Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sjávarútvegsráðherra-
fundur ESB hafinn
Sagður verða
„ein torfæra“
Brussel. Reuter.
Athuga-
semdir
ESBná
aðeins til
Evrópu
„EVRÓPU S AMBANDIÐ getur
borið fyrir sig reglugerð frá 1989
og beitt sér gegn sameiningu
erlendra fyrirtælga á þeim
grundvelli," sagði Guðlaugur
Stefánsson, sem starfar hjá Eft-
irlitsstofnun EFTA, í tilefni af
Reuters-frétt, sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær, um að ESB
gæti komið í veg fyrir samein-
ingu bandarísku stórfyrirtækj-
anna Boeings og McDonnell Dou-
glas.
Guðlaugur sagði, að umrædd
reglugerð um samruna fyrir-
tækja ætti við í fyrsta lagi ef
heildarvelta nýja, sameinaða fyr-
irtækisins á ESB-markaði væri
fimm miHjarðar ECU eða meiri,
415 milljarðar ísl. kr., og í öðru
lagi ef heildarvelta einstakra fyr-
irtækja í sameiningunni, tveggja
eða fleiri, væri 250 milljónir
ECU, tæplega 21 milljarður kr.
Að þessum skilyrðum uppfyllt-
um er litið á það hvort samein-
ingin leiði til þess, að fyrirtækið
nái markaðsráðandi stöðu eða
styrki hann enn frekar. Guðlaug-
ur sagði, að ESB hefði að sjálf-
sögðu ekki lögsögu yfír fyrir-
tækjum utan síns svæðis en
gæti þó í raun komið í veg fyrir
sameiningu þeirra ef þau ættu
mjög mikilla hagsmuna að gæta
á ESB-markaðinum. Það ætti
áreiðanlega við um Boeing.
ÁRLEGUR maraþonfundur sjávar-
útvegsráðherra aðildarríkja Evr-
ópusambandsins um kvótaúthlutun
næsta árs hófst í Bmssel í gær.
Sean Barrett, sjávarútvegsráð-
herra írlands, sem er nú í forsæti
ráðherraráðsins, hefur það hlutverk
að reyna að miðla málum milli fram-
kvæmdastjómar ESB, sem vill
skera niður kvóta
og vemda fisk-
stofna, og ráð-
herra aðildarríkj-
anna, sem margir
hverjir em undir
miklum þrýstingi
hagsmunaaðila í
sjávarútvegi að
beijast gegn
niðurskurðinum. „Sjávarútvegsráð-
herrafundurinn verður ein torfæra,"
sagði Barrett áður en fundurinn
hófst.
Deilt um endurúthlutun
kvóta í Eystrasalti
Að sögn embættismanna ESB
verður einn harðasti slagurinn að
öllum líkindum um kvóta í Eystra-
salti, en veiðiheimildum þar verður
endurúthlutað eftir að Svíþjóð og
Finnland gengu í ESB og tvíhliða
samningar þeirra um fiskveiðar við
Eystrasaltsríkin féllu úr gildi. Dan-
mörk, Þýzkaland og Finnland hafa
mótmælt tillögum framkvæmda-
stjórnarinnar um endurúthlutun
fyrir næsta ár.
Þá er búizt við deilum um sard-
ínukvóta við Spán og Portúgal, tún-
fískkvóta í Miðjarðarhafí og Atl-
antshafi og sverðfiskkvóta í Atl-
antshafi. Kvótatillögur fram-
kvæmdastjómarinnar um þessa
stofna eru byggðar á ráðgjöf Al-
þjóðahafrann-
sóknaráðsins.
Gervihnatta-
eftirlit
samþykkt?
Vonir standa
til að aðildar-
ríkjunum takist
loks að ná sam-
komulagi um gervihnattaeftirlit
með fískiskipum, sem á að draga
mjög úr misferli og ofveiði. Hins
vegar er talið ólíklegt að ríkjunum
takist að ná saman um nýja áætlun
til fjögurra ára um samdrátt í stærð
fískiskipaflotans.
Tony Baldry, sjávarútvegsráð-
herra Bretlands, ítrekaði enn einu
sinni í gær að Bretland myndi ekki
fallast á niðurskurð fiskiskipastóls-
ins fyrr en tekið hefði verið fyrir
„kvótahoppið" svokallaða, þ.e. kaup
útlendinga á brezkum fískiskipum,
sem leggja afla sinn upp í öðrum
ríkjum ESB.
EVROPA^.
ÁÞREIFANLEGT YFIRBURÐA VERÐ!
1997 ATV 28" SJÓNVÖRPIN KOMIN Á FRÁBÆRU VERÐI
28" ATV Á AÐEINS KR. 59.900*
*SUPER PLANAR BLACK LINE MYNDLAMPI
*ÍSLENSKT TEXTAVARP
*GÓÐIR HÁTALARAR AÐ FRAMAN
*STEREO HEYRNARTÓLATENGI
*FULLKOMIN GÓÐ FJÁRSTÝRING
*ALLAR AÐGERÐIR Á SKJÁ
*NICAM STEREO MAGNARI
*SJÁLFVIRK STÖÐVALEITUN
*S-VHS INNGANGUR
*2 EURO SCART TENGI
KOMIÐ OG TRYGGIÐ YKKUR ÞETTA FRÁBÆRA TÆKI FYRIR JÓLIN.
♦STAÐGREIÐSLUVERÐ ——
RADÍÓBÆR
VÍSA/EURO
RAÐGREIÐSLUR
ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133
SCHENGEN-SAMNINGURINN
□
□
E3
□
Aðildarriki Schengen
Hafa skrifað undir Schi
en taka ekki enn fullan
Hafa gert samstarfs-
samning við Schengen
ESB-riki utan
Schengen
Norðurlönd und-
irrita samninga
við Schengen
AÐILDARSAMNINGAR Dan-
merkur, Svíþjóðar og Finnlands
og samstarfssamningar íslands og
Noregs við ríki Schengen-sam-
komulagsins voru undirritaðir við
athöfn í Lúxemborg í gær. Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
undirritaði samstarfssamninginn
fyrir íslands hönd.
„Þetta er stór stund í sögu
Schengen," sagði Marc Fischbach,
dómsmálaráðherra Lúxemborgar,
sem fer með formennsku í Scheng-
en-ráðinu. „Schengen-svæðið mun
nú teygja sig allt frá austurianda-
mærum Finnlands, vestur í Atl-
antshaf og suður að Miðjarðar-
hafi.“
Þorsteinn Pálsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að undirrit-
unin markaði þáttaskil. „Það eru
nokkur tímamót þegar þessi tvö
svæði, Norðurlöndin og Schengen,
sem hafa tryggt fijálsa för fólks
án vegabréfa, eru sameinuð. Ég
tel einnig að þetta samstarf eigi
eftir að gagnast okkur mjög vel í
lögreglusamvinnu. Það er enginn
vafi á að alþjóðleg glæpastarfsemi
kallar á samvinnu af þessu tagi.
Við getum ekki staðið utangátta
í því samstarfi. Sá hluti þessa sam-
komulags mun verða okkur því
þýðingarmeiri, sem tímar líða
fram,“ sagði Þorsteinn.
Hugað að kaupum á nýrri
móðurtölvu
Nú hefst staðfestingarferli
samninganna. Meðal annars verða
yfirburða
hljómtæki
BflDÍÓBÆR
ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133
þeir lagðir fyrir þjóðþing viðkom-
andi ríkja. Áætlað er að aðildar-
og samstarfssamningar norrænu
ríkjanna taki gildi á árinu 1998.
Framkvæmd ákvæða þeirra mun
hins vegar frestast til 1999 eða
2000 vegna vandkvæða á að færa
Schengen-upplýsingakerfið út til
hinna nýju aðildarríkja.
Ráðherrar Schengen-ríkjanna
samþykktu í gær að láta hefja
athugun á kaupum á nýrri móður-
tölvu fyrir upplýsingakerfið. I
kerfíð eru skráðar upplýsingar um
hættulega eða eftirlýsta einstakl-
inga, fólk sem hefur horfið og
eftirlýsta hluti. Kerfið er talið
nauðsynlegur þáttur í að efla
löggæzlu og eftirlit á ytri landa-
mærum Schengen-svæðisins, jafn-
framt því sem vegabréfaeftirlit á
innri landamærum aðildarríkjanna
er afnumið.
Þorsteinn segir að Norðurlöndin
muni tengjast nýju móðurtölvunni
og það muni taka talsverðan tíma
að prófa kerfið áður en hægt verði
að taka það í notkun og samn-
ingurinn komi til framkvæmda.
„Menn gera sér enn vonir um að
það geti orðið einhvern tímann á
árinu 1999, en þó er ekki ólíklegt
að það dragist fram yfír það,“
segir hann.
Ítalía færist nær fullri þátttöku
Þrettán af fimmtán aðildarríkj-
um Evrópusambandsins eiga nú
aðild að Schengen. Ákvæði samn-
ingsins um samræmt eftirlit á ytri
landamærum og afnám eftirlits á
innri landamærum hafa tekið gildi
gagnvart Frakklandi, Þýzkalandi,
Benelux-ríkjunum, Spáni og Port-
úgal. Austurríki, Italía, Grikkland
og norrænu aðildarríkin hafa
skrifað undir en taka enn ekki
fullan þátt í samstarfinu. Noregur
og ísland eru einu ríkin utan ESB,
sem hafa fengið aðgang að sam-
starfinu.
Ítalía steig á miðvikudag mikil-
vægt skref í átt til fullrar þátttöku
í Schengen með samþykkt laga
um vernd persónuupplýsinga.
Strangar reglur gilda um aðgang
að þeim upplýsingum, sem skráðar
eru í Schengen-upplýsingakerfið.