Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 76
JíeWii£d
-setur brag á sérhvern dag!
HEIMILISLÍNAN
- Heildarlausn áfjánnálum
einstaklinga
(Æ) BÚNAÐARBANKI ÍSIANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sjö manns handteknir í Reykjavík
Lagt hald á
kókaín og amfet-
amín eftir húsleit
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók sjö manns á aldrinum nítján
ára til þrjátíu og eins árs í gær
vegna fíkniefnamisferlis, þar af
þijár konur. Fólkið var handtekið
í kjölfar þess að farið var í hús
skammt frá miðbænum þar sem
grunur lék á að fíkniefni væru
höfð um hönd.
Meira amfetamín fannst
Grunur lögreglu reyndist á rök-
um reistur því að á staðnum fund-
ust 5,6 grömm af kókaíni, átta
E-töflur og tæpt gramm af amfet-
amíni sem lagt var hald á.
í kjölfar yfirheyrslna yfir fólk-
inu var gerð húsleit hjá einum
Marel sækir
um lóð í
Garðabæ
MAREL HF. hefur fyrir nokkru sótt
um lóð fyrir u.þ.b. 10.000 fermetra
verksmiðjuhúsnæði í nýju iðnaðar-
hverfí í Molduhrauni við Reykjanes-
braut. Ingimundur Sigurpálsson,
bæjarstjóri í Garðabæ, segir að bæj-
aryfirvöld hafí verið í viðræðum við
Marel og allar meginlínur séu skýr-
ar. „Það er bara eftir að ganga frá
samningi um lóðina og það verður
væntanlega gert öðru hvoru megin
við áramótin," segir Ingimundur.
Mannbjörg
þegar kvikn-
aði í trillu
Ólafsvík. Morgunblaðið.
MANNBJÖRG varð þegar eldur
kom upp í vélarrúmi Snarfara
SH- 236, sem er fimm tonna þil-
farsbátur frá Olafsvík, um ellefu-
leytið í gærmorgun.
Tveir skipverjar voru á Snar-
fara og voru þeir að veiðum
u.þ.b. sex sjómílur norður af Ól-
afsvík þegar eldurinn kom upp.
Þeir skutu upp neyðarblysi og
kom Fanney SH-248 til hjálpar
eftir stutta stund. Höfðu skip-
verjar á Snarfara þá þegar sett
út gúmbjörgunarbát en eldurinn
var svo mikill að við lá að kvikn-
aði í gúmbátnum. Skipveijar á
Fanneyju hjálpuðu til við að
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
Á EFRI myndinni koma slökkviliðsmenn um borð í Snarfara er
báturinn var kominn að bryggju. Á þeirri neðri er Fanney með
trilluna
slökkva eldinn ogtóku siðan
Snarfara í tog til Ólafsvíkur.
Að sögn Arnars Þórs Ragnars-
sonar, skipstjóra á Snarfara,
í togi.
virðist sem spíssarör hafi farið í
sundur og olía farið á eldgrein
vélarinnar, með þeim afleiðing-
um að kviknaði í.
BIUG N AKRÆKIR
©Leenderl
DAGAR TIL JOLA
Tæki til kókainneyslu.
þeirra manna sem handteknir
voru og þar var lagt hald á 10,5
grömm af amfetamíni til viðbótar,
auk kannabisfræja.
Málið er talið upplýst að mestu
og er búið að láta viðkomandi
lausa úr haldi, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu.
Skattleysismörk lækka og
skatthlutfall stefnir í 41,99%
LJÓST verður í dag hvert inn-
heimtuhlutfall staðgreiðsluskatts
verður á næsta ári en fjármálaráðu-
neytið reiknar nú með að skattapró-
sentan á næsta ári gæti hækkað í
allt að 41,99%. Lokafrestur sveitar-
félaga til að tilkynna ákvörðun út-
svars rennur út fyrir hádegi í dag.
Hækkun útsvars mun þýða lækk-
un skattleysismarka þar sem ákveð-
ið hefur verið að halda persónu-
afslætti óbreyttum milli ára. Barna-
bætur, barnabótaauki, sjómanna-
afsláttur og vaxtabætur hækka
heldur ekki um áramótin í samræmi
við verðlagshækkanir en fjármála-
ráðherra segir að skattar verði
lækkaðir á næsta ári, þegar niður-
stöður svokallaðrar jaðarskatts-
nefndar liggja fyrir og lækkunin
muni einkum verða hjá bamafólki
og öðrum sem jaðaráhrif skattkerfís-
ins snerta helst.
Tekjuskattshlutfall lækkar á
næsta ári úr 33,15% í 30,41% en
hámarksútsvar sveitarfélaga hefur
verið hækkað úr 9,2% í 11,99%.
Hækkun þess um 0,05 prósentustig
umfram lækkun tekjuskattshlut-
falls er m.a. rakin til óvissu í kostn-
aðarútreikningum vegna flutnings
grunnskólans.
63% af staðgreiðslunni til
sveitarfélaga og 37% til ríkisins
Fjármálaráðuneytið áætlar að á
næsta ári muni útsvar sveitarfélaga
skila um 29 milljörðum kr. og tekju-
skattur einstaklinga skila ríkinu um
16,8 milljörðum kr. nettó. Þannig
muni 63% teknanna renna til sveit-
arfélaga en 37% til ríkisins. Áætlað
er að staðgreiðslan skili samtals um
54 milljörðum kr. en 8,2 milljarðar
verða að óbreyttu endurgreiddir í
ýmsum bótum til einstaklinga.
■ Fyrirséð að/4
Eldgleypir
ræsti út
slökkvilið
BRUNABOÐAR i húsnæði
unglingageðdeildarinnar við
Dalbraut fóru í gang í vikunni
og hraðaði slökkviliðið sér á
vettvang.
Þegar slökkviliðið birtist á
deildinni sátu unglingar þar
hinir rólegustu og nutu sýning-
ar eldgleypis, en kyndill hans
hafði sett brunaboðana í gang.
Yfirmaður landbúnaðar- og matvælastofnunar Þýskalands
GUNTER Drexelius, yfirmaður
landbúnaðar- og matvælastofnun-
ar Þýskalands, segir að niðurstaða
máls þess, sem útgerðarfyrirtækið
Mecklenburger Hochseefischerei,
dótturfyrirtæki Útgerðarfélags
Akureyringa, höfðaði á hendur
stofnuninni vegna skiptingar kvóta
þessa árs, breyti í raun engu um
forsendur þess hvernig kvótanum
var skipt.
Einungis sé að því fundið að
skiptingin hafi ekki verið nægilega
rökstudd. Drexelius, sem hefur
yfirumsjón með skiptingu kvótans,
sagði að meðferð stjórnsýsluréttar-
ins á þessu máli myndi engu breyta
um kvótaskiptingu fyrir næsta ár.
Morgunblaðinu hefur borist yfir-
lýsing frá útgerðarfélaginu DFFU
Dómsniðurstaða
breytir engu um
kvótaskipti
í Þýskalandi og Samheija, sem á
meirihluta í DFFU, þar sem lýst
er furðu á að kærunni í þessu máli
hafi aðeins verið beint gegn einu
fyrirtæki og eru bæjaryfirvöld á
Akureyri gagnrýnd harðlega fyrir
að hafa ekki sinnt þessu máli en
Akureyrarbær var meirihlutaeig-
andi í ÚA á þeim tíma sem máls-
meðferðin stóð yfir.
„Eigendur Samheija telja fram-
ferði meirihluta bæjarstjórnar Ak-
ureyrar, stjórnar MHF og ÚA sem
og framkvæmdastjóra MHF, með
ólíkindum í þessu máli. Hlutur bæj-
aryfirvalda í að skaða starfsemi
þessara fyrirtækja á erlendri grund
er forkastanlegur," segir í yfírlýs-
ingunni.
Ekki úrskurður heldur
samkomulag
Mathias Roggentin, dómari við
stjórnsýsludómstólinn í Hamborg,
sem fékk kæruna til meðferðar,
sagði í gær að ekki hefði verið um
úrskurð að ræða í málinu, heldur
hefðu málsaðilar komist að sam-
komulagi eftir langar viðræður á
miðvikudag.
■ Þurfum aðeins/12