Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR KÆRI Höröur. Þig rekur eflaust í rogastans þegar þú sérð þetta bréfkorn en tilefnið er ærið og ekki bara það að þakka fyrir skýrsluna sem þú sendir okkur hluthöfunum um dag- inn. Það er reyndar ekki einu sinni víst að þú hafir vitað af því að ég væri einn af eig- endum fyrirtækisins sem þú stýrir, en það hef ég nú reyrrdar ver- ið frá barnsaldri, í rúm tuttugu ár eða allt frá því að karl faðir minn gaf okkur systkinunum stoltur svolítinn hlut í Flugleiðum snemma árs 1976, þegar hann hóf störf sem umboðs- maður Flugleiða vestur á Þingeyri við Dýrafjörð. Síðan þá hefur mér hlýnað um hjartarætur í hvert sinn sem mér hefur borist arðgreiðslan og þótt upphæðin hafi ekki verið há, þetta á bilinu tíkall til hundrað- kall á ári, þá hefur mér þótt það mikils virði að vita að ég sé eitt pínulítið tannhjól í hinu mikla gangverki Flugleiða hf. Og svo minnist ég þess líka, þegar ég fæ þessa árlegu ávísun, hvað ég á ágætan pabba og hvað ég var hamingjusöm þegar hann bytjaði að starfa hjá Flugleiðum og kom loks í land eftir 25 ár á sjónum. En það er annað mál og kemur efni þessa tilskrifs ekki vitund við. Hér á að tala um hagsmuni hluthafa allra: ímynd stórfyrirtækis og starfsmannastefnu þess. Sem sagt stóru má.lin. I þinni annars ágætu skýrslu um reksturinn og efnahag- inn er ekkert minnst á þessi stóru mál og það kom mér agnarögn á óvart því þótt ég viti fátt um bissness (og ábyggilega minna en þú) þá veit ég að sam- kvæmt skoðanakönnunum þá er fyrirtækið okkar ekkert afskaplega hátt skrifað í hugum margra, hvemig svo sem á því stendur. Og bara daginn áður en ég fékk skýrsl- una í hendur, þann 2. september sl., þá hrapaði mitt eigið álit á Flug- leiðum niður á neðsta hugsanlega plan, já, jafnvel neðar. Þú hváir hér og undrast; ég skal skýra málið því best gæti ég trúað því að þú hafir hér engu um ráðið en ákvarðanir hafí verið teknar á lægri stjórnstigum í fyrir- tækinu og þar verði nú sópuð gólf- in með nýjum vendi þegar upp verður staðið. Það láðist að segja um- boðsmanni Flugleiða á Þingeyri við Dýrafjörð frá því, segir Vilborg Davíðsdóttir, að starfið hans hefði verið lagt niður, fyrr en búið var að því. Þann 2. sept. sl. var tekin sú ákvörðun að hætta áætlunarflugi til Þingeyrar en þangað hafa Flug- leiðir og forveri þess, Flugfélag íslands, flogið reglulega allt frá árinu 1970. Ástæðan fyrir því að áætlunarflugi til Þingeyrar er hætt er ósköp einföld, það þarf „að nýta þessi blessuð göng“ eins og Páll Halldórsson, forstöðumað- ur innanlandsflugs Flugleiða, orð- aði það svo ágætlega í hádegis- fréttatíma Ríkisútvarpsins 3. sept. sl. Hann nefndi það ekkert, sem við hluthafarnir og fleiri vitum, að auðvitað hefur verið alveg bull- andi tap á að þjónusta þessi guðs- voluðu sjávarpláss vestra en það er nú einu sinni þannig að þetta fyrirtæki er hvorki félagsmála- né byggðastofnun og þegar þarf að skera niður þá byijum við auðvitað þar sem menn eru minnstir og fæstir. Ekki hef ég neitt út á þá hagfræði að setja, svona er nú einu sinni blessaður kapítalisminn og hana nú. Nei, það er annað sem mér þyk- ir miklu verra en það að Flugleið- irnar skuli ekki lengur ná til Þing- eyrar. Og það er sá skaði sem ímynd fyrirtækisins verður fyrir þegar í Ijós kemur að virðing fyrir starfsfólki þess er engin. Að þakk- lætið fyrir rúmlega tveggja ára- tuga starf er nákvæmlega ekkert. Að engin starfsmannastefna er til þegar að því kemur að skera niður. Það láðist nefnilega, Hörð- ur minn, að segja umboðsmanni Flugleiða á Þingeyri við Dýrafjörð frá því að starfið hans hefði verið lagt niður, fyrr en búið var að því. Staðfestinguna fékk hann reyndar ekki fyrr en tveimur dög- um eftir að haustáætlun kom út og þurfti aukin heldur að ná í þá staðfestingu sjálfur með því að aka norður á Isafjörð (yfir heiði, því göngin voru reyndar enn lokuð þá) og ná sér þar í eintak af haust- áætluninni, því ekki kom hún flugleiðis. Nú veit ég, Hörður, að þú hrist- ir höfuðið og ert jafnsárhneykslað- ur og ég. Undirmannsnefnan þín, sem ábyrgðina ber á þessum aug- ljósu mistökum í ákvarðanatöku- ferlinu, svarar þér aðspurð því lík- legast til að umboðsmanninum á Þingeyri hafi verið sagt upp fast- ráðningunni fyrir næstum ári og hann hafi bara verið lausráðinn og hafi því ekki átt nokkurn rétt á uppsagnarfresti. Það er vísast rétt að lausráðnir menn eiga ekki rétt á uppsagnarfresti en um það snýst ekki þessi ábending mín til þín og annarra stjórnarmanna sem eigið að bera hagsmuni okkar hlut- hafanna fyrir breiðu brjósti. Málið snýst um það að fólk sem hefur helgað sama fyrirtækinu meira en tuttugu ár af ævi sinni og unnið starf sitt af trúmennsku og heiðarleika, virðingu og stolti, það á ekki svona framkomu skilið. Nú tala ég í fleirtölu því þótt fað- ir minn hafi gegnt umboðsmanna- titlinum hefur móðir mín einnig sinnt starfinu við hlið hans í títt- nefnd rífleg tuttugu ár. Saman hafa þau deilt þessum 35.000 kr. umboðslaunum sem þau hafa fengið mánuð hvern í formi verk- takagreiðslu. Settu þig í þeirra spor, kæri Hörður. Hvurnig heldurðu að þér yrði við ef þú dag einn kveiktir á textavarpi Sjónvarpsins og sæir þar að það væri búið að leggja niður stöðu stjórnarformanns Flugleiða? Það var nefnilega þann- ig sem þau fengu fréttina fyrst: Þingeyri var ekki skráð inn á áætlun í textavarpinu þann 2. september. Engin haustáætlun í póstinum, ekkert bréf eða fax frá þeim fyrir sunnan, enginn blóm- vöndur með korti og þakklæti fyr- ir árin tuttugu. Ekkert gullúr. Ekkert takk. Bara eyða á sjón- varpsskjá. Eg veit að svona ímynd viljum hvorki við hluthafarnir, né þú sem stjórnarformaður, hafa á okkar fyrirtæki. Við viljum ekki að fólk haldi að Flugleiðum sé skítsama um starfsfólkið sitt og kunni ekki að þakka því við hæfi. Þess vegna lýsi ég fyrirfram þakklæti mínu fyrir skjóta skýringu á því hvernig þetta gat gerst og leið- réttingu þessara leiðu mistaka. Ég sting upp á afsökunarbeiðni og gullúri. Með bestu kveðjum. Höfundur er hluthafi í Flugleiðum. Lýst eftir starfsmanna- stefnu (eða gullúri) Opið bréf frá hluthafa til stjórnarformanns Flugleiða Vilborg Davíðsdóttir Réttíndi stúlkubarna MEÐAN kvenna- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Kína fyrir ári, var í undirbúningi varð til nýr kafli í fram- kvæmdaáætluninni sem ætlað er að bæta stöðu kvenna í heimin- um og í raun nýtt við- fangsefni kvennabar- áttunnar á heimsvísu. Réttindi stúlkubarna komust á dagskrá og það ekki að ástæðu- lausu. Upplýsingar um útburð, fóstureyðingar á kvenkynsfóstrum, misrétti í uppeldi, um- skurð, þrælahald, vændi, útbreiðslu alnæmis og síðast en ekki síst kyn- ferðislega misnotkun urðu til þess að líf og lífslíkur lítilla stúlkna urðu að meginviðfangsefni sem t.d. Hill- ary Clinton og Gro Harlem Brundt- land gerðu að sérstöku umtalsefni í Kína. Harmleikurinn í Belgíu og nýleg ráðstefna í Svíþjóð um kyn- ferðislega misnotkun á börnum hafa síðan hrist rækilega upp í umræðunni sem vonandi mun leiða til þess að samþykktunum frá Kína verður fylgt eftir með aðgerðum og umbótum. Hér á landi kemur í ljós að málum sem snerta kynferð- islega misnotkun og koma til kasta yfirvalda hefur fjölgað verulega og því miður glænýtt dæmi um mál af allra versta tagi þar sem smá- börn eiga í hlut. Skuggahliðar mannlífsins Þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu upp úr 1970 að beina sjón- um sérstaklega að afnámi alls mis- réttis gagnvart konum hófst mikil upplýsingasöfnun. Á þeim aldar- fjórðungi sem síðan er liðinn hafa Sameinuðu þjóðimar sýnt og sann- að að félagsleg staða kvenna er mun lakari en staða karla víðast hvar í heiminum, völd þeirra mun minni, en vinnufram- lag miklu meira. Jafn- framt hafa verið dregnar fram ótrúleg- ar skuggahliðar mann- lífsins sem sýna þvílíka grimmd og óhugnað, ekki síst gagnvart börnum, að hrollur fer um mann. Til að byrja með beindist athygli Sam- einuðu þjóðanna, eins og reyndar kvenna- hreyfinga almennt, fyrst og fremst að kon- um á barneignaaldri þótt ýmsir þættir svo sem tækifæri til menntunar stúlkna flytu með. Nú er sú stefna ríkjandi að horfa á líf og lífsmöguleika kvenna allt frá því í móðurkviði og til dauðadags, Kynferðisleg misnotk- un, nauðganir og siQ'a- spell, segir Kristín Ást- geirsdóttir, eru alda- gömul fyrirbæri. greina niður í lífsskeið og kanna hvert þeirra um sig, en við það kemur eitt og annað á daginn. Alþjóðleg vandamál Það er löngu orðið ljóst að ýmis félagsleg og heilsufarsleg vanda- mál heija á konur í ríkari mæli en karla og að þjóðfélagsbreytingar geta haft mismunandi áhrif á kyn- in, stöðu þeirra og hlutverk. Smám saman hafa fyrirbæri sem áður lágu í þagnargildi verið dregin fram í dagsljósið. Heimilisofbeldi er nú skilgreint sem alþjóðlegt vandamál svo og kynferðislegt ofbeldi gagn- vart konum og börnum, en það er ótrúlega algengt. Á síðasta ári beindist athyglin að útburði á stúlkubörnum og eyð- ingu á kvenkynsfóstrum í Asíu sem eiga eftir að hafa alvarlegar félags- Iegar afleiðingar er skortur á kon- um fer að segja til sín. Nú hafa nauðganir og stúlknamorð í Belgíu orðið til þess að beina sjónum að kynferðislegri misnotkun á stúlku- börnum, barnaklámiðnaði og bamasölu sem viðgengist hefur árum saman án þess að hafa feng- ið nauðsynlega athygli. Aldagömul fyrirbæri Kynferðisleg misnotkun, nauðg- anir og sifjaspell eru aldagömul fyrirbæri sem m.a. koma við sögu í Biblíunni. í bókmenntum Grikkja og Rómveija er vikið að kynlífi af ýmsu tagi m.a. með drengjum og vændiskonum. Hópnauðganir hafa löngum tíðkast í styijöldum og löngu þekkt að niðurlægja and- stæðinginn með því að svívirða eig- inkonur, mæður og dætur. Víða var giftingaraldur svo lágur að stúlkur voru vart komnar af barnsaldri er þær gengur í hjóna- band og má minna á Hallgerði Höskuldsdóttur langbrók í því sam- bandi. í íslenskum dómskjölum er að finna allmörg dæmi um nauðg- anir og sifjaspell, en réttvísin beitti um aldir þeirri einföldu aðferð að taka bæði fórnarlambið og gerand- ann af lífi þótt margur karlinn hafi reyndar sloppið með því að þverneita eða koma sökinni á ann- an. I ljósi þess hve slík hegðun er gamalkunn hef ég lengi undrast það hve rannsóknir á kynferðis- legri misnotkun eru af skornum skammti og því hvers konar sjúk- leiki liggur að baki misnotkunar á börnum, allt niður í tveggja ára aldur. Hvernig stendur á því að karlar, sem lengstum hafa ráðið ríkjum í stéttum lækna og sálfræð- inga, hafa ekki löngu kannað ræki- lega þessa hegðun meðbræðra sinna? Hefur verið í gildi einhvers konar þegjandi samtrygging karla um að tala ekki um þessi mál og taka mildilega á þeim, jafnt á dóm- stólum sem annars staðar? Hvers vegna hefur hópur karlmanna kom- ist upp með hegðun af þessu tagi öld eftir öld og konur látið hana yfir sig ganga? Eru mál sem snerta kynferðislega misnotkun og kyn- ferðislegt ofbeldi enn þögguð niður í stórum stíl? Er ekkert að marka stúlkur? Þekktur bóndi á Suðurlandi sem uppi var á síðustu öld, viðurkenndi 32 börn, þar af allmörg sem hann eignaðist með vinnukonum sem hann misnotaði sumar hveijar. Yfirvöld snertu aldrei við honum. Ætli mönnum hafi ekki þótt þetta afrek? Mér-eru minnisstæð dóm- skjöl frá 6. áratugnum um mál sem snerti kynferðislega misnotkun á tveimur stúlkum í Reykjavík. Móð- ir kærði mann sem iokkaði stúlkur til sín. í ljós kom að allmörgum árum áður hafði maðurinn verið ákærður fyrir nauðgunartilraun á 12 ára gamalli stúlku sem slapp naumlega. Geðlæknir kom að mál- inu en hann hafði það eitt að segja að stúlkur á þessum aldri væru fullar af kynórum og alls kyns hugmyndum og ekkert væri að marka þær. Maðurinn slapp í það sinn en hélt greinilega uppteknum hætti. Því miður held ég að viðhorf af þessu tagi séu enn til staðar og vitna ég þar til vægast sagt furðu- legra dóma sem fallið hafa undan- farin ár, þar sem ekki var tekið mark á framburði stúlkna, talið sannað að um misnotkun á einni systur hafi verið að ræða en ekki annarri þótt báðar kærðu, bætur lækkaðar vegna þess að faðir átti í hlut o.s.frv. og geri ég þó ekki lítið úr því hve alvarlegt er að fá á sig kæru um kynferðislega mis- notkun á börnum og hve ábyrgð dómstóla er mikil í slíkum málum. Rannsókna er þörf Þótt sennilega megi fullyrða að réttindi stúlkubarna séu betur tryggð hér á landi en víðast hvar annars staðar í heiminum er ástæða til að fara rækilega ofan í þá hlið mála sem snýr að kynferðislegri misnotkun á bæði stúlkum og drengjum og meðferð slíkra mála. Það þarf að rannsaka rækilega hvað að baki býr, tryggja börnun- um aðstoð, koma upp meðferð fyr- ir þá sjúku menn sem ganga lausir á meðal okkar og upplýsa almenn- ing um eðli mála, þannig að fólk átti sig á einkennum og sinni þeirri borgaralegu skyldu að tryggja vel- ferð og öryggi barna. Kynferðisleg misnotkun á börnum er andstyggi- legt alþjóðlegt fyrirbæri sem á ekki að líðast og okkur ber öllum skylda til að vinna gegn með öllum ráðum. Höfundur er þingkona Kvennalistans. 0 1 Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF Rutland þéttir, Rutland er einn helsti bætir og kætir framleiðandi þegar að þakið þakviðgerðarefna í fer að leka Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! &CO Þ. ÞORGRfMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360-128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 / 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.