Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 65 BRÉF TIL BLAÐSINS Ahugaleysi Frá Ólafi Jóhannessyni: ÞAÐ er ýmislegt miður gott sem gengur á í þessu samfélagi. Fyrir utan atvinnuleysið, ríkisstjórnina og eðlilega spillingu er skortur á meðvitund algengur kvilli í kerfis- flórunni. Undirritaður rak augun í próf- skrá 10. bekkjar í grunnskólanum við Hólabrekku og þar mátti hæg- lega greina eitthvert hugsunar- leysi eða mistök við uppröðun á prófum. Þegar ég gekk úr skugga um að þetta voru ekki mistök skildi ég ekki þá skipulagssnilli að raða tveimur prófum á sama dag og síðan tvo daga í röð, þ.e. ef heil- brigður námsárangur á að vera niðurstaðan. Það er ágætt að gefa grunnskólanemum á síðasta ári forsmekk af prófkvíða, en hann væri eflaust nægur ef það væri eitt próf á dag. Ég komst einnig yfir próftöflu frá skólanum fyrir 9. bekk sl. vor og þar er prófum raðað eftir sama skipulagi utan því síðasta, þar sem táningarnir fengu 5 daga til undir- búnings. Prófið sem fórnarlömbin fengu 5 daga til að undirbúa sig fyrir var stafsetning, ég endurtek stafsetning. Vissulega þurfa erf- ingjar landsins að vera skrifandi og er gott að forvígismönnum grunnskólakerfisins er það svo hjartfólgið, að þeir hendi stærð- fræði og öðrum fræðum i eina hrúgu og geri stafsetningunni hátt undir höfð. En það er engin staf- setning í jólaprófum 10. bekkjar. Af hverju er engin stafsetning í jólaprófunum? Föstudagur 13. des. Föstudagur 13. des. Mánudagur 16. des Mánudagur 16. des Þriðjudagur 17. des. Þriðjudagur 17. des. Miðvikud. 18. des. enska líffræði íslenska félagsfræði danska landafræði stærðfræði Ekki veit ég hvernig prófskrár eru í öðrum grunnskólum í Reykja- vík, en taflan hjá Hólabrekkuskóla gefur til kynna að kennarar þurfi að endurskoða próftöflur og af- stöðu sína til þeirra. Ef einhver kennari ætlar að svara þessu bréfi og útskýra þennan svefngengils- hátt vil ég biðja hann eða hana að koma með dýpri útskýringar en „þetta er bara svona“ / ,ja, svona er nú kerfið ..." Kennarar, þið tilheyrið einni vanmetnustu starfsgrein í þessu landi, berið höfuðið hátt en hafið grimmt eftirlit með kjánaskap líkt og þessum. ÓLAFUR JÓHANNESSON, Austurbergi 2, Reykjavík. Eg mótmæli Frá Alberti Jensen: TIL hollustuvemdar ríkisins! Ég mót- mæli því að álver sé byggt við Hval- íjörð. Rök fyrir því eru í aðalatriðum þessi: Við fáum lítið fyrir mikið. í náinni framtíð verður Hvalfjarðar- svæði eftirsótt til búsetu. Ef á annað borð verður ekki komist hjá að byggja svo óþjóðhagslegt óþrifafyrirtæki sem fóma þarf landi, heilbrigði og ferða- mannaiðnaði fyrir, þá setjið það í vatnsleysuna, þar sem ríkið hefur þegar keypt rándýrt svæði undir land- og loftspillisafglöp slík. Allar arðsemisspár fram í tímann mæla með óspilltu landi og mengun- arlausu. Að öðru leyti vísa ég í ágæta grein Arnórs Hannibalssonar í Morgun- blaðinu 11. desember. Virðingarfýllst, ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. CYCLO JET Blástursofninn Með hraða örbylgjuofnsins og eiginleika blástursofnsins Steikir, bakar, brúnar, hitar, grillar. & Alþjóða Verslunarfélagið ehf Skipholt 5,105 Reykjavík - S: 511-4100 Jólagjafír fyrír bútasaumskonur: Bútapakkar, bækur, snið, verkfæri, gjafabréf og fleira. CWIRKA , ' . Mörkin 3, sími 568 7477 í jólapakkann Silki herra- og dömunáttfóty kínajakkar og kínakjólar og fallegar gjafavörur á mjög góðu verði. AööS>a skrautmunir Hverfisgötu 37, Opið kl. 10-22 alla helgina Stefáni Sæmundssyni svarað Frá Þórði E. Halldórssyni: HINN 1. desember sl. birtist grein er ég nefndi Reykjavíkurflugvöll burt. Hinn 5. des. telur Stefán Sæmundsson flugmaður sér skylt að andmæla grein minni, á þeim forsendum að ég og fleiri sem mót- mæla tilveru vallarins gangi með einhverja sálarkreppu. Hann velur grein sinni nafnið „Sálræn umfjöll- un um Reykjavíkurflugvöll". Það undirstrikar hann með því að segja: „Óþarft er að rekja þær sálrænu tilfinningar sem tengst hafa um- ræðu um flugvöllinn, en sú umræða hefur ekki farið framhjá neinum." Það heyrir til undantekninga að menn viðurkenni veikleika sinn, en það gerir Stefán svo sannarlega með ummælum sínum um grein mína. Hann gerir ekki minnstu til- raun til að afsanna það sem ég hef sagt um flugvöllinn, ástand hans og frumlegheit við frumbyggingu. Hann kýs að beina spjótum sínum að okkur sem teljum óheppilegt að eyða ómældum fjármunum í endur- byggingu vallarins og velur okkur einhvern sálarkreppustimpil. Ja, hvílíkt ofurmenni. Þar sem þú virðist, Stefán, vel að þér í sálrænum efnum væri ekki úr vegi að ætlast til þess að þú gæfir skýringu á því hvers vegna Bretarnir völdu þennan forarpoll í Vatnsmýri til byggingar flugvallar, einnig byggingar herbragga hvar sem hægt var að byggja þá á borg- arsvæðinu. Hvers vegna byggðu þeir ekki flugvöllinn á Alftanesi eða einhvers staðar fjær þéttbýli? Ég held að því sé fljótsvarað. Ástæðan var einföld, þeir töldu lífi sínu og limum betur borgið í skjóli þess að Þjóðveijar mundu hlífa Reykjavík við loftárásum. Stefán og sálufélagar hans geta nú kokhraustir slegið um sig og sagt: Okkar er sigurinn. „Niður- staða fengin í málinu, völlurinn verður endumýjaður, þótt dýrt sé, enda ljóst að allar aðrar lausnir á flugsamgöngum Reykjavíkur eru mun dýrari en sú sem endanlega var valin.“ Ennfremur segir Stefán; „Það sem eftir stendur óhaggað er flughræðsla sem hijáir nokkra íbúa borgarinnar.“ Þær kostnaðarhugmyndir um endurbyggingu Reykjavíkurflug- vallar, sem Stefán segir ódýrari en allan annan kost, eru settar fram af algjöru þekkingarleysi og ósk- hyggju. Það vitrænasta sem ég hef séð í þessari umræðu er grein Kristjáns Pálssonar alþingismanns í Morgun- blaðinu frá 20. nóvember sl. Tvö- földun Reykjanesbrautar verður verkefni vegagerðar væntanlega um næstu aldamót, hvort sem það þjónar flugi eða ekki. Með tvöfaldri Reykjanesbraut, sem notuð yrði til aksturs suður eftir og lögð yrði á hrauni mest alla leið á besta jarð- vegi sem er næstum óslitið hraun, og 110 km leyfilegum ökuhraða tæki ekki nema 20 mínútur að aka f milli Mjóddar í Reykjavík og Leifs- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þann ökuhraða væri hægt að lögbinda án þess að hann sé lögleiddur ann- ars staðar. Ég ber það traust til alþingis- manna að þeir vitkist og sjái að framtíðin í þessum málum getur ekki orðið sú að endurbyggja flug- völl í mýrarfeninu í Vatnsmýri. Eins og Kristján Pálsson bendir réttilega á er ekkert vit í því að ætla sér að reka tvo stóra flugvelli í Reykjavík og Keflavík þegar Bandaríkjamenn skila Keflavíkurflugvelli, sem alltaf getur gerst án langs fyrirvara. Út af skrifum Stefáns Sæmundssonar flugmanns vil ég að lokum segja þetta: Það hlýtur að vera mikið djúp staðfest á milli hans sem veifar flugskírteini og mín sem enga papp- íra hef uppá vasann. Hitt verð ég þó að draga í efa að hann hafi lent á rúmlega 150 (eitt hundrað og fimmtíu) flugvöllum um allan hnött- inn eins og undirritaður án flugskír- teinis en með opin augu. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Ilmvatnið hennar er komið aftur > 4 D O M /\ M ásamt úrvali g I æ silegra ssa J ólagj öfi n í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.