Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 63 Jólahátíð fjölskyld- unnar hjá KFUM og K JÓLAHÁTÍÐ KFUM og K verður í húsi félaganna að Holtavegi 28 sunnudaginn 22. desember. Hefst hún kl. 17 með samveru þar sem jólasagan verður lesin og barnakór KFUM og K syngur nokkur lög og sönghópur KFUK sömuleiðis. Jólasálmar verða sungnir og í lokin verður gengið í kringum jólatré. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Opið hús verður frá kl. 16 þar sem heitt kakó og piparkökur verða á boðstólunum. Sérstök hátíðarsamkoma verður síðan sunnudaginn 29. desember kl. 20. Þar mun Ragnheiður Haf- stein syngja einsöng, kór KFUM og K syngja nokkur lög og Gunn- ar J. Gunnarsson hafa hugleið- ingu. FRÉTTIR Skipulag Grafarholts á sýningu OPNUÐ var á Kjarvalsstöðum sýning, 17. desember sl., á 14 tillögum í hugmyndasamkeppni um skipulag í Grafarholti sem Reykjavíkurborg efndi til í júní sl. í samvinnu við Arkitektafélag íslands. Markmiðið með samkeppninni var að fá fram góðar hugmyndir um íbúðabyggð á Grafarholti. Um er að ræða nýtt landnám þar sem nú er í fyrsta sinn skipulögð byggð austan Vesturlandsvegar. Það þótti því við hæfi að efna til hugmyndasamkeppni um skipu- lag þessarar nýju byggðar. Graf- arholt er um margt afar sérstakt og fallegt frá náttúrunnar hendi við jaðar góðra og notalegra úti- vistarsvæða sem borgarbúar nýta sér í vaxandi mæli. Dómnefnd skipuðu Guðrún Ág- ústsdóttir, formaður skipulags- og umferðarnefndar, sem var formað- ur nefndarinnar, Ágústa Svein- björnsdóttir, arkitekt FAÍ, Knútur Jeppesen, arkitekt FAÍ, Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt FAÍ og HÖFUNDAR fyrstuverðlaunatillögunnar, Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason, ásamt formanni dómnefndar, Guðrúnu Ágústdóttur. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt. veitt verðlaun. Sú nýbreytni var Höfundum þriggja tillagna voru ákveðin í þessari samkeppni að auk þess að veita höfundum til- lagna sem lentu í 1., 2. og 3. sæti peningaverðlaun eiga þeir þess kost að útfæra nánar afmark- aða hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum sem 1. verðlaunatillagan byggir á. 1. verðlaun hlutu arkitektarnir Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason, 2. verðlaun komu í hlut Kanon arkitekta ehf., Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thoroddsen og Þórðar Steingrímssonar og 3. verðlaun fengu arkitektamir Guð- mundur Gunnarsson og Sveinn ívarsson. Dómnefnd veitti Ólafi Þórðar- syni viðurkenningu fyrir athyglis- verða tillögu og loks fengu tvær 6 ára stúlkur sem tóku þátt í sam- keppninni, Dagrún Aðalsteinsdótt- ir og Sandra Yr Pálsdóttir, bóka- gjafir í þakklætisskyni fyrir þátt- tökuna enda þótt dómnefnd legði ekki mat á tillögur þeirra. Sýning tillagnanna á Kjarvals- stöðum stendur til sunnudagsins 5. janúar nk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skothylki í jólakökunum Mengun frá Járnblendiverksmiðjunni Hollustuvemd kanní málið KÖKUR eins og þær sem skæruliðar notuðu til að smygla vopnum og skotfærum inn í bústað japanska sendiherrans í Líma þykja sjálfsagður liður í jólahaldi Perúmanna. Jóla- kökur þessar eru þykkar og þéttar, um eitt kíló að þyngd, gerðar úr hveiti, þurrkuðum ávöxtum, rúsínum, súkkati ofl. Kökuna á myndinni keypti Unnur Guðjónsdóttir í Líma í Perú á dögunum. Að sögn hennar var þær að finna í ann- arri hverri verslun í borginni. „Kassinn utan um kökuna er með handfangi þannig að hana Jólatón- leikar Bubba Morthens BUBBI Morthens heldur sína árlegu jólatónleika á Hótel Borg mánudaginn 23. desem- ber kl. 23. Á tónleikunum flytur Bubbi lög af nýju plötunni Allar áttir auk þess að lesa upp ljóð úr nýju hljóðbókinni í bland við lög af fyrri piötum sínum. Með Bubba á tónleik- unum spilar Jakob Smári Magnússon á bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og er forsala miða hafin á Hótel Borg og í Skífubúðun- um. má bera eins og tösku. Skæru- liðunum hefur því vafalaust þótt tilvalið að nýta þær i því skyni að koma vopnum og skot- færum inn í bygginguna,“ sagði Unnur. Hún kvaðst ekki hafa gengið úr skugga um hvort kakan hennar reyndist innihalda skot- færabúr en sagðist vökva hana reglulega með portvíni til að koma í veg fyrir ofþornun. Kök- una ætlar Unnur síðan að skera á aðfangadagskvöld. „Ef hún reynist innihalda skothylki geymi ég hana kannski fram á gamlárskvöld." SAMSTAÐA um óháð ísland hef- ur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er þeirri áráttu íslenskra stjórnvalda að tengja ísland stöð- ugt sterkari böndum Evrópusam- bandinu, eins og segir orðrétt. Er ályktunin birt í tilefni af því að ísland hefur áritað Schengen- samkomulagið, sem fjallar um afnám vegabréfaeftirlits millum þeirra aðildarlanda Evrópusam- bandsins sem hafa ákveðið að gerast aðilar að samningnum, auk Islands og Noregs. GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við Hollustuvernd ríkisins að hún kanni hvort Járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga hafi brotið reglur um meng- unarvarnir. Hann sagði að í þess- ari beiðni fælist enginn áfellisdóm- ur yfir verksmiðjunni. Það væri eðlilegt að kröfu íbúa Kjósar- hrepps yrði svarað. Guðmundur sagði að umhverfis- ráðuneytinu hefði ekki borist formlegt erindi frá íbúum Kjósar- hrepps, en þeir hafa samþykkt ályktun þar sem krafíst er rann- sóknar á starfsemi Járnblendi- verksmiðjunnar. Hann hefði hins vegar heyrt gagnrýni íbúanna í gegnum fjölmiðla og tæki hana að sjálfsögðu til skoðunar. „Það er auðvitað sjálfgefið að við munum kanna þetta. Ég mun biðja Hollustuvernd ríkisins um upplýsingar um málið og hvort þarna er eitthvað á ferðinni sem þarf að bregðast við.“ Guðmundur sagði að hann sæi ekki ástæðu til að bregðast við Með afnámi vegabréfaeftirlits er í raun lagður grunnur að Evrópu án landamæra. Um leið verður sjálfkrafa slakað á ýmsum kröfum sem áður hafa verið gerðar m.a. í því skyni að hefta flæði eiturlyfja og ólöglegs varnings millum landa, segir í ályktuninni. „Það er sérkennilegt að Scheng- en-samningurinn hefur enn ekki verið þýddur á íslensku og almenn- ingur hefur því ekki haft tök á að kynna sér samninginn. Fjölmargir fræðimenn, sem hafa fjallað um gagnrýni íbúa Kjósarhrepps á frekari uppbyggingu stóriðju á Grundartanga. Afstaða umhverf- isráðuneytisins til stóriðju á Grundartanga kæmi fram í úr- skurði um umhverfismat vegna svæðisins. Hann benti einungis á að fyrir tuttugu árum hefði verið tekin ákvörðun um að staðsetja stóriðju á Grundartanga. Stjórn- völd myndu að sjálfsögðu skoða alla þætti málsins vandlega áður en ákvörðun yrði tekin um að reisa þar fleiri verksmiðjur. ------»■ ♦ ♦---- ■ INNANLANDSDEILD Úr- vals-Útsýnar hefur á undanförn- um árum sent jólakort til við- skiptavina sinna jafnt erlendis sem hérlendis. í ár hefur Innanlands- deildin ákveðið að veita Mæðra- styrksnefnd andvirði jólakort- anna og sendir því engin jólakort þessi jól. Áætlað er að Innanlands- deildin hafi sent 750 kort síðastlið- ið ár og því er gjöfin að upphæð 75.000 kr. Schengen-samninginn, eru sam- mála um að hann feli í sér óæski- legt framsal réttinda þjóðríkja til þess að gera gagnkvæma samn- inga við önnur ríki. Þá virðast ýmsir hliðarsamningar, sem gerðir eru í tengslum við Schengen-samn- inginn, ekki þola dagsins ljós. Þannig fékk þjóðþing Frakklands ekki upplýsingar um ýmis málefni sem samið var um vegna sam- skipta frönsku leyniþjónustunnar við hliðstæðar stofnanir í öðrum Schengen-löndum," segir orðrétt. Fjármálaráðuneyti Dómur hefur ekki víðtæk- ara gildi BIRGIR Guðjónsson, forstöðumaður starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, segir að ráðuneytið hafni því að úrskurður héraðsdóms um að starfsmaður Hollustuverndar ríkisins skuli fá greiðslur fyrir yfirvinnu í vinnuferð hafi víðtækara gildi. Reglur um að ekki sé greitt fyrir yfirvinnu á ferðatíma séu í fullu gildi og stofnanir ríkisins eigi að kynna starfsmönnum sínum þær. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir formanni Bandalags háskóla- manna að það komi honum á óvart að íjármálaráðuneytið hyggist ekki greiða starfsfólki ráðuneyta og rík- isstofnana fyrir yfirvinnu á ferðum í útlöndum í kjölfar úrskurðar hér- aðsdóms, og BHM líti svo á að um launaskerðingu sé að ræða. „Við erum á öndverðum meiði. Dómurinn tekur á ákveðnu tilviki, og það segir í dómnum að starfs- manninum hafi ekki verið svo nægj- anlega sé sannað verið gerð grein fyrir því að það kæmi ekki til greiðslu yfirvinnu á ferðatímanum, og að reglur og túlkanir sem þá lágu fyrir frá þessari skrifstofu, en það var beinlínis leitað eftir þeim af þessari stofnun fyrir nokkrum árum, hafi ekki svo sannanlegt sé verið kynntar manninum og þess vegna er þessi niðurstaða. Við andmælum ekki þessum dómi í þessu tilviki, en við höfnum því að hann hafí eitthvert víðtækara gildi,“ sagði Birgir. Oboðinn gestur inni á gólfi ÞEGAR íbúi í húsi í austurborginni rumskaði snemma á miðvikudags- morgun var óboðinn gestur með kúbein í hönd í svefnherberginu. Þegar íbúinn vaknaði kom styggð að manninum og hljóp hann út. í ljós kom að hann hafði spennt upp garðhurð, en ekki náð að stela neinu. -----» ♦.»---- LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn FÖÐURNAFN dr. Björns Sigur- björnssonar ráðuneytisstjóra í land- búnaðarráðuneytinu misritaðist í myndartexta á bls. 2 í gær og er beðist velvirðingar á því. A Samstaða um óháð Island Undirritun Schengen sam- komulagsins mótmælt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.