Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 19 VIÐSKIPTI Ibex Motor Policies hjá Lloyds Einn af arðbærustu bíla- tryggjendum hjá Lloyd’s \tu,, l( Grænt númer V / Símtal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* BRESKI vátryggjandinn Ibex Motor Policies hjá Lloyds, sem nú hefur haslað sér völl hér á landi á vegum FÍB, er er meðal þeirra fimm vátryggjenda á bílum á Llo- yd’s-tryggingamarkaðum í Lond- on sem skilað hafa mestum hagn- aði, að sögn Halldórs Sigurðsson- ar, vátryggingamiðlara hjá Alþjóð- legri miðlun hf. Ibex var sett á stofn árið 1965 og hefur til þessa eingöngu ann- ast bílatryggingar í Bretlandi og á írlandi. Nam velta fyrirtækisins í bílatryggingum um 55,4 milljón- um sterlingspunda á síðasta ári eða sem svarar til um 5,8 millj- arða króna. Að sögn Halldórs hefur Ibex lagt áherslu á viðskipti við ákveðn- ar starfsstéttir og klúbba í Bret- landi á borð við FIB. Þannig hefur fyrirtækið gert samninga við sam- tök lögmanna og hjúkrunarfræð- inga í Bretlandi svo og félagsskap eigenda ýmissa bifreiðategunda. Selur gegnum 1.600 vátryggingarmiðlara Höfuðstöðvar Ibex eru í Canter- bury, en útibú eru í Worcester og York. Ibex selur síðan tryggingar gegnum 1.600 vátryggingar- miðlunarfyrirtæki víðsvegar í Bretlandi og á írlandi. Fyrirtækið hefur nána samvinnu við nokkra aðra vátryggjendur á Lloyd’s- markaðnum í London undir heitinu Stuarts Syndicates sem til samans veltu á síðasta ári um 305 milljón- um sterlingspunda eða sem svarar til um 30 milljarða króna. Allur íslenski bílatrygginga- markaðurinn er innan við 1% af bílatryggingum á Lloyd’s-mark- aðnum. Halldór segir að Ibex hafi nú í níu mánuði kannað íslenska tryggingamarkaðinn og komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmt væri að hasla sér þar völl vegna hárra iðgjalda íslensku trygginga- félaganna. „Aldur endurspeglar ökuhæfnina og yqgstu ökumenn- irnir valda miklu meira tjóni en þeir sem komnir eru yfir þrítugt. Hingað til hafa eldri og reyndari ökumennirnir greitt niður trygg- ingar fyrir þá yngri sem er auðvit- að mjög ósanngjarnt.“ Nýheiji með fjarfundabúnað HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra setti notendaráðstefnu Nýheija um framtíðarsýn í upp- lýsingatækni í höfuðstöðvum Nýheija í Reykjavík í gær. Ráð- stefnan er haldin í Borgarnesi og notaði ráðherrann fjarfunda- búnað við setninguna, þannig að hann birtist fundarmönnum í Borgarnesi á sjónvarpsskjá. Ráðstefnunni lýkur í dag en á henni eru fluttar 34 fyrirlestrar um nýjungar á sviði upplýsinga- tækni. Tveir fyrirlesaranna flytja sína fyrirlestra um samnet frá London og Kaupmannahöfn. <>~3omon GÓÐIR SKÓR Á GÖTUNA U B A I skór fyrir léttar gönguferðir SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200 Lúxus langbakur á tilboði! Volvo langbakar eru víðfrægir fyrir mikið rými, öryggi og aksturseiginleika sem hefur gert þá að fyrirmynd annarra bílaframleiðenda um áratuga- skeið. Þegar við bætist kraftmiklar vélar og mikill staðalbúnaður verður augljóst hvers vegna Volvo 850 er mest seldi langbakur á íslandi í sínum flokki. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: • Læsivarðir hemlar • Vökva- velti og aðdráttarstýri • Fullkomin hljómflutningstæki með 6 hátölurum • Fjölstillanleg framsæti • Ræsitengd þjófavörn • Upphituð framsæti • Innbyggður barnastóll • Loftpúði í stýri • Loftpúði fyrir farþega • Hliðarloftpúðar (SIPS) • Framdrif með spólvörn • Rafknúnar rúður • Rafknúnir og upphitaðir speglar • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Toppbogar Við getum nú boðið örfáa bíla af árgerð 1996 með þessum ríkulega búnaði og sjálfskiptingu á: 2.778.0 DU Jur- BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.