Morgunblaðið - 20.09.1996, Page 47

Morgunblaðið - 20.09.1996, Page 47
morgunblaðið FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 47 \ l I j i I i 4 í 4 i ( ( < ( i i i i i i i i i i i Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Einarsson, framkvæmdastjóri Visa, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, kynna sammerkt greiðslukort fyrirtækjanna. Sammerkt greiðslukort Visa og Flugleiða FLUGLEIÐIR og Visa hafa ákveðið að gefa út svonefnt sammerkt greiðslukort, en það gegnir bæði hlutverki Visa- greiðslukorts og Vildarkorts Flugleiða. Samningur fyrir- tækjanna tveggja var undirrit- aður í gær en kortið kemur á markaðinn í byrjun nóvember. Þá geta far- og gullkortshafar Visa uppfært kort sín í nýja flugkortið með einu símtali. Með nýju kortunum verður hægt að safna fríðindapunktum með viðskiptum við Flugleiðir og ýmsa valda aðila, eins og verið hefur með Vildarkort Flugleiða, en nú verður þeim fyrirtækjum sem gefa fríðinda- punkta fjölgað verulega. Ársæll Harðarson, forstöðumaður Vildarþjónustu Flugleiða, segir að í upphafi verði samið við 80-100 íslensk fyrirtæki. Hann segir að síðar verði hugsanlega samið við fyrirtæki á helstu áfangastöðum Flugleiða erlend- is. Árgjald nýju kortanna verður þúsund krónum hærra en hinna eldri en ekkert þarf að greiða fyrr en kemur að næsta eindaga árgjalds. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum og Visa kemur fram að handhafar korta af þessari gerð njóti að jafnaði margvís- legra sérkjara og að svo verði með Flugkortið. Ályktun stjórnar Félags úthafsútgerða Yfirlýsing formanns LÍÚ atvinnurógur og dónaskapur STJÓRN Félags úthafsútgerða hef- ur sent frá sér ályktun þar sem segir m.a. að enginn vísindalegur grundvöllur sé fyrir þeirri staðhæf- ingu formanns Landssambands ís- lenskra útvegsmanna að minnka þurfi veiðar íslenskra skipa á Flæm- ingjagrunni niður í þriðjung af veið- inni árið 1996. Þá sé ástæða til þess að hafa áhyggjur af töpuðum 400-500 störfum íslenskra sjó- manna á Flæmingjagrunni og þriggja milljarða töpuðum þjóðar- tekjum „ef sjávarútvegsráðherra tekst í næstu atrennu sinni að setja ótímabærar og óþarfar veiðitak- markanir á íslensk skip á Flæm- ingjagrunni,” eins og segir orðrétt í ályktuninni. Stjórnin lýsir hneykslan smni á þeirri yfirlýsingu formanns LÍÚ að framundan sé gjaldþrot íslenska úthafsveiðiflotans. Þessi yfirlýsing sé atvinnurógur og dónaskapur við útgerðarmenn, sjómenn og fjöl- skyldur þeirra. „Er engu líkara en þessi talsmað- ur sægreifanna bíði eftir því einu að skjólstæðingar hans geti fyrir lítið komist yfir þær veiðiheimildir, sem hinn afskipti úthafsveiðifloti Islendinga kann að fá við væntan- lega útfærslu íslenska kvótakerfis- ins á þeim hlutum úthafsins þar sem sægreifarnir telja sér henta að koma á lénsskipulagi,“ segir í álykt- uninni. Vanþekking og skortur á baráttuvilja Stjórn Félags úthafsútgerða seg- ir sjávarútvegsráðherra hafa tekist að hafa tvo milljarða af þjóðarbúinu á þessu ári með stöðvun karfaveiða íslenskra skipa á Reykjaneshrygg og minnkun síldveiða íslenskra skipa í .Síldarsmugunni og gert til- raun til að hafa aðra sex milljarða af þjóðinni í Smuguveiðum og rækjuveiðum á Flæmingjagrunni. Með þetta í huga hljóti menn að efast um hæfni og getu ráðherrans við gæslu íslenskra úthafsveiði- hagsmuna og gjalda sérstakan var- hug við tillögum hans. Lýsir stjórn félagsins vonbrigð- um og undrun yfir því atferli sjávar- útvegsráðherra að meina félaginu að senda fulltrúa með sendinefnd íslands á fund NAFO í Pétursborg fyrr í þessum mánuði og telur stjórnin fráleitt að íslendingar hafi verið í varnarstöðu þar. Slíkt bendi aðeins til þess að haldið hafi verið á málstað íslands af vanþekkingu og skorti á baráttuvilja. „Við lýsum undrun okkar á því að fulltrúar íslenskra stjórnvalda og LÍÚ á fundi NAFO skuli ekki hafa áttað sig á að fyrir fulltrúum margra annarra þjóða innan NAFO vakir ekkert anrmð en að draga sem mest úr veiðum íslendinga á Flæm- ingjagrunni en ekki umhyggja fyrir framtíðargengi rækjustofnsins. Þeir menn eru óhæfir til að gæta ís- lenskra hagsmuna sem ekki gera sér grein fyrir frumatriðum í hags- munatogstreitu milli þjóða,“ segir í ályktun Félags úthafsútgerða. ♦ ♦ ♦ ■ KÚREKAHÁTÍÐ verður haldin á Kænunni í Hafnarfirði laugar- daginn 21. septém- ber þar sem Steinn Ármann Magnús- son bregður sér í gervi Westernbolt- ans og kemur fram ásamt hljómsveit- inni Stoney River- man & Los Gafla- Steinn Ármann ros- Hátíðin hefst Magnússon kl. 22. FRÉTTIR Ymsar hræringar í útleigu- og netamálum LAXVEIÐITÍMABILINU er ýmist lokið eða er að ljúka í íslenskum ám og besti tíminn til sjóbirtingsYeiða á Suðurlandi er að fara í hönd. Á þess- um tíma vertíðarinnar byija venju- lega ýmsar hræringar sem varða næstu vertíð, s.s; útleigumál, verð- lagsmál, o.m.fl. Ýmsar þekktar lax- veiðiár eru með lausa samninga og má nefna Laxá í Kjós og Laxá í Dölum. Þá er enn allt í járnum milli neta- bænda við Hvítá í Borgarfirði ann- ars vegar og veiðiréttareigenda og leigutaka við bergvatnsár héraðsins hins vegar. Að sögn Óðins Sigþórs- sonar forsvarsmanns netamanna hefur hvorki gengið né rekið í sumar og verði ekki breyting þar á verði net lögð í Hvítá á ný á næsta vori. „Menn hafa talað saman. Það hafa verið fundir, en þeir hafa að- eins skerpt línur þeirra aðiia sem hér eiga í hlut. Því hefur engin niður- staða orðið. Segja má að við bíðum eftir svari og ég veit að bergvatns- menn ráðgera að halda fund um málið fljótlega," sagði Óðinn. Aðspurður hvað bæri á milli, vildi Óðinn ekki rekja tölur, en sagði að rætt hafi verið um að gera samning til lengri tíma en áður og hafa upp- sagnarákvæði í honum. Tillögur bergvatnsmanna hafi síðan verið að lækka greiðslur til netamanna og vildu þeir ekki una því í ljósi þess að netaupptakan hefur skilað veiði- aukningu í bergvatnsánum. „Ég held að menn hafi verið með of miklar væntingar og miði veiðina alltaf við gullaldarárin hér áður. Það er ekki raunhæft miðað við árferðið síðustu árin. Lífríkið hefur verið í langri og djúpri niðursveiflu, það sést best á heimtum laxa úr haf- beit,“ bætti Óðinn við. Útleigumál Laxá í Dölum er „laus og liðug“ eins og ónefndur veiðimaður komst að orði. Bændur hafa sjálfir séð um ÞRÍR á móti einum. Laxinn á sér varla viðreisnar von, enda var honum landað skömmu síðar. Myndin er frá Laxá í Kjós á ný- < liðnu sumri. Samningar um ána eru lausir og ekki ljóst þessa \ dagana hver eða hverjir leigja hana næsta sumar. sölu í ána síðustu sumur og hefur gengið fremur ilia, einkum vegna umræðu um veiði hafbeitarstöðvar- innar í Hraunsfirði á laxi úr Laxá og fleiri nærliggjandi ám. Veiði hef- ur verið léieg síðustu sumur, en í sumar hefur rofað vel til, einkum síðsumars. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur verið með tilboð í ána í undir- búningi að undanförnu og búast má við að fleiri aðilar sýni ánni áhuga. SVFR hefur einnig undirbúið að eiga viðræður við forsvarsmenn Veiðifé- lags Laxár í Kjós, en samningar um hana eru einnig lausir eftir þessa vertíð. Fleiri aðilar hafa sýnt Laxá áhuga. Páll G. Jónsson, sem hefur Ieigt ána síðustu sumur, taldi ekki tímabært að tjá sig um málið. Samningar milli SVFR og land- eigenda við Miðá í Dölum eru lausir og er félagið ákveðið í að semja ekki aftur á sömu forsendum og áður. Vill félagið leggja áherslu á að selja ána sem sjóbleikjuá en ekki laxveiðiá. Myndi þá að sjálfsögðu muna verulegu á verði veiðileyfa. Silungsveiði hefur verið góð í ánni síðustu sumur, en laxveiði léleg. Þá hafa veiðimenn kvartað undan bág- um húsakosti við ána. LEIÐRÉTT Fornleifafundur í frétt af fornleifafundi á utan- verðu Snæfellsnesi í Morgunblaðinu sl. þriðjudag urðu þau mistök, að vangaveltur um hvaða landnáms- manni hægt sé að eigna rústirnar sem fundust, eru sagðar hafðar eft- ir Bjarna F. Einarssyni, fornleifa- fræðingi. Slíkar vangaveltur eru frá heimamönnum komnar, ekki Bjarna. í öðru lagi er í fréttinni .talað um að hér sé um „hreinnorræna" byggð að ræða. Réttara er „hánorræn". Beðizt er velvirðingar á þessum mis- \ tökum. Rangt föðurnafn Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með föðurnafn Þráins Sigtryggssonar framkvæmdastjóra Stálvinnslunnar, í frétt um opnun íslensku sjávarútvegssýningarinnar, þar sem greint var frá því að Þráinn Sigtryggsson kynnti gestum sýning- arinnar nýja fiskflokkunarvél frá Stava hf. Beðist er velvirðingar á þessurn mistökum. STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN ^ DOMUS MEDICA Hinir þekktu og vönduðu dansskór frá International fást nú í verslun okkar í Domus Medica, Egilsgötu 3, sími: 551 8519 _________________________________________________________________/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.