Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Klukkuvöndur (Gentiana septemfida) FYRR í sumar birt- ist í Blómi vikunnar greinarkorn þar sem fjallað var lítillega um blóm af ættkvíslinni Gentiana, sem hefur hlotið íslenska heitið vendir. Þetta er mjög stór og fjölbreytileg ættkvísl en blómabækur greinir mjög á um tegunda- fjöldann. Eitt er þó víst að hér á landi vex aðeins ein tegund þessarar ættkvíslar þar sem er dýragrasið eða bláin. Vendimir eru mjög eftirsóttar garðplöntur. Ekki veit ég hvort nokkur hafí reynt að rækta bláin í íslenskum garði en hún er einær og því e.t.v. erfíðara að festa hendur á henni en öðrum fjölærum ættingjum. Margur er knár þótt hann sé smár og bláin er jurt sem er alveg dæmigerð fyr- ir ættkvíslina þótt lítil sé, aðeins um 5 sm á hæð. Sameiginlegt ein- kenni vandanna er að blöðin, sem eru alltaf heilrennd, eru gagnstæð, þ.e. sitja tvö og tvö hvort á móti öðru á stönglinum. Sumar tegund- irnar hafa mjó laufblöð, líkt og bláin, en önnur hafa egglaga eða oddbaugótt blöð. Blómin eru oftast fremur stór, fimmdeild og hafa bæði bikar- og krónublöð. Blóm vandanna eru yfírleitt líkust lúðri í laginu, krónublöðin eru samvaxin á hlið- unum en opnast að lokum nánast í stjömu. Það er blóm- liturinn sem gerir vendina mjög eftir- sóknarverða, einstak- lega fallegur blár litur, sem þó er breytilegur eftir tegundum, allt frá því að vera ljós- blár, himinblár eða dökkblár. Þó era til tegundir með hvít eða purpuralit blóm og jafnvel gul, eins og gulvöndurinn, sem skrifað var um í sum- ar. Blómgunartími vandanna er mismunandi, sumir era vorblómstrandi, aðrir blómstra um mitt sumar og enn aðrir síðsum- ars eða á haustin, jafnvel alveg fram í snjóa. Klukkuvöndur (Gentiana sept- emfída) er einn auðveldasti vönd- urinn í ræktun hérlendis. Hann hefur lengi verið í ræktun en þó ekki hlotið mikla útbreiðslu á Is- landi. Hann vex villtur í fjöllum Litlu-Asiu, Kákasus og íran. Blöðin era 2-3 sm á lengd, oddbaugótt með greinilegum æðastrengjum, dökkgræn og gljáandi. Blómstöngl- arnir eru fjölmargir, þeir leggjast oft út frá miðju blómsins en rísa upp í endann þar sem blómin sitja mörg saman á stöngulendanum. BLOM VIKUNNAR 343. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir KLUKKUVÖNDUR - fallegnr og auðveldur. Blómin era alistór eða nálægt því 4 sm. Þau era klukkulaga en klukk- an opnast í 5 allstóram flipum með smáflipum á milli. Þegar ég gáði vandiega fann ég þó mörg blóm með 6 flipum og jafnmörgum bikar- blöðum. Blómklukkurnar era fal- lega bláar að innan en dekkri að utan með purpurabláum blæ. Klukkuvöndurinn minn er lágvax- inn; rís aðeins upp 10-15 sm, en í Islensku garðblómabókinni er hann talinn 40-45 sm. Þetta getur hvort tveggja staðist því að klukku- vöndur hefur verið mjög lengi í ræktun og tegundin því orðin breytileg. Klukkuvöndur er í hópi síðblómstrandi vanda. Venjulegur blómgunartími hérlendis er ágúst- september. í ár var hann þó fyrr á ferðinni í Reykjavík en þar vor- aði svo snemma að öll blómgun hefur verið miklu fyrr en venju- lega. Klukkuvöndurinn var farinn að blómstra í lok júlí og opnaði stöðugt fleiri og fleiri klukkur út allan ágúst. A Akureyri hefur september verið mjög sólríkur. Þar vora síðblómstrandi vendir eins og klukkuvöndur einstaklega fallegir um miðjan mánuðinn. Mjög auð- velt er að fjölga klukkuvendi, bæði með skiptingu, rótargræðlingum eða stöngulgræðlingum, sem era þá teknir fyrir blómgun. Eins má flölga klukkuvendi með fræi. Þeir sem það gera, verða þó að taka á þolinmæðinni þótt ekkert líf sjáist í fræpottinum fyrsta sumarið. Fræ vanda þurfa venjulega að fijósa áður en þau spíra og fræ klukku- vandarins era sjálfsagt þar engin undantekning. S. Hj. A TVINNUAUGL ÝSINGAR Lyfjafræðingur óskast til að veita forstöðu nýju apóteki á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 24.9. merkt „Apótek ehf.“ Nánari uppl. veitir Freyja M. Frisbæk í s. 587 2260. íþróttahús - starfsmaður Starfsmaður óskast við ræstingar, af- greiðslustörf og baðvörslu (hjá strákum) í Smára, íþróttahúsi Breiðabliks. Upplýsingar veittar á staðnum hjá Kristjáni eða Ólafi, Dalsmára 5, Kópavogi. Breiðablik. Skóli John Casablancas MODELING & CAREER CENTER Hármódel Vegna stórrar hárgreiðslusýningar vantar hármódel í prufu („casting") föstudaginn 20/9 kl. 20 í Skóla John Casablancas, Skeifunni 7. Vegna mikillar eftirspurnar eftir herramódel- um verður prufa þriðjudaginn 24/9 kl. 21.00 í Skóla John Casablancas, Skeifunni 7. Passamynd æskileg. Nánari upplýsingar í Skóla John Casablanc- as, Skeifunni 7, í síma 588 7727 og 588 7799. Hársnyrtistofa Hárskeri, hárgreiðslusveinn eða -meistari óskast í heilt starf eða hlutastarf. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 564 1809. Frystitogarapláss Vanur Baadermaður óskast á frystitogarann Stakfell ÞH 360. Upplýsingar gefur Sævaldur í vinnusíma 460 8115. O © Skrifstofa jafnréttismála m m Jafnréttisráð Kærunefnd jafnréttismála Jafnréttisþing 1996 Hinn 25. október nk. mun Jafnréttisráð standa fyrir jafnréttisþingi á Grand Hótel Reykjavík. Tilgangur þingsins er að vera stjórnvöldum og Jafnréttisráði til ráðgjafar um jafnrétti kynja ásamt því að vera vett- vangur almennrar umræðu um jafnréttismál, uppspretta og farvegur nýrra hugmynda. Til að ná því markmiði hefur verið ákveðið að gefa einstaklingum, félagasamtökum og öðrum kost á að kynna hugmyndir sínar, dreifa fræðslu og upplýsingaefni o.s.frv. á „forum“ við þingsalinn. Nánari upplýsingar og skráning á Skrifstofu jafnréttismála, sími 552 7420. Sjálfstæðismenn Hafnarfirði Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 3. október næstkomandi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Minnum á aðalfundi sjálfstæðisfélaganna á morgun, laugardaginn 21. september, kl. 10.00. Stjórnir félaganna og fulltrúaráðsins. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fjarðargata 30, 0202, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 26. september 1996 kl. 14.45. Fjarðargata 30, 0204, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðar- beiðandi Byggingarsjóöurverkamanna, fimmtudaginn 26. september 1996 kl. 15.00. Fjarðarstræti 4, 0101 Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar, gerðarbeiðendur Byyggingarsjóður verkamanna og Bæjarsjóður Isa- fjarðar, fimmtudaginn 26. september 1996 kl. 11.00. Grundarstígur 26, Flateyri, þingl. eig. Reynir Jónsson, gerðarbeiö- andi Tryggingastofnun ríkisins, fimmtudaginn 26. september 1996 kl. 13.30. Kirkjuból 4, Isafirði, þingl. eig. Elías Skaftason og Guðmundur Helga- son, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, fimmtudaginn 26. september 1996 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á ísafirði, 19. september 1996. Mastey Hársnyrtivörukynning í dag frá kl. 2-7 í Holtsapóteki Glæsibæ 20% kynningarafsláttur Sma auglýsingor I.O.O.F. 1 = 1789208'/! = Re. I.O.O.F. 12= 1789208'/! = Re. FERÐAFÉLAG Ý& ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Ferðir um helgina Laugardagur 21. sept. kl. 9.00. Rauðöldur við Heklu. Mjög áhugaverð ganga á lang- FÉLAGSLÍF stærsta gíg Heklusvæðisins. Verð 2.500 kr. Sunnudagur 22. sept. kl. 10.30. Leggjabrjótur, gömul þjóðleið, kl. 13.00. Botnsdalur í haustlit- um. Gengið að Glym, hæsta fossi landsins. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferð 20.-22.9. Núpsstað- arskógar f haustlitum og 21.-22.9. Þórsmörk, haustlitir. Farmiðar á skrifstofu. Ferðafélag Islands. Litaljósritun Opiö frá kl. 13.30-18.00. Ljósfell, Laugavegi 168, Brautarholtsmegin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.