Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Velta Olíufélagsins hf. jókst um 12% fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður um 171 milljón HAGNAÐUR Olíufélagsins hf„ Esso, nam 171 milljón króna á fyrri árshelmingi og jókst hann um 5% miðað við sama tímabil í fyrra. Velta félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam 4.482 milljónum króna og jókst um 473 milljónir eða 12% á milli ára. Heildarsala félagsins á bensíni og olíum nam tæpum 140 þúsund tonnum, sem er 5,25% aukning milli ára. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins eru sýnd- ar á meðfylgjandi töflu. Hlutdeild Esso í sölu á bensíni, gasolíu, flotaolíu, flotadíselolíu, svartolíu og þotueldsneyti jókst um 1,4% fyrstu sex mánuði ársins mið- að við sama tímabil í fyrra eða úr 41,5% í 42,9%. Eigið fé var í lok júní um 4.046 milljónir og hafði aukist um 207 milljónir frá áramótum. Arðsemi eigin fjár fyrstu sex mánuði ársins var tæp 9%. Fram kemur í frétt frá félaginu að markaðsvirði hlutabréfa í eigu fyrirtækisins sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði er um 600 milljónum krónum hærra en bókfært verð bréfanna. Önnur hlutabréf sem ekki hafa markaðsverð hafa verið metin varlega á um 1 milljarð umfram bókfært verð. Sameiginlegt olíudreifingar- fyrirtæki Olís og Olíufélagsins hef- ur nú tekið til starfa á höfuðborg- arsvæðinu, Suðurlandi og Vestur- landi, en stefnt er að því að fyrir- tækið verði búið að yfirtaka alla olíudreifingu móðurfyrirtækjanna á þessu ári. Helstu framkvæmdir félagsins á þessu ári eru stækkun á þjónustu- stöð félagsins á Egilsstöðum og nýr og stærri veitingaskáli á Patreks- firði. Þá er félagið að gera veruleg- ar endurbætur á húsnæði höfuð- stöðvanna á Suðurlandsbraut 4. Olíufélagið hf. /£ssc og dótturfyrirtæki þess \S. ^ Milliuppgjör J jan.-júní 1996 Rekstrarreikningur Miiiiónir króna 1996 1995 Brevt. Rekstrartekjur 4.482 4.009 +11,8% Rekstrargjöld 4.271 3.795 +12,5% Rekstrarhagnaður 211 214 -1,4% Fjármunatekjur og (fjármunagjöld) 37 27 +37,0% Hagnaður fyrir reiknaða skatta 248 241 +2,9% Hagnaður 156 158 -1,3% Hagnaður með rekstrarafkomu dótturfélaga 171 162 +5,6% Efnahaqsreikningur 30. júní 31. des. 1 Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 3.014 2.465 +22,3% Fastafjármunir 5.918 5.766 +2,6% Eignir samtals 8.932 8.231 +8,5% 1 Skuidir og eigid fé: | Skammtímaskuldir 2.526 2.238 +12,9% Langtímaskuldir 2.370 2.164 +9,5% Eigið fé 4.036 3.829 +5,4% Skuldir og eigið fé samtals 8.932 8.231 +8,5% Kennitölur Milljónir króna Handbært fé frá rekstri 291 A Eiginfjárhlutfall 45% A Arðsemi eigin fjár 8,9% /m Markaðshlutdeild - olíuvörur: 42,9% w Uppbygging sjávarútvegsfyrirtækja í Mexíkó Stór hluti aflans seldur á svörtum markaði Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, og Steinþór Ólafsson, framkvæmdasljóri Pesquera Siglo, á fundi Landsbréfa um uppbyggingu sjávarútvegsfyrirtækja erlendis. Nýlyf hækka kostnað LYF sem leysa af skurðað- gerðir og fækka innlögnum á sjúkrahús, ásamt nýjum lyfj- um vegna erfiðra sjúkdóma, eru helstu ástæðurnar fyrir vaxandi lyfjakostnaði hérlend- is, segir Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna. „Kristján Guðmundsson, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun ríkisins, segir í viðtali við Morgunblaðið hinn 18. september sl. að lyfjakostnað- ur Tryggingastofnunnar hafi aukist um 7% að jafnaði síð- ustu ár. Þetta er sambærileg hækkun og annars staðar í heiminum líkt og fram hefur komið í fréttum erlendis. Þar kemur m.a. fram að lyfsala hefur aukist að meðaltali um 6% í heiminum, fyrstu fimm mánuði ársins,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns hefur það komið fram í fréttum að hækk- un lyfjakostnaðar um 300 milljónir megi fyrst og fremst rekja til tveggja nýrra lyfja, lyf fyrir MS-sjúklinga og nýrrar lyfjablöndu fyrir eyðnismitaða. „Samkvæmt áætlunum við gerð fjárlaga er gert ráð fyrir því að lyfjakostnaður lækki um 300 milljónir á næsta fjárlaga- ári. Því spyr ég, er ætlunin að hætta innflutningi á þessum tveimur lyfjum, þrátt fyrir að nýja lyfjablandan geti lengt líf eyðnismitaðra um áratugi," segir Stefán. STÓR hluti aflans sem veiðist við Mexíkó er seldur framhjá eigendum af skipveijum á svörtum mörkuð- um. Þetta er viðurkennd staðreynd þar í landi sem allir vita af og verða að sætta sig við. Þetta kom fram í erindi Steinþórs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Pesquera Siglo, S.A. de C.V.í Mexíkó. á fundi Lands- bréfa í gærmorgun um uppbygg- ingu sjávarútvegsfyrirtækja erlend- is. _ Útgerðarfyrirtækið, Pesquera Si- glo, sem er í eigu Granda, Þormóðs ramma og Ernesto Zaragoza famil- ia, var stofnað í júní 1995. Fyrir- tækið gerir út tíu rækjubáta við Mexíkó og í júní sl. bættist við skip- ið Arnarey í flotann, en það er fyrsta skipið sem er flutt inn til Mexíkó sl. 15 ár, en mjög erfitt er að fá leyfi til innflutnings á skipum til landsins og sagði Steinþór mexí- kósku samstarfsaðilana eiga heið- urinn af innflutningnum á Arnarey. Hún hefur ekki farið á veiðar enn- þá, að sögn Steinþórs, en botnfisk- veiðar eru lítið stundaðar í Mexíkó og er Arnarey eina mexíkóska skip- ið sem getur veitt á yfir 100 faðma dýpi. Hann segir að mikið vanti upp á að þekking landsmanna og búnað- ur bátanna sé nægjanlegur fyrir botnfiskveiðar við Mexíkó. „Útgerð í Mexíkó er að rétta úr kútnum eftir að stjórnvöld þjóð- nýttu allar fiskveiðar í landinu frá 1981 til ársins 1991. Stefna stjórn- valda hefur breyst og nú er erlend- um aðilum gefinn kostur á að eiga hlut í mexíkóskum útgerðarfyrir- tækjum. Þeir mega þó ekki eiga meirihluta í útgerð en engin tak- mörk eru sett á eignaraðild útlend- inga í landvinnslu,“ segir Steinþór. Hann ráðleggur þeim sem hyggja á atvinnurekstur í Mexíkó að vera í góðri samvinnu við innlenda aðila líkt og Grandi og Þormóður rammi hafi verið í með eigendum Ernesto Zaragoza en þeir hafi vérið ómetan- legir í öllu því skrifræði sem fylgir stofnun útgerðarfyrirtækis þar í landi. Áhugi á smokkfiskveiðum Rækjuveiðitímabilið í Mexíkó nær frá september til aprílloka og er meirihluti aflans veiddur á fyrstu sex vikum tímabilsins. Að sögn Steinþórs hyggst Pesquera Siglo nýta rækjubátana betur þann tíma sem engar rækjuveiðar eru stundaðar. „Afkoma bátanna er góð þá mánuði sem rækjuveiðar eru stund- aðar, en það er einungis í átta mánuði á ári. í sumar veiddu okkar rækjubátar ýmsar fisktegundir sem við seldum síðan ferskar til Banda- ríkjanna. Eins höfum við hug á að hefja veiðar á smokkfíski en liann er töluvert veiddur á handfæri við Mexíkó af Kóreubúum og Spánveij- um,“ segir Steinþór. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. með metafkomu fyrstu átta mánuðina Hagnaður um 315 milljónir HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. skilaði alls um 315 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði ársins samanborið við um 205 milijónir á sama tímabili í fyrra. Heildarvelta félagsins nam alls um 2.944 milljón- um á tímabilinu og jókst um 54% frá sama tímabili í fyrra. Nettóvelta þegar tekið hefur verið tillit til afla til eigin vinnslu var 2.318 milljónir á tímabilinu. Að sögn Magnúsar Bjamasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, skýrist þessi afkoma fyrst og fremst af góðri loðnu- og síldarvertíð á árinu. „Það er búin að vera nánast samfelld vertíð frá áramótum og við höfum tekið við 157 þúsund tonnum af loðnu og síld það sem af er ár- inu. Verð á afurðum hefur einnig verið hagstætt," sagði hann. Tvö af loðnuskipum félagsins hafa verið í breytingu í Póilandi og verða því frá veiðum um tíma. Reiknað er með því að rekstur félagsins verði í jafnvægi það sem eftir sé ársins. Á árinu var Hólmi hf. sameinaður Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Hólmi var dótturfélag Hraðfrysti- hússins og Kaupfélags Héraðsbúa og rak togarann Hólmanes. Bókfært eigið fé nam í lok ágúst alls 873 milljónum og eiginfjárhlut- fall 27,8%. Tækniyfirfærslu- styrkir ESB Góð reynsla íslenskra fyrirtækja AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum um styrki vegna evrópskra tækniyfirfærsluverk- efna. Þessar styrkveitingar eru hluti af nýsköpunaráætlun ESB en hingað tii hafa íslendingar lagt 24 milljónir króna til henn- ar en fengið 65 milljónir þaðan. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nú þegar nýtt sér evrópska tækniyfirfærslustyrki til að til- einka sér tækni eða þekkingu frá fyrirtækjum í ESB. Tækniyfirfærsluverkefni eru frábrugðin rannsóknaverkefn- um að því leyti að þar er ekki um að ræða beinar rannsóknir heldur yfirfærslu á tækni eða þekkingu frá einni iðngrein til annarrar innan sama lands eða á milli landa. Þeim er einnig ætlað að greiða fyrir því að fyrirtæki hagnýti niðurstöðu, sem liggur fyrir úr rannsókna- verkefni, sem hefur ekki verið notuð áður í atvinnulífinu. Þá er hægt að sækja um styrki til tækniyfirfærslu þegar um er að ræða aðgerðir, sem verða til þess að nýsköpun eigi greiða leið inn í atvinnulífið. Auglýst var eftir umsóknum um styrki vegna tækniyfir- færsluverkefna í þessari viku og er von á einum helsta yfir- manni Nýsköpunaráætlunar- innar, Jean-Novel Durvy, hing- að til lands til að kynna hana. Kynningarfundur verður hald- inn að Hóteli Sögu í dag frá kl. 9-12 og auk erindis Durvys verður ijallað um verkefni, sem Nýsköpunaráætlunin styrkir á íslandi. Eimskip eign- ast meiri- hluta í VM EIMSKIPAFÉLAG íslands og dótturfélög þess, Dreki hf. og Viggó hf., hafa eignast 65% í Vöruflutningamiðstöðinni. Kaup Eimskipafélagsins á meirihluta í VM er liður í áframhaldandi uppbyggingu félagsins á þjónustu á sviði áætlunarflutninga á landi, segir í frétt frá félaginu. V öruflutningamiðstöðin annast vöruafgreiðslu fyrir landflutningabifreiðir í Reykjavík og eru akstursaðilar stöðvarinnar alls um 30. Lagarfoss seldur EIMSKIPAFÉLAG Islands hefur selt Lagarfoss til Þýska- lands. Nýir eigendurnir eru Martin Shipping Company Ltd, og fá þeir skipið afhent þann 24. september nk. í frétt frá Eimskipafélaginu kemur fram að félagið hafi keypt Lagarfoss til landsins árið 1983. Skipið hefur nær einvörðungu verið í flutningum fyrir íslenska álfélagið í Straumsvík frá upphafi og hef- ur flutt um eina milljón tonna af áli þau 13 ár sem það hefur verið í eigu Eimskipafélagsins. í tengslum við breytingar á siglingakerfi Eimskipa og til þess að uppfylla óskir ÍSAL um tíðari afskipanir eru flutningar fyrir ÍSAL nú hluti af vikuleg- um áætlanasiglingum gáma- skipanna, Dettifoss og Bakka- foss, á nýrri siglingaleið félags- ins. Eftir breytingarnar er Eim- skipafélag íslands með 10 skip í siglingum til og frá íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.