Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -f + Sæmundur Bjarnason fæddist í Reykjavík 23. mars 1979. Hann andaðist á Hammersmith- sjúkrahúsinu í Lundúnum hinn 7. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 19. ' i september. Með örfáum orðum vil ég minnast frænda míns, Sæmundar Bjarnasonar, sem er látinn aðeins 17 ára gamall. Sæmundur háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm í á sjötta ár, en þrátt fyrir að sjúkdómurinn setti honum vissulega ýmsar skorður tókst Sæmundi að lifa eðlilegu unglingslífi með dyggri aðstoð foreldra sinna og félaga. Þó að segja megi að maður eigi að hafa haft tíma til að búa sig undir það versta, þá var það engu að síður sem reiðarslag þegar frétt- in barst mér um það að hann litli “^frændi minn væri allur. Þannig hafði vonin verið raunsæinu yfir- sterkari í vitund manns. Upp i hug- ann skaut myndinni af litla hnokk- anum sem nuddaði við vangann örlitlum bleiuplastbút. Minningar- brotin liðu þannig um hugann hvert af öðru og gerðu söknuðinn enn sárari. Söknuð sem blandaðist tregabundinni reiði yfir vanmætti mannsins við að vinna bug á sjúk- dómum eins og þeim er Sæmundur átti við að stríða. ""** Elsku Haddý, Bjarni, Sigurgísli, Óskar Björn og Birta, ég votta ykk- ur dýpstu samúð mína. Þið hafið sýnt það á undanfömum árum að þið hafið yfir miklum styrk að ráða. Megi nú sá styrkur auðvelda ykkur að vinna á sárustu sorginni þannig að þið getið í sameiningu heiðrað minningu Sæmundar um ókomna framtíð. Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku frændi. Björn Ingimarsson. JL. Alltaf þegar ungur maður deyr verður okkur jafn illa við. En þegar það tekur ungan mann sex ár að deyja, sautján ára gamall og vit- andi sjálfur af því allan tímann, þá finnst okkur það hastarlegt, við hrökkvum við, okkur sem höfum mestmegnis átt okkar líf án skugga dauðans, okkur, sem héldum að það ætti að vera líf fyrir dauðann. Við tókum því sem sjálfsögðu lögmáli. Máske var það þessi skuggalega nálægð dauðans, sem varð til þess, að vð Sæmundur, svo náskyldir sem við erum, urðum aldrei mjög per- ___sónulega meðvitaðir hvor um ann- an, en samt leið varla sá dagur að ég ekki heyrði um hann eða við hann talaði, í öll hans ár. Allt frá því hann fór að tala, held ég að varla hafí liðið sá dag- ur sem langafí hans og alnafni hafi ekki haft eða reynt að hafa samband við hann, augasteininn sinn. Þetta var yndislegt samband, sem veitti gamla manninum lífs- fyllingu og von um að hafa eitthvað til að lifa fyrir. Síðustu árin, sem eldri Sæ- mundur lifði, þrotinn heilsu og kröftum, leið ekki sá dagur að hann ekki bæði fyrir nafna sínum og bata hans; og svo veit ég að var um fleiri honum nákomna. Ég veit, og hef vitað lengi, að ekkert var látið ógert til að Sæ- mundur næði heilsu og foreldrar hans, læknar og aðstandendur létu ekkert eftir liggja, sem í mannlegu valdi stóð, til að svo mætti verða. Sérstaklega hafa foreldrar hans, Hrafnhildur og Bjarni, sýnt og sannað að þau hugsa ekki einungis um sjálf sig. Því þegar einsýnt var um baráttu Sæmundar stóðu þau fremst í flokki við stofnun félags til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Mér fínnst því vel til fund- ið hjá frænda mínum, Sæmundi, að fara á vit almættisins einmitt þegar yfir stendur afmæli þessara samtaka. Þannig hefur hann lagt lið til framþróunar mannkynsins, lengt líf sitt. Sjúkdómur hans var þess eðlis að jafnvel færustu læknar standa ráðþrota, í bili. Því er það að ég segi, að hnitmiðaðar meðferðir þeirra lækna er stunduðu Sæmund í hans tiltölulega löngu sjúkdóms- sögu hafa ekki orðið til einskis. Tvímælalaust hafa viðbrögð hans við þeirra beztu ráðum orðið til að auka skilning á sjúkdómnum og þar með gefið öðrum von, von, sem er það dýrasta, sem nokkur á í slíkum kringumstæðum. Hinn 18. september voru liðin tvö ár frá því er gamli Sæmundur dó og ég er þess fullviss, að hann tek- ur vel á móti nafna sínum, ef satt er það sem ýmsir trúa, því sem flest- ir vilja trúa. Því er það að ég kveð Sæmund hinn yngri í þeirri von að við megum hittast á ný með þeim gamla, allavega vona ég að sú trú reynist haldbetri mínum efa. Vertu því kært kvaddur, frændi minn. Þú lifir í raun báðum megin. Þorsteinn ömmubróðir. Kæri vinur minn. Nú er þinni löngu baráttu lokið. Það er viss léttir að vita að þér líð- ur betur og þjáningarnar eru bún- ar. Ég veit ekki hvar þú ert, en ég vona að þú sért á góðum stað. Ég sakna þess mikið að heyra þig ekki lengur hlæja, eða að sjá þig brosa, því þú varst góður vinur minn. Mér fínnst svo stutt síðan við vorum að keyra saman á skellinöðrunum okk- ar. En nú hef ég áttað mig á því að ég á aldrei eftir að sjá þig aft- ur, og ég sakna þín mjög mikið, en ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur seinna. Þinn vinur að eilífu, Gunnþór. I dag verður til moldar borinn ástkær frændi okkar og kær vinur, Sæmundur Bjarnason. Mér er enn svo skýr í minni dag- urinn bjarti og fagri er Sæmundur fæddist fyrir rétt rúmum 17 árum. Á ellefta ári greindist hann með hvítblæði og hófst þá sex ára þrautaganga sem nú er lokið. Nú þegar við lítum yfir þessi sex ár kemur upp í huga okkar orðið „hetjudáð“. Daglega heyrum við frá eða lesum um alls konar hetjur í fjölmiðlum. En langt frá glysi og glaumi og hástemmdum lýsingum fjölmiðlafólks eru hetjur hversdags- ins að drýgja hetjudáðir sínar í kyrrþey. Slík hetja var Sæmundur frændi. Aldrei heyrði maður hann kvarta eða kveina og ævinlega ef maður hitti hann, hvort heldur var heima eða á sjúkrabeði fárveikan, þá var svarið ávallt á eina lund: Mér líður bara vel. Oftlega báru tilfinningarnar mann ofurliði er maður horfði upp á þetta óréttlæti, en Sæmundur, hann vildi sko ekki íþyngja okkur með áhyggjum af sér, það var nú öðnj nær. í vor hófst erfiðasti og vanda- samasti kaflinn í læknismeðferð Sæmundar, þ.e.a.s. mergskiptin sjálf. Hann hélt til þeirrar ferðar nestaður bjartsýni okkar allra. Öll trúðum við því að mál myndu skip- ast með öðrum hætti en raun varð á. Er halla tók undan fæti gekk þessi hetja á vit örlaganna full æðruleysis sem aldrei fyrr. Laugardaginn 7. september sl. slokknaði ljósið sem kviknað hafði 23. mars 1979. Þetta ljós sem hafði alla tíð veitt birtu og yl inn á heim- ili þeirra Haddýjar og Bjarna. Á stundu sem þessari verður allt hið veraldlega svo fánýtt og einskis virði. Og við spyijum: Af hverju? Hvers vegna? En við slíkum spurningum fást engin svör. Maður má sín lítils gegn almættinu, því að lokum er það aðeins einn sem ræður. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og við trúum þvi og treystum að Sæmundi okkar hafi verið ætlað annað og meira hlut- verk hjá Guði. Helgir englar komu úr himnum ofan og tóku sál hans til sín; í hreinu lífi hún skal lifa æ með almáttkum Guði. (Sólarljóð) Elsku Haddý, Bjarni, Sigurgísli, Óskar Björn og Birta. Við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á raunastund. Ykkar, Sigurgísli, Kristín, Sigriður, Anna Gyða og Freyja. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Sæmi skuli vera dá- inn. Hann sem í svo langan tíma hafði barist svo hetjulega við sjúk- dóminn og við vorum orðnir vissir um að hann hefði sigur að lokum. Hugrekkið og þrautseigjan virtist óendanleg. Við vorum skólafélagar allan grunnskólann. Sæmi var sá hressi í hópnum og alltaf til í allt. Hann var mjög vinsæll og ekki síst hjá stelpunum. Túttubyssustríðin, leik- irnir á Álafossi og öll prakkarastrik- in eru ógleymanlegar minningar. Sæmi var mjög áhugasamur skíðamaður og áttum við saman margar góðar stundir í brekkunum og ekki síður í heita pottinum heima hjá honum eftir slíkar ferðir. Það var alltaf gott að koma heim til Sæma. Þar var vel tekið á móti okkur hvort sem það var með kræs- ingum eða hlýhug. Hrafnhildur virt- ist alltaf hafa tíma til þess að tala við okkur, hún sýndi jafnan áhuga á því sem við vorum að gera og við lá að okkur hafí fundist hún vera ein af okkur. Sjúkdómurinn, vonirnar, von- brigðin og hinn sífelldi ótti sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa fylgt honum og fjölskyldu hans virtist ekki hindra hann í að taka þátt í því sem við félagarnir tókum okkur fyrir hendur, styrkur hans birtist einkum þar. Nú er hann ekki lengur með. Við eigum erfítt með að skilja. Hver á að læra af þessu? Hvers vegna þurfti hann að ganga í gegnum alla þessa óbærilegu reynslu? Hann sem hafði unnið allar þessar or- ustur, en tapaði svo sjálfu stríðinu. Elsku Sæmi, mikið eigum við eftir að sakna þín. Hrafnhildur, Bjarni, Sigurgísli, Óskar Björn og Birta. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við ókom- inn tíma. Gísli, Ragnar og Þórarinn. Elsku Sæmundur, nokkur fátæk- leg orð til þín. Ég man svo vel þegar ég sá þig fyrst, það var í verslun hér í Mos- fellsbæ fyrir um fjórtán árum. Mamma þín var með ykkur, ég tók eftir ykkur fyrir það að við höfum verið samstiga í Fósturskóla ís- lands. Þá þekktumst við ekki. Ég hugsaði: En hvað hún er orð- in rík, á tvo svona fallega drengi. Það varst þú og Sigurgísli bróðir þinn. Þið voruð báðir eins klæddir man ég, í ljósbláum fötum frá toppi til táar. Þið voruð nýflutt í Mosfellsbæ- inn, við urðum nágrannar og vinir, þú varst aðeins þriggja ára þegar þetta var. Seinna meir fórst þú að venja komur þínar heim til mín og leika við Þórarin minn. Mér leist svo vel á þennan strák, svo fullorð- inslegur og myndarlegur með löngu augnárin sín. Mér fannst þú í raun- inni alltaf eldri en hinir strákarnir. Þú varst alvörugefinn og athugull. Það var alltaf stutt í fallega brosið þitt og litla örið á vörinni þinni var svo sjarmerandi. Ég man í barnaafmælum var svo gaman að fá þig, þú varst svo kurt- eis og prúður, þú smakkaðir á öllum sortum, þér fannst alltaf svo gaman að bragða eitthvað nýtt. Sæmundur var mikið jólabarn, ég man að hann lét Þórarin alltaf vita að mamma hans væri bytjuð á jólapiparkökunum, og Þórarinn minn gerðist órólegur, hvort við ættum ekki að fara að baka. Svona gekk þetta á víxl. Meðan þeir voru litlir vissum við Hrafnhildur alltaf hvernig jólaundirbúningurin gekk hvor hjá annarri. Mér fannst alltaf að það yrði eitt- hvað mikið úr Sæmundi. Hann var svo vel greindur, sló yfirleitt öllum vinunum við í einkunnum. En nú hafa örlögin gripið inn í allt of fljótt og hrifsað hann burt frá yndislegum foreldrum, bræðrum og unnustu. Við stöndum agndofa og sorg- mædd og fáum engu breytt, en reynum að hugga okkur yfir minn- ingunum og að honum hafi verið ætiað eitthvað alveg sérstakt. Elsku Hrafnhildur mín, Bjarni, Sigurgísli, Óskar Björn og Birta, Guð blessi ykkur og leiði í þessari miklu sorg. Ykkar Soffía Dagmar. Ég kynntist Sæma fyrir tíu árum í skólanum. Við vorum bekkjarfé- lagar og seinna góðir vinir. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá okkur Sæma. Eitt sinn þegar ég var hjá honum sagði ég við hann: „Sæmi, þú hlærð að öllu.“ En því neitaði hann. Þá sagði ég: „Kónguló“ og þá hló Sæmi villt. Mér þykir leiðinlegt að hugsa til þess að ég á ekki eftir að heyra Sæma hlæja á meðan ég lifi og setninguna sem oftast kom á eftir: „Æi, Aggi, þegiðu.“ En minninguna um góðan vin og Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. SÆMUNDUR BJARNASON félaga sem alltaf var hægt að hlæja og skemmt sér með mun ég alltaf geyma. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt... (Einar Ben.) Elsku Sæmi minn, þakka þér fyrir allt. Þinn vinur, Agnar. Hann Sæmi okkar er farinn. Ég kynntist honum í gagnfræða- skólanum í Mosfellsbæ og upp frá því áttum við margar skemmtilegar stundir saman sem ég er mjög þakklátur fyrir. Fyrir um það bil tveimur árum byijaði hann í sambandi við Birtu Fróðadóttur. Eftir það fórum við margar ferðir upp í dal á skellinöðr- unni hans Sæma. Við fórum nokkr- um sinnum þijú saman á skíði í Skálafell og oftar en ekki skildi Sæmi okkur Birtu eftir í snjókófí lengst uppi í brekku. Mínar minningar um Sæma eru mér mjög kærar og munu lifa í mínu hjarta um ókomna framtíð. Elsku Haddý, Bjarni, Sigurgísli, Óskar Bjöm og Birta, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Bjarki Þórir. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, min, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, riklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, miidingur, mín, mest þurfum þín helst hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Klukkan var rétt að verða átta að morgni laugardagsins 7. septem- ber, þegar síminn hringdi og í hon- um var pabbi, tengdapabbi og afi Ingimar sem sagði okkur að elsku drengurinn hann Sæmundur hefði verið að skilja við. Þessi sorglega fregn átti ef til vill ekki að koma okkur á óvart, en samt er það nú svo að þrátt fyrir það sem á undan var gengið eru slík tíðindi alltaf mikið áfall fyrir ástvini. Við vissum hve baráttan var erf- ið og daginn áður fengum við upp- hringingu frá London þar sem við fréttum að nú væri aðeins tíma- spursmál hve langan tíma drengur- inn okkar yrði hérna megin heims. Á slíkum tímamótum sem þess- um verða mikil umbrot í huga þeirra sem syrgja horfinn ástvin og það fengum við svo sannarlega að reyna. Við spyijum okkur aftur og aftur hvers vegna „sá sem alla elsk- ar“ tekur til sín aðeins 17 ára ung- menni, sem á svo hetjulegan hátt hefur barist fyrir lífí sínu allt frá 11 ára aldri og átti svo sannarlega skilið að sigra eftir þá miklu bar- áttu sem á það var lögð, en við þessu fáum við engin svör. Um þig, elsku Sæmundur, eigum við svo margar og ljúfar minningar alveg frá frumbernsku til hins síð- asta. Eitt er víst að þær minningar eru sérstaklega dýrmætar á skiln- aðarstundu og enginn fær tekið þær frá okkur. Dugnaður þinn og kraftur kom snemma í ljós. Þar minnumst við heimsóknar þinnar til okkar að sjá þá nýfæddan frænda þinn Þorkel og þú aðeins tveggja ára, stóðst við rúmið hans og sýndir honum hve sterkur þú værir. Þessum kröftum og dugnaði hélstu þrátt fyrir veik- j 4 4 : 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ! 4 4 <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.