Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AKUREYRI Draumur tveggja systra um ferð til lands forfeðranna rættist Staðráðnar í að koma aftur við fyrsta tækifæri SYSTURNAR og Vestur-íslending- arnir Petrína og Fjóla Jónsdætur eða Ena Cordes og Viola Francey hafa lengi hugsað hlýlega til lands forfeðra sinna og langað að heim- sækja það. Draumurinn varð að veruleika þegar Petrína vann ferð til íslands en Petrína býr í Minne- apolis í Bandaríkjunum en Fjóla í Winnipeg. Petrína er meðlimur í Heklu klúbbnum í sinni_ heimabyggð og vann þar ferð til íslands, frá Balti- more til Keflavíkur og að sjálfsögðu bauð hún systur sinni með. Ferða- lagið tekur tíu daga, þær eru þegar búnar að sjá svolítið af landinu en eiga enn eftir að fara víða. Þær dvöldu í Reykjavík í fyrstu en leigðu sér svo bíl og óku norður í land þar sem ræturnar liggja. Foreldrarnir úr Skagafirði og Vopnafirði Faðir þeirra Jón Árnason var fæddur í Glæsibæ í Skagafirði árið 1889 en fluttist vestur um haf 1906 eða -7. Móðir þeirra Ólöf Stefáns- dóttir fæddist í Winnipeg, en átti ættir að rekja til Vopnafjarðar, en faðir hennar var fæddur í Skála- nesi og móðir Ólafar, Petrína Vig- fúsdóttir var frá Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Amma systranna í föð- urætt var frá Kristnesi í Eyjafirði, þar bjuggu foreldrar hennar Jó- hannes Jónsson og Þorgerður Krist- jánsdóttir sem og einnig á Hrana- stöðum, en Þorgerður var fædd á Teigi í sömu sveit. „Því miður getum við ekki séð ailt í einu, við höfum ekki nægan tíma til að fara og líta á æskustöðv- ar afa okkar í Vopnafirði, en höfum verið að skoða okkur um í Eyjafirði og á leiðinni suður munum við stoppa í Skagafirði. Á fyrstu uppvaxtarárum sínum bjuggu þær Petrína og Fjóla með foreldrum sínum og systkinum á sveitabæ í nokkurri íjarlægð frá Winnipeg. „Það var alltaf töluð ís- lenska á heimilinu þegar við vorum börn, við voru í einangruðu um- hverfi og því heyrði ég varla annað en íslensku fyrstu árin,“ segir Petr- ína. Henni var kennt að lesa og draga til stafs á heimilinu. Frá um 10 ára aldri hefur hún þó lítið talað málið, en segist geta bjargað sér um einfalda hluti. Fjóla er töluvert yngri, var aðeins fárra ára þegar fjölskyldan flutti í borgina, en hún segist þó skilja svolítið. Skemmtu sér konunglega Ferð systranna um ísland hefur að sögn verið ævintýri líkust. „Tíminn líður bara alltof hratt, það er svo margt að skoða og sjá. Samt hefðum við gjarnan viljað sjá mikið meira, þannig að við erum ákveðnar í að koma aftur,“ segja þær „Við hlökkum virkilega til næstu ferð- ar.“ Þær eru glaðlyndar systurnar og segjast hafa hlegið mikið. Þann- ig skemmtu þær sér konunglega þegar skyndilega var kominn hestur Morgunblaðið/Golli SYSTURNAR Fjóla og Petrína máttu til með að líta á ullarvörun- ar islensku í verslun Foldu á Akureyri. upp á miðjan veg og stóð þar sem fastast. „Við vissum ekkert hvað við áttum að gera, hann vildi ekki hreyfa sig, þetta var svo óvenju- legt.“ Þá höfðu þær lúmskt gaman af leigubílstjóra einum sem sagði við kollega sinn þegar þær pöntuðu bíl: „Þessar gömlu konur þurfa hjálp.“ „Hann vissi auðvitað ekki að við skildum hvað hann sagði.“ Mörg eftirminnileg atvik önnur hafa hent þær systur á ferðalaginu. „Þetta hefur allt verið svo óskap- lega garnan." gerir heimkoinuna ánægjulegri ÍSAFIRÐI • PATREKSFIRÐI • VESTMANNAEYJUM SAUÐÁRKRÓKI • REYKJAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTÖÐUM í 80 sæta lúxusvélum ClTY* ..... « « _ ~^ ■ ...ogþúkemsfx Flugvél CITY/CT % me nninguwa ÁÆTLUN TIL DUBLIN Október ÍO. FrÁ ísafirði 1 3. Frá ísafirði 1 7. Frá Patreksf. 20. Frá Reykjavfk 24. Frá Vestmannaeyjum 27. Frá Vestmannaeyjum 31. Frá Egilsstöðum Nóvember 3. Frá Egilsstöðum 7. Frá Akureyri J O. Frá Akureyri 14. Frá Sauðárkróki 17. Frá Reykjavík 2 1 . Frá Reykjavík 24. Frá Reýkjavík 28.. Frá Reykjavfk Vestmannaevium föst. 18. okt Hótel Bræðraborg kl. 13 - 19 Revkiavík laug, 19. okt. Dubliners frá kl. 16 Flugtfrnar frá Dublik kl. 11.00 Frá íslandi kl. 14.30 Sunnudaga frá Duhlin kl. 17.30 Frá íslandi k /. 20.45 ÁcvtUitinrflugtfmi 2.5 - 3 klst. FERÐASKRIFSTOFAN Umboðsmenn: Austurland -Prentverk Austurlands Fellabæ S: 4711800 Suðurland - Ferðaskrifstofan Hálaíid Selfossi S: 482 3444 Stofnaö 1987 Sími 564 1522 IRSKIJR II AGUR A ©IDBIL] IUGARDAGINN19. OKT. FRÁ 16.00 Beint frá Irlandi ifstofunnar THL WILL RIVERS spila ekta írska tónlist frá kl. 22.00 io. Vetrarstarf Kórs Akureyrarkirkju Söngva- sveigur og Gloría með- al verkefna KÓR Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarf sitt. Aðaiverkefni kórs- ins í vetur verða tvö. Á jólasöngv- um í desember flytur kórinn „Söngvasveig" (Ceremony and Carols) eftir Benjamín Britten og á. Kirkjulistaviku í apríl á næsta ári flytur kórinn „Gloríu" eftir Francis Poulenc ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands. Kórinn syngur við reglulegt helgihald í Ákureyrarkirkju og er honum skipt í fjóra messuhópa sem skiptast á að syngja við messur. Einu sinni í mánuði syngur kórinn fullskipaður við messu, sem og á hátíðum og við sérstök tækifæri. Inntökupróf fyrir nýja félaga verður haldið í kapellu Ákureyrar- kirkju næstkomandi mánudag, 23. september og þriðjudaginn 24. september milli kl. 17 og 19. Nán- ari upplýsingar er hægt að fá hjá Birni Steinari Sólbergssyni stjórn- anda kórsins í Akureyrarkirkju eða heima. -----♦ ♦ ♦----- Matvælafyrir- tæki óttast ná- býli við gáma- þjónustu Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram bréf frá mat- vælaframleiðslufyrirtækinu Kjarnafæði sem er til húsa í Fjöln- isgötu 1 B. í bréfinu er lýst áhyggj- um vegna flutnings á starfsemi Gámaþjónustu Norðurlands ehf. að Fjölnisgötu 4 A og nábýlis við matvælafyrirtækið. Farið er fram á að starfsleyfi fyrir Gámaþjón- ustuna á þessum stað verði endur- skoðað með tilliti til hreinlætis- þátta. Jakob Björnsson bæjarstjóri skýrði frá því að hann hefði óskað greinargerða um málið frá bygg- ingafulltrúa og Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar sem yrðu lagðar fyrir bæjarráð. I ) í í > I I I I I r ft i i i i i ft i f »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.