Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 33 Með gleðiraust og helgum hljóm TONLIST llljómdiskar FRÁ LJÓSANNA HÁSAL Samkór Selfoss. Stjórnandi: Jón Kristinn Cortez. Orgel: Dr. Pavel Róbert Smid. Orgel Digraneskirkju er frá orgelverkstæðinu Blikastöðum í Mosfellsbæ, vígt 25. sept. 1994. Ein- söngur: Garðar Thór Cortes, Krist- jana Stefánsdóttir, María Mjöll Jóns- dóttir, Soffia Stefánsdóttir. Hljóðrit- að í Digraneskirkju í nóvember 1995. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Framleitt af Sonic, London. Utgefandi: Samkór Selfoss 1995, SS-CD02. ÞESSI ágæti hljómdiskur með sígildum og fallegum jólasálmum og lögum kom reyndar út um síð- ustu jól og missti þarafleiðandi af umsögn á jólamarkaði. Nú sýnast mér síðustu forvöð að hafa snör handtök og vekja athygli á honum, en hann barst mér í hendur átta dögum fyrir jól. I raun og veru þarf ekki að hafa mörg orð um hljómdiskinn, söngskráin er tileinkuð jólunum eins og komið hefur fram og söng- ur kórsins er góður, sömuleiðis einsöngvarar. Jón Kristinn Cortez hefur stjórnað kórnum síðan 1986. Verður ekki annað heyrt en hann Englakvartett frá Tjarnartröð TÓNLIST III j' ó m d i s k a r TJARNARKVARTETTINN Tjamarkvartettinn skipa: Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Krist- jana Amgrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór, Kristján Hjartar- son bassi. Stjómandi er Rósa Kristín Baldursdóttir. Upptökur fóm fram í Dalvíkurkirkju 5.-8. okt. 1995. Upptökur og eftirvinnsla: Hreinn Valdimarsson. Listrænn ráðunautur: Gerril Schuil. Útgefandi: Japis JAP9535-2 ÞESSI einstaki kvartett er nú mættur með jólalög, sem að vísu voru hljóðrituð fyrir ári. Kvartettinn hefur þann kost m.a. að hann batn- ar með árunum og reynslunni og var hann þó ágætur fyrir. Þessi hljómdiskur inniheldur falleg og „ekta“ jólalög úr ýmsum áttum, byijar á gullfallegu lagi Jóns Ás- geirssonar við texta Gunnars Dal (Á jólanótt) og endar á enskum jólalög- um. Við höfum hér íslensk þjóðlög og þjóðkvæði í raddsetningu Róberts A. Ottóssonar, Jóns Þórarinssonar og Jóns Hlöðvers Áskelssonar, hinar mestu gersemar, frönsk og pólsk jólalög, og hér er Nóttin var sú ágæt ein eftir þá höfðingjana Sigvalda Kaldalóns og séra Einar Sigurðsson frá Heydölum o.fl. Allt fallegt og vandað í flutningi. Frá rómantík til nútímans TONLIST Hljómdiskar CLARINET - PIANO - SOPRANO Rúnar Óskarsson (klarinett), Kees Schul (píanó), Suze van Grootel (sópran) Niels Wilhelm Gade: Fant- as;v Pieces op 43, Gerald Finzi: Five Bagatelles, Claude Debussy: Premi- ere Rhapsodie pour Clarinette, Igor Stravinsky: Three Pieces for Clari- net Solo, Witold Lutoslawski: Dance Preludes, Franz Schubert: Der Hirt auf den Felsen. Hljóðritun og fram- leiðsla: Reynir Thor Finnbogason, Jos Vemeulen. Hljóðritað í Bach- zaal, Amsterdam. ARSIS classics (northem light) 96011. RÚNAR Óskarsson klarinettu- leikari útskrifaðist úr kennara- og einleiksdeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1993. Framhalds- nám stundaði hann í Amsterdam, þar sem hann hóf nám hjá George Pieterson við Sweelinck Conservat- orium og útskrifaðist þaðan með einleikarapróf á þessu ári. Hann sótti jafnframt tíma hjá Walther Boeykens og bassaklarinetttíma hjá Harry Sparnaay. Hann hefur haldið tónleika víða í Evrópu og leikið með kammersveitum og hljómsveitum. Kees Schul er mjög virkur í kammermúsik og heldur reglulega tónleika, sem einleikari og undirleikari, starfar mikið með hljómsveitum Hollenska útvarpsins og er fastur píanóleikari NOB - salonensamble Capriccio. Að lok- um verður að minnast á söngkon- una Suze van Grootel - sem syng- ur í verki Schuberts, en ljóðasöng- ur og óratoríur eru mest á efnis- skrá hennar, en þar má einnig finna verk allt frá miðöldum til nútímans. Hún hefur starfað með píanóleikaranum Kees Schul síðar. 1988. Þetta eru allt mjög góðir tónlist- armenn, van Grootel er mjög fín söngkona og hef ég sjaldan heyrt Hirðinn á fjallinu (Schubert) betur fluttan en hér í túlkun hennar og Rúnars Óskarssonar, sem sannar eftirminnilega á þessum hljómdiski að hann er frábær klarinettuleikari. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar ólíka tima, allt frá róman- tík til Lutoslawskis. Rúnar virðist jafn vel að sér í tónlistinni, hvort sem hún er frá 19. öld eða þeirri tuttugustu. Það kom mér á óvart hvað Gade hljómar vel og sannfær- andi í dag, enda var hann nú merki- legasta tónskáld Dana á 19. öld- inni. Satt að segja fannst mér verk Stravinskys fyrir einleiksklarinettu áhugaverðast (mjög vel leikið) ásamt „dansprelodíum" Lut- oslawskis, en auðvitað er Debussy alltaf Debussy og Schubert Schu- bert. Oddur Björnsson SJÓNVARP UM GERVIHNÖTT VERTU l-INN EIGIN DAGSKRÁRSTJÓRI Einstakllngsbúnaður 1.2 mtr. diskur, DIGITAL Ready nemi, 0.7 dB. Fullkominn stereo móttakari m/fjarstýringu og truflanasíu fyrir veikar sendingar. Verð frá kr. 39.900,- stgr. Erum einnig með búnað fyrir raðhús og fjölbýlishús á góðu verði elnet Auðbrekka 16, 200 Kópavogur • Sími 554 - 2727 hafi unnið gott starf með honum. Jón hefur starfað við tónlistar- kennslu síðan hann lauk kennara- prófi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1973, m.a. verið kenn- ari við Söngskólann í Reykjavík frá stofnun. Pavel Róbert Smid leikur undir á orgel Digraneskirkju, sem er falleg íslensk smíð frá orgelverk- stæðinu Blikastöðum i Mosfellsbæ og ber opustöluna 11. Björgvin Tómasson, Karl Tómasson og Jó- hann Hallur Jónsson önnuðust smíðina, sá síðastnefndi sá um smíði orgelhússins. Orgelið hljóm- ar ágætlega svo langt sem það nær, en of lítið reynir á það í þess- um flutningi til að ræða um hljóm- gæði. Það er sumsé full ástæða til að vekja athygli á þessum hljómdiski sem inniheldur hið ágætasta jóla- prógram. Oddur Björnsson Ég verð enn og aftur að lýsa aðdáun minni á þessum kvartett, sem er ekki aðeins skipaður miklu hæfileikafólki á tónlistarsviðinu heldur hefur hann haft vit á því að leggja sig eftir vandaðri músik - og vandasamri. Hann hefur m.ö.o. sýnt listrænan metnað, sem varla verður sagt um flesta kvartetta áhugamanna gegnum tíðina og hann hefur haft vit á að leita ráða í listinni hjá hinum hæfasta manni, Gerrit Schuil. Ég vi! endurtaka að þetta er hið ánægjulegasta jólaprógram, bæði hvað snertir lagaval, smekklegt og indælt, og góðan og fallegan flutn- ing. Upptaka Hreins Valdimarssonar ágæt, einsog vænta má. Jólagjafir - jólagjafir Fyrir bútasaumskonuna höfum við töskur fyrir verkfærin, barmnælur, bækur, snið, efni, verkfæri og gjafabréf. Irrú QótfiÉur Suðurlandsbraut 20, sími. 553 3770. Ljósbrigdi Gjöf tilfagui'kera U&SNM Sasfeöfeii Iöhssoskv GulLfalleg lúttaverkabók lun qjöf Ájgrínu JónMonar LvttniáLara tiL úflenoka rík 'ufino. Bókina prýða urn 200 myndir af verkum Ájgrímo og eru fLeétar þeirra í lit. LISTASAFN ÍSLANDS- SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Fríkirkjuvegi 7 simi 562 1000 Bókin fte<)teinnu) íöllum LseLtu bókaverAumim Reykjavíkur Oddur Björnsson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica og Kringlunni Mikið og gott úrval af glæsilegum og vönduðum skóm frá Lloyd Tegund:Leroy Tegund:Toby LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN! Athugið að við höfum margar tegundir af breiðum Lloyd skóm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.