja að þeir einbeiti sér að því að tryggja landamæravarnir og enn erfiðara sé að fylgjast með allri strandlengjunni eftir að gaddavír- svarnir voru víða fjarlægðar vegna þess að þær ollu íbúunum óþægind- um. Öryggisviðbúnaður hefur verið hertur mjög í Seoul. í maí flúði norð- ur-kóreskur orrustuflugmaður á gamalli þotu sinni og var kominn í grennd við Seoul áður en loftvarnir tóku eftir honum. Voru nokkrir embættismenn reknir í kjölfarið. Aðeins tekur fáeinar mínútur að fljúga til höfuðborgarinnar frá landamærunum og langdrægar fall- byssu norðanmanna draga þangað. Gamlir fjendur í kosningabandalagí Managua. Reuter. FULLTRUAR Kontra-skæruliða í Nicaragua og Sandinista, sem háðu blóðugt stríð á síðasta ára- tug, gerðu á miðvikudag með sér samkomulag um samvinnu í kosn- ingum sem fram fara í landinu í október. Sandinistinn Daniel Or- tega, fyrrverandi forseti, kallaði samkomulagið þjóðarsátt og faðm- aði nokkra fulltrúa skæruliða- hreyfingarinnar, sem reyndi í átta ár að velta stjórn hans úr sessi, að sér. Ekki voru þó allir liðsmenn Kontra-hreyfingarinnar sáttir við samkomulagið. Borgarastyrjöld Sandinista og Kontra-skæruliða, sem nutu stuðn- ings Bandaríkjastjómar, lauk óvænt árið 1990 er Violetta Cha- morro sigraði Ortega í forsetakosn- ingum. í framhaldinu lofaði stjómin Kontraskæmliðum landsvæði og fleiru ef þeir hættu baráttu sinni en ekki var staðið við þau loforð. Samkomulag Sandinista og Kontra-hreyfingarinnar felur í sér að þeir síðamefndu styðja Sandin- ista í forsetakosningunum sem fram fara í landinu þann 20. októ- ber, og vinni þeir sigur, heita Sandinistar Kontrahreyfingunni þremur ráðherrastólum. Ekki er ljóst hvaða áhrif sam- vinna Kontramanna og Sandinista hefur en fram að þessu hefur fram- bjóðandi mið- og hægriflokka, Arnoldo Aleman, haft örugga for- ystu á Ortega. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur þessi munur þó verið að minnka. Alls eru tuttugu frambjóðendur í forsetakosningun- um og því verður líklega að ganga til annarrar umferðar á milli efstu frambjóðenda. Reuter Féll fram af sviði BOB Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, datt fram af sviði á kosningafundi í Chico í Kali- forníu á miðvikudagskvöld þeg- ar hann teygði sig yfir handrið til að taka í hendur kjósenda. Að sögn iæknis skrámaðist hann aðeins lítillega og varð blæðing í auga. Dole gretti sig þegar hann datt, eins og sést á myndinni, en var fljótur að rísa á fætur með aðstoð öryggis- varða. Dole, sem var sæmdur tveim- ur purpurahjörtum eftir heims- styijöldinna síðari, fór aftur upp á sviðið og hóf að flytja ræðu sína. „Eg held að ég verðskuldi þriðja purpurahjartað eftir að hafa farið yfir handriðið, en það má alltaf halda því fram að ég hafi fallið fyrir Chico,“ sagði frambjóðandinn. Þegar blaðamaður spurði hvort það kæmi sér illa fyrir hann í kosningabaráttunni að hafa dottið svaraði Dole: „Eg stóð upp, ekki satt?“ Belgíska þingið ræðir þátt lögreglu í hneykslismálum Harðar refsingar ef upp kemst um mistök Brussel. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Belgíu, Jean-Luc Dehane, lýsti því yfir að kæmi í ljós að lögreglu hefðu orðið á alvarleg mistök við rannsókn á máli barnanauðgara og barnaklám- hring honum tengdum, yrði viðkom- andi refsað. Þetta kom fram í sér- stakri umræðu sem efnt var til í belgíska þinginu um málið, svo og önnur spillingar- og morðmál sem upp hafa komið að undanförnu. Var þing kallað saman til að ræða mál- ið en þinghald á ekki að hefjast fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Belgíski dómsmálaráðherrann skipaði nefnd til að kanna ásakanir um að mistök hefðu átt sér stað hjá lögreglunni og skilar hún skýrslu sinni á næstunni. í belgískum fjöl- miðlum í gær var fullyrt að í henni væri lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir starfsaðferðir og skort á sam- vinnu. Þá er búist við því að þingið samþykki að komið verði á fót nefnd sem fari ofan í saumana á rannsókn- ina á morðinu á stjómmálamannin- um Andre Cools. Kröfðust þingmennirnir breyt- inga á dómskerfínu og hvernig æðstu yfirmenn þess væru skipaðir. Þá réðust þeir harkalega gegn spill- ingu og siðleysi í samfélaginu og auknu ofbeldisefni í íjölmiðlum. Belgíska lögreglan hélt í gær blaðamannafund þar sem hún vís- aði á bug ásökunum sem fram hafa komið um vanhæfni hennar við rannsókn á málum barnaklám- hringnum og morðinu á Cools, jafn- vel um aðild lögreglumanna að þeim. Lögreglu vantreyst Tiltrú belgísks almennings á lög- gjafann hefur minnkað mjög að undanförnu vegna áðurgreindra mála og fullyrðinga um að lögregl- an ekki lagt sig alla fram um rann- sókn þeirra, auk þess sem glæpa- menn hafi notið verndar manna innan lögreglunnar. Við rannsókn á morðinu á Cools árið 1991 er lög- regla sögð hafa látið vera að kanna vísbendingar sem henni bárust, vegna pólitisks þiýstings, og fullyrt hefur verið að lögreglumenn hafí tengst máli Dutroux. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 562 4260 Tölvukiörum Eins og á öllum góðum heimitum stendur nú yfir hausttiltekt í Tölvukjörum. í tiltektinni fundum við ýmskonar vörur s.s. prentara og reiknivélar sem við seljum nú með stórfelldum afstætti í dag, föstudag Litaprentarar frá 5.000 kr. 09 á mor9,,n' la“9ar<la9- Athugió aó það er opið á Geislaprentarar frá 9.900 kr. morgun frá 10-14. TðLVUKJÖR Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.