Morgunblaðið - 20.09.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 20.09.1996, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Dregur til úrslita í slagnum um forsetaembættið í Eistlandi Niðurstaðan talin tvísýn en Meri líklegastur Asökunum um fyrri tengsl forsetans við KGB vísað á bug ÁTÖKIN um forsetaembættið í Eist- landi verða leidd til lykta í dag á sérstakri kjörmannasamkundu en fjórir menn bjóða sig fram gegn nú- verandi forseta, Lennart Meri. Var samkundan kölluð saman eftir að Meri hafði mistekist í þrígang að fá nægan stuðning á þingi við að gegna embættinu annað kjörtímabil. Fyrr- verandi forsætisráðherra í Eistlandi hefur sakað Meri um að hafa starfað með KGB, sovésku leynilögreglunni, en Meri og raunar flestir stjórnmála- leiðtogar í landinu vísa ásökununum á bug sem óhróðri. Ruutel eða Kelam Fréttaskýrendur segja, að úrslitin í atkvæðagreiðslunni í dag séu mjög tvísýn en telja þó, að líklegast sé að Meri beri sigur úr býtum. Frétta- ritari Reuters segir sennilegt, að Arnold Ruutel, áður háttsettur mað- ur í kommúnistaflokknum og bar- áttumaður fyrir endurheimt sjálf- stæðisins, muni koma næstur Meri en Ruutel var eini mótframbjóðandi Páfi í Frakklandi Hyllti and- stæðinga bylting- arínnar Tours, Saint-Laurent-sur-Sevre. Reuter. JÓHANNES Páll II. páfi kom í gærmorgun til Frakklands í fjög- urra daga opinbera heimsókn og tók Jacques Chirac forseti á móti hon- um á flugvellinum í Tours. Tilefni heimsóknarinnar er að 1.500 ár eru síðan Clovis, konungur Franka, var fyrstur þjóðhöfðingja landsins skírður í borginni Reims. Fyrir nokkru fannst sprengja í dómkirkju heilags Laurents í héraðinu Vendée og höfðu verið máluð slagorð með morðhótunum í garð páfa á vegg. Öryggisráðstaf- anir eru því miklar vegna heim- sóknarinnar. Er páfi heimsótti kirkjuna í gær hyllti hann minn- ingu um 100.000 kaþólikka er létu lífið í uppreisn í héraðinu gegn byltingarmönnum árin 1793-1795. Byltingarmenn voru andvigir ítök- um kirkjunnar og margir á móti kristinni trú. Páfi er 76 ára gamall og er heilsuveill en leit þó mun betur út í gær en í heimsókn til Ungvetja- lands nýlega. Hann mun í næsta mánuði verða lagður inn á sjúkra- hús þar sem tekinn verður úr honum botnlanginn. Meirihluti Frakka er kaþólskur, a.m.k. að nafninu til, en vinsældir páfa hafa minnkað mjög síðustu árin vegna andstöðu hans við getn- aðarvarnir og telja margir hann vera úr tengslum við nútímann og viðfangsefni hans. Leiðtogar músl- ima, sem eru um 5% íbúa Frakk- lands, fögnuðu heimsókninni og sögðu páfa hafa lagt sinn skerf af mörkum við að auka skilning milli trúflokka og efla frið. Alls hyggjast 67 hópar og sam- tök af ýmsu tagi efna til mótmæla- funda í París á sunnudag vegna heimsóknarinnar. Þar á meðal eru frímúrarar, sem hylla ákaft upp- runaleg markmið stjórnarbyltingar- innar um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag, stjórnleysingjar og eitt af stétt- arfélögum lögreglumanna. hans í atkvæðagreiðslunum á þingi. Eistneska fréttastofan ETA hefur það hins vegar eftir Juhan Sillaste, formanni borga- eða sveitarstjórnar- sambandsins, að Meri og Tunne Kelam muni helst takast á um for- setaembættið. Kelam er hægrimað- ur, sem barðist fyrir sjálfstæði lands- ins og starfaði aldrei innan sovéska kerfisins eins og Ruutel. Þar sem frambjóðendur eru fímm er nokkuð víst, að til annarrar um- ferðar komi milli tveggja efstu en kjörmannasamkundan er skipuð 101 þingmanni og 273 fulltrúum sveitar- stjóma í landinu. Flestir em sammála um, að Eist- lendingar geti varla fengið betri tals- mann en Meri en mörgum þingmönn- um gramdist þegar þeim þótti hann ganga lengra en embætti hans leyfði. Er þá aðallega átt við samninginn, EFTIR tveggja mánaða misheppn- aða leit að sönnunum þess efnis, að sprengja hafi grandað breiðþotu bandaríska flugfélagsins TWA, sem fórst hálfri tólftu mínútu eftir flug- tak í New York 17. júlí sl., eru rannsóknaraðilar farnir að hallast að því, að bilun í þotunni eða eldur í aðaleldsneytistanki hafí valdið því að hún splundraðist á flugi. Bæði blöðin New York Times og Washington Post segja frá því í gær, og bera fyrir sig aðila er vinna að rannsókn slyssins, að skortur á vísbendingum um að sprengja hafi sprungið um borð styrki þá skoðun, að rafmagnsbilun sem hann gerði við Moskvustjómina 1994 um brottflutning rússneska herliðsins en án þess að hafa um það samráð við þingið að sumra dómi. Segja þeir, að vegna þessa samnings séu allt of margir rússneskir eftirla- unaþegar, sem áður vom á vegum hersins, búsettir í Eistlandi. Ásakanir Savisaars Eistneskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr ásökunum um, að Meri hafi starfað fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna en Meri hefur ávallt neitað því. Þessar ásakanir fengu þó byr undir báða vængi í fyrradag þegar stjórnarandstöðuþingmaður- inn Edgar Savisaar, fyrrverandi for- sætis- og innanríkisráðherra, skor- aði á Meri að hætta við forsetafram- boð. Kvaðst hann geta sannað, að forsetinn hefði starfað með KGB. eða eldur í eldsneytistanki hafi grandað þotunni. Með henni fómst 230 manns. Af hálfu Öryggisstofnunar sam- göngumála (NTSB) hefur því ítrek- að verið haldið fram, að þrjár hugs- anlegar skýringar á slysinu væm til skoðunar; að sprengja, flug- skeyti eða vélræn bilun hafi grand- að þotunni. „Við finnum ekkert sem bendir til þess að um sprengjutilræði hafi verið að ræða,“ hafði Washington Post eftir einum rannsóknaraðila. „Margt bendir til bilunar af ein- hveiju tagi og beinist athygli okkar að því nú,“ bætti hann við. Viðbrögð við þessum ásökunum Savisaars hafa verið óvenjuhörð og leiðtogar flestra flokka vísa þeim á bug sem óhróðri. Savisaar hélt því meðal annars fram, að Juri Pihl, yfirmaður eistnesku öryggislögregl- unnar, hefði viðurkennt, að Meri hefði verið í tengslum við KGB en Pihl neitar því. Segir hann lögregl- una ekki hafa neitt í höndunum um tengsl Meris og KGB. Minntur á hlerunarhneykslið Leiðtogi Umbótaflokksins, Valve Kirsipuu, sagði í gær, að Savisaar hefði augljóslega ekkert lært af hlerunarhneykslinu og teldi enn, að hann gæti komið ár sinni fyrir borð með vinnubrögðum af því tagi. Var þá verið að víkja að því, að Savisa- ar var neyddur til að segja af sér sem innanríkisráðherra og leiðtogi Miðflokksins á síðasta ári þegar uppvíst varð um, að hann hafði hljóðritað á laun öll einkasamtöl sín við frammámenn í eistneskum stjórnmálum. Á tveimur stöðum í þotunni, sem langt er á milli, fundust örsmáar leifar sprengiefna. Voru þær á inn- anverðri klæðningunni og því ekki komnar utan frá með flugskeyti. Að sögn New York Times er í ráði að gera tilraunir sem ætlað er að sannræna hvort vélræn bilun ein og sér hafi leitt ti! þess að þotan fórst á leið frá New York til Parísar. Aðilar sem að rannsókn slyssins koma, játuðu í samtali við blöðin tvö, að engar vísbendingar um vél- ræna bilun hefðu fundist í brakinu. Sömuleiðis styddi ekkert kenningu um að sprengja hafi grandað henni. Kennsl borin á öll líkin LOKIÐ er við að bera kennsl á lík allra þeirra sem fórust í flugslysinu á Svalbarða í síð- asta mánuði, sem kostaði 141 lífið. Verða líkkisturnar fluttar frá Tromso, þar sem líkin voru krufin, fluttar til Rússlands og Úkraínu í dag. Talið er að kostnaður við björgunarstarfið og við að bera kennsli á líkin sé á 2-300 milljónir ísl. kr. Kanna „Mengele- aðgerðina“ SPÆNSKA ríkisstjórnin sagð- ist í gær hafa fyrirskipað ein- um þekktasta dómara iandsins að rannsaka ásakanir á hendur leyniþjónustunni um að hún hefði vert tilraunin með lyf á flækingum og drykkjusjúkl- ingum, en hún er sögð hafa gengið undir nafninu „Meng- ele-aðgerðin“. Fullyrt er í blaðagreinum um málið að lyf- in hafi átt að nota þegar ræna átti Ieiðtogum aðskilnaðar- hreyfingar Baska, ETA. Starfsmenn rússahers mótmæla ÓBREYTTIR starfsmenn rússneska varnarmálaráðu- neytisins og hersins, efndu í gær til aðgerða til að mót- mæla síendurteknum töfum á lauangreiðslum. Fóru þeir m.a. í eins dags verkfall til að vekja athygli á málstað sínum. í dagblaðinu Rossiskíje var full- yrt að geysileg óánægja væri í hernum og að ástandið væri að færast í átt til þess að starfsmenn hans kynnu að grípa. til ófyrirsjáanlegra að- gerða. • • Ofgamenn skotnir EGYPSKA lögreglan skaut í gær fjóra menn sem grunaðir voru um að hafa verið liðs- menn öfgasinnaðra múslima. Mennirnir voru skotnir i árás lögreglu á mennina sem gerð var í fjalllendi í Assiut-héraði. Juppe ræðst gegn Le Pen ALAIN -Juppe, forsætisráð- herra Frakklands, réðst í gær harkalega á þjóðernissinnan Jean-Marie Le Pen og sagði hann „mjög mikinn... kyn- þáttahatara, gyðingahatara og útlendingahatara". Lét Juppe þessi orð falla á fundi með ungu fólki. Morðingi iðrast SUÐUR-Afríkumaður, sem kveðst hafa verið mesti morð- ingi aðskilnaðarstefnunnar þar í landi, lýsti því yfir í gær að hann óskaði þess oft að hann hefði aldrei fæðst, vegna allra þeirra grimmdarverka sem hann hefði framið. Maður- inn, Eugene de Kock, kvaðst hins vegar einungis hafa farið að fyrirskipunum yfirvalda. Reuter JACQUES Chirac Frakklandsforseti kynnir páfa fyrir Jean-Philippe Duoin hershöfðingja, forseta franska herráðsins, í gær. Myndin var tekin við komuna til Tours-herflugvallarins. TWA-þotan sem splundraðist á flugi Athyglin beinist að vél- arbilun eða eldi í tanki New York. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.