Morgunblaðið - 07.12.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 37
jh
AFLAHEIMILDIR
sagði slíkt aldrei hafa staðið til,
enda væru aflaheimidir bundnar við
skip. Sighvatur Björgvinsson, nú-
verandi formaður Alþýðuflokks,
sagði að engum manni hefði dottið
í hug að veðsetja mætti kvótann
einan og ítrekaði að andstaða Al-
þýðuflokks, Framsóknarflokks og
senniiega Alþýðubandalags væri
vegna þess, að veðsetningarákvæði
hindraði breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu síðar. Steingrím-
ur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi,
tók undir þetta og sagði að fátt
myndi treysta eins óbreytt kvóta-
kerfi í sessi og lagabreyting af
þessu tagi.
Við umræðurnar komu sömu
sjónarmið fram hjá Hjálmari Árna-
syni, Framsóknarflokki, og Kristni
H. Gunnarssyni, Alþýðubandalagi.
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna-
lista, sagði að fyrst þegar sátt
væri um að 1. grein fiskveiðistjórn-
unarlaganna væri virt, til dæmis
með veiðileyfagjaldi, yrði hægt að
ná fram viðunandi lausn fyrir fjár-
málastofnanir á veðsetningu í sjáv-
arútvegi.
í brýnu sló milli stjórnarþing-
manna vegna málsins, þegar Krist-
ján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis-
fiokksins, sagði að sjálfstæðisþing-
menn hefðu ekki áttað sig á því
fyrir áramótin að með því að þing-
flokkurinn afgreiddi málið með fyr-
irvara, í trausti þess að samkomu-
lag væri innan ríkisstjórnarinnar,
hefðu ráðherrar Framsóknarflokks-
ins gefið sínum þingmönnum tæki-
færi til að hafna einstökum atriðum
í frumvarpinu, eins og þeir væru
frelsararnir í málinu. Guðni Ágústs-
son, Framsóknarflokki, sagði að sér
hefði orðið ómótt undir ræðu Krist-
jáns, sem réðist að þingmönnum
Framsóknarflokks fyrir að fjalla
lýðræðislega um málið.
Á meðan Alþingi karpaði um
málið þing eftir þing var það til
umfjöilunar á öðrum vettvangi og
sýndist sitt hveijum. Snemma árs
1995 birti Ríkisendurskoðun álit
sitt um að greiða ætti erfðafjár-
skatt af kvóta og var sú niðurstaða
í samræmi við úrskurð skiptaráð-
anda. Í álitinu styður Ríkisendur-
skoðun mál sitt með því að vísa til
laga um stjórn fiskveiða, þar sem
segir að þjóðin eigi nytjastofna á
íslandsmiðum og að úthlutun veiði-
heimilda myndi ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum.
Deilt um kvóta
sem fylgifé skips
Ríkisendurskoðun segir að á hinn
bóginn sé í lögunum að finna
ákvæði um veitingu veiðileyfa.
Veiðiheimildum sé úthlutað til ein-
stakra skipa og hveiju skipi úthlut-
að tiltekinni hlutdeild í leyfum
heildarafla tegundarinnar. Afla-
hlutdeild skuli úthlutað til nýs skips
sama eiganda við eigendaskipti
nema aðilar geri með sér skriflegt
samkomulag um annað. Með vísan
til laganna verði ekki hjá því kom-
ist að telja aflaheimildir sem venju-
legt fylgifé skips. Fiskveiðikvóti
hafi umtalsvert fjárhagslegt gildi
fyrir rétthafa hans og þar með sé
skylt að nota hann sem stofn til
álagningar erfðafjárskatts.
Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun
hafi ekki verið að fjalla um veðsetn-
ingu kvóta, heldur erfðafjárskatt,
þá skarast þetta tvennt mjög, enda
lýtur hvort tveggja að eignarhaldi,
eða a.m.k. óumdeildum yfirráðum.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi
dóm í febrúar sl., sem gengur þvert
á álit Ríkisendurskoðunar, því þar
segir að aflahlutdeild skips teljist
ekki til eignarréttinda og geti af
þeirri ástæðu ekki verið fylgifé með
skipi eða veðandlag ásamt skipinu.
í málinu var einmitt fjallað um veð
í kvóta. Fyrirtæki lánaði útgerð fé
og var gerður samningur þar sem
útgerðin lýsti því yfir að henni
væri óheimilt að framselja kvótann
að fullu eða hluta án samþykkis
lánardrottins. Hins vegar kom þessi
kvöð ekki fram á þinglýsingarvott-
orði. Útgerðin seldi kvótann og
þremur mánuðum síðar var skipið
selt á nauðungaruppboði og fékk
lánardrottinn þá ekkert upp í kröfu
sína.
Veð gengur skemmra en
framsal
Fyrir dómi kom fram af hálfu
lánardrottins að heimilt væri að
framselja aflaheimild og þess vegna
væri eðlilegt að líta svo á að hana
mætti einnig veðsetja, enda gengi
slíkt skemmra en framsal. Tekin
var upp sú röksemd skiptaráðanda
og Ríkisendurskoðunar að afla-
heimild væri almennt fylgifé með
skipi og við mat á veðhæfi væru
varanlegar aflaheimildir ávallt
teknar með í reikninginn, enda
meginuppistaðan í verðmæti skips.
Útgerðin, sem keypti kvótann,
hélt því hins vegar fram að ekki
væri heimilt að veðsetja aflaheimild
og vísaði þar til þess, að lagafrum-
varp sem miðaði að slíkri veðsetn-
ingu hefði ekki náð fram að ganga.
Dómarinn vísaði til 1. greinar
fiskveiðistjórnunarlaga og dró þá
ályktun að aflaheimild gæti ekki
verið fylgifé með skipi eða veðand-
lag ásamt því og ákvæði um að
veðréttur næði til veiðiheimilda
hefði verið felldur út úr frumvarpi
til laga um samningsveð. Bráða-
birgðaákvæði með lögum um stjórn
fiskveiða hafi kveðið á um að sam-
þykki veðhafa þyrfti fyrir framsali
aflaheimilda, en veðhafar, sem hafi
öðlast veðrétt í skipi eftir gildistöku
laganna, hafi þurft að tryggja sig
með öðrum hætti.
Fræðimenn á öðru máli
Dómurinn byggði því fyrst og
fremst á 1. grein laga um stjórn
fiskveiða. Forsendur hans, að afla-
hlutdeild skips teljist ekki til eignar-
réttinda og að ekki sé heimilt að
veðsetja veiðiheimildir, stangast á
við skrif löglærðra sem birt voru í
tímaritinu Úlfljóti haustið 1995, þar
sem rauði þráðurinn var að fyrir-
vararnir í 1. grein laganna um fisk-
veiðistjórn væru merkingarlausir
eða að skýra bæri þá þröngt. Vís-
uðu fræðimennirnir m.a. til þess,
að fiskveiðiréttur nyti að öllum lík-
indum verndar 72. greinar stjórnar-
skrárinnar um eignarrétt. Þorgeir
Örlygsson, prófessor í eigna- og
veðrétti, sagði í grein sinni að ekki
væri hægt að túlka fiskveiðistjórn-
unarlög þannig að veðsetning afla-
heimilda væri óheimil. Þar sem veð-
setning gengi skemmra en framsal
væri eðlilegt að hún væri heimil.
Virðist hvert rekast á annars
horn, álit Ríkisendurskoðunar,
dómur undirréttar, skoðun fræði-
manna og umræður á Alþingi. Því
miður var dómi héraðsdóms ekki
áfrýjað til Hæstaréttar, svo þar
verða ekki lagðar neinar línur. Það
hlýtur líka að mega krefjast þess
að löggjafinn taki af skarið í svo
mikilvægu máli, en láti ekki dóm-
stóla um að rýna í merkingu þess
að ákvæði var fellt út í meðförum
þingsins á frumvarpi, sem ekki
náði samþykki! Slík lögskýringar-
gögn kunna ekki góðri lukku að
stýra.
Nú er framkvæmd laganna með
þeim hætti, að kvóti gengur kaup-
um og sölum, lagður er erfðafjár-
skattur á kvóta í samræmi við úr-
skurð skiptaráðanda og Ríkisendur-
skoðunar og lánastofnanir þinglýsa
kvöðum vegna veðsetningar kvóta.
Allt virðist þetta stangast á við 1.
grein laganna. Þessu gera andstæð-
ingar veðsetningarákvæðis sér
grein fyrir, en telja að slíkt ákvæði
yrði kornið sem fyllti mælinn.
Kvótinn fylgi
veðsetta skipinu
Ákvæðið í þeim frumvarpsdrög-
um, sem þingflokkar stjórnarflokk-
anna hafa haft til umfjöllunar und-
anfarið, kveður á um, að réttindi
til nýtingar í atvinnurekstri, sem
skráð eru opinberri skráningu á til-
tekin fjárverðmæti (veðandlag) og
stjórnvöld úthluta lögum sam-
kvæmt, er eigi heimilt að veðsetja
ein sér og sjálfstætt. Hafi fjárverð-
mæti það sem réttindin eru skráð
á verið veðsett er eigi heimilt að
skilja réttindin frá fjárverðmætinu
nema með þinglýstu samþykki
þeirra sem veðréttindi eiga í við-
komandi fjárverðmæti.
Ákvæðið er skýrt svo í greinar-
gerð að átt sé við þau tilvik þegar
veðsett séu fjárverðmæti, til dæmis
jarðir og skip, sem á séu skráð rétt-
indi til nýtingar í atvinnurekstri og
stjórnvöld úthluti lögum samkvæmt
og haldi skrár um. Sem dæmi um
slík réttindi megi nefna aflahlut-
deild, sem úthlutað sé á skip sam-
kvæmt lögum um stjórn fiskveiða
og greiðslumark sem úthlutað sé á
lögbýli.
Af reglunni leiði að óheimilt sé
að veðsetja réttindi sem um ræði
ein sér og sjálfstætt, þótt aðila-
skipti geti orðið að þeim með öðrum
hætti samkvæmt ákvæðum laga og
reglugerða. Þau geti því ekki orðið
sjálfstætt andlag veðréttar. Þá
komi fram sú meginregla, að hafi
slíkt fjárverðmæti, til dæmis veiði-
skip eða lögbýli, verið veðsett sé
óheimilt á gildistíma veðsetningar-
innar að skilja hin úthlut-
uðu réttindi frá viðkom-
andi fjárverðmæti.
í þessu ákvæði er
skýrt kveðið á um, að
kvótinn einan og sér er
aldrei hægt að veðsetja, en eftir sem
áður stendur ákvæðið í mörgum.
Þeir túlka það enn sem viðurkenn-
ingu á eignarrétti útgerða á afla-
heimildum.
Jafnaðarmenn, Alþýðubanda-
lag og Kvennalisti á móti
Þingflokkur jafnaðarmanna er
einhuga í _ afstöðu sinni gegn
ákvæðinu. Ágúst Einarsson sagði
að frumvarpsdrögin liefðu ekki enn
komið fyrir augu þingflokksins, en
það væri alveg skýrt að þingmenn
samþykktu engin ákvæði sem heim-
iluðu veðsetningu kvóta og brytu
þar með gegn 1. greina laganna.
„Bankar verða að tryggja sig með
öðrum hætti, enda hafa þeir gert
það hingað til. Ég sé ekki þörfina
á setningu ákvæðis af þessu tagi,
enda virðist það eingöngu miða að
því að létta af bönkum vinnu vegna
lánveitinga. Slíkar ástæður megna
ekki að fá þingflokk jafnaðarmanna
til að láta af þeirri grundvallarsann-
færingu sinni, að ekki megi hrófla
við eignar- og yfirráðarétti þjóðar-
innar á miðunum. Menn veðsetja
ekki það sem þeir eiga ekki.“
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, sagði ekk-
ert hafa breyst í afstöðu þingflokks-
ins sem væri mótfallinn ákvæðinu.
„Þingmenn Alþýðubandalagsins
eru á móti veðsetningu á kvóta.
Það má vera að hún viðgangist að
einhveiju leyti, en við teljum ekki
eðlilegt að nokkur geti veðsett eig-
ur annarra. Þegar af þeirri ástæðu
er fráleitt að heimila veðsetningu,
sem að auki yrði til að festa enn í
sessi eignamyndun útgerðarinnar.“
Samstaða ríkir einnig gegn
ákvæðinu innan þingflokks
Kvennalistans. „Við erum alfarið á
móti nokkurri tilvísun til kvóta í
lögum um samningsveð, því með
því væru styrktar eignarréttarhug-
myndir útgerðarinnar. Þar breytir
engu, þótt gert sé ráð fyrir að kvót-
inn verði ekki aðskilinn frá skipi
við veðsetningu," sagði Guðný Guð-
björnsdóttir, þingkona Kvennalista.
„Þá er ljóst, að mjög erfitt verður
um vik að breyta fiskveiðistjórnun-
arkerfinu, ef veðsetning aflaheim-
ilda verður leyfð.“
Guðný sagði að hún væri mjög
undrandi á þeim þingmönnum
Framsóknarflokksins, sem hefðu
áður lýst sig algjörlega andvíga
hugmyndum um veð í kvóta, en
teldu nú hægt að sætta sig við'
ákvæðið. „Kvennalistinn tekur ekki
í mál að samþykkja þetta ákvæði.
Nú ríkir mikil réttaróvissa varðandi
aflaheimildir og þetta ákvæði
stefnir markvisst í þá átt að stað-
festa eignarhald útvegsmanna á
kvótanum. Hann er sameign
þjóðarinnar og á að vera það
áfram.“
Andstaða framsóknar-
manna hverfur
Framsóknarmennirnir, sem
Guðný vísar til, eru meðal annarra
þeir Magnús Stefánsson og Gunn-
laugur M. Sigmundsson. „Ég hef
verið mjög andvígur veðsetningu,
en nú hefur orðið breyting á ákvæð-
inu frá fyrri frumvörpum, sem er
mjög til bóta,“ sagði Magnús Stef-
ánsson. „Kveðið er á um að óheim-
ilt sé að veðsetja kvótann, en jafn-
framt að sé fiskiskip veðsett megi
ekki framselja kvótann af því.“
Gunniaugur M. Sigmundsson
kvaðst vera sáttur við núverandi
ákvæði, sem setti málið í allt annað
ljós en verið hefði. „Ég er sáttur
við þá niðurstöðu, að ekki verði
heimilt að veðsetja kvótann einan
og sér. Nú er í raun heimilað að
veðsetja leyfi til að nýta kvóta, sem
þjóðfélaginu hefur þóknast að af-
henda viðkomandi veiðileyfishafa.
Það er svo hægt að afturkalla hve-
nær sem er. Með þessu móti er
frumvarpið í lagi.“
Þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hefur
rætt málið á þingflokks-
fundum í vikunni og búist
er við að það verði af-
greitt á fundi í byijun næstu viku.
Haft hefur verið eftir Halldóri Ás-
grímssyni, formanni flokksins, að
finna þurfi einhveija þá leið, sem
skapi réttarvissu í málinu, áii þess
að það brengli á nokkurn hátt eign-
arhaldið á fiskistofnunum. Svo virð-
ist sem flokksmenn telji þá leið
fundna.
Sjálfstæðisinenn ekki
á eitt sáttir
Innan þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins settu þingmennirnir Guð-
jón Guðmundsson, Guðmundur
Hallvarðsson og Kristján Pálsson
fyrirvara við afgreiðslu málsins.
„Ég tel þetta ákvæði andstætt lög-
um um stjórn fiskveiða, þar sem
skýrt er kveðið á um að nytjastofn-
ar á íslandsmiðum séu sameign
þjóðarinnar,“ sagði Kristján Páls-
son. „Þar fyrir utan gerir slíkt fyrir-
komulag mun erfiðara um vik að
breyta kvótakerfinu, komi til þess,
því þá hlýtur að þurfa að borga upp
þessar veðskuldir. Ég vona að þeg-
ar málið kemur til kasta þingsins
verði þessu breytt. Lánastofnunum
hefur ekki þótt hagur sinn tryggður
nægjanlega, en veðsetning byggir
alltaf á heiðursmannasamkomu-
lagi. Lánardrottnar verða að treysta
því að lántakandi rýri ekki veðand-
lagið og það er lánardrottnanna að
meta hveijir eru traustsins verðir.
Það er ekki eðlilegt að veðsetja
þjóðareign til að tryggja lánastofn-
anir.“
Guðmundur Hallvarðsson hefur
lagt fram frumvarp á þingi, ásamt
Guðjóni Guðmundssyni, þar sem
gert er ráð fyrir að framsal á afla-
heimildum verði bannað. Náist ekki
að veiða upp í heimildir verði þeim
skilað og síðan úthlutað til annarra
skipa gegn umsýslugjaldi. „Ákvæð-
ið um veðsetningu kvóta gengur
þvert á markmiðið með frumvarpi
okkar. Annars er frumvarpið um'-
samningsveð ekki komið fram í
þinginu og því vil ég ekki tjá mig
frekar um það á þessu stigi máls.“
Fyrst og fremst hagur
lánastofnana
Hagur lánastofnana ræður þeirri
áherslu, sem lögð er á að ákvæði
um veðsetningu aflaheimilda verði
í lögum um samningsveð. Að sjálf-
sögðu skiptir það banka og þar með
sparifjáreigendur miklu að veð séu
trygg. Ef banki lánar útgerð 80
milljónir og láninu er þinglýst á
skip, sem hægt væri að selja á 100
milljónir með aflaheimild, er ljóst
að hagur bankans er gulltryggður.
Selji útgerðin hins vegar kvótann
hefur bankinn ekki að neinu að
ganga nema illseljanlegum kláfi.
í umsögn Seðlabanka íslands um
frumvarpið sl. vor kemur fram, að
teljist aflaheimildir ekki hæft veð-
andlag ásamt fiskiskipi séu yfirlýs-
ingar banka, sem takmarka fram-
sal aflaheimilda, haldlitlar og í raun
fremur drengskaparloforð en skuld-
binding með réttarfarsáhrif. Þannig
kunni óyggjandi heimild til veðsetn-
ingar aflaheimilda að vera nauðsyn--..
leg_ forsenda lánafyrirgreiðslu.
Áhyggjur bankamanna eru skilj-
anlegar, en erfitt er hins vegar að
sjá rökin fyrir því að bankinn fái
veð í aflaheimild, sem útgerðin á
ekkert í. Vissulega hefur henni ver-
ið úthlutað heimild til að veiða
ákveðinn afla, en „nytjastofnar á
íslandsmiðum eru sameign íslensku
þjóðarinnar“ eins og skýrt er kveð-
ið á um í lögum. Á hveijum degi
vega bankar og meta hvort lántak-
endur séu traustsins verðir. Auðvit-
að leynist misjafn sauður í mörgu
fé. Dómsmálaráðherra sagði hins
vegar sjálfur að hingað til hefði
skortur á veðheimild ekki valdið
óróleika á lánamarkaði. Og Birgir
ísleifur Gunnarsson seðlabanka-
stjóri sagði, eftir að héraðsdómur
úrskurðaði að kvóti gæti ekki talist
fylgifé skips eða veðandlag, að
bankarnir hefðu gert ráð fyrir slíkri
niðurstöðu. Dómurinn hefði því ekki
valdið neinni kollsteypu og hann
rýrði ekki stórkostlega þau veð, sem
bankarnir hefðu hjá sjávarútvegin-
um. Þeir hefðu reynt að tryggja sig
með yfirlýsingum um að lánin væru
uppsegjanleg ef afli væri fluttur á
milli skipa, en óþægileg óvissa ríkti
þar sem menn vissu ekki fyllilega
hvaða gildi slíkar yfirlýsingar hefðu
ef á reyndi.
Málið snýst því um hvort ákvæði
1. greinar laga um stjórn fiskveiða
vegur þyngra en óþægileg óvissa
bankanna. Það snýst um hvort ís-
lenska þjóðin veitir útgerðum leyfi
til að veðsetja þjóðareignina.
Heimild til
veðsetningar
forsenda láns