Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Veggmynd eftir Sverri Haraldsson listmálara komin í leitirnar „Merkilegur endurfundur“ MÁLVERK sem Sverrir Haraldsson listmálari málaði á vegg verslunarhúsnæðisins á Vestur- götu 17 í Reykjavík árið 1955 blasir nú við gestum og gangandi á ný en klætt var yfir verkið þegar klæðskeraverslunin Andersen og Lauth lagði upp laupana árið 1978. Forsaga málsins er sú að Bragi Kristjóns- son, sem hefur undanfarin ár rekið fornbóka- búð í húsnæðinu, fór fyrir nokkrum mánuð- um að fá fyrirspurnir um málverk sem Sverr- ir átti að hafa málað að ósk forsvarsmanna Andersen og Lauth, Sveins Valfells og Helga Eyjólfssonar, um miðjan sjötta áratuginn. Kom Bragi af fjöllum en fór að grennslast fyrir um málið og komst þá að raun um að málverkið hefði vissulega verið til — hins vegar hefði verið málað yfir það þegar nýir eigendur tóku við húsnæðinu af Andersen og Lauth árið 1978. Þótti fornbókasalanum þetta súrt í broti en hugsaði ekki meira um málið þar til Ein- ar nokkur Eggertsson, fyrrverandi verslun- arsljóri hjá Andersen og Lauth, kom að máli við hann á dögunum og fullyrti að ekki hefði verið málað yfir verkið, heldur klætt. „Ég fékk því smið til að kanna málið og þá kom myndin í ljós, nánast óskemmd," segir Bragi sem hefur rýmt til í kringum verkið sem fær nú að njóta sín á ný. „Þessi fundur er i senn óvæntur og skemmtilegur, ekki síst fyrir þær sakir að okkur Sverri var ágætlega til vina. Ég á meðal annars ýmsar góðar myndir eftir hann, þar á meðal eina af þeim fyrstu sem hann málaði, 13 ára gamall, árið 1943.“ Ýmiss konar starfsemi var i húsnæðinu á Vesturgötu 17 frá því Andersen og Lauth hætti, þar til Bragi flutti sína starfsemi þang- að, meðal annars listgallerí, sem Guðni Þórð- VEGGURINN áður en Bragi hóf leitina að myndinni. arson rak. Verður það, að áliti Braga, að teljast kaldhæðnislegt að hann hafi ekki haft veður af mynd Sverris. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir að hér sé tvímælalaust um talsvert „merkileg- an endurfund" að ræða. „Það þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þessa mynd enda er þetta ein af örfáum veggmyndum sem til eru frá sjötta áratugnum, þegar þónokkrar slíkar myndir voru gerðar, meðal annars af Sverri, Herði Ágústssyni og Valtý Péturs- syni. Það hefur hins vegar verið málað yfir þær flestar,“ segir Aðalsteinn sem hyggur að myndin á Vesturgötunni sé eina vegg- mynd Sverris sem hafi varðveist. Segir Iistfræðingurinn myndina jafnframt vera í glettilega góðu ástandi, miðað við það að Sverrir hafi málað hana á útvegg, að því Morgunblaðið/Golli VEGGMYND Sverris Haraldssonar í öllu sínu veldi. er virðist með Hörpusilki. Árið 1955 var Sverrir Haraldsson einungis 25 ára gamall og lítt þekktur í listheiminum, þótt hann hefði vakið athygli á fáeinum sýn- ingum, að því er fram kemur í máli Braga. Að sögn Aðalsteins voru fínlega málaðar afstraktmyndir, í svipuðum stíl og myndin á Vesturgötunni, aðalsmerki listmálarans á þessum árum en seint á sjötta áratugnum sneri hann sér að fágaðri afstraktmyndum með sérstakri spraututækni. Síðar sneri Sverrir baki við afstraktlist og tók að mála landslagsmyndir með súrrealísku ívafi. Hann lést árið 1985. Jólatón- leikar Sam- kórs Vest- mannaeyja JÓLATÓNLEIKAR Samkórs Vestmannaeyja og kórs Ham- arsskóla verða i kvöld, föstu- dag, í Safnaðarheimilinu í Eyjum kl. 20.30. íslensk og erlend jólalög og sálmar verða uppistaðan í dag- skránni og kennir þar ýmissa grasa. Jólalög við ljóð Sigurgeirs Jónssonar Bára Grímsdóttir, stjórn- andi Samkórsins, hefur m.a. útsett þijú jólalaganna sem Samkórinn flytur. Þá verða flutt tvö jólalög við ljóð Eyja- mannsins Sigurgeirs Jóns- sonar og eitt jólalag eftir Báru. Þetta er þriðja starfsár Samkórs Vestmannaeyja og eru félagar um 30. Bára Grímsdóttir er einig stjórnandi Kórs Hamars- skóla. Mozart leik- inn í Ar- bæjarkirkju KAMMERHÓPURINN Camerarctica efnir til tónleika í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 21.00. Éru tónleikarnir liður í aðventutónleikaröð hópsins, Við kertaljós, en á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Jólaóratóría Bachs í fyrsta sinn á Akureyri Jólaóratóría Bachs verður flutt í fyrsta sinn á Akureyri á morgun. Jón Hlöðver ----------------------------- Askelsson fjallar hér um verkið og segir að flutningurinn muni nú sem hingað til bera vott um metnað, vilja og áræði þeirra sem að honum standa. I ggg rs Pl' ® -rmL ri jÍJi llf iff, *ÆSr 1 L 4- ' m PBj r~;J TÓNLISTARFÓLKIÐ sem stendur að flutningnum á æfingu. Morgunblaðið/Kristján HVAR í heiminum verður fæðingu frelsarans fagnað með nýju tón- verki fyrir kór, hljómsveit og ein- söngvara, sem sérstaklega hefur verið samið fyrir þessi jól til flutn- ings við guðsþjónustu á jóladegi? Sennilega óvíða og þaðan af síður að í undirbúningi sé flutningur á öðrum tveimur slíkum verkum frá sama höfundi annan og þriðja í jólum. Svo ekki sé nú talað um þtjú til viðbótar sem flutt verði á nýársdegi, fyrsta sunnudegi á nýju ári og á þrettándanum. Fyrir 262 árum átti slíkt stórvirki sér stað sem fyrr var lýst í Leipzig í Þýska- landi. Fyrsta kantatan af þeim 6 eftir Jóhann Sebastian Bach, sem í heild fengu heitið Jólaóratórían, var flutt í morgunskímu jóladags- ins árið 1734 í Nikulásarkirkju og endurtekin síðdegis í Tómasar- kirkjunni. Síðan fylgdu kantöt- urnar hver af annarri á þeim fimm dögum sem fyrr var getið. Dýrðar- lof til Drottins vors, er fæddist í jötu, eins og guðspjallamaðurinn Lúkas lýsti fæðingunni; þessari fæðingu allra fæðinga í augum kristinna manna. Fæðing guðs sem bjó með oss; stærsta yrkisefni trú- arskálda, ásamt þeirri sönnun eilífs lífs er birtist í pinu, krossfestingu og upprisu Krists. Bach gerir slíkar kröfur til söngvara og hljóðfæraleikara í Jólaóratóríunni að flutningur á verkinu mun nú sem hingað til bera vott um metnað, vilja og áræði þeirra sem að honum standa. Það eru vissulega tímamót fyrir tón- ieikagesti á Akureyri að þær þtjár kantötur úr Jólaóratóríunni, sem oftast eru fluttar í heild á einum tónleikum, verði fluttar í fyrsta skipti á tónleikum þar nk. laugar- dag, 21. des., af Kór Tónlistarskól- ans á Akureyri, hljómsveit og ein- söngvurum í Akureyrarkirkju und- ir stjóm Michaels Jóns Clarke. Gleðiboðskapur Jólaóratóríunnar er hreinn og slær strax á strengi fagnaðar, slær strax hinn sanna tón jólagleðinnar, „...Fagnið þér þjóðir! Já, fagnið og rómið friðarins konung af hjarta og sál...“ (úr fyrsta kórnum Jauchzet, frohlok- ket í þýðingu Þorsteins Valdimars- sonar). „Hríf oss í anda“ er ákall í sama þætti og þau hrif brjótast fram í tónlistinni eins og sólargeisl- ar úr skýjahulu, himinn og jörð mætast í einlægri gleði. Það dreg- ur síst úr gildi þessarar himnesku opnunar, að Bach hafði árinu áður heiðrað Maríu Jósefínu prinsessu á afmælisdegi hennar með samn- ingu þessa þáttar við texta sem hófst á orðunum „Hljómið þið pák- ur“. Miklu fremur staðfestir Bach með því sáttmála hins jarðneska og hins himneska sem boðað er og birtist í tónlesi sjötta atriðis verksins í sjálfu jólaguðspjallinu. Guðspjallamaðurinn, tenórsöngv- ari, fylgir orðrétt jólaguðspjallinu í sínu tónlesi, en syngur auk þess gulifallega aríu, nr.15 „Frohe Hirt- en, eilt ach“. Kórinn og ijórir einsöngvarar túlka nánar og leggja út orðið, ásamt því að tjá þá fagnaðar- stemmningu sem Bach færir okk- ur, sem hann kórónar í glæsilegum en innilegum leik hljómsveitarinn- ar. Kórinn bregður sér í hlutverk vitringa, engla og fjárhirða, en tekur einnig að sér að bergmála stemmningu safnaðarins í söng þekktra jóla- og aðventusálmala- ga, sem kirkjugestir fengu upphaf- lega einnig að taka þátt í að syngja. Bach birtir okkur og lýsir upp með tónlist sinni svið jólafrásagnar- innar, laðar fram kyrrláta fegurð fábrotins lífs hirðanna og gullinn ljóma himnahersinganna. Aheyr- endur berast með tónlistinni inn í atburði jólanæturinnar, og verða sjálfir fjárhirðar og englar í anda. Slíkt vald á tjáningu tónmálsins hafa þeir einir sem trúa og lifa atburðinn í hjarta sér og hafa því- líkt vald á tónmálinu að flutt geti áheyrendum frásögnina beint í æð. Bach hefur oft verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Þegar fólk hefur hrærst með og fundið hvernig frásögnin, borin uppi af tónlist, öðlast líf í þess eigin vit- und, þá verður nafngiftin auðskil- in. í upphafi annars hluta kunnger- ir hjarðljóðið (sinfonia) flutt af hljómsveitinni að nú beinist ljósið að hirðunum og að loknu því felmtri sem þeir voru slegnir hljóm- ar hvatningin: „Hirðar glaðir, hraðið förum, hlýðið boði af engils vörum“.. (þýð. Þ.V.), í aríu guð- spjallamannsins. í upphafi þriðja hlutans hefur kórinn raustina í hástemmdum lof- og dýrðarsöng: „Skapari! Sól allra sólnanna björtu! Söng þér til dýrðar vor fagnandi hjörtu“ (þýð. Þ.V.) Fögnuðurinn er þar inni og allt um kring. Fögnuður sem ekki er bundinn við stað né stund, ekki við Betlehem frekar en Akureyri, ekki við árið 1734 frekar en 1996. Fögnuður sem getur fylgt hveijum sem vill, jafnt á jólum sem öðrum tímum ársins. Höfundur er tónskáld á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.