Morgunblaðið - 20.12.1996, Side 39

Morgunblaðið - 20.12.1996, Side 39
L MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór AUP- ÓLIN Norðmenn deila um leyniþjón- ustumál Þrjár norskar stofnanir fást við njósnir; leyni- þjónusta lögreglunnar (POT), leyniþjónusta hersins og öryggisþjónusta vamarmálaráðu- --------2---7------—---” neytisins. Agúst Asgeirsson segir frá hávær- um kröfum, sem fram hafa komið í Noregi um gagngera uppstokkun leyniþjónustunnar. Ostgaard leyni- Anne Holt dóms- Qvigstad þjónustusljóri málaráðherra saksóknari mörgum af minni verslunum. Ekki sé þó öll nótt úti enn þar sem aðal- salan fari yfirleitt fram tvo síðustu dagana fyrir jól. Meira auglýst í ár en áður Erla Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að undanfarið hafi komið um 35 þús- und manns daglega í Kringluna og búast megi við því að svipaður fjöldi eigi eftir að leggja leið sína í Kringl- una næstu daga. Til þess að geta sinnt öllum þessum fjölda hafi bíla- stæðum verið bætt við, í bílakjallara undir Borgarkringlu, hjá Húsi versl- unarinnar, við Verslunarskólann og Útvarpshúsið. Þaðan sér rúta um að flytja fólk til og frá Kringlunni. Erla segir að jólaverslunin hafi far- ið töluvert seinna af stað þetta árið heldur en í fyrra en útlit sé fyrir að innkaup í Kringlunni verði svipuð og þá. „Það var mikil aukning á milli áranna 1994-5 en heldur virð- ist hafa dregið úr þessari aukingu og virðist verslunin ætla að standa í stað þetta árið.“ Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaupa, er ánægður með jólavertíð- ina í ár. Salan hafi frekar verið upp á við en á móti komi að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið auglýst og fyrir þessi jól. Því megi búast _________ við því að útkoman verði svipuð og fyrri ár þrátt fyrir að salan hafi verið meiri núna. Aftur á móti sé ekki hægt að segja til _________ um það fyrr en eftir jól þegar endanlegar sölutöl- ur liggja fyrir. Þrátt fyrir að kaupmenn séu al- mennt ánægðir með verslunina und- anfarna daga þá er það auðheyrt hjá þeim að verslunarferðir til út- landa hafi áhrif á innlenda verslun og jafnframt virðist bilið vera að breikka hjá Islendingum hvað varð- ar kaupgetu og þó nokkur hópur fólks hafi mjög litla peninga milli handanna. Því séu keyptar jafn dýrar eða ódýrari gjafir af þorra fólks í ár. iglan rinning- • Lauga )inn LEYNIÞJÓNUSTA norsku lögregiunnar (POT), hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að njósna um Berge Furre, fyrrverandi frammámann í röðum nor- skra vinstrimanna. Málið þykir hið mesta hneyksli og yfirvöld fuilyrða, að lögreglan hafi ekki haft neina ástæðu til njósnanna. Hefur það kostað einn ráðherra starfið. Grete Faremo, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér vegna þess, og sömuleiðis Hans Olav Ostgaard, yfirmaður leyni- þjónustunnar. Faremo var dómsmála- ráðherra á þeim tíma, sem hneykslið nær aðallega til. Lét hún undan þrýst- ingi og ákvað að axla stjómarskrárlega ábyrgð á málinu með af- sögn sinni. Varð uppskátt um málið í síðustu viku en þá var skýrt frá því, að norska leyniþjónustan hefði farið í gegnum ieyni- skjöl Stasi, leynilögregl- unnar í Austur-Þýska- landi, í von um að fínna þar eitthvað um Furre. Hann situr í Lund-nefnd- inni, sem er að kynna sér njósnir leyniþjónustunnar um kommúnista á dögum kalda stríðsins, og hvort stofnunin hafi stundað ólöglegar njósnir. Jafn- framt átti hann sæti í fimm manna eftirlitsnefnd Stórþingsins með leyni- þjónustunni er hún hóf að njósna um hann. Faremo kveðst ekkert hafa vitað um eftirgrennslanina um Furre en Ostgaard hefur haldið öðru fram. Tilræði við Stórþingið? Hneykslismálið snýst fyrst og fremst um það, að leyniþjónustan njósnaði um fulltrúa í Lund-nefndinni. Hefur hún því verið vænd um að hafa gert tilraun til þess að grafa undan Stórþinginu með þvf að reyna að gera Lund-nefnd- ina tortryggilega með hjálp erlendra leyniþjónusta, en leyniþjónustan sneri sér 30. júní 1995 til þýskrar systur- stofnunar sinnar og bað um að fá í hendur upplýsingar um Furre, sem kynnu að finnast í skjalasafni Stasi. í lok nóvember fjórum mánuðum seinna sendi leyniþjónustan aðra beiðni til Þýskalands um upplýsingar um níu nafngreinda einstaklinga. Hið eina sem POT fann um Furre í Stasi-skjölunum var að hann hefði sótt fund kjarnorkuandstæðinga í Vestur-Berlín 1983. Þaðan hélt hann til Austur-Berlínar til fundar við aust- ur-þýska stjórnarandstöðuhópa, sem ekki höfðu fengið að senda fulltrúar til fundarins í Vestur-Berlín. Hitti hann ijölda fulltrúa þessara samtaka og skráði Stasi þá fundi nákvæmlega hjá sér. „Það vakti þó enga athygli hjá leyniþjónustunni okkar,“ sagði Furre um málið. Ekkert fannst í skjalasafninu um ferðir hans til Aust- ur-Þýskalands á sjötta áratugnum. Hinn 11. september í fýrra gerði Ostgaard leyniþjónustustjóri Berit Fosheim, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, grein fyrir athugununum á Stasi-skjölunum. Lík- legt þykir að hann hafi sagt henni frá því að verið væri að kanna for- tíð Furre. Þáverandi dómsmálaráðherra, Grete Faremo, fékk að eigin sögn, mánuði síðar munnlega skýrslu frá Fosheim um athuganir leyniþjónustunnar. Nú heldur hún því fram, að engir einstaklingar hafi verið nafngreindir í því sambandi. Nú í desember tók leyniþjónustu- nefnd Stórþingsins saman skýrslu um málið og gerði þungar athugasemdir við, hvernig leyniþjónustan hefði lagt sig í framkróka um að afla upplýsinga um Furre. Pólitísk viðbrögð létu ekki á sér standa þegar leynd var aflétt af skýrslunni í síðustu viku. Hans Olav Ostgaard, yfirmaður leyniþjónustunnar, sagðist lengi vel standa við þá ákvörðun að hafa njósn- að um Furre og vísaði á bug, að leyni- þjónustan hefði aðhafst eitthvað gagn- rýnivert. Á endanum lét hann þó und- an og baðst lausnar. Sama dag til- kynnti Lasse Qvigstad ríkissaksókn- ari, að rannsókninni á Stasi-skjölunum skyldi hætt. Staða Qvigstads er í upp- námi því það var hann sem gaf á sín- Grete Faremo úti í kuldanum. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 39 BERGE Furre, efstur á myndinni, fylgist með umræðum í Stórþing- inu um njósnahneykslið. um tíma leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka Stasi-skjölin. í erind- inu tók hann sérstaklega fram, að ekki væri hægt að undanskilja Furre í þeirri athugun. Ostgaard segist hafa fengið leyfi leyniþjónustunefndar þingsins fyrir því að skoða Stasi-skjölin. Því neitar Hans Stenberg-Nilsen, þáverandi formaður nefndarinnar, og ber því við að hafa ekki haft neina stjórnskipulega heimild til að veita leyfi af því tagi. Útilokar hann þó ekki að hafa látið í ljós við Ostgaard, að veijanlegt væri að afla upplýsinga um Furre í Stasi-skjölunum. Gáfu ranga mynd af málinu Ostgaard og Qvigstad þykja hafa blásið út mikilvægi málsins með yfirlýs- ingum sínum áður en leynd var aflétt af því. Þeir héldu fast við sinn keip svo seint sem sl. föstudag og sögðu þá á blaðamannafundi, að njósnimar um Furre hafi bæði verið réttmætar og löglegar. Undir það hefur enginn tekið og allir, sem um málið hafa fjallað, eru á öndverðum meiði við þá. Persóna Furre skiptir ekki lengur máli. Upp úr stendur, að leyniþjónust- an hefur glatað trausti bæði þjóðar og þings; tapað kappleik með sjálfs- marki. Virðing ríkissaksóknarans er þorrin en hann virðist þó ætla að reyna sitja sem fastast. Mikið verk bíður yfirvalda við að endurreisa traust leyniþjónustunnar. Leiðtogar stjóm- málaflokkanna ganga á fund Thorbjorns Jaglands forsætisráðherra í dag og kynna honum kröfur sínar um að núverandi stofnun verði lögð niður og ný byggð frá grunni. Skil- greina verði hvers konar þörf sé fyrir leyniþjónustu og tryggja verði að þing- ið hafi stjóm á henni. Jagland sagði á þriðjudag, að nauðsynlegt væri að hefjast strax handa við endurskipu- lagninguna, jafnvel þótt störfum Lund-nefndarinnar væri ekki lokið. Þykir það hafa komið berlega í ljós síðustu daga, að þjónustan hafi verið ríki í ríkinu og notið leiðsagnar ráðu- neytisstjórans í dómsmálaráðuneytinu og helstu samverkamanna hans. Hefur Lund-nefndin gagnrýnt, að ráðherrar um iangan aldur hafi lokað augunum gagnvart leyniþjónustunni og venju- lega kosið að vilja lítið eða ekkert af henni vita en látið æðstu mönnum ráðuneytisins það eftir. Þeir hafi van- ist því að þurfa ekki að hirða um að upplýsa ráðherrann um starfsemina og vísvitandi gengið á lagið. Líklegt þykir því, að einhver mannahreinsun eigi eftir að eiga sér stað í ráðuneytinu. Lendir Holt í vandræðum? Á þessu stigi þykir óljóst hvort njósnahneykslið eigi eftir að draga frekari dilk á eftir sér hvað stjóm Jaglands varðar. Hefur stjómarand- staðan að vísu lýst yfir óánægju með svör dómsmálaráðherrans, Anne Holt, sem aðeins hefur verið þijá mánuði í starfi, og krafíst svara við því hvort hún hafi sagt satt og rétt frá 2. desem- ber, er hún sagðist ekki vita til þess að njósnað væri ólöglega um nokkum mann. Komið hefur í ljós að þá vissi hún að njósnað var um Furre hjá Stasi en hún segist ekki hafa vitað að enn væri fylgst með honum, taldi að mál- inu væri löngu lokið. Leiðtogar stjómarandstöðunnar eru allir á því, að Holt, skuldi skýringar á því hvað hún vissi um Furre-málið. Aðeins einn þingflokkur, Rauða kosn- ingabandalagið, sem á einn þingmann, vill ekki hvika frá vantrausti á Holt. I kjölfar afsagnar Faremo og Gstgaards hafa aðrir andstöðuflokkar hins vegar slakað á kröfum sínum og segjast ekki vera á ráðherraveiðum. Finnst mönnum tími til kominn að draga úr pólitískum áherslum á hneykslinu til að mistök leyniþjónustunnar falli ekki í skuggann. Til að freista þess að koma umræðunni í annan farveg, hótaði Thorbjorn Jag- land því í fyrradag, að biðjast lausnar fyrir stjóm sína alla, krefðist stjómar- andstaðan afsagnar Holt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.