Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 37 MINNINGAR EGGERT HANNESSON ■4- Eggert Hannes- ' son fæddist í Hafnarfirði 22. jan- úar 1944. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hannes Hún- fjörð Siguijónsson, bólstrari í Hafnar- firði, og Ingveldur Fjeldsted Ólafsdótt- ir. Systkini hans eru: Elísabet Sigríð- ur, Siguijón Þór og Auðbjörg. Hinn 15. mars 1969 kvæntist Eggert eftirlifandi eiginkonu sinni Þóreyju Valgeirsdóttur. Börn þeirra eru: Böðvar Þór, sam- býliskona hans er Guðrún Arnardótt- ir; Þuríður Edda, sambýlismaður hennar er Rúnar Þór Guðmundsson; og Aðalheiður Hrefna, sambýlis- maður hennar er Jay Jay Rae. Barna- börn Eggerts og Þóreyjar eru: Sara Böðvarsdóttir og Aníta Björt Rúnars- dóttir. Útför Eggerts fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mágur minn Eggert er látinn. Sumir ákveða að vera hér skemur en aðrir og lifa samkvæmt því. Eggert var ég búin að þekkja frá því hann var drengur og bjó í sama húsi og mjólkurbúðin sem ég vann í er ég var unglingur. Foreldr- um hans og afa og ömmu kynntist ég einnig því í þessu húsi bjuggu þijár kynslóðir. Þar höfðu faðir hans og afi hvor sína vinnustofu en Hannes faðir Eggerts var bólstr- ari og Siguijón afi hans söðlasmið- ur. Hann var mér því ekki alls ókunnugur þegar systir mín Þórey kynnti hann fyrir mér. Eggert var mikill söng- og tónlistarmaður, sama má segja um systur mína og áttu þau mjög vel saman. Einnig voru þau bæði mikið fyrir útilegur og notuðu hvaða tækifæri sem gafst til að fara um helgar úr bænum. Síðustu ár áttu þau húsbíl en seldu hann nú í sumar og keyptu sér hjólhýsi við Laugarvatn. Eggert var þá orðinn alvarlega veikur en var staðráðinn í að láta ekkert buga sig og lifa meðan hægt væri. Nutu þau þess þennan stutta tíma sem Eggert átti eftir að vera þar þegar tími var til. Elsku Þórey, Böddi, Rúrí og Heiða, barnabörn og tengdabörn, ég og íjölskylda mín þau sem heima eru og þau sem búa í Afríku og Svíþjóð biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja. Lífið heldur áfram og við höfum svo margt að lifa fyrir. Mig langar að ljúka þessu með útdrætti úr spámanninum: „Þið eruð meira en líkaminn, annað en hús ykkar og eigur. Hið sanna sjálf dvelst ofar fjöllum og svífur á vængjum vindanna." Ástarkveðja til ykkar allra. Elísabet Valgeirsdóttir. Ég kynntist Eggerti fyrir um tveimur árum. Við náðum strax vel saman enda var Eggert mjög opinn og skemmtilegur maður. Hann var mjög áhugasamur og jákvæður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og þannig var það líka þegar við Rúrí ákváðum að flytja'til London í júní 1995, þar sem ég stundaði nám. í nóvember sama ár komu hann og Þórey í heimsókn til okkar og áttum við Eggert þar margar góðar stundir saman, spiluðum m.a. pool þar sem hann kom mér mjög á óvart með því að vinna mig hvað eftir annað. Ætluðum við allt- af að halda áfram að spila eftir að ég kom heim en ekkert varð úr því. En ég efast ekki um það að við bætum úr því er við Eggert hittumst á ný. I lok mars á þessu ári fluttumst við svo aftur til ís- lands og á meðan við vorum að koma okkur fyrir bjuggum við hjá þeim Þóreyju í fimm vikur og reyndust þau okkur mjög vel. I maí sl. eignuðumst við Rúrí svo dóttur, annað barnabarn hans og gladdi það hann mjög svo að eiga orðið tvær prinsessur enda talaði hann oft um það hversu ríkur hann væri að eiga svona stóra og góða fjölskyldu. Fyrstu helgina í júní skírðum við svo dóttur okkar Anitu Björtu heima hjá þeim í Háholtinu en þau voru einmitt að flytja þangað þá helgi og lögðust allir á eitt að gera þetta mögulegt. Eggert sýndi oft fram á það að allt er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi og hef ég fleiri dæmi um það. í lok júlí sl. seldi hann húsbíiinn sem hann var nú búinn að gera upp sjálfur og keypti hjólhýsi á Laugarvatni. Og þar eyddu hann og Þórey nánast öllum frístundum sínum. Ég, Rúrí og Anita Björt vorum svo hjá þeim þar eina helgi í sumar og var það mjög gaman. Og minn- ist ég þess hvesu hress og ánægður hann var þrátt fyrir mikil veikindi sem hrjáðu hann. Minningarnar um hann Eggert minn ylja mér um ókomin ár og mun ég miðla þeim til dóttur minnar sem átti aðeins fjóra mán- uði með afa sínum. Með þessum orðum kveð ég Egg- ert. Ég bið góðan guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda og þá sérstaklega Þóreyju, Rúrí, Bödda, Heiðu, Gunnu, Jay og bama- börnin Söru og Anitu Björtu. Rúnar Þór Guðmundsson. Vinur okkar og félagi Eggert Hannesson, prentari, er fallinn frá eftir snarpa sjúkdómsbaráttu. Við viljum með örfáum orðum þakka fyrir góð kynni og margar skemmtiegar stundir sem við fjöl- skyldan áttum með þeim Þóreyju og börnum þeirra á Borgarnesárun- um og síðar. Það er freistandi að rifja upp einstaka atburði eða ferðir sem við fórum saman, en Eggert var óþreytandi að reyna að draga okk- ur hjónin í ferðalög vítt og breitt um landið. Taka sér smá frí, drífa sig eitthvert út í náttúruna, skoða landið. Það voru hans áhugamál. Og það er ekki við hann að sakast að við kunnum ekki á harmoniku eða gítar, en við lærðum gömlu skátasöngvana og karlakórslögin og við kynntumst perlum í landinu okkar eins og Þórsmörkinni, sem þau hjónin þekktu eins og þau hefðu búið þar um árabil. Eggert var Hafnfirðingur í húð og hár, borinn og barnfæddur og við vissum alltaf að Hafnarfjörður togaði í hann, þó hann væri ekki að súta það að hafa eytt áratug sem prentari í Borgarnesi. Við rifjum upp glæsilega veislu í Hafnarfirði á fimmtugsafmæli Eggerts fyrir rúmum tveim árum. Han lék við hvern sinn fingur eins og vanalega og naut sín í félags- skap við Þrestina, gamla kórinn sinn og aðra vini. Við samglödd- umst honum með að vera kominn aftur heim í Fjörðinn sinn. Að leiðarlokum sendum við kveðju úr Borgarnesi og vottum Þóreyju, börnum hennar og fjöl- skyldu innilega samúð okkar. Anna Olafsdóttir, Björn Jónsson. í tilefni af 15 ára afmæli verslunarinnar munum við dagana 20. - 21. september bjóða viðskiptavinum okkar 15% - 80% afslátt af ýmsum vörum verslunarinnar eins og hásgögnum, rúmteppum, sængurfatnaði, handklæðum, náttsloppum, kertastjökum, vösum, veggklukkum, matar- og kaffistellum, olíuljósum og búsáhöldum. GEGNUM Faxafeni 7 - Sími: 568 9950 Tölvur og tækni SUNNUDAGINN 29. SEPTEMBER Á öld upplýsingatækni skiptir miklu máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fylgjast vel með þróun í tölvu- og tæknimálum. í hinum árlega blaðauka Tölvum og tækni verður megináhersla lögð á tölvulausnir fyrir fyrirtæki, innranet fyrirtækja, íslenskan hugbúnaðariðnað og framtíðarhorfur hans. Fjallað verður um nýjustu tækni í tölvum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, alnetið, heimabanka og tölvutengingar banka og sparisjóða, byltingu í ljósmyndatækni, sýninguna Prentmessu 96, tækni tengda prentvinnslu, tölvuleiki og margt fleira. Allar nánari upplýsingar veita Agnes Arnardóttir og Arnar Ottesen, söiufuiltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfí 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 23. september. -kjarni málsins! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.