Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
r Engin fátækt —
Um áramótin talaði forsæt-
isráðherra líka til þjóðar
sinnar og hafði þá ýmislegt
að segja henni.
BÉVAÐURfjölmiðlaáróður, það er ekkiað finnasvo mikið sem einasúpuskál álofti . . .
Forval auglýst vegna framkvæmda á vegum varnarliðsins
Áætlaður kostnaður
um 470 millj. kr.
UMSÝSLUSTOFNUN varnar-
mála, sala varnariiðseigna, hefur
auglýst forval fyrir hönd varnar-
liðsins á Keflavíkurfiugvelli vegna
væntanlegs útboðs á tveimur verk-
efnum. Um er að ræða byggingu
þjónustuhúss fyrir kafbátaleitar-
vélar varnarliðsins og endurnýjun
biðhlaða fyrir flugvélar á Keflavík-
urflugvelli. Áætlaðar kostnaður
verkanna er á biiinu 6,5 til 7 millj-
ónir Bandaríkjadollara, um 435 til
469 milljónir íslenskra króna. Ráð-
gert er að framkvæmdir hefjist í
vor.
Verkefnin eru bæði fjármögnuð
af Mannvirkjasjóði NATO. Stærra
verkefnið felur í sér byggingu þjón-
ustuhúss auk tveggja byrgja, þar
sem fram á að fara fram viðhald
og ýmiss búnaður fyrir kafbátaleit-
arvéiar verður geymdur. Verkefnið
felur jafnframt í sér uppsetningu
nýrra vélbúnaðarkerfa og rafkerfa,
lagninu vegar, bflastæða, lagna,
uppsetningu girðinga og öryggis-
ljósa. Áætlaður kostnaður er 6
miiljónir Bandaríkjadollara og
verktími tvö ár. Verkið verður boð-
ið út í öllum ríkjum NATO.
Smærra verkið aðeins
boðið út á íslandi
Smærra verkið felst í endurgerð
fjögurra biðhlaða fyrir flugvélar,
samtals 6.750 fermetrar að stærð.
Áætlaður kostnaður við verkið er
hálf tii ein milljón Bandaríkja-
dollarar. Það verður aðeins boðið
út innanlands.
Útboði vegna smærra verk-
efnisins á að vera lokið fyrir iok
febrúar en í mars-apríl vegna
stærra verkefnisins.
í fyrra var boðin út endurbygg-
ing flugskýlis fyrir kafbátaleitar-
vélar varnarliðsins. ístak hreppti
verkið en áætlaður kostnaður við
það er 20-22 milljónir Bandaríkja-
dollara. Tilboð ístaks hljóðaði upp
á 16,9 milljónir Bandaríkjadoll-
ara. Verkið var boðið út í öllum
ríkjum NATO og var níu erlendum
fyrirtækjum, sem tilnefnd voru
af ríkisstjórnum sinna landa, gef-
inn kostur á því að bjóða í verk-
ið. Þegar upp var staðið buðu ein-
ungis þijú íslensk fyrirtæki í verk-
ið.
Elsta konan í Reykjavík
103 áraí dag
ELSTA konan í Reykjavík Val-
fríður Guðmundsdóttir frá
Heimaskaga á Akranesi verður
103 ára í dag, miðvikudaginn
8. janúar. Hún hefur búið á
Droplaugarstöðum í Reykjavík
undanfarin fjögur ár, en til
gamans má geta þess að þar
býr einnig elsti Reykvíkingur-
inn, Þórður Kristleifsson, en
hann er 104 ára gamall.
Valfríður er dóttir hjónanna
Guðmundar Árnasonar, út-
vegsbónda á Hóli á Akranesi,
og Sigurrósar Gunnlaugsdótt-
ur húsmóður. Valfríður ólst
upp á Heimaskaga hjá föður-
bróður sínum, Jóni Árnasyni
skipstjóra, og eiginkonu hans
Helgu Jóhannesdóttur húsmóð-
ur.
Valfríður giftist Jóni Guð-
mundssyni útgerðarmanni frá
Eyri í Ingólfsfirði árið 1920, en
hann lést árið 1983. Þau eignuð-
ust eina dóttur, Guðrúnu Möll-
er, og á hún tvö börn. Valfríði
sem á þijár dætur og Jón sem
á tvo syni.
Valfríður bjó öll sín fullorð-
insár í Reykjavík. Á árum áður
starfaði hún með Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Hvöt og
kvennadeild Slysavarnafélags
íslands.
Valfríður mun ekki halda
upp á afmæli sitt í dag sökum
veikinda.
VALFRÍÐUR Guðmundsdótt-
ir er elsta konan í Reykjavík.
Breytingar á starfsemi Hjartaverndar
Einbeiting að
rannsóknastarfi
SKÖMMU fyrir jói var
gengið frá nýjum
þjónustusamningi
ríkisins við Hjartavernd,
sem gekk í gildi nú um ára-
mótin. Samningurinn felur
í sér breytt samskiptaform
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins og
Hjartaverndar, þar sem nú
er ítarlega skilgreint hvaða
þjónustu Hjartavernd býður
upp á og um leið er fyrir-
fram skilgreint hvaða þjón-
ustu ráðuneytið greiðir fyrir
hjá Hjartavernd.
Nikulás Sigfússon, yfir-
iæknir á Rannsóknarstofu
Hjartaverndar, var fenginn
til að útskýra nánar hvað í
þessum breytingum fælist.
„Starfsemin hjá okkur 4
Rannsóknarstöðinni hefur
verið tvenns konar. Annars vegar
höfum við verið með í gangi vís-
indarannsóknir á tilteknum hóp-
um sem hafa verið valdir út úr
þjóðfélaginu. Það er fólk sem hef-
ur verið boðið að koma hingað til
skoðunar og borgar ekki neitt
fyrir það.
Hins vegar hefur einnig verið
möguleiki fyrir aðra, sem ekki eru
í þessum útvöldu hópum, að koma
og fá sams konar skoðun hérna,
að eigin frumkvæði eða með tilvís-
un frá lækni. Þessi hópur greiðir
fyrir sína skoðun eins og fyrir
hverja aðra sérfræðingsskoðun.
Þessar greiðslur hafa verið nýttar
til reksturs stöðvarinnar, þ.e.a.s.
runnið til rannsóknastarfanna
sjálfra."
- Hversu margir hafa nýtt sér
þessa þjónustu?
„Það er talsverður hópur sem
hefur ieitað til okkar svona á
hveiju ári, um það bil 2.000
manns. Fyrir þessar skoðanir
hefur verið greitt af Trygginga-
stofnun ríkisins. Sú upphæð hef-
ur að sjálfsögðu sveiflazt svolítið
til frá ári til árs, eftir því hve
margir hafa leitað á þennan hátt
til okkar.
Með nýja þjónustusamningnum
verður sú breyting á, að þessi
starfsemi, sem veitt hefur verið
hveijum sem er, verður smám
saman lögð niður, þannig að árið
2000 verði henni alveg hætt. í
staðinn munum við auka hinar
vísindalegu hóprannsóknir okkar
í sama mæli.
Frá og með þessum áramótum
hættir Tryggingastofnun að
greiða fyrir þetta fólk sem leitað
hefur hingað sjálft og ráðuneytið
borgar í staðinn samsvarandi upp-
hæð þeirri sem við hefðum fengið
frá Tryggingastofnun að
óbreyttu.
Það er því ekki verið að setja
neina viðbótarpeninga í starfsem-
ina; við fáum sömu upphæð og
áætlað var að við myndum fá.
En hugmyndin er sú að hætta
skoðunum á fólki sem leitar hing-
að sjálft og auka vísindalegar
rannsóknir í staðinn. _________
Féð sem við fengum frá
Tryggingastofnun áður
en fáum nú frá ráðu-
neytinu verður notað í
vísindaiegar rannsókn- “
ir á sviði hjarta- og æðasjúk-
dóma.“
- Hverju breytir þetta fyrir
rekstur Rannsóknastöðvarinnar?
„Það sem er jákvætt við þessa
breytingu fyrir okkur er það, að
við öðlumst þar með öruggari
tekjustofn. Nú verður ijárhags-
legur grundvöllur rannsókna-
stöðvarinnar tryggður með fastri
upphæð sem við fáum á hveiju
ári. Þetta auðveldar okkur til
Nikulás Sigfússon
► Nikulás Sigfússon er fæddur
1. apríl árið 1929 á Þórunúpi í
Hvolshreppi á Rangárvöllum.
Hann varð stúdent frá MR 1950
og útskrifaðist úr læknadeild
HI árið 1958. Á árunum 1960-
1967 Iagði Nikulás stund á
sérnám í faraldsfræði og lyf-
læknisfræði í Svíþjóð. Eftir
heimkomuna hóf hann störf við
Rannsóknastöð Hjartaverndar,
þar sem hann starfar enn i
dag. Frá árinu 1973 hefur hann
gegnt stöðu yfirlæknis þar.
Arið 1986 hlaut Nikulás dokt-
orstitil frá læknadeild HI fyrir
rannsóknir sinar.
Eiginkona Nikulásar er Guð-
rún Þórarinsdóttir þýðandi.
Þau eiga fimm börn.
muna að gera áætlanir um starf-
semina og að standa við þær.
Við getum sem sagt lagt meiri
áherzlu á vísindalegar rannsóknir
á sviði hjartasjúkdóma en við
höfum gert.“
- Hvernig verður þessi almenn-
ingsþjónusta, sem stendur til að
afnema, þrepuð niður?
„Þetta verður þannig, að við
höfum ákveðinn kvóta á hveiju
ári af fólki sem við megum taka
inn. Við deilum því einfaldlega
niður á hvern mánuð. Þegar hann
er fullbókaður getum við ekki tek-
ið fleiri. Við reynum að jafna
þessu yfir árið.
Á þessu ári er þessi kvóti 1.650
manns, sem er ekki svo mikil
fækkun frá því sem verið hefur.
Á næsta ári lækkar þetta svo í
um 1.200 og á þarnæsta ári í
500. Árið 2000 fer það svo niður
í núll.“
- Breytist starfsemi Hjarta-
verndar að einhverju öðru leyti?
„Aðalbreytingin í starfseminni
verður sú, að við erum að ljúka
þeirri rannsókn sem við höfum
verið með í gangi í rúmlega 30
ár og byija á annarri, sem mun
þó sennilega ekki taka eins lang-
an tíma. Þetta er svokölluð af-
komendarannsókn. Þar er um að
ræða afkomendur þess
fólks sem tók þátt í
upphaflegu hóprann-
sókninni. Sú náði tii
um 30.000 íslendinga,
og afkomendarann-
sóknin mun sennilega ná til um
10.000 manns.
Þetta á að gera okkur kleift
að rannsaka betur arfgenga þætti
hjarta- og æðasjúkdóma, sem við
vitum að eiga talsverðan þátt í
þeim. Með nýrri tækni á sviði
erfðarannsókna eru komnir til
auknir möguleikar til að komast
lengra áleiðis í því efni. Þessi
rannsókn verður okkar megin-
verkefni næstu árin.“
Almennings-
þjónustu hætt
árið 2000