Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNELAÐIÐ Skýrsla um nútímamann Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGRÉT heimspekinemi leitar ráða hjá Leopold. „Foreldrar mínir skilja mig ekki, þau eru svodd- an smáborgarar sem eru alltaf bara að horfa á sjónvarpið, ég á engan kærasta, mér finnst krakk- arnir í skólanum svo hræðilega yfirborðslegir." María Ellingsen og Þorsteinn Gunnarsson í hlut- verkum Leopolds og heimspekinemans. ÞEGAR tveir verkamenn koma til hans og egna hann til að- gerða segir hann að sér sé ekki ljóst til hvers sé ætlast af sér. Þetta veiklyndi Leopolds fer í taugarnar á eiginkonu hans og vinum; þau segja að hann megi ekki láta hugfallast og ávíta hann fyrir að vera orðið hálfgert linkumenni. Leikritið Largo desolato eftir forseta Tékklands, Václav Havel, fjallar um andófsmann sem bug- ast undan þeirri ábyrgð sem umhverfið leggur honum á herðar. Havel var sjálfur í forystusveit andófsmanna í Tékkó- slóvakíu fyrir „flauels- byltingTina“ svokölluðu en hefur neitað því að verkið fjalli um sig. Þröstur Helgason skoðaði verkið, sem verður frumsýnt í borg- arleikhúsinu í kvöld, og manninn á bak við það. VAFALAUST þekkja ein- hveijir þessa sögu, en hún fer hér á eftir engu að síður því að hún er merkileg og skiptir okkur máli. Václav Havel fæddist 5. október árið 1936 í Prag í Tékkóslóvakíu, sonur verkfræðings og eignamanns. Vegna borgaralegs uppruna fylgd- ist vökult auga yfirvalda með hon- um frá fyrstu tíð. Honum var mein- að að stunda menntaskólanám; hann réð sig því sem aðstoðarmann á rannsóknarstofu en lærði til stúd- ents í kvöldskóla sem hann lauk árið 1954. Hann hafði hug á að læra eitthvað frekar um listir en honum var meinaður aðgangur að listsögunámi og fékk hvorki inn- göngu í Kvikmyndaskólann né leik- listardeild Listaakademíunnar í Prag. Hann hóf því nám í skipu- lagningu umferðarmála við Tækni- háskólann í borginni árið 1955, sama ár og hann gerði fyrstu til- raunir til ritstarfa. Hann birti grein- ar og leikverk í tímaritinu Tváré,- samt fleirum ungum höfundum en það var bannað árið 1965. Havel starfaði í leikhúsum á þessum árum, bæði sem tjaldamað- ur, sviðsmaður, ljósamaður, leik- húsritari og síðast sem dramatúrg. Fyrsta verk hans var frumflutt í leikhúsinu sem hann starfaði lengst í, Leikhúsinu við grindverkið. Verk- ið hét Garðveisla og var frumsýnt 1963. Síðar á sjöunda áratugnum tók Havel að vekja athygli fyrir gagnrýni á ritskoðun og stjórnunar- aðferðir kommúnista í heimalandi sínu. Havel var formaður Klúbbs opna sýningar í Nýhstasafninu, Vatnsstíg 3b, á laugardag kl. 16. Þýski listhópurinn Kunstcoop sýnir í Setustofu safnsins. Ólöf Nordal sýnir gifsskúlptúra i neðri sölum safnsins og á efri hæð málverk unnin úr sandi. Ólöf stundaði framhaldsnám í Banda- ríkjunum við Cranbrook listaaka- demíuna og síðar við Yale háskól- ann í New Haven. Hún hefur hald- óháðra rithöfunda en eftir að bund- inn var blóðugur endir á „vorið í Prag“ var sett bann á sýningar hans og alla útgáfu. Eftir það voru sum verka hans sýnd á laun í Tékkoslóvakíu. Havel hélt áfram að taka þátt í andófi gegn stjórnvöídum þrátt fyr- ir ýmsar hömlur sem málfrelsi hans voru settar. Hann var fremstur í flokki þegar mannréttindayfirlýs- ingin, „Charta 77“, var gefin út árið 1977 og brotum stjórnar Tékkóslóvakíu á mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og Hels- inkisáttmálanum var mótmælt. Fyr- ir þá sök var hann hnepptur í gæslu- varðhald í þrjá mánuði og síðan dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir „tilraun til að skaða álit lýð- veldisins meðal þjóða heims“. Hann skrifaði sviðsverk sem komu ein- ungis út á Vesturlöndum og voru sett þar á svið. Árið 1979 var hann handtekinn enn á ný ásamt öðrum baráttu: mönnum fyrir mannréttindum. í október var hann ákærður fyrir „stofnun ólöglegs félagsskapar og sífelld samskipti við landflótta Tékka erlendis“. Dómsorð hljóðaði upp á fangelsi í fjögur og hálft ár en árið 1983 var honum sleppt úr haldi eftir mótmæli fjölda alþjóða- samtaka og rithöfunda enda var hann fársjúkur. Hann var settur á almennt sjúkrahús og skömmu síðar féll dómurinn úr gildi af heilsufars- ástæðum. En í janúar árið 1989 er Havel handtekinn aftur eftir að hafa ætlað að taka þátt í minningarathöfn á ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Gunnar Karls- son sýnir málverk á efstu hæðinni unnin á þessu ári. Gunnar stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann á að baki nokkrar einkasýn- ingar ásamt samsýningum. Kunstcoop setja upp internetverk Váchlavstorginu í Prag um Jan Palach sem hafði brennt sig til bana í mótmælaskyni réttum tuttugu árum áður. Og enn þarf hann að afplána fangelsisvist, í þetta sinn í fjóra mánuði. Síðar á árinu er gerð bylting í landinu, sem kennd hefur verið við „flauel", og verður sam- hliða miklum breytingum í allri Austur-Evrópu. Eftir hana er Havel gerður að forseta Tékkóslóvakíu 29. desember. Hann er svo endurkjör- inn forseti Tékklands eftir aðskilnað gömlu Tékkóslóvakíu í tvö lýðveldi. Á árunum frá því hann losnar í Setustofunni og er yfirskrfit þess „ARTWARPEACE sculpture plan“ Verk þeirra er einnig aðgengilegt, gegnum netið á heimasíðunni: http://www.foebud.org/kco- opawp/1 island/isla.htm. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 6. október. úr fangelsi árið 1983 þar til hann er aftur hnepptur í varðhald árið 1989 skrifar Havel tvö leikverk. Annað þeirra, Endurbyggingin, var frumflutt í september árið 1986 í Zurich. Þjóðleikhús íslendinga frumsýndi síðan verkið 16. febrúar árið 1990, aðeins hálfum mánuði eftir að Havel varð forseti. Þrátt fyrir það þáði hann boð Þjóðleik- hússins um að koma og sjá sýning- una enda hafði hann þá ekki séð eigið verk á sviði í ein tuttugu ár. Brynja Benediktsdóttir var leik- stjóri verksins: „Það gerðist bara á æfingatímabilinu að Havel breyttist úr andófsmanni í forseta. Það var stórkostlegt að fá hann hingað á þessum tímamótum og sjá viðbrögð hans við sýningunni okkar sem var sú fyrsta sem hann sá á sínu verki í svo langan tíma.“ Hitt verkið sem hann skrifaði á þessu fimm ára tímaskeiði var Largo desolato sem frumsýnt verð- ur á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, einnig í leikstjórn Brynju. Verkið var frumflutt í Vínarborg sama ár og Havel skrifaði það, 1985. Nafn verksins er komið úr síðasta þætti hljómsveitarverks Ai- bans Berg, Lyrische suite, og gæti þýtt „Hægfara tortíming". Nafnið hæfir verkinu vel því það fjallar öðrum þræði um mann sem smátt og smátt verður að engu, sem bug- ast hægt og hægt undan utanað- komandi þrýstingi og kröfuhörku, undan ábyrgðinni sem lögð er á herðar hans af umhverfinu. Verkið er þó ekki hægt að kalla harmleik því Ilavel segir hryggilega örlaga- Ólöf o g Gunnar sýna í Ný- listasafninu ÓLÖF Nordal og Gunnar Karlsson EITT af verkum Gunnars á efstu hæðinni. sögu aðalpersónunnar á afar skop- legan hátt þar sem aðferðum abs- úrdismans er beitt af þekkingu og hófsemi. Meðvituð uppgjöf Brynja Benediktsdóttir segir þetta verk afar margslungið og vandmeð- farið. „Mitt hlutverk hefur aðallega verið fólgið í því að halda ýmsu til haga sem að vísu liggur í augum uppi en auðvelt er samt að láta sér yfirsjást vegna hins sérstaka bak- grunns og einstaka veruleika höf- undarins þegar hann skrifaði verkið. En höfundur vill síst af öllu að litið sé á verkið sem sagnfræði um hann og baráttu hans við fáránleika ein- ræðisstjórnar Tékkóslóvakíu. Áhorf- endur okkar hér á íslandi verða að fínna að verkið og persónur þess kallist á við þeirra eigin veruleika. Þetta er galdurinn sem ég verð að glíma við sem leikstjóri." Aðalpersónan heitir Leopold og er heimspekingur og forystumaður andófsmanna í landi þar sem stjórn- völd kúga og ráðskast með mann- eskjurnar. Litið er á Leopold sem bjargvætt þessarar þjóðar, hann hefur talað og skrifað leynt og ljóst á móti ríkjandi stjórnarfari en nú er farið að krefjast þess að hann Iáti ekki standa við orðin tóm, held- ur geri eitthvað. Allir virðast vilja kasta ábyrgðinni á hann en sjálfur vill hann ekki gangast við henni — og veit í raun ekki hvernig eða hvers vegna hann ætti að geta það. Þegar tveir verkamenn koma til hans og egna hann til aðgerða seg- ir hann að sér sé ekki Ijóst til hvers sé ætlast af sér. Þetta veiklyndi Leopolds fer í taugarnar á eigin- konu hans og vinum; þau segja að hann megi ekki láta hugfallast og ávíta hann fyrir að vera orðið hálf- gert linkumenni. Og hann tekur að trúa því að svo sé: „Ég get bara ekki varist þeirri þrúgandi tilhugs- un, að eitthvað í mér sé upp á síð- kastið farið að gefa sig“. En um leið er þetta undankomuleið, með- vituð uppgjöf. „Já, og hann er jafnvel svolítið fáfengilegur í þessari kreppu sinni“, segir Brynja. „Hégómleiki hans endurspeglast til dæmis oftlega í samskiþtum hans við hitt kynið. Það er styrkur verksins að það er enginn maður í því einfaldur; 'það er engin annað hvort góður eða vondur. Leopold er í senn hugrakk- ur og huglaus, bæði hetja og and- hetja. Kringumstæðurnar sem koma upp vegna þessa eru grát- broslegar; áhorfandinn sér báðar hliðarnar í senn, sér í gegnum per- sónuna, skilur misskilninginn sem hún annars veldur — og vill stund- um valda." Kíkt inn um skráargatið „Það má einmitt segja að verkið Ijalli um manninn á bak við hina opinberu mynd hans“, heldur Þor- steinn Gunnarsson, sem leikur Leo- pold, áfram, „það er til einhver opinber mynd af Leopold því hann er þekktur, skrifar bækur og er fulltrúi einhvers málstaðar. Og fólk ætlast til þess að hann standi undir þessari opinberu ímynd sinni. En það er hann ekki fær um að gera og við fáum þá mynd af honum líka, við fáum að kíkja inn um skráargat- ið hjá honum, sjá hina hliðina á honum. Líkt og Havel sagði sjálfur er þetta verk eins konar skýrsla um mann sem gerðar eru miklar kröfur til, um nútímamann í kröfuhörðum heimi. Við sjáum hvernig Leopold bregst við þessum kröfum og vænt- anlega munu margir finna sjálfan sig í honurn." Iæikritið er í sjö atriðum og er þýtt af Baldri Sigurðssyni og Olgu Maríu Franzdóttur, með aðstoð Brynju Benediktsdóttur. Leikendur ásamt Þorsteini Gunnarssyni eru Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Theodór Júlíusson, Ari Matthías- son, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Ellert A. Ingimundarson, Árni Pét- ur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmars- son, María Ellingsen, Jón S. Þórðar- son og Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsingu annast Ögmundur Þór Jó- hannesson. Leikmynd og búninga hannar Helga I. Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.