Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 38
. >8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN JÓNSSON + Jón Jónsson, bóndi í Varma- dal, var fæddur í Varmadal á Kjalar- nesi 16. maí 1905. Hann lést á Elli- heimilinu Grund 16. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Salvör Þorkelsdótt- ir og Jón Þorláks- son er bjuggu "y Varmadal frá því um aldamót þar til Salvör seldi jörðina 1929. Salvör missti eiginmann sinn 1916 og bjó eft- ir það með börnum sínum, en þau eru auk Jóns: Agúst, lög- reglumaður í Reykjavík, f. 5.7. 1900; Lára, f. 10.9. 1902, d. 26.6. 1903; Þorgeir, bóndi í Gufunesi, f. 7.12. 1903; Björg- vin, speglagerðarmaður í Reykjavík, f. 7.8. 1907; Sigríð- ur, klæðskeri í Reykjavík, f. 25.7. 1909; Ásta, búsett í Bost- on, f. 29.10. 1910; Lára, búsett í Reykjavík, f. 6.8. 1913. Eftir lifa systurnar Ásta og Lára. Ættir þessa fólks má rekja að mestu Ieyti úr Mosfellssveit, af Kjalarnesi og úr Þingvallasveit. Hinn 10. júní 1933 kvæntist Jón Unni Valdimarsdóttur, f. 24.8. 1912, en hún lést 1979. Þau eignuðust fjögur börn og ólu upp Guðnýju, dóttur Þor- geirs bróður Jóns, en hún missti móður sína fárra daga gömul. Jón og Unnur hófu búskap á hálflend- unni í Engey árið 1934 en fluttust að Auðnum á Vatns- leysuströnd 1937. Að Varmadal flutt- ust þau 1939 og bjuggu þar síðan, fyrstu tíu árin með Valdimar föður Unnar, en síðan á allri jörðinni. Börn Unnar og Jóns eru: 1) Hjördís, f. 27.3. 1934, gift Hreini Magnússyni. Þau búa á Leysingjastöðum í Húna- vatnssýslu og eiga þijú börn. 2) Valdimar, tónlistarkennari, f. 9.12. 1937, kvæntur Þórdísi Kjartansdóttur, f. 10.7. 1945. Þau eru búsett í Mosfellsbæ og eiga þijú börn. 3) Jón Sverrir, verktaki, f. 1.12. 1942, kvæntur Hönnu Siguijónsdóttur, f. 25.2. 1945. Þau eru búsett í Varma- dal og eiga fjögur börn. 4) Haraldur, f. 24.7. 1947, kvænt- ur Sigríði Siguijónsdóttur, f. 13.10. 1947. Þau búa í Varma- dal og eiga fjögur börn. 5) Guðný Þorgeirsdóttir, f. 30.10. 1952, gift Þór Sigþórssyni, f. 6.5. 1951. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður frá Lágafelli að kirkju- athöfn lokinni. Jón Jónsson bóndi í Varmadal er nú látinn eftir langt og vandað "Lœvistarf, 91 árs að aldri. Með honum er genginn einn af þeim sem stundum eru taldir til- heyra svonefndri aldamótakynslóð. Þessi kynslóð íslendinga lifði tímana tvenna frá þúsund ára vinnubrögðum til tækni og vísinda nútímans. Hún rétti úr baki þjóðar- innar og flutti hana úr moldarkofum til menningar. Jón í Varmadal átti þann draum að verða stórbóndi og með eljusemi og vandvirkni tókst honum það. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var vel undirbúið eins og aðstaðan á hveijum tíma leyfði, og ekki flan- að að neinu. Hann bjó mest með 50 nautgripi og á annað hundrað Afjár. Hann framleiddi að jafnaði þá um 100 þúsund lítra mjólkur á ári við erfiðar aðstæður. Þar sat í fyrir- rúmi fyrirhyggja, þrek og þraut- seigja, en ekki síst snilld þess sem skynjar og skilur þarfir búfjárins og umgengst það af mildi og tillits- semi hins sanna hirðis. Þessir hæfileikar Jóns komu ekki hvað síst fram í umgengni hans við íslenska hestinn. Þeir bræður Þor- geir og Jón voru á sinni tíð lands- frægir hestamenn. Þorgeir alhliða stóðbóndi í kynbótum, sýningum og kappreiðum, en Jón einbeitti sér að listagangi, einkum skeiði. Næmi og innsæi Jóns á eðli og tilfinningar húsdýra sýndi hann almenningi á hinum ijölmörgu skeiðgömmum sem hann átti, tamdi og þjálfaði á langri ævi. Þorgeir bróðir Jóns tamdi mikið og ef hann fann óvenjulegt hest- efni, þá kom fyrir að hann gaf Jóni hestinn. Það gerðu reyndar fleiri kunnir hestamenn og ennþá fleiri reyndu að koma folum í þjálfun ef þeir sýndu vekurð. Snjallir hesta- menn höfðu tröllatrú á Jóni í Varmadal. Á þeim árum sem Jón óx úr grasi var mannmargt á bæjum „austan kleifa“. Systkinin í Varmadal sjö talsins og frændfólkið í Álfsnesi þar sem börnin voru fjórtán. Að auki voru mörg börn á fleiri bæjum á svæðinu, svo sem í Fitjakoti, Kolla- firði, Leirvogstungu og víðar. Þetta unga fólk var fullt af ætt- jarðarást og ólgandi lífsvilja. Það bjó á þáverandi félagssvæði Ung- mennafélagsins Aftureldingar og var starfíð þar stundað af kappi, en það var hinum ungu mönnum ekki nóg. Þá voru stofnuð ný félög, s.s. Iþróttafélagið Stefnir, því starfsemin í Aftureldingu var meiri á menning- ar- og andlega sviðinu. Þar var blað- aútgáfa, bókmenntir, leiklist, ferða- lög, samhjálp og söngur. Það vant- Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. aði íþróttir og tækifæri til að reyna sig við jafnaldra í Reykjavík og í Kjósinni. Þá hófst hin fræga íþrótta- keppni á milli Aftureldingar og Ung- mennafélagsins Drengs í Kjós, sem haldin var árlega, samfleytt í nær 40 ár. Fyrst og fremst var það glí- man, sundið og frjálsar íþróttir. Þá var stofnað íþróttafélag Kjós- arsýslu (Í.K.) og sótt um inngöngu í ÍSÍ svo hægt væri að keppa við bestu íþróttamenn landsins í víða- vangshlaupum og á allskyns íþrótta- og allsheijarmótum ÍSÍ í Reykjavík . Þetta var tíminn þegar þjóðin rumskaði og æskan ólmaðist í þinum aldagömlu fjötrum. Leiðin til bjargar var meiri íþróttir og keppni. Bræðrahópamir í Varmadal og Álfsnesi æfðu og kepptu og tileink- uðu sér leikreglur ungmenna- og íþróttahreyfíngarinnar. Þeir ástund- uðu skyldurækni, vandvirkni, reglu- semi og drengskap_ og báru þess merki allt sitt líf. Úr þessum akri vom Jón og hans félagar sprottnir og vom trúir hugsjónum um heil- brigða sál í hraustum líkama. Jón í Varmadal var gætinn maður og prúður í umgengni við menn og málleysingja eins og áður er minnst á. Kannski var stundum erfitt að etja kappi við stóra bróður Þorgeir, en samskipti þeirra vom samt sem áður hlý eins og dæmin sanna. Salvör í Varmadal, móðir Jóns, dáði tónlist og söng, enda mikið sungið á heimilinu. Jón hafði lag- lega tenórrödd og tók þátt í kórsöng á ýmsum tímum, en 1940 var Karla- kórinn Stefnir stofnaður. Jón var einn af hvatamönnum þess og talinn eiga tillöguna að nafninu. Þá var hann stofnfélagi og seinna heiðurs- félagi í Stefni. Þrátt fyrir mikil og erilsöm bú- störf um ævina kom Jón ýmsu í verk af sínum hugðarefnum og ávann sér traust og virðingu sam- ferðamanna sinna. Þó var hann ekki framagjarn en hafði ákveðnar skoðanir og heilbrigðan metnað. Jón var gæfumaður í einkalífi sínu og átti ágæta eiginkonu, Unni Sól- eyju. Það er nú svo að á sveitaheim- ilum er hlutur eiginkvenna stór- bænda stundum vanmetinn. Unnur var stoð og stytta Jóns í starfí og virkur þátttakandi í gæslu bús og á henni hvíldi uppeldi barnanna, svo sem tíðkaðist. Jón mat konu sína mikils og ekki síður foreldra hennar Elísabetu og Valdimar. Vinsemd og virðing milli þessara hjóna _var gagnkvæm og kom það sér vel í sambýli eldri og yngri kynslóða. Þegar Þorgeir bróðir Jóns varð fyrir því áfalli 1952 að missa konu sína langt um aldur fram frá sex börnum og nýfæddu kornabarni, þáði Þorgeir boð þeirra Unnar og Jóns um að taka litlu nýfæddu telp- una í fóstur. Þetta sýndi í raun vin- áttuna milli þeirra bræðra og þeirra fjölskyldna, og Unnur bætti Guðnýju litlu við barnahópinn sinn með bros á vör. Jón var þéttur á velli og þéttur í lund og stóð ávallt fyrir sínu. Lista- handbragð hans á íslenska hestin- um var víðfrægt og viðurkennt. Á íþrótta- og hestamannamótum lét Jón ekki mikið yfír sér, en einbeitti sér að afmörkuðum verkefnum í keppni hvers dags. Hann stefndi alltaf að því að hafa sigur í hverri keppni með fullum drengskap, og mat þá eiginleika mikils hjá öðrum. Jón var heldur ómannblendinn og tók yfirleitt ekki þátt í skemmtana- lífi hestamótanna. Hann var fámáll um aðra, en ef hann sagði eitthvað, þá var það af hinu góða, meðan hann var hljóður um það sem miður fór. Nú kveðjum við Jón í Varmadal og þökkum samfylgdina. Megi land- taka hans í huliðsheimum verða góð. Blessuð sé minningin! Ástvinum er vottuð samúð. Jón M. Guðmundsson. Elskulegur fósturfaðir minn og föðurbróðir, Jón Jónsson frá Varmadal, Kjalarnesi, er latinn eft- ir stutt en erfið veikindi. í veikind- um sínum sýndi Jón hversu jákvæð- ur og einlægur maður hann var. Aldrei kvartaði hann og þótt af honum drægi var ætíð stutt í glað- værðina og húmorinn. Ég kom tæp- lega tveggja mánaða gömul í Varmadal eftir að móðir mín, Guðný Guðlaugsdóttir, lést langt um aldur fram frá stórum hópi barna. Faðir minn heitinn, Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi, sá sér ekki fært að ala önn fyrir ungbarni ásamt stórum hópi barna og miklum búrekstri. Kom þá greiðvikni og góðmennska Jóns bróður og konu hans, Unnar Valdemarsdóttur, vel í ljós er þau fóru á fund föður míns og buðust til að taka ungbarnið í fóstur. Var hann þeim ákaflega þakklátur alla tíð fyrir. Mikið og gott samband var alltaf á milli bæjanna. Oft lá leið föður míns í Varmadal og þá sjaldnar en ekki ríðandi. Var þá alltaf lagt á skeið heim tröðina við mikla kátínu þeirra er sátu við eld- húsgluggann og horfðu á. Tilefnið var að sýna Nonna bróður nýjasta skeiðhestsefnið frá Gufunesi. Hljóp þá oft kapp í hinn bróðurinn og leiddu þeir þá saman gæðinga sína niður á eyri. Alltaf miðluðu þeir bræður hvor öðrum af reynslu sinni og átti ég eftir að njóta góðs af því. Jón var mjög natinn og elskur að dýrum og sinnti þeim af mikilli samviskusemi. Var sem hann skildi þau og þarfir þeirra og því hænd- ust þau mjög að honum ekki síður en börnin því barngóður var hann einnig. Alltaf var hann reiðubúinn að hafa ofan af fyrir okkur krökkunum á kvöldin að loknu erfiðu dagsverki með því að taka í spil eða segja sögur af ýmsu sem fyrir hann hafði borið á lífsleiðinni og yfírnáttúru- legum fyrirbærum. Var þá oft erf- itt fyrir barnshugann að komast í ró á kvöldin en alltaf vildum við heyra meira. Jón átti marga góða gæðinga og var til margra ára einn af fremstu skeiðreiðarmönnum landsins. Þótti hann skara fram úr hvað tækni og áræðni varðar. Svo vitnað sé til orða Sigurðar Ólafssonar, söngvara og hestamanns og eins aðalkeppni- nautar Jóns í skeiðinu, þá segir hann í ævisögu sinni að Jón hafi verið hans eini sanni lærifaðir. „Jón hleypti hesti sínum á fullt stökk og lagði þá síðan svo snilldarlega að varla var hægt að greina það. Allir hestarnir hans höfðu líkt lag þann- ig að ljóst var að það var Jón, sem réði, en ekki þeir.“ (Úr Söngvarans jóreyk). Marga sprettina áttust þeir við, Jón á Randver sínum og Sigurð- ur á Glettu. Skiptust þeir þá á um að setja hvert íslandsmetið á fætur öðru. Með natni og þolinmæði tókst Jóni oft að gera gæðing úr göldnum fola. Voru þá hlutirnir endurteknir af rósemi og festu þar til skepnan fór að vilja hans. Mér er það sérstaklega minnis- stætt er ég átti að aðstoða fóstra minn við mjaltir á kvöldin, þá átti hann það til (mér til mikillar ánægju) að senda mig eftir Skjónu því nú skyldi hún tamin og mér kennt að ríða til gangs. Lét hann okkur þá fara eftir brekkubrúninni fyrir ofan bæinn og koma síðan niður brekkuna, kallaði hann þá til mín hvernig halda skyldi í tauminn, hvernig ásetan skyldi vera og sagði mér til af mikilli þolinmæði. Meðan við Skjóna klöngruðumst aftur upp brekkuna skaust Jón inn í fjósið og sinnti mjaltastörfum og kom svo aftur út í dyrnar og kennslan hélt áfram. Svona gekk þetta þangað til við Skjóna vorum útskrifaðar. Nýtti hann tíma sinn vel og féll aldrei verk úr hendi. Hann var mjög heimakær og helgaði jörðinni sem hann unni svo mjög alla krafta sína. Enda sá þess glöggt merki. Bú- rekstur í Varmadal var til fyrir- myndar og afurðir alltaf í hæsta gæðaflokki. Gestagangur var mikill í Varmadal og var þá oft glatt á hjalla. Jón hafði ákaflega gaman af söng og hafði hann góða og tæra söngrödd. í góðra vina hópi var lagið oft tekið og lék þá Unnur fóstra mín undir á píanóið. Minnis- stæð eru mörg íslensk sönglög en þó sérstaklega lagið „Gissur ríður góðum fáki“ sem fósturfaðir minn söng með miklum tilþrifum. Við þessi tækifæri nutu sín vel tónlistar- hæfileikar þeirra beggja. Fósturfor- eldrar mínir voru mjög samhent. Unnur var mjög músíkölsk og list- feng kona. Alltaf var hún eitthvað að skapa. Gekk hún til allra verka á bænum jafnt úti með bónda sínum sem inni. Þá var notalegt í eldhús- inu í gamla Varmadalsbænum á stormasömum vetrarkvöldum, þeg- ar hún sat við hannyrðir og hann bakaði flatkökur á gömlu Rafha- eldavélinni. Þegar ég lít yfir liðna tíð streyma fram ljúfar minningar frá uppvaxt- arárunum í Varmadal. Efst í huga er þakklæti til fósturforeldra minna fyrir þá ástúð og umhyggju sem þau auðsýndu mér og reyndist svo dýrmætt veganesti fyrir lífíð. Guð blessi minningu þeirra beggja. Guðný Björg. í dag kveðjum við í hinsta sinn okkar elskulega afa, Jón Jónsson frá Varmadal. Afi var einstakur maður og verður hans lengi minnst af öllum sem hann þekktu. Afi var skemmtilegur og stríðinn og færist ósjálfrátt bros á vör þegar hugsað er til baka og minningar æskuár- anna eru skoðaðar. Við systkinin ólumst upp í næsta húsi við afa og ömmu og var ná- lægðin við þau notaleg, alltaf gátum við litið inn og gott var að vita af þeim svo nálægt. Ekki fengum við þó að hafa ömmu hjá okkur eins lengi og við hefðum viljað. Eftir að hún féll frá voru þær margar næt- urnar sem við fengum að gista hjá afa og alltaf var verið að spila en hann var sérlega heppinn spilamað- ur, oft voru sagðar skemmtilegar sögur um hesta og kappreiðar fyrri ára. Afi var stríðinn og hafði kímni- gáfu og lýsir það honum vel að þegar hann átti níræðisafmæli, þann 16. maí fyrir rúmu ári, kom hann sem oftar í Varmadal og sat á sínum gamla stað á bekknum í eldhúsinu og var að stríða einu langafabarni sínu, tók nokkur spil og kenndi sínar sérstöku spilaað- ferðir og skemmtu þau sér konung- lega þó aldursmunurinn væri 86 ár, þau hlógu og gerðu gys hvort að öðru. Afi var alltaf til í að slá á létta strengi og þegar hugsað er til baka leita ýmsar minningar á hug- ann, minningar sem geta hlýjað okkur um hjartarætur. Það er dýrmætur fjársjóður að hafa fengið að njóta þess að alast upp með afa sínum og ömmu í þess- ari nálægð og fylgir sá fjársjóður okkur um alla framtíð. Við viljum þakka okkar elskulega afa fyrir allar þæi' dýrmætu stundir sem við höfum átt með honum. Elsku afi, takk fyrir að hafa verið til. Jón, Elísabet og Björgvin, Varmadal. Jón Jónsson, fyrrum bóndi í Varmadal, Kjalarnesi, er látinn í hárri elli. Mér er hann minnisstæð- ur frá fyrri tíð vegna frábærra hesta hans. Hann var afbragðs hestamað- ur og snillingur í að leggja hesta til skeiðs. Hann annaðist hesta sína svo og aðrar skepnur af kostgæfni. Jón átti marga landsfræga skeið- hesta eins og Flugu, Randver, Gull- topp, Reyk og Loga. Ég tel að þeir bræður, Jón í Varmadal og Þorgeir í Gufunesi, hafi, á árum áður, verið beztu skeiðreiðarmenn landsins. Sigurður Ólafsson í Laugarnesi kom nokkru seinna með sína hlaupa- vekringa. Eins og kunnugt er byggði Þor- geir kappreiðavöll í Gufunesi fyrir nokkrum áratugum. Hann efndi þar til kappreiða og veitti þar hærri verðlaun en áður hafði tíðkast. Það má segja að sonur Jóns, Jón Sverrir og fjölskylda, hafi fetað í fótspor þeirra bræðra með því að efna til keppni, síðsumars, á skeið- velli, sem fjölskyldan hefur verið að byggja upp undanfarin ár af miklum dugnaði á bökkum Leir- vogsár í Varmadal. Björgvin, sonur Jóns Sverris og konu hans, Hönnu, sækir það til Jóns, afa síns, hversu laginn hann er að skeiðleggja hesta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.