Morgunblaðið - 07.12.1996, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VAXANDIVIÐ-
SKIPTIVIÐ RÚSSA
*
ISLENZK fyrirtæki eru i vaxandi mæli tekin að nýta
sér þá miklu möguleika, sem skapazt hafa í verzlun
og viðskiptum við Rússland. Enn sem komið er eru þau
langmest á sviði sjávarútvegs, en þó eiga íslendingar þar
hlut í lyfjaiðnaði og gosdrykkjaframleiðslu. Þá hafa íslend-
ingar fengið talsverð verkefni í byggingariðnaði og öðrum
verklegum framkvæmdum. Viðskiptafulltrúi Útflutnings-
ráðs í Moskvu, María Ingvadóttir, segir, að í deiglunni
séu ýmiss konar viðskipti við Rússa, einkum með fisk,
ullarvörur og fleiri iðnaðarvörur, jafnvel lambakjöt.
Síldarútvegsnefnd keypti fyrr á árinu helmingshlut í
fisksölufyrirtækinu Viking Group í Pétursborg, sem opn-
aði í gær nýja söluskrifstofu í borginni og mun opna stóra
frysti- og kæligeymslu um næstu áramót. Fyrirtækið hef-
ur verið stærsti kaupandi íslenzkrar saltsíldar á rússnesk-
um markaði, auk þess sem það hefur selt þar frysta loðnu.
Islenzkar sjávarafurðir hf. reka umfangsmikla starfsemi
á Kamtsjatka í samvinnu við rússneskt útgerðarfyrirtæki
og viðskipti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eru veru-
leg. Þá hafa Marel og Hampiðjan náð umtalsverðum ár-
angri í sölu á framleiðsluvörum sinum til rússneskra sjáv-
arútvegsfy ri rtækj a.
Viðskiptin við Rússa eru gagnkvæm, því þeir hafa selt
hingað talsvert magn af fiski til vinnslu og allar líkur eru
á, að þau viðskipti geti vaxið stórlega í framtíðinni.
Smugudeilan hefur varpað nokkrum skugga á sjávarút-
vegssamstarf þjóðanna, en vonandi leysist, deilan með
vorinu, því mikið er í húfi. Má þar nefna aðgang ís-
lenzkra skipa að veiðum í Barentshafi og skynsamlega
nýtingu norsk-íslenzku síldarinnar. Lausn Smugudeilunn-
ar mun væntanlega gera Islendingum kleift að bjóða í
þau 15% af þorskkvóta Rússa í Barentshafi, sem þeir
hyggjast setja á uppboð í því skyni að afla fjár til að efla
fiskiðnað sinn.
Margvísleg vandamál eru samfara viðskiptum við Rússa,
því tíma tekur að byggja upp markaðskerfi þeirra og reisa
þjóðfélagið úr rústunum, sem kommúnisminn skildi eftir
sig. Hins vegar eru óþijótandi möguleikar í framtíðarvið-
skiptum við Rússland, sem íslendingar eiga ekki að láta
fram hjá sér fara.
EINKAVÆÐINGAR-
ÁTAK ER TÍMABÆRT
VERZLUNARRÁÐ íslands hefur að undanförnu fært
rök að því að kominn sé tími til að gera Víðtækt átak
í því að.einkavæða ríkisfyrirtæki. Ráðið bendir réttilega
á að þótt bæði síðasta ríkisstjórn pg sú, sem nú situr,
hafi haft einkavæðingu á stefnuskrá sinni, hafi hún geng-
ið hægt og engin af stærri ríkisfyrirtækjum verið seld.
Þá hafi nær ekkert verið einkavætt á þessu kjörtímabili,
að frátalinni sölu hlutabréfa í Jarðborunum hf. fyrir um
200 milljónir króna fyrr á þessu ári.
Ástæða er til að taka undir tillögur Verzlunarráðs í
þessu efni. Reynslan af einkavæðingu, jafnt erlendis sem
og þeirri takmörkuðu sölu ríkisfyrirtækja sem átt hefur
sér stað hér á landi, sýnir að hún stuðlar að betri rekstri
fyrirtækja, aukinni samkeppni, valddreifingu, eflingu
hlutabréfamarkaðar og batnandi hag neytenda, skatt-
greiðenda og starfsmanna fyrirtækjanna, eins og rakið er
í skýrslu Verzlunarráðs.
Ráðið hefur bent á að með því að nota söluhagnað af
einkavæðingu til að greiða niður skuldir ríkisins megi
lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um 2,6 milljarða króna á
ári. Hér skal tekið undir það sjónarmið að hagnaðurinn
verði fremur notaður til að greiða niður skuldir en til
þess að auka umsvif ríkisins á öðrum sviðum. Slíkt er
ekki sízt skynsamlegt ef horft er til þeirrar hættu á of-
þenslu í efnahagslífinu, sem margir hafa varað við að
geti átt sér stað á næstu árum.
Ríkisstjórnin ætti nú að hraða því að hrinda áformum
sínum um einkavæðingu í framkvæmd. Það er ekki seinna
vænna, ætli hún að geta sýnt árangurinn áður en til
næstu kosninga kemur.
Sameign þj o
sett að ve<
„Nytjastofnar á íslands-
miðum eru sameign ís-
lensku þjóðarinnar,“
segir í 1. grein laga um
stjórn fiskveiða. Síðar í
sömu grein segir, að út-
hlutun veiðiheimilda
samkvæmt lögunum
myndi ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt for-
ræði einstakra aðila yfír
veiðiheimildum. Ragn-
hildur Sverrisdóttir
segir að til þessara
ákvæða hafi oft verið
vitnað og ekki síst þegar
þingið hefur fjallað um
frumvarp til laga um
samningsveð.
FRUMVARP um samnings-
veð hefur skotið upp koll-
inum af og til á þingi og
nú er það enn til meðferð-
ar. í þeirri útgáfu, sem þingflokkar
stjórnarflokkanna hafa skoðað und-
anfarið, er gert ráð fyrir að veð-
setja megi aflaheimild skips með
skipinu, en tekið skýrt fram að afla-
heimildina megi aldrei veðsetja eina
sér. Andstæðingar hugmynda um
veðsetningu af þessu tagi hafa
gjarnan bent á 1. grein laga um
stjórnun fiskveiða Og segja að ekki
sé hægt að heimjja útgerðarmönn-
um að veðsetja eigur 'annarra, í
þessu tilviki þjóðarinnar allrar.
Lánastofnanir þinglýstu
kvöðum
Með lögum um stjórn fiskveiða,
sem tóku gildi árið 1991, var fram-
sal aflaheimilda heimilað að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Áður
mátti ekki færa aflaheimildir varan-
lega frá skipi nema viðkomandi
skip væri tekið út af skipaskrá.
Afskráningin var háð því að ekki
hvíldu veðbönd á skipinu. Eftir að
lögunum var breytt skapaðist sú
. hætta að aflakvóti væri seldur án
þess að veðhafi skipsins fengi neitt
urh það að segja, en með sölu afla-
heimilda rýrnar verðmæti skips yf-
irleitt verulega og þar með þess
veðs sem á því hvílir.
Lánastofnanir brugðust við þess-
um breytingum með því að krefja
lántakendur um skriflega yfirlýs-
ingu um að þeir muni ekki fram-
selja kvótann á meðan veðsamning-
ur er í gildi. Slíkum samningum var
þinglýst á skip og sjávarútvegs-
ráðuneytinu tilkynnt það sérstak-
lega. Lánastofnanir hafa hins vegar
talið að þetta veitti ekki nægilegt
réttaröryggi, því kaupanda kvóta
sé ekki skylt að kynna sér þinglýs-
ingabók. Lántakandi geti því í raun
selt kvótann, án þess að bankinn
fái rönd við reist, auk þess sem
sjávarútvegsráðuneytið stöðvi ekki
lengur sölu á kvóta nema veðsetn-
ing skips hafi átt sér stað fyrir gildi-
stöku laga um stjórn fiskveiða.
Þetta þýði að bankar séu tregari
en ella til að lána sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
Ákvæði ýmist inni eða úti
Eins og áður sagði hefur frum-
varp til laga um samningsveð skot-
ið upp kollinum áður, í fyrsta sinn
í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks. í frumvarpinu er
kveðið á um ýmis lagaleg skilyrði
og reglur veðsetningar og mun
löngu tímabært að setja heildstæða
löggjöf um þetta efni, enda er stofn
íslenskrar veðsetningarlöggjafar
frá 1887, auk þess sem veðsetn-
ingarheimildir er að fínna í hinum
og þessum sérlögum. Fáir mæla
þessu í móti, en deilt hefur verið
harkalega ,um ákvæði sem tengjast
veðsetningu skipa og aflaheimilda
sem á þeim hvfla.
Fyrsta frumvarpið, sem lagt var
fram í desember 1994, sá ekki til
sólar, enda var Alþýðuflokkurinn
því mótfallinn og sagði að með
umræddu ákvæði um veðsetningu
aflaheimilda væri stjórn-
völdum gert erfiðara um
vik að breyta fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Ef
veðsetning kvóta yrði
lögfest mætti túlka það
svo að ef ríkið breytti eða afnæmi
kvótakerfið ættu þeir skaðabóta-
kröfu, sem hefðu tekið veð í skipi
og kvóta.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra svaraði gagnrýni Alþýðu-
flokksins með því að benda á, að
aflaheimildir væru þegar veðsettar,
enda væri það forsenda þorra lána-
viðskipta við útgerðirnir í landinu
og um leið það öryggi, sem inni-
stæðueigendur hefðu, enda væru
ekki margir fúsir að leggja sparifé
sitt í banka ef bankastjórum væri
óheimilt að taka veð i aflaheimild-
um. Veð í skipi væri ekki mikils
virði ef enginn væri kvótinn.
Haustið 1995 lagði dómsmála-
ráðherra frumvarpið fram á nýjan
leik. Það var þá samþykkt í þing-
flokki sjálfstæðismanna, en þing-
flokkur Framsóknarflokksins hafn-
aði að leggja það fram að óbreyttu.
Harðasta andstaðan við ákvæði
frumvarpsins um veðsetningu
aflakvóta kom frá þingmönnum
Framsóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, sem tóku upp röksemdir
þær, sem Alþýðuflokkurinn hafði
haft uppi í stjórnarsamstarfinu.
Deilt um horfið ákvæði
í byrjun þessa árs var frumvarp-
ið enn til umræðu, en vegna and-
stöðu Framsóknarflokks hafði
ákvæði um veðsetningu aflaheim-
ilda verið fellt út. Umræður á þingi
snerust þó að miklu leyti um ákvæð-
ið sem hvarf, en ekki þau sem eft-
ir sátu. Dómsmálaráðherra ítrekaði
að veðsetning kvóta viðgengist í
raun og með því að fella ákvæðið
út félli jafnframt niður lögbundin
vernd lánastofnana og réttur út-
gerðarmanna til að framselja kvóta
yrði rýmri. Sem sagt,
veðsetning yrði áfram við
lýði, en bankar gætu ekki
tryggt sig eins vel og
ákvæðið hefði gert ráð
fyrir. Frumvarpið fæli því
í sér óbreytt ástand, sem dóms-
málaráðherra sagði raunar að hefði
hingað til ekki valdið óróleika á
lánamarkaði. I greinargerð með
nýja frumvarpinu var fjallað um
brotthvarf ákvæðisins og þar vísað
sérstaklega til þess, að lánastofnan-
ir gætu tryggt hagsmuni sína að
nokkru með sérstöku samkomulagi
við útgerðir.
Við umræðurnar urðu hártoganir
um hvort ætlunin hefði verið að
heimila veðsetningar veiðiheimilda
einna og sér. Dómsmálaráðherra
Veð treystir
kvótakerfið í
sessi