Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 2Vi árs fangelsi fyrir tryggingasvik FJÓRIR menn voru dæmdir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær í allt frá 6 mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svikja út tryggingafé með því að setja á svið umferðarslys og kveikja í bíl á bílasölu. Fjórir menn voru ákærðir í þessu máli og einn þeirra að auki fyrir tilraun til fjársvika í félagi við annan mann. Þeir voru báðir sýkn- aðir af þeirri ákæru. Þeir tveir höfðu keypt sér tryggingu og taldi ákæruvaldið að þeir hefðu ætlað að setja á svið slys. Fjórmenningamir játuðu á sig hin brotin og hlaut Benedikt Orri Viktorsson óskilorðsbundinn dóm upp á 2Vi árs fangelsi. Einn mannanna var dæmdur fyrir að sviðsetja slys á Reykjanes- vegi, þrír voru dæmdir fyrir að sviðsetja slys í Hvalfirði og einnig var dæmt fyrir að svíkja út trygg- ingabætur með því að kveikja í bíl á bílasölu í Reykjavík. Ákvörðun borgarráðs snúið í borgarstjórn Leyfi fyrir hundahaldi afturkallað BORGARSTJÓRN samþykkti í gær- kvöldi að afturkalla leyfi Kristínar Olsen til að halda hund á heimili sínu að Neðstaleiti 1. Húsfélagið hafði krafist afturköllunar með þeim rökum að ekki hefðu allir þinglýstir eigendur í 'núsinu gefið leyfið, líkt og kveðið væri á um í samþykkt um hundahald í Reykjavík frá 1989. Meirihluti R-listans í borgarráði samþykkti 17. septembersl. að heim- ila hundahaldið í húsinu og vísaði jafnframt frá tillögu sjálfstæðis- manna um afturköllun leyfisins. Til- lagan var borin upp að nýju í borgar- Morgunblaðið/Einar Falur SIGURÐUR Þ. Jóhannsson, verksljóri hjá Trosi í Sandgerði, virðir fyrir sér hvalkjötið. FIB-Trygging Há iðgjöld hjá ungnm ökumönnum Ökutækjaeigendur sem eru 25 ára og yngri þurfa að greiða jafn há eða hærri iðgjöld hjá FÍB-Tryggingu og hjá öðrum tryggingafélögum hér á landi. Iðgjöldin lækka hins vegar um leið og komið er yfir 25 ára aldur og þá greiða bíleigendur að jafnaði 25-30% lægri iðgjöld en hjá öðrum tryggingafélögum. Einnig er hægt að velja um tvo kosti í kaskótryggingum FÍB-Trygg- ingar. Að sögn Gísla Maack vátrygg- ingamiðlara miðast ódýrari kostur- inn við að einungis tveir ökumenn, báðir eldri en 25 ára, hafi afnot af ökutækinu. Hinn er óskilyrtur og um 10% dýrari. í ábyrgðartrygging- um félagsins eru hins vegar engin skilyrði um fjölda notenda. Tryggingamar em bundnar við félaga í Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda. Gísli Maack segir sölu á trygg- ingum hafa gengið mjög vel það sem af er. Félagsmenn í FIB greiða ár- gjald kr. 3.300 en að sögn Gísla þurfa nýir félagsmenn sem kaupa sér tryggingar að greiða 1.200 krón- ur til áramóta. Hann sagði að í FÍB væru 19.000 félagar, 98% þeirra 25 ára og eldri. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir athugasemdir við uppboð á hvalkjöti Sölubann sett á hvalkjötið HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suður- nesja hefur sett sölubann á þá aðila sem keyptu kjöt af hvalnum sem strandaði í Sandgerðishöfn á mið- vikudaginn og var boðinn upp á Fiskmarkaði Suðumesja í gærmorg- un. Það var á þriðjudag sem hvalur- inn synti inn í höfnina og stugguðu félagar úr björgunarsveitinni Sigur- von í Sandgerði honum út úr höfn- inni. Daginn eftir sneri hvalurinn aftur, strandaði á skeri framan við innsiglinguna og kafnaði þar, að sögn Guðjóns Inga Sigurðssonar, formanns björgunarsveitarinnar. Þá var hvalurinn tekinn og blóðgað- ur og gert að honum. Má ekki gerast aftur Kjötið, alls 4,7 tonn að þyngd, var selt á fiskmarkaðnum í gær- morgun fyrir tæpa eina milljón króna og skiptu björgunarsveitin og áhafnimar á tveimur trillum sem tóku þátt í aðgerðinni ágóðanum stjóm í gær og hlaut hún meirihluta- samþykki fyrir tilstilli Árna Þórs Sig- urðssonar af R-lista. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sagði að samþykkt undanþága frá banni við hundahaldi í fjölbýlishúsi hefði frá upphafi verið marklaus þar sem ekki hefði verið fylgt fortakslausum skilyrðum í samþykkt um undanþág- ur frá banni við hundahaldi. Hann sagði að borgarráð hefði á sínum tíma veitt undanþágu á röngum for- sendum þar sem ekki hefði legið fyr- ir samþykki tveggja þinglýstra íbúð- areigenda. í rökstuðningi borgarstjóra fyrir meirihlutaákvörðun borgarráðs var vísað í greinargerð skrifstofustjóra heilbrigðiseftirlitsins. í henni var m.a. talið að íbúðareigandi hefði fyr- irgert rétti sínum til andmæla vegna tómlætis. Ámi Þór Sigurðsson sagði að af- staða sín hefði ekki átt að koma á óvart. Hann hefði sannfæringar sinnar vegna tekið undir sjónarmið minnihlutans enda væri málið þannig vaxið að ekki væri unnt að ganga fram hjá ákvæðum um undanþágur frá banni við hundahaldi. með sér. Þeir sem keyptu kjötið voru fiskverkunarhús, fískbúðir og einkaaðilar. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, kveðst undrandi á því að menn kaupi óskoðað kjöt af sjálf- dauðu dýri sem að öllum líkindum hafi verið sjúkt. Hann segir að um vinnslu hvals gildi sérstök reglugerð frá árinu 1949. „Þar er nákvæmlega tilgreint hvernig á að meðhöndla kjötið og ■ hvemig heilbrigðisskoðun dýralækn- is á að fara fram. Það er farið ná- kvæmlega í hvaða líffæri á að skoða og hvaða sjúkdómum á að leita eft- ir. Þetta var ekki gert en hegðun þessarar skepnu bendir til að hún gæti hafa verið sjúk og að dauða komin þess vegna," segir Magnús. Hann kveðst munu hafa samband við forsvarsmenn fiskmarkaðarins í dag og leita skýringa. „Við verðum að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ segir hann. Yfirlýsing frá flugstjóra Boeing-757 Skilaboð frá flugturni komu of seint MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing, sem undirrituð er af Magnúsi Jóns- syni, flugstjóra Boeing-757 vél- ar, á leið til Frankfurt sunnu- daginn 15. september, þegar flugumferðaratvik átti sér stað, sem greint var frá í blaðinu í gær. „I Morgunblaðinu í [gær] er viðtal við Guðmund Óla Olafsson [yfírflugumferðarstjóra á Kefla- víkurflugvelli] þar sem sagt er frá flugumferðaratviki sem átti sér stað sunnudaginn 15. sept- ember síðastliðinn. Þar sem ákveðnar og alvarlegar rang- færslur koma fram í þessu við- tali er mér nauðugur einn kostur að gefa eftirfarandi yfirlýsingu um málið. Undirritaður var flugstjóri flugvélar þeirrar sem fór frá Keflavík klukkan 8.00 áleiðis til Frankfurt. Fyrir brottför feng- um við heimild til þess að klifra óhindrað upp í 29.000 fet (flug- lag 290). Okkur var ekki sagt frá umferð sem kom á móti okk- ur. Þegar við vorum að nálgast 7.500 fet (fluglag 75) kom við- vörun frá tæki sem er um borð í okkar vél (svonefndur árekstrarvari, TICAS) þess efnis að lækka flugið strax. Um er að ræða meðal annars tölvu- gerða rödd sem gefur ákveðnar fyrirskipanir, í þessu tilfelli með orðunum „descend now, descend now“ [lækkið strax, lækkið strax]. Við fórum eftir þessum fyrirmælum samstundis og eftir nokkrar sekúndur var vélin farin að lækka flugið. Það var ekki fyrr en eftir þessi stjómtök okkar að beiðni frá flugumferðarstjóranum í Kefla- vík um að halda 7.000 fetum (fluglagi 70) barst okkur. Þessi skilaboð komu því of seint þar sem umrætt atvik var þá þegar um garð gengið og við búnir að gera þær ráðstafanir sem þurfti til þess að forðast mögulegan árekstur við vélina sem á móti kom. Ég vona svo að ég þurfi ekki að tjá mig frekar um þetta mál við aðra en þá sem rannsókn þess hafa með höndum.“ Yfirlýsing frá flugmálastjórn MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá flugumferðarþjónustu flugmála- stjómar. Undir hana skrifar Hallgrímur N. Sigurðsson, for- stöðumaður rekstrardeildar. „Að gefnu tilefni vill flugum- ferðarþjónustan taka eftirfar- andi fram: Þann 15. sept. síðast- liðinn barst tilkynning frá Flug- leiðum hf. þess eðlis að flugum- ferðaratvik hefði átt sér stað milli tveggja Flugleiðavéla suð- austur af Keflavík. Rannsóknar- nefnd flugslysa hóf þegar rann- sókn þessa atviks og stendur hún enn yfir. Á þessu stigi málsins er ekki vitað í einstökum atriðum hvað gerðist, þrátt fýrir yfirlýsingar þar að lútandi sem birtust í Morgunblaðinu þann 19. septem- ber 1996. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær væntanlega verða gerðar opinberar. Flugmálastjóm hefur þá vinnureglu að fjalla ekki efnislega um einstök rannsóknarmál fyrr en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Af þeim sökum harmar flugumferðarþjónustan að ótíma- bærar ályktanir hafi verið dregn- ar í þessu einstaka máli.“ ENDURSKOÐA þarf tímaáætlun á fjórum leiðum Strætisvagna Reykja- víkur samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar tímamælingar sem gerð var 11. september sl. í Ártúni og Mjódd. Arthur Morthens, fráfarandi for- maður stjórnar SVR, gerði grein fyrir niðurstöðunum á fundi borgar- stjórnar í gær og sagði hann að þær staðfestu í meginatriðum að leiða- kerfisbreytingin hefði heppnast. Væru niðurstöður bomar saman við sams konar tímamælingu, sem gerð var vorið 1995 í Mjódd, komi í ljós að meðaltalsseinkun vagna Tímaáætlun fjögurra leiða endurskoðuð hefur styst úr 2 mínútum í eina. í nýju mælingunni voru 6% vagna meira en fimm mínútum of seinir í Ártúni en 7% í Mjódd. 1995 voru 11,5% meira en fimm mínútum of seinir á biðstöðina í Mjódd. Arthur Morthens vísaði á bug fuliyrðingum um að nýja leiðakerfíð væri sprungið og að endurskoða þyrfti það frá grunni. Hann sagði að ljóst væri að skoða þyrfti betur tímaáætlun á fjórum leiðum, leið 3, 5, 6 og 14. Arhtur segir eðlilegt að leiðakerfishópurinn og stjórn SVR vinni áfram að því að taka við at- hugasemdum, meta þær og gera til- lögur til endurbóta. Kjartan Magnússon, Sjálfstæðis- flokki, lýsti áhyggjum sínum af ábendingum um að vagnstjórar þyrftu að aka á ólöglegum hraða til að komast leiðar sinnar og standast tímaáætlun. Arthur Morthens greindi frá því að nýjar mælingar lögreglunnar í Reykjavík á hraða strætisvagna staðfestu að hraðakstur viðgengist ekki. Þvert á móti væri hraði stræt- isvagna minni en almennt gerðist í umferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.