Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 41 fjögurra ára fresti, félög eða_ sam- bönd sem eiga aðild að UMFI geta ekki sent nema þrjá keppendur til leiks í hverri einstaklingsgrein, líkt og gildir um Ólympíuleikana, svo það er oft mikilvægt keppikefli fyr- ir unga íþróttamenn á landsbyggð- inni að vinna sér þátttökurétt. Landsmótin eru mikil og spennandi hátíð, þar eru skráð og slegin lands- mótsmet, keppendur hitta jafningja sína eða ofjarla frá öðrum lands- hornum, og á þessum mótum ríkir sérstakt andrúmsloft sem er blanda af samkeppni, samvinnu og skemmtun. Fyrir rúmum 35 árum var 11.. landsmót UMFÍ haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar var ungur og sprækur Skarphéðinsmaður í aðal- hlutverki í fijálsíþróttakeppninni, ljóshærður og vel á sig kominn, kvikur í hreyfingum og glaðbeittur. Þetta var Ólafur Unnsteinsson. Þeir sem voru að stíga sín fyrstu skref á fijásíþróttavellinum komust ekki hjá því að taka eftir þessum manni þar sem hann snaraðist á milli hlaup- og stökkgreina með hvítt handklæði um hálsinn. „Svakalega er fiott að vera með svona hand- klæði um hálsinn,“ hugsaði maður, „og ef maður gæti nú hlaupið svona hratt.“ Ég hafði veður af Óla öðru hveiju næstu árin og áratugina, aðallega á íþróttamótum þar sem hann var ýmist sjálfur að keppa eða þá að þjálfa aðra og leiðbeina þeim. Það var alltaf forvitnilegt að hitta hann og hlusta á hann tala um málefni sem vörðuðu íþróttir. Þau voru hon- um mikið hjartans mál og hann gat orðið álíka ákafur og sprettharður þegar hann var að tala um þau eins og hann hafði áður verið á hlaupa- brautinni eða atrennubrautinni. Þegar Fijálsíþróttasamband Is- lands ákvað að leggja sitt af mörk- um til að efla fijálsíþróttaiðkun þeirra sem ekki eru lengur upp á sitt allrabesta, kom Óli fljótt til starfa á þeim vettvangi og tók við formennsku í Öldungaráði FRÍ 1986, réttum aldarfjórðungi eftir að hann hafði slegið í gegn á Lauga- mótinu. Þá hafði hann að vísu skipt um þyngdarflokk en sá sér leik á borði að nota gömlu snerpuna á nýjan hátt og keppti gjarna í kúlu- varpi og kringlukasti á öldungamót- um með góðum árangri, bæði hér heima og erlendis. Hann hvatti aðra líka óspart til þátttöku og fór oft með fríðan flokk keppnismanna með sér á Norðurlandamót, Evrópu- mót og jafnvel heimsmeistaramót öldunga. Reyndar var Óli nú aldrei alveg sáttur við það að við sem vorum að keppa á þessum mótum værum kallaðir öldungar, enda má segja að sú nafngift hafi ekki hæft honum vel. Hann var ekki þessi virðulegi öldungur sem hallar sér afturábak í stólnum og miðlar öðrum af visku sinni og reynslu. Hann var alltaf sami ákafamaðurinn og eldhuginn og það var ómetanlegt fýrir öld- ungastarfið að fá slíkan liðsmann. Hann var óþreytandi að skrá árang- ur og halda saman yfirliti um bestu afrek í hveijum aldursflokki og vissi alltaf þegar íslandsmet hafði verið sett í einhverri grein í tilteknum flokki. Þessi metaskráning Óla leiddi auðvitað til þess að þeir sem einhvern tíma höfðu verið efnilegir á einhveiju sviði fijálsra íþrótta en aldrei náð eins langt og hugur þeirra stóð til, fengu nú loksins tækifæri til að verða bestir. Og það brást varla að íslandsmet féllu á öldungamótunum sem Óli stóð fyrir. En þótt það hafi verið ómetan- legt fyrir frj álsíþróttastarf öldunga að Óli skyldi vera svona mikill ákafa- og kappsmaður, rétt eins og það var ómetanlegt fyrir þau fijáls- íþróttalið sem hann þjálfaði með góðum árangri, þá hefur það sjálf- sagt ekki verið eins hollt fyrir hann sjálfan. Hann hefði áreiðanlega enst betur ef hann hefði farið hæg- ar og kunnað betur að slaka á. En þá hefði hann kannski ekki unnið eins mikið starf fyrir okkur sem nutum góðs af ákafa hans og dugn- aði. Það er gott að fá tækifæri til að þakka honum fyrir það starf þótt seint sé. En ég er illa svikinn ef hann er ekki byijaður að skrá árangur, skipuleggja mót, þjálfa og keppa þar sem hann er núna. Kannski við hittumst þar. Höskuldur Þráinsson. Engum vörnum fæ ég við komið gegn tímanum. Svo yrkir þjóðskáld og lýsir hög- um vor allra. Spurningin er einung- is hvenær varnir bresta og yfirleitt læðist dauðinn að mönnum óvörum, jafnvel þegar fársjúkt fólk fellur í valinn, hvað þá menn á góðum aldri eins og Ólafur Unnsteinsson. Einstaka menn verða upphafnir í starfi sínu og tómstundum og engum hef ég kynnzt með viðlíka áhuga á íþróttum og öllu sem að þeim lýtur. Líf hans snerist að mestu um íþróttir. Hann hafði við- urværi af íþróttakennslu, -iðkun og -þjálfun, tómstundir hans voru að mestu helgaðar margvíslegri söfn- un og skráningu íþróttaviðburða. íþróttir voru lífsfylling hans alveg samkvæmt orðsins hljóðan. Hann var lifandi tölfræðibók um árangur einstakra manna, hvort sem var tími í hlaupi, hæð eða lengd á stökki eða kasti og brytjað upp á sekúnd- ur og sentímetra. Þetta átti hann í ótal skrám heima og í skólanum, í bókum, á blöðum, og dag hvern hringdi hann í eða heimsótti fjölda manns til þess að spjalla við þá um íþróttir. Samt var hann einfari. Hann var að ýmsu leyti atgervis- maður og gekk aldrei alfaravegi. Margir viðmælendur urðu sem steini lostnir af þeim sérhæfða fróð- leik sem streymdi af vörum hans og auðvitað fór margt fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem lítt eða ekki bera skyn á íþróttir. Hann var hraðmælskur og ódeigur að halda málstað sínum fram og barð- ist um árabil fyrir réttindum íþróttakennara. Öllum ber saman um, að Ólafur hafi verið kunnáttumaður í íþrótta- og þjálffræðum með næmt auga fyrir því sem einstaklingar þurftu að færa til betri vegar. Hann þjálf- aði keppnismenn og -lið um árabil og fylgdist grannt með þeim sem hann kom nálægt; átti í þeim hvert bein og gladdist ekki síður en þeir þegar vel gekk. Hann fýlgdist líka gjörla með því sem skjólstæðingar hans höfðu fyrir stafni eftir að hann lét jiá frá sér fara. Ólafur var í meðallagi á hæð, grannvaxinn á yngri árum, en gerð- ist nokkuð hnellinn eftir því sem ár færðust yfir; breiðleitur og hárið ljóst og liðað, augun lítil og snör. Hann var lítill sundurgerðarmaður í klæðaburði, glaðsinna að jafnaði og léttur í viðmóti, en fjarri því skaplaus og sagði mönnum skoðan- ir sínar umbúðalaust og var þá mikið niðri fyrir, fylginn sér í hví- vetna. Hann var prúður í fram- göngu og stutt í brosið. Það lætur samt að líkum, að margir voru ós- ammála honum, svo einsýnn áhuga- maður sem hann var um íþróttir. Sumir fjandsköpuðust við Ólaf, kunnu ekki að meta frásagnir hans sem einatt voru þó græskulausar, en oft færðar í stílinn eins og vera ber. Aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann. Hann var flekklaust góðmenni. Ólafur var með afbrigðum þraut- seigur að afla styrkja til íþrótta- starfsemi, ekki sízt til öldungaráðs FRÍ, sem hann stýrði urn árabil og gekkst upp í því. Hann lét sig aldr- ei og heimsótti menn þeim mun oftar sem þeir voru seinni til já- kvæðra svara. Ólafur kenndi við Pjölbrautaskól- ann við Ármúla frá upphafi. „Það var bara til einn Óli Unnsteins" sagði ágætur nemandi þegar hann spurði andlát meistara síns. Það er rétt. Enginn var honum líkur. Ég hygg, að hann verði öllum nemend- um sínum eftirminnilegur og mörg- um ógleymanlegur. Hann var sjó- fróður um allt sem að íþróttum laut, en gerði svo sem ekki mikinn grein- armun á hvaða íþróttafræði hann var að kenna hveiju sinni. Á yngri árum keppti hann fyrir HSK í hlaupagreinum, stökki og köstum; hann var fjölhæfur keppnismaður. í kennslunni hafði hann líka allt undir í einu. Flaut þá í bland við bókina hveiju sinni margvíslegur fróðleikur um einstök íþróttamót, íþróttafélög, um eigin keppnisferil og reynslu, einstaka afreksmenn sem hann hafði kynnzt eða þjálfað. Stundum komu nemendur til mín og vildu sér til hægðarauka og skilningsbóta, að Ólafur einbeitti sér að einum þætti í einu. Þetta ræddum við nokkrum sinnum, en athugasemdum af þessu tagi tók hann fjarri og hélt sínu striki, fór jafnan vítt og breitt um sviðið og taldi það eitt vænlegt til árangurs. Öllum nemendum sínum vildi hann vel og gekk býsna langt til móts við óskir þeirra á ýmsa lund, leyfði þeim að bregða á leik við sig í tímum og glettist við þá í kapp- leik. Glaðbeittur kom hann til starfa hvetju sinni, hláturmildur og fullur eldmóðs sem engin leið var að koma til móts við. Við vorum oft ósam- mála, því að honum fannst allt of lítið gert til þess að styrkja íþrótta- líf í skólanum og honum var það óskiljanlegt. Sjálfur gekk hann stundum nærri fjárhag sínum til þess að taka þátt I íþróttamótum heima og erlendis og trúði illa, að slíkt hið sama gæti skólinn ekki gert. Hugsjónir hans svifu ofar öll- um_ raunveruleika. Ólafur var fátalaður um einkalíf sitt. Hann var stoltur af drengjun- um sínum og ég veit, að hann sinnti eftir mætti aldraðri móður sinni, eins og hans var vís von, og bar hag fjölskyldu sinnar allrar .fýrir bijósti, heimsótti frændfólk sitt í Danmörku þegar þess var kostur. Síðustu ár voru honum að ýmsu leyti mótdræg. Hann slasaðist við íþróttaiðkanir sínar og við kennslu og fór í hjartaaðgerð, náði sér nokk- uð vel og neitaði því fyrir sjálfum sér og öðrum að hann gæti verið vanheill og breytti lítt eða ekki fyrri háttum. Um sama leyti uxu synir hans úr grasi og hleyptu heimdrag- anum. Hann bjó við Safamýri og þar vitjaði dauðinn hans og sótti sitt. Engum vömum fá menn við komið þegar stundin er liðin. Fyrir hönd samstarfsmanna í Fjölbrautaskólanum við Ármúla sendi ég sonum Ólafs Unnsteins- sonar, móður hans og öðrum ástvin- um samúðarkveðjur. Láti nú guð honum raun lofi betri. Sölvi Sveinsson. Við vorum_ ungir drengir þegar leiðir okkar Ólafs Unnsteinssonar, æskuvinar míns, lágu saman í Hveragerði, þar sem báðir voru á heimavelli. Mörgum stundum áttum við eftir að eyða saman á öðrum velli, íþróttavellinum, bæði í keppni og leik, langt fram eftir aldri. Ólaf- ur var sonur Unnsteins Ólafssonar, skólastjóra í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Þar var ég langdvölum því margt var að sjá og mörgu að sinna ekki síst sumrin sem við félag- arnir vorum kúasmalar Unnsteins. Flestum tómstundum okkar á þessum árum var varið í íþróttaiðk- anir enda var Ólafur mikill íþrótta- og keppnismaður allt frá unga aldri. Við byijuðum ungir að keppa og kepptum saman bæði fýrir Héraðs- sambandið Skarphéðin og Ung- mennafélag Ölfusinga. Líklega hef- ur Ólafur verið tólf ára þegar hann tók þátt í sinni fyrstu keppni en ég þá tveimur árum eldri. í það skipt- ið héldum við til Reykjavíkur og kepptum á vegum íþróttabandalags drengja, en síðar komu svo lands- mót og önnur mót. Hvorugur var við eina fjölina felldur í þessum efnum og stunduðum við jafnt fijálsar íþróttir sem sund, renndum okkur á skíðum á vetrum á Reykjum og spörkuðum fótbolta á sumrin. En tíminn leið og taka þurfti ákvörðun um framtíðina. Olafur ákvað að fara í íþróttaskólann á Laugarvatni og verða íþróttakenn- ari. Lífið í Garðyrkjuskólanum hafði hins vegar haft þau áhrif á mig að ég ákvað á sækja þangað menntun mína. Reyndar var ég búinn að fá mig fullsaddan af garðyrkjunni í námslok en Ólafur hélt á hinn bóg- inn áfram að sinna íþróttunum og íþróttakennslu að námi loknu á Laugarvatni. íþróttirnar tengdu okkur áfram sterkum böndum og segja má að við höfum verið nánast eins og bræður frá því við vorum smástrákar og þar til nú er Ólafur er okkur horfinn. Breytti þá engu þótt við værum löngu fluttir frá Hveragerði og ég hættur að sinna öðrum íþróttum en að keppa með „old boys“ í sundi. Ólafur hafði líka snúið sér að „old boys“ og keppti nú með þeim í fijálsum íþróttum svo segja má að íþróttirnar hafi tengt okkur saman jafnt nú síðustu ár sem í byijun. Fyrir rúmri viku koma Ólafur til mín og við borðuðum saman hádeg- isverð. Eftir að hafa spjallað um stund sagði Ólafur allt í einu að hann þyrfti endilega að skreppa austur í Hveragerði og hitta bróður sinn Grétar, sem fetaði í fótspor föðurins, og er nú skólastjóri Garð- yrkjuskólans. Ég bauðst til að aka honum á Umferðarmiðstöðina og þaðan tók hann rútuna austur. Hann hitti bróður sinn og systur mína sem enn býr í Hveragerði og það var engu líkara en eitthvað hefði kallað á hann. Hann varð að fara þessa ferð eins og til að kveðja æskuslóðirnar. Ólafur Unnsteinsson var góður drengur og æskuvinátta okkar hélst fram á síðasta dag. Fyrir það vil ég nú þakka um leið og ég sendi samúðarkveðjur til hans nánustu. Sverrir Þorsteinsson. Vinur minn Ólafur Unnsteinsson er látinn. Blessuð sé minning hans. Oft slær hinn mikli sláttumaður í einni svipan svo við, sem eftir lifum, verðum steini lostin, leitum svara við gátunni miklu um lífið og tilver- una. Hér virðast þau rök ráða sem okkur er ekki fært að skilja. Ólafur hafði að vísu ekki gengið heill til skógar um árabil. Þrátt fyrir það geislaði af honum áhugi á hugðarefnum sinum. Andstreymi eða mótlæti lífsins orkaði ekki að skerða hjálpsemi hans og fórnfýsi að verða að öllu því liði sem hann mátti þeim, sem til hans leituðu. Ólafur fæddist að Reykjum í Ölf- usi árið 1939 og ólst upp á menn- ingarheimili. Faðir hans Unnsteinn Ólafsson var skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins en móðir hans Elna Ólafsson var af dönsku bergi brot- in. Hann átti því frændgarð í Dan- mörku og var jafnvígur á íslensku og dönsku. Ungur fékk hann brenn- andi áhuga á iþróttum og heilbrigðu líferni og var meðal bestu ung- menna í ýmsum greinum fijálsra íþrótta. Um árabil var hann einn helsti afreksmaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins og keppti á mörgum landsmótum. Minningin um hann á íþróttavellinum, jafnt í leik sem keppni er björt: Þar fór glaðlegur maður og drenglyndur. íþróttakennsla og þjálfun urðu meginviðfangsefni Olafs og aðal- starf. Hann þjálfaði hjá mörgum félögum og héraðssamböndum og varð um skeið landsliðsþjálfari. I Danmörku gat hann sér mjög gott orð við þjálfun, en þar starfaði hann hjá einu þekktasta fijálsíþróttafé- lagi landsins, AK73, á árunum 1973-1975. Áhugamál hans tengdust og að- alstarfinu. Eitt þeirra var upplýs- ingasöfnun um afrek íslenskra íþróttamanna frá upphafi. Minni hans var frábært hvað varðaði árangur manna og feril og afreka- skrár hans voru ýtarlegar. Áform um útgáfu voru á döfinni. Annað áhugasvið var tengt því að efla þátttöku fullorðinna („Óld boys“) í íþróttaiðkun og keppni. Hann var formaður Öldungaráðs Fijáls- íþróttasambandsins síðustu tíu árin og óþreytandi að hvetja okkur hina „strákana" sem endur fyrir löngu stóðum I eldlínu keppnanna að byija á ný. Sjálfur gekk hann á undan með góðu fordæmi. En það var í tengslum við fyrr- nefnda áhugasviðið, sem leiðir okk- ar Óla lágu saman fyrir rúmu ári. Þá vann ég við að festa á blað íþróttaferil minn og fann fljótt að miklar eyður voru í mínu minni. Ég leitaði til hans um að rita eins ýtariega skrá um árangur minn frá ári til árs og hann gæti því slíkt, myndi auka gildi bókar þeirrar, „Silfurmannsins", sem í smíðum var. Þetta tók hann að sér og skil- aði verkinu með þeim ágætum sem enginn annar hefði getað. Þar kom til safn hans af afrekaskrám en að auki lagði hann á sig mikla vinnu þar til viðbótar. Það reyndist sem fýrr: Sá sem til Óla leitaði fór ekki bónleiður til búðar fengi hann nokk- uð við ráðið. Þannig var Óli. Lengi mun minningin um góðan dreng lifa í bijósti mínu. Mættum við sem eftir lifum þroska með okk- ur þann eiginleika sem svo mjög^-' einkenndi Ólaf Unnsteinsson: hjálp- semi og vilja til að láta gott af sér leiða. Aldraðri móður, sonum og öðrum skyldmennum sendi ég og kona mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Einarsson. Kveðja frá fijálsíþróttadeild ÍR Allir fijálsíþróttamenn urðu slegnir er þeim barst sú harmafregn að Ólafur Unnsteinsson, þjálfari og fróðasti maður landsins um frjáls- íþróttaafrek, væri látinn um aldur fram. Einkum sjá ÍR-ingar á eftir góðum félaga. „ Samskipti Ólafs og fijálsíþrótta- deildar ÍR og einstakra liðsmanna hennar voru mikil og góð í ára- tugi. Ólafur sat um tíma í stjórn deildarinnar í öndverðu og var þjálf- ari hennar 1985-86 en alla tíð hvatti hann liðsmenn deildarinnar til dáða með góðum ráðum. Er Ólafur tók við þjálfuninni ríkti upplausnarástand í fijálsíþrótta- deild ÍR. Hafði deildin tapað góðum liðsmönnum til annarra félaga, æf- ingasókn var í lágmarki og útlit fyrir að 14 ára óslitin sigurgang#'- ÍR í bikarkeppni FRÍ yrði stöðvuð. En sú varð ekki raunin og á Ólafur allan heiðurinn af því. Undir hans leiðsögn vann ÍR 15. bikarsigurinn I röð. Líklega hefði engum tekist það sem Ólafur afrekaði. Óbilandi dugnaður hans og mikill metnaður varð þeim sem eftir voru og nýjum liðsmönnum sú hvatning sem dugði til sigurs. Komu þá bestu kostir góðs þjálfara í ljós, en Ólafur starf- aði ætíð í anda þess að árangur íþróttamannanna og kappliðs deild- arinnar væri eini mælikvarðinn á frammistöðu_ hans. Fyrir framlag hans verða ÍR-ingar þakklátir um alla framtíð. ^ Við fráfall Ólafs Unnsteinssonaf**- verður fijálsíþróttavöllurinn tóm- iegri hér eftir. Skarð það sem hann skilur eftir verður seint fýllt. Missir fijálsíþróttanna er mikill. Missir sona hans er þó meiri og þeim og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. fijálsíþróttadeildar ÍR, Ágúst Ásgeirsson. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast eins af íþrótta- kennurum okkar, Ólafs Unnsteins- sonar. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveimersérgóðrgetur. Deyrfé, deyja frændur deyrsjálfur ið sama. Égveiteinn að aldregi deyr dómur um dauðan hvem. (Úr Hávamálum) Þökkum fyrir allt. Nemendur íþróttabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla. • Fleirí minningargreinar um Ólaf Unnsteinsson bíða birtingar ogmunu birtast i blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.