Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i- Samningaviðræður hafnar við gíslatökumenn í Lima Ástandið inn- andyra sagt „ótryggt“ Lima, Bonn, Varsjá, Tókýó. Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUR hófust í gær á milli skæruliða Tupac Am- aru-hreyfíngarinnar og stjórnvalda í Perú en þeir fyrmefndu halda allt að 484 mönnum í sendiráði Japana í Lima. Hóta skæruliðar að myrða gísla sína, verði 4-500 félagar þeirra, sem eru í fangelsi, ekki látn- ir lausir. Að sögn milligöngumanna skæruliða og stjórnvalda er geysi- lega þröngt inni í sendiráðinu, gísl- arnir hafa átt erfitt með svefn, auk þess sem skortir mat og nauðsyn- legar hreinlætisvörur. Fulltrúar Rauða kross Perú og fimm sendiherrar erlendra ríkja, sem skæruliðar létu lausa á mið- vikudag, bera boð á milli gíslatöku- manna og stjórnvalda. Héldu sendiherrarnir að nýju inn í sendi- ráðsbygginguna í gær og ræddu við skæruliðana í hálfa klukku- stund. Áður höfðu þeir átt tveggja stunda fund með menntamálaráð- herra Perú, Domingo Palermo Cabrejos, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Engar upp- iýsingar fengust um gang viðræðn- anna í gær. Alberto Fujimori, forseti Perú, hefur ekki tekið beinan þátt í við- ræðum við skæruliðana, þrátt fyrir kröfur þeirra þar að lútandi. Hvatti Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, Fujimori til þess að láta einskis ófreistað til að ná sam- komulagi um lausn gíslanna. Ótryggt ástand Að sögn fulltrúa Rauða krossins, sem fór inn í sendiráðið um hádegis- bil að ísl. tíma í gær, var allt með kyrrum kjörum innandyra. Hann sagði hins vegar brýna þörf á mat og hreinlætisvörum. Þá var haft eftir þýska sendiherranum, sem er einn milligöngumanna að skærulið- arnir væru átján talsins og að einn þeirra væri særður. Sagði sendi- herrann ástandið innandyra „ótryggt". Þrátt fyrir að skærulið- arnir héldu ró sinni, vissu þeir ná- kvælega hvað þeir vildu. Þá væru allir undir gífurlegu sálrænu álagi. Ekki hefur verið staðfest hversu ERLEIMT Reuter TVEIR menn sjást reglulega í glugga á fyrstu hæð sendiráðs Japana í Lima. Ekki er vitað hvort þeir eru gíslar eða skæruliðar. margir gíslar eru í haldi, í gær var fullyrt í símbréfi frá gíslunum að þeir væru 490, siðar voru sex menn látnir lausir. Sérfræðingar til Lima Umsátursástand er í nágrenni sendiráðsins. Skæruliðarnir kveðast hafa komið fyrir sprengjum við inn- ganga hússins, sem springi, reyni lögreglan inngöngu. í öruggri fjar- lægð frá sendiráðinu bíða blaða- menn, ættingjar þeirra sem inni eru og forvitinn almenningur í ofvæni en leyniskyttur lögreglunnar eru hvarvetna. Þá eru breskir sérfræðingar á leið til Perú, en bresk stjórnvöld vildu ekki gefa upp hvort um menn úr SAS-sérsveitunum væri að ræða. Árið 1980 réðust þeir inn í íranska sendiráðið í Lundúnum þar sem sex skæruliðar héldu 21 manni í gísl- ingu. Féllu fimm skæruliðar í árás- inni en þeir höfðu drepið tvo gísla. Skæruliðum Tupac Amaru barst á miðvikudag hvatning frá fyrrver- andi skæruliðaforingja í Kólumbíu, sem sagði öllu máli skipta að þeir héldu ró sinni. Maður þessi, Rosem- berg Pavon, fór fyrir skæruliða- hópnum M-19 sem hélt 57 manns í gíslingu í dómínikanska sendiráð- inu í Bogota í 61 dag árið 1980. Fidel Castro Kúbuleiðtoga tókst að koma á samningum á milli þeirra og stjórnvalda og komust skærulið- arnir undan til Kúbu. Yfirmaður vopna- i eftirlits hjá SÞ Segir Ir- aka enn hafa fjölda j flugskeyta 1 Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ROLF Ekeus, yfirmaður vopnaeftir- lits hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundi öryggisráðs SÞ_á miðviku- dag að hann teldi að írakar réðu enn yfir umtalsverðum fjölda flug- skeyta,_ sem væru nothæf. Einnig hefðu írakar nægan búnað til að skjóta þeim; eldsneyti, skotpalla og fleira. I Ekeus sagði við blaðamenn að það væri „fræðilegur möguleiki" að Irakar hefðu eyðilagt eldflaugarnar á laun, en þeir hefðu ekki sýnt eftir- litsmönnum brakið úr þeim. Samkvæmt ályktunum SÞ í kjöl- far Persaflóastríðsins mega írakar ekki hafa flugskeyti, sem draga lengra en 150 km, undir höndum. Ekeus var á eftirlitsferð í Bagdað 8. tii 11. desember. Hann hafði áður sagt að írakar hefðu ekki gert • grein fyrir sex til 16 flaugum, en nú virtist hann gefa í skyn að þær væru fleiri og fjöldinn væri umtals- verður. Hér er um að ræða SCUD eld- flaugar. Þær flaugar, sem vantar, draga minnst 300 km, að sögn Ekeus. Eitt skilyrðið fyrir því að viðskiptaþvingununum, sem örygg- isráð SÞ lagði á íraka, verði aflétt er að þeir geri grein fyrir öllum svokölluðum gereyðingarvopnum. ALV0RU SPOMVORUVERSLUN Ótrúlegt vöruúrval Golfsett Golffatnaður Golfkerrur Golfpokar Golf gjafavara 5 % staðgreiðslu- afsláttur I __ wmmmmJÍAA Dl/lr Unglingasett með poka kr. 14.900 Fullorðinssett 1/2m/pútterkr. 11.900 Verslunin Filippus drottnmgarmaður gagnrýndur fyrir ummæli London. Rcuter. FILIPPUS prins af Bretlandi, eigin- maður Elísabetar Bretadrottningar, var gagnrýndur harkalega í gær fyr- ir að deila á áætlanir bresku stjórnar- innar um að banna flestar gerðir skammbyssa. Sagði Flippus að félag- ar í skotfélögum væru ekki hættu- legri en gylfingar eða krikketleikar- ar. Hefur breska hirðin beðist afsök- unar á ummælum prinsins. Filippus, sem er vanur að tala tæpitungulaust, lýsti yfir samúð með foreldrum og ættingjum barnanna 16, sem byssumaður myrti í Dun- blane í Skotlandi í mars, en sagði að viðbrögð almennings og yfirvalda hefðu farið út fyrir skynsemismörk. „Ef krikketleikmaður ákvæði t.d skyndilega að fara inn í skóla og berja fjölda fólks til bana með krik- ketkylfu, sem hann gæti auðveldlega Líkti skammbyssum við krikketkylfur gert, ætti þá að banna krikketkylf- ur?“ spurði Filippus í viðtali við BBC. Verða að vera raunsæir Margir hafa gagnrýnt Filippus fyrir að bera saman skammbyssur og krikketkylfur og láta þessi um- mæli falla nokkrum dögum fyrir fyrstu jólin eftir að Thomas Hamilton framdi ódæðið í Dunblane. „Hve marga er hægt að myrða á þremur og hálfri mínútu með krik- ketkylfu? Þetta er ekki það sama og sjálfvirk byssa. Menn verða að vera raunsæir," sagði Beverley Birnie, sem á son, sem lifði árásina af. Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði að samlíking Filipp- usar hefði verið óskynsamleg. Aðrir úr röðum stjórnarandstæðinga tóku dýpra í árinni: „Eg örvænti um her- togann af Edinborg," sagði Tony Banks, þingmaður Verkamanna- flokksins. „Þessi maður er ónærgæt- inn, eigingjam og klunnalegur. Enn einu sinni hefur hann hætt sér á hálan ís. Það væri vel þegið ef þessi maður þegði um skeið.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem I hertoginn kemst í vandræði vegna ummæla sinna. Þegar hann heim- sótti Kína árið 1986 kvað hann Pek- ing vera „hræðilega" borg og sagði við breska námsmenn: „Ef þið verðið hérna mikið lengur verðið þið allir orðnir skáeygir." * T'. ö NJOTTU ÞESS AÐ SPIIA ÞROSKANDI SPIL VK> FJOLSKYLDUNA ÆVINTVRALAND: Gömlu ævirttýrin rrfjast upp þcgar þú f*rð um aevintýTalandid í icrt að fjársjóði. HALLARDRAUGURINN HÚGÓ: Húgó birtlst Tjóslifantfi" ogþácrbetraaðvaraág. SCOTLAND YARD: Hr. X hefur horfið í London og þítt verk er að firma hann. VEGAS Ekta fjárhættuspil anda Las Vegas og þvi er betra að hafa kvcikt áperuni. I I I I i I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.