Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SAFNHÚSIÐ virðist ögra þyngdaraflinu, eins og það sé í þann veginn að fljóta af stað undan títanþakinu. Safnhúsið heillar en kostnaðurinn stendur í mönnum í BILBAO á Spáni rís nú griðar- mikil bygging sem vakið hefur mikla athygli. Það er annað lista- safnið sem tengist Guggenheim- stofnuninni en fyrir er samnefnt safn i New York sem Frank Lloyd Wright teiknaði. Safnið í Bilbao þykir ekki síður framúr- stefnulegt en verk Wrights en arkitektinn heitir Frank Gehry. Margar efasemdaraddir hafa heyrst vegna staðsetningar safnsins, útlits og kostnaðar en eftir því sem það hefur risið, hefur gagnrýnendunum fækkað, að sögn Thomas Krens, forstöðu- manns Guggenheimstofnunar- innar. Bilbao-safnið verður opnað á næsta ári og hefur safnstjórnin óskað eftir því að fá verk Pablos Picassos, Guernica, að láni i til- efni opnunarinnar. Það hefur vakið deilur, eins og reyndar all- ar tilfæringar með verkið. í erfðaskrá sinni kvað Picasso á um að verkið skyldi flutt á Prado-safnið í Madrid er Spánn Safnhús Guggen- heimí Evrópu yrði lýðræðisríki, en það sýnir árásina á Guernica í spænsku borgarastyrjöldinni. Arið 1992 var það hins vegar flutt á annað safn, Reina Sofia, og telja marg- ir að Bilbao-safninu sé fyllilega stætt á að gera kröfu til verks- ins, og þá jafnvel til varðveislu, þar sem Bilbao sé skammt frá Guernica og ákvæði í erfðaskrá Picassos hafi ekki verið virt er það var flutt. En þrátt fyrir að æ fleiri heill- ist af safnhúsinu, eiga margir erfitt með að kyngja kostnaðin- um við safnbygginguna. Hún kostar um 6 milljarða, verk í safnið rúma 3 milljarða, auk þess sem greiða verður fyrir samning við Guggenheimsafnið í New York um lán á verkum. En borg- aryfirvöld eru hvergi bangin og hyggja á fleiri stór verkefni sem standa eiga vel fram á næstu öld og endurvekja stöðu Bilbao sem miðstöð siglinga, lista og þjón- ustu. Sljórn Guggenheim hafði í fyrstu augastað á Feneyjum eða Salzburg fyrir nýtt safn í Evrópu en þegar borgaryfirvöld í Bilbao stungu upp á að safnið yrði reist þar, leist safnstjórninni vel á hugmyndina. Ætlunin er að í safninu endurspeglist saga Baskalands og Spánar, saga Bilbao sem borgar sæfarenda, og að húsið sé ekki í aðalhlut- verki, heldur listaverkin sem mörg hver rúmist ekki í þeim hefðbundnu sýningarsölum sem nú séu fyrir hendi. Fyrsti Evrópumeistarinn hjá Reykholti Ævisaga Husebys og dagbækur Púskíns ÆVISAGA Gunnars Huseby eftir Sigurð Helgason er meðal væntan- legra jólabóka frá Reykholti. Nú er liðin hálf öld síðan íslendingar eign- uðust fyrsta Evrópumeistarann í íþróttum, en það var Gunnar Huseby sem sigraði í kúluvarpi á EM 1946 með þvi að kasta 15,56 m. Leynilegar dagbækur rússneska skáldsins Alexanders Púskíns í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur eru einnig að koma út hjá Reyk- hoiti. Dagbækurnar sem eru frá síðasta æviári Púskíns hafa ekki fengist útgefnar í Rússlandi, en eru til í þýðingum á ýmis Evrópumál og hafa hvarvetna þótt forvitnileg- ar. Erótískar lýsingar eru sagðar setja svip á þær. Nostradamus og spádómarnir um ísland er heiti bókar eftir Guð- mund S. Jónasson en þar eru ýms- ir spádómar samankomnir. Reykholt gefur út að meðaltali fimm bækur eftir norska rithöfund- inn Margit Sandemo á ári. Að þessu sinni er unnið að útgáfu bóka- flokksins Ríki ljóssins sem er fram- hald ísfólksins og gerist að stórum hluta á íslandi. Lifandi listaverk BRETINN Gavin Court hefur brugðið sér í líki kerúbanna í gosbrunni listamannsins Steven Morant. Sá síðarnefndi gerir listaverk í garða og fær þá gjarnan „afnot“ af ættingjum sínum, sem gæða listaverkin lífi. Hús og rými HÚS II, 1996. Styrktar- félags- tónleikar TÓNLEIKAR 4 vegum Styrktarfé- lags íslensku óperunnar verða laug- ardaginn 21. september kl. 15.30 en þar koma fram Lia-Frey-Rabine sópransöngkona og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari. Lia er stödd hér á iandi í boði Richard Wagner félagsins á íslandi. Lia Frey-Rabine er fædd í Minne- sota í Bandaríkjunum en hefur að mestu búið í Evrópu, einkum í Þýskalandi. Þar í landi hefur Lia Frey-Rabin komið fram í tugum óperuhúsa og sungið á Wagnerhá- tíðinni í Bayreuth. Auk þess hefur hún sungið á Ítalíu, á Spáni, í Aust- urríki, í Svíþjóð, Belgíu og Sviss, en hún var fastráðin við óperuna í Bern frá 1973-1975. Lia Frey-Rabine hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir list sína og er heiðursfélagi í Wagnerfé- laginu í Freiburg í Þýskalandi. Á íslandi hefur Lia Frey-Rabine tekið þátt í styttri uppfærslu Niflunga- hringsins í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 1994 þar sem hún túlk- aðiBrynhildi. Á efnisskrá tónleikanna á laugar- daginn er tónlist Richard Wagners í fyrirrúmi og verða þar á dagskrá Wesendonck-ljóðin, auk þess sem fluttur verður söngur Elísabetar „Dich teure halle“ úr Tannhauser og „Isoldes Liebestod" úr Tristan og Isolde. Auk þess verða flutt fimm sönglög eftir Giuseppi Verdi úr Composizione de camera og fimm lög op. 16 eftir Béla Bartok. Loks verða þijár útsetningar af negra- sálmum eftir fíðluleikarann Adolf Busch. MYNPLIST Norræna húsið TRÉSKÚLPTÚRAR Guðjón Ketilsson. Opið alla daga frá 14-19. Til 29 september. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 500 krónur. ÞAÐ má teljast borðleggjandi að Guðjón Ketilsson hafi skapað sér sérstöðu meðal íslenzkra rýmislista- manna, bæði fyrir agað handverk og afmarkaðan hugmyndaheim. Afmarkaðan að því leyti að hann gengur út frá alveg sérstöku form- og hugmyndafræðilegu ferli og heldur tryggð við það á svipaðan hátt og t.d. Hafsteinn Austmann gerir í málverkum sínum. Hann er þannig ekki maður til- rauna til margra átta eins og marg- ir hugmyndafræðilegir listamenn, að maður nefni ekki Dieter Rot, sem telst gúrú og guðfaðir þeirra ný- listamanna á íslandi. Guðjón á það hins vegar sam- eiginlegt með ýmsum starfsbræð- rum sínum erlendis, að halda tryggð við handverkið og vinna allt sjálfur, nota jafnvel hamar og meitil ef því er að skipta. Eru þeir sumir sjálf- lærðir þar sem erfitt er að finna skóla sem kenna þessar „fornu“ aðferðir er svo er komið. Þó mun eiga sér stað endurreisn þeirra víð- ast hvar, en þá uppgötva menn auðvitað að mun fleiri svitaperlur útheimtir að leggja hönd að upp- byggingu en rífa niður. Guðjón er af þeirri kynslóð sem naut hnitmið- aðrar grunnmenntunar í skóla áður en hann fór út í hugmyndafræði, sem sér stað í verkum hans og ýmissa annarra. Menn eru að upp- götva, að mesti miskilningur hug- myndafræðinnar, var að ryðja burt fomum handverksgildum og grunn- menntun um leið, því hér er um að ræða málfræði og undirstöðu allra sjónlista. Svo til öll sýning Guðjóns að þessu sinni er nokkurs konar óður til húsaformsins og þá einkum þess einfalda grunnforms, sem flestar húsagerðir byggðust á til skamms tíma, og sóttu ekki svo lítið til burstabæjarins. Hér býr hann til ótal tilbrigði af sama húsaforminu með litlum breytingum og minnir þetta töluvert á æfíngar í grunn- formum í listaskóla en á hærra plani þó. Leikurinn getur virst einhæfur í fyrstu og satt að segja eru salirnir í Norræna húsinu ekki besta lausn- in fyrir jafn örfínan og afmarkaðan leik með form, þótt lýsingin sé í lagi, því hið opna rými og grófu veggir yfirgnæfa hina lífrænu og fáguðu smíðishluti. Með fjölþættari innsetningu hefði verið mögulegt að ná fram meiri nálgun og innileik sem þessi leikur kallar einmitt á. Guðjón Ketilsson er agaður lista- maður, sem lætur ekkert frá sér fara fýrr en hann hefur unnið það út í æsar, slípað og fágað. En það sem meira er um vert, þá er hann gæddur óvenju ríkri efniskennd, sem kemur fram í öllu sem hann snertir við og eins og streymir út frá grunnkjarna verka hans, og er óútskýranlegur, mótaður, uppruna- legur kraftur í bland við sjálfan líf- sneistann. Slíkir þurfa ekki að fylgja neinni forskrift um núlistir, því verk þeirra eru gædd lífrænu inntaki hvaða ytra form þeir annars velja athöfnum sínum. Prýðilega hönnuð sýningarskrá fylgir fram- takinu með mörgum myndum í lit og hæfilega stuttum fræðilegum formála eftir Aðalstein Ingólfsson. Bragi Ásgeirsson Barnabóka- átak Blindra- bókasafns Islands í SUMAR hefur verið unnið að gerð barnabóka í Blindrabókasafni Is- lands. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar beinist átakið að bókaþjónustu við blind börn og hins vegar að þjón- ustunni við blinda foreldra sjáandi barna. Um nokkurt skeið hefur Blindra- bókasafnið gefið út bækur með upp- hleyptum myndum fyrir blind börn. Wilhelm Emilsson hefur samið texta og hannað myndir flestra þeirra. Um er að ræða sögur sem eru skreyttar einföldum myndum. í bók- unum birtist textinn með hefð- bundnu letri og með blindraletri. Blindraletrið og myndirnar eru prentaðar á svokallaðan þanpappír, sem er þess eðlis að prentsvertan verður upphleypt þegar pappírnum er rennt gegnum sérstakan brenn- ara. Bókunum er ætlað að vera fyrsta þjálfun blinda barna í að lesa blindraletur og skynja form með fingurgómunum. Hin tegund barnabókagerðarinn- ar felst í að líma glærar plastþynnur yfir blaðsíður barnabóka sem fást á almennum markaði. Texti barnabók- anna er prentaður á blindraletri á glærurnar. Þannig getur blindur ein- staklingur lesið fyrir sjáandi barn og barnið notið myndanna, því glær- an með blindraletrinu virðist ekki t.rufla myndskynjun barnanna. „Barnabókagerðin í Blindrabóka- safni er brautryðjendastarf, sem annars vegar opnar heim ungra blindra barna að bókum og gerir í hinu tilvikinu fullorðnu blindu fólki og sjáandi börnum þeirra kleift að eiga samverustund með bók í hönd,“ segir i kynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.