Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
INGIMAR í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Kópavoginum í gærkvöldi. Frá vinstri: Helga
Zoega kona hans, Ingimar og börn þeirra, Guðmundur Sveinbjörn, Halldóra og Ólafur Þór.
Síðasta flugferð Ingimars K. Sveinbjörnssonar
MIKIÐ var um dýrðir á Kefla-
víkurflugvelli og í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í gær þegar
Boeing 757 þota Flugleiða kom
til landsins frá Lundúnum, en
við stjórnvölinn sat Ingimar
K. Sveinbjörnsson flugstjóri í
síðasta flugi sínu sem atvinnu-
flugmaður.
Móttökuathöfnin hófst í
raun í Lundúnum, þar sem
stöðvarstjóri Flugleiða á
Heathrow kom um borð og
færði Ingimar gjöf, auk þess
sem flugfreyjurnar buðu upp
á smurt brauð og meðlæti. Við
heimkomuna óku siyóruðn-
ingstæki á undan vélinni,
slökkviliðsbílum var raðað
upp í heiðursvörð við enda
flugbrautar og þegar vélin
kom að var sprautað vatni úr
dælum bifreiðanna, en Ingi-
mar starfaði lengi sem
slökkviliðsmaður á Keflavik-
urflugvelli.
Hrærður og orðlaus
Þegar farþegar höfðu geng-
ið frá borði vélarinnar kom
forstjóri Flugleiða, Sigurður
Helgason, og sótti Ingimar og
Mikið um
dýrðir á
Keflavík-
urflugvelli
fylgdi honum inn landganginn.
Þar tók kór flugmanna á móti
honum og söng fyrir Ingimar.
Hann kveðst hrærður yfir
þessum móttökum og í raun
orðlaus.
„Þetta tilstand kom mér í
opna skjöldu og mér finnst ég
varla eiga þetta skilið," segir
Ingimar.
Hann hóf að starfa sem at-
vinnuflugmaður hjá Flugfélagi
íslands árið 1954 og á því að
baki fjörutíu og tveggja ára
starfsaldur í háloftunum, hjá
sama vinnuveitanda ef svo má
segja. Nú um jólin verður hann
63 ára gamall, en samkvæmt
þeim reglum sem gilda mega
flugmenn ekki fljúga lengur í
atvinnuskyni hérlendis. Hann
kveðst ekki hafa gert neinar
sérstakar ráðstafanir á þessum
tímamótum og enga ákvörðun
tekið um hvort hann haldi
áfram að fljúga, kaupi hlut í
flugvél, eða fái að „taka í“ stýr-
ið á vélum vina og kunningja.
„Ég á mörg áhugamál þann-
ig að nóg er að gera, er til
dæmis með búskap á jörðinni
Króksfjarðarnesi í Breiðafirði,
sauðarækt og æðarvarp, og
hef mikinn tónlistaráhuga.
Flugið kallar hins vegar ör-
ugglega, ekki síst þar sem ég
mun sakna samstarfsfólksins,"
segir Ingimar.
Gríðarlegar breytingar
Hann segir þær breytingar
sem orðið hafa á fluginu síð-
ustu áratugi ólýsanlegar.
„Þegar ég var að byija var
flugið vart búið að slíta barns-
skónum og vélamar frumstæð-
ar um margt, en nú eru stöðug-
ar tæknibreytingar í gangi,
þannig að menn eiga fullt í
fangi með að fylgjast með,“
segir Ingimar.
Dómur sjálfstæðum atvinnurekanda í vil
Lífeyríspamað-
ur frádráttarbær
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að
framlag sjálfstætt starfandi at-
vinnurekenda til lífeyrissjóðs af
eigin vinnu, vegna þess hluta sem
almennt greiðist af vinnuveitanda,
teljist til rekstrarkostnaðar. Því
megi draga það frá atvinnurekstr-
artekjum áður en skattstofn er
ákveðinn. Dómurinn staðfestir
fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur.
Verkfræðingur, sem rekur eigin
stofu, höfðaði málið gegn íslenska
ríkinu. Honum er skylt að greiða
iðgjöld í Lífeyrissjóð Verkfræð-
ingafélags íslands vegna eigin
vinnu. Þá ber honum einnig að
halda eftir af launum starfsfólks
síns 4% iðgjaldshluta þess og
standa viðkomandi lífeyrissjóði skil
á honum ásamt 6% mótframlagi
sínu.
Meginregla að gjöld
dragist frá tekjum
í dómi Hæstaréttar segir að það
sé meginregla í skattarétti að öll
gjöld, sem fara í að afla tekna,
tryggja þær og halda þeim við, 1
komi til frádráttar frá tekjum af |
atvinnurekstri eða sjálfstæðri j
starfsemi. „Allar undantekningar
frá þeirri reglu verða að vera skýr-
ar og ótvíræðar," segir Hæstiréttur
og að í lögum um tekju- og eignar-
skatt sé að þessu leyti enginn
munur gerður á fyrirtækjum eftir
rekstrarformi þeirra. „Þá ber að
hafa í huga að stefnda var skylt
að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð af j
tekjum sínum og teljast slík
skylduframlög atvinnurekenda til '
rekstrarkostnaðar. Er fallist á þá j
niðurstöðu héraðsdóms að atvinnu-
rekandaframlag stefnda í eigin líf-
eyrissjóð falii undir rekstrarkostn-
að sem heimilt sé að gjaldfæra,"
segir í dóminum.
Hæstaréttardómararnir Harald-
ur Henrysson, Guðrún Erlends-
dóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn
Bragason og Pétur Kr. Hafstein j
kváðu upp dóminn. Hjörtur skilaði j
sératkvæði, þar sem hann komst ,
að sömu niðurstöðu, en leiddi rök *
að henni á nokkuð annan veg.
Hvatt til bænastunda í kirkjum
landsins á sunnudagskvöld
Beðið fyrir þeim
sem kvíða jólunum
BISKUP íslands og þjóðmála-
nefnd þjóðkirkjunnar hafa beint
þeim tilmælum til presta um
allt land að þeir hafi stuttar
bænastundir í kirkjum sínum
næstkomandi sunnudag, þar
sem beðið verði fyrir þeim sem
kvíða jólunum.
„Við prestar verðum þess
mjög varir í starfi okkar að jólin
spenna upp miklar vonir, sem
geta af ýmsum ástæðum ekki
allar uppfyllst. Fólk opinberar
oft við okkur miklar áhyggjur
og kvíða fyrir jólunum og okkur
langar til að þetta fólk finni að
til þess sé sérstaklega hugsað,"
segir séra Jakob Ágúst Hjálm-
arsson, formaður þjóðmála-
nefndar Þjóðkirkjunnar.
Meðal þeirra sem eiga erfítt
um jólaleytið nefnir séra Jakob
til dæmis þá sem misst hafa
ástvini, eiga við veikindi eða
vímuefnavanda að stríða. „Við
hugsum líka til þeirra sem ótt-
ast þessa breytingu dagskrár-
innar sem jólin færa með sér.
Þjónustumiðstöðvar aldraðra
eru lokaðar, skólamir fara í frí
og það er ekki öllum fagnaðar-
efni. Sum böm upplifa skilnað
foreldra sinna aldrei sárar en
einmitt um jólin og þau em jafn-
vel sett í þann vanda að verða
sjálf að velja á milli þeirra,“
segir Jakob ennfremur.
Hann segir hugmyndina um
bænastundir hafa mælst afar
vel fyrir meðal presta og gerir
ráð fyrir að flestir þeirra gangi
til kirkju rétt fyrir kvöldmat á
sunnudag ásamt þeim sem með
þeim vilja safnast og biðja fyrir
meðbræðrum sínum. „Þetta á
að vera hvatning til allra hinna
sem eitthvað betra eiga að muna
eftir fólkinu í kringum sig.“
I
\
I
Endurskoðendur um viðskipti Hafnarfjarðarbæjar og Miðbæjar Hafnarfjarðar
Bæjarsjóður hefur lagt
423 milljónir í bygginguna
ENDURSKOÐUNARDEILD
Hafnarfjarðarbæjar hefur skilað
skýrslu um viðskipti bæjarins og
Miðbæjar Hafnarfjarðar, sem
reisti stórhýsið á Fjarðargötu
13-15, en fyrirtækið er nú gjald-
þrota. Endurskoðendur bæjarins
komast að þeirri niðurstöðu að
kostnaður skattgreiðenda í Hafn-
arfirði vegna byggingarinnar sé
orðinn rúmlega 423 milljónir
króna. Af þessari upphæð geti
35 milljónir þó fengizt endur-
greiddar.
Skýrslan er unnin að beiðni
bæjarráðs, í framhaldi af tillögu
bæjarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins á bæjarstjórnarfundi i septem-
ber. Endurskoðunardeildinni bár-
ust einnig fyrirspurnir frá bæjar-
fulltrúunum 5. október síðastlið-
inn. Þar er meðal annars spurt:
„Hver eru heildarframlög og
kostnaður bæjarsjóðs vegna
kaupa á eignarhlutum, yfirtöku,
niðurfellingu gjalda, endurbóta
og fullnaðarfrágangs, rekstrar-
og sérfræðikostnaðar varðandi
svonefnt Miðbæjarhús?"
Svar endurskoðendanna er að
kostnaðurinn nemi alls
423.212.104 krónum. Frá því
dragist hins vegar áætlaður hlut-
deildarkostnaður annarra eig;enda
hússins og endurgreiddur virðis-
aukaskattur. Hins vegar liggi
ekki fyrir samningur milli aðila
um skiptingu kostnaðar og bæjar-
sjóður hafi enn ekki gert tilkall í
endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Eigið fé 0,14% af
byggingarkostnaði
í skýrslunni koma fram margar
athugasemdir endurskoðendanna
við viðskipti bæjarsjóðs og Mið-
bæjar Hafnarfjarðar. M.a. segja
þeir að Ijóst sé að MH hafi aðeins
haft eina milljón króna í hlutafé,
en ráðizt í byggingu húss, sem
var rúmir 8.000 fermetrar. Gera
hafi mátt ráð fyrir að byggingar-
kostnaður yrði ekki undir
700-800 milljónum króna.
„Eigið fé upp á um 0,14% af
væntanlegum byggingarkostnaði
er í raun afar veikur grunnur til
að byggja á, enda fór svo að félag-
ið var [...] tekið til gjaldþrota-
skipta,“ segir í skýrslunni.
Skýrslan var lögð fram í bæjar-
ráði Hafnarfjarðar í gær. Bæjar-
ráð samþykkti tillögu Magnúsar
Jóns Árnasonar, bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins, um að í dag
yrði boðað til fundar með bæjar-
fulltrúum, endurskoðanda, skoð-
unarmönnum og bæjarlögmanni
til að skýra skýrsluna og gefa
bæjarfulltrúum tækifæri til að
spyija út í efni hennar.
Tíu milljónir
íútsendingu <
Good Morn- i
ing America,
GERT er ráð fyrir að ríkið greiði allt
að 10 milljónum kr. til þátttöku í
kostnaði vegna útsendingar frá ís-
landi í sjónvarpsþáttunum Good
Morning America, sem áformað er k
að gera og senda út frá öllum nor-
rænu ríkjanna. Þetta er ein þeirra i
breytinga, sem meirihluti tjárlaga- 1
nefhdar Álþingis hefur lagt til að
gerðar verði á flárlagafrumvarpinu
fyrir næsta ár. Það verður tekið til
þriðju umræðu í dag, föstudag.
Annar nýr liður, sem meirihlutinn
leggur til að bætt verði inn á fjárlög,
er að samið verði við íþróttasamband
íslánds um að ríkissjóður leysi til sín
eignarhluta sambandsins í Laugar- i
dalshöll, gegn niðurfellingu 40 millj-
kr. skuldar þess við Endurlán ríkis- I
sjóðs vegna láns sem veitt var til j
undirbúnings heimsmeistarakeppn-
innar í handknattleik vorið 1995. \