Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ SVIPTINGAR Á SJÓNVARPSMARKAÐI Mikill hallarekstur á Stöð 3 frá upphafi Fimmtán lykla- lausir mánuðir Morgunblaðið/Kristinn AUGLÝSINGASKILTI sem undafarið hefur blasað við vegfar- endum á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNNAR Már Hauksson, frá Búnaðarbankanum, Moritz W. Sigurðsson, aðstoðarbankastjóri, Sigríður Jóhannsdóttir, frá stjórn Skógræktarfélags íslands og Jón Geir Pétursson skóg- fræðingur og starfsmaður félagsins, kynna samstarfsverkefni Búnaðarbankans og Skógræktarfélags Islands um fræðslu- og leiðbeiningarstarf skógræktarfélagsins árið 1997. Skógræktarfélag íslands og Búnaðarbanki ísiands Samningur um fræðslu- og leið- , beiningarstarf 1 Sögu Stöðvar 3 lauk um helgina, þegar sjón- varpsstöðin var samein- uð Stöð 2 og Sýn. Stöð 3 hafði þá sent út efni í fimmtán mánuði, en myndlyklar stöðvarinn- ar komust aldrei í notk- un og fyrirtækið var því rekið með miklum halla. ÚTSENDINGAR Stöðvar 3 hófust 24. nóvember 1995. Að baki sjón- varpsstöðinni var hlutafélagið ís- lenska sjónvarpið hf. og var hluta- féð 250 milljónir króna. Eigendur voru nokkur öflug fyrirtæki, s.s. Nýherji, Sambíóin, Japis, Árvakur sem er útgáfufélag Morgunblaðs- ins, og Texti, en alls voru hluthafar um fimmtán og átti enginn einn meira en 10% í hlutafélaginu. Úlfar Steindórsson var ráðinn sjónvarps- stjóri. Áður en útsendingamar hófust hafði íslenska sjónvarpið hf. til- kynnt, að það myndi senda út á fímm rásum og áskrifendur fengju aðgang að þeim öllum með einni áskrift. í boði yrði íslensk rás með samsettri dagskrá, þar sem yrði afþreyingarefni á borð við kvik- myndir, gaman- og spennuþætti, auk talsetts bamaefnis. Þá yrðu í boði fjórar gervihnattarrásir fyrst um sinn og fengju áskrifendur fjöl- rása myndlykil sem gerði heimilis- fólki kleift að horfa á allar rásir samhliða. Alls átti nýi myndlykillinn að geta opnað 32 sjónvarpsrásir samtímis. Loftnet og myndlykil áttu áskrifendur að fá sér að kostnaðar- lausu. Stöð 3 dreifði örbylgjuloftnetum til áskrifenda, en fæstir þeirra greiddu nokkum tímann áskriftar- gjald, enda engir myndlyklamir. Þar stóð hnífurinn í kúnni strax í upphafi. íslenska sjónvarpið hafði samið við bandarískan framleið- anda myndlykla, Veltech, en mán- uðir liðu og ekkert bólaði á tækjun- um. Þessum fjölrása myndlyklum var augljóslega teflt gegn mynd- lyklum Stöðvar 2, sem þá hafði nýlokið við að skipta út öllum slík- um tækjum og gat nýr myndlykill stöðvarinnar einungis sent út eina rás. Það þýddi, að þrátt fyrir að sjónvarpstæki á heimili væru fleiri en eitt, þá var aðeins hægt að horfa á eina rás í einu. Forsvarsmenn Stöðvar 2 vísuðu því á bug að þeir hefðu áhyggjur af þessum mun á myndlyklunum og bentu á, að væntanlegur myndlykill Stöðvar 3 væri sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og ekki víst að hann væri tæknilega fullkominn. Aðeins einnar rásar myndlyklar væru þjóf- heldir. Misstu rásir og fengu Stöð 3 hafði sent út efni í sex mánuði þegar útvarpsréttarnefnd tók fjórar sjónvarpsrásir til endur- úthlutunar. Nefndin tók tvær ör- bylgjurásir af Islenska sjónvarpinu hf. og tvær af Islenska útvarpsfé- laginu, sem rekur Stöð 2. Rásirnar voru afhentar Sýn hf., sem er að mestu í eigu sömu aðila og Stöð 2. Eigendur Islenska sjónvarpsins, sem töldu að bráðabirgðaúthlutun nefndarinnar á rásum til þeirra gilti þar til í ágúst 1996, brugðust við með því að stofna Bíórásina hf. Útvarpsréttarnefnd veitti Bíó- rásinni vilyrði fyrir þremur rásum til þriggja ára og afturkallaði um leið leyfi af hverri hinna stöðv- anna, Stöð 3, Stöð 2 og Sýn. Þann- ig komu eigendur Stöðvar 3 málum aftur í viðunandi horf að sinni, en augljóst var að úthlutun sjónvarps- rása var í undarlegum farvegi, þar sem nefndin varð sífellt að taka tillit til nýrra lögaðila, sem sóttu um rásir, þótt eigendur væru nán- ast hinir sömu og að fyrri sjón- varpsstöðvum. Samið um nýja lykla Myndlyklasagan hélt áfram. Meðgangan var erfið og í ágúst 1996, níu mánuðum eftir að útsend- ingar hófust, rifti Stöð 3 samning- um við bandaríska myndlyklafram- leiðandann og tilkynnti að ætlunin væri að höfða mál gegn fyrirtækinu vegna vanefnda. Að sögn Stöðvar 3 hafði Veltech ekki tekist að leysa tæknileg vandamál, sem fylgdu aðlögun myndlyklakerfis fyrirtæk- isins að evrópsku sjónvarpi. Um leið og tilkynnt var um riftun samninga við Veltech var skýrt frá því að samið hefði verið við evrópsk- an framleiðanda myndlykla. Nú brá svo við að væntanlegur myndlykill var einnar rásar, en ekki fjölrása- lykill. Stjómarformaður Islenska sjónvarpsins hf. sagði evrópska fyr- irtækið reiðubúið til að skrifa undir bindandi samning um að hægt yrði að heíja ruglun á dagskrá Stöðvar 3 í byijun nóvember, tæpu ári eftir að útsendingar hófust og stefnt væri að því að hefja útsendingar þáttasölusjónvarps „pay-per-view“ í desember. Stjórnarformaðurinn sagði líka, að tafirnar hefðu valdið Stöð 3 töluverðu Ijárhagstjóni og ætti að auka hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna. Hluthafar myndu auka hlut sinn, en einnig væri unnið að því að fá nýja hlut- hafa inn í fyrirtækið. Heimir Karlsson var ráðinn sjón- varpsstjóri Stöðvar 3 í ágúst. Hann sagði markaðsrannsóknir hafa sýnt, að áhorfendur litu fyrst og fremst til þáttasölusjónvarps, en ekki íjölrásaafruglunar. íslensk margmiðlun tekur við í október á síðasta ári dró enn til tíðinda, þegar stjórn Islenska sjónvarpsins óskaði eftir heimild til að leita nauðasamninga. Fram kom, að nokkrir nýir ijárfestar hefðu ákveðið að koma inn í félag- ið, að því gefnu að fjárhagsleg endurskipulagning næðist. Stjóm- arformaðurinn sagði, að kröfuhöf- um yrði boðið að fá 35% af kröfum sínum greiddar, en þeir sem greitt hefðu áskrift fengju annaðhvort afslátt af áskrift í framtíðinni eða fría mánuði. Hálfum mánuði síðar var til- kynnt, að íslensk margmiðlun hf. hefði tekið að sér rekstur Stöðvar 3. Helstu hluthafar í íslenskri margmiðlun vora flestir sömu hlut- hafar og í íslenska sjónvarpinu nema að auki komu til sögunnar öflugir fjárfestar svo sem Burðar- ás, sem hlutabréfasjóður Eimskips, Festing, sem er fjárfestingarfélag í tengslum við Sjóvá-Almennar, Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn, Þróunarfélag íslands, Vá- tryggingafélag Islands, íslensk endurtrygging og Skeljungur. Hlutafé félagsins var 160 milljónir og tekið fram að hlutafé fyrir næsta áfanga hlutafjáraukningar væri þegar tryggt, enda var hlut- afé aukið í 300 milljónir í des- ember. Þá væri stefnt að því að gera íslenska margmiðlun hf. að opnu almenningshlutafélagi. í myndlykiamálum kom nú fram, að nýjum lyklum yrði dreift í desember. Auk dagskrár Stöðvar 3 og sérstakra valrása hefðu áskrifendur Stöðvar 3 áfram að- gang að útsendingum erlendu sjón- varpsrásanna CNN, Eurosport, MTV, Discovery Channel og Car- toon Network. Svo virtist sem skriður væri að komast á málin í janúar sl., þegar Stöð 3 réð fimm starfsmenn Stöðv- ar 2 til starfa, þar á meðal Magnús E. Kristjánsson^ framkvæmdastjóra markaðssviðs Islenska útvarpsfé- lagsins, sem nú varð sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Heimir Karlsson var þá horfinn á braut. Stöð 2 brást hart við og kærði fjóra af þessum fimm fyrrverandi starfsmönnum sínum til Rannsókn- arlögreglu ríkisins og óskaði eftir að kannað yrði hvort þeir hefðu verið valdir að hvarfi trúnað- argagna úr fyrirtækinu. Eftir nokkrar deilur og ásakanir á víxl var það mál hins vegar látið niður falla. Myndlyklarnir voru nú tilbúnir hjá framleiðandanum í Sviss og þeir komu til landsins fyrir skömmu. Þá var sagt, að dreifing þeirra til áskrifenda hæfist mjög fljótlega. Áður en af því varð bár- ust hins vegar nýjustu fréttirnar af málefnum Stöðvar 3, með því að íslenska útvarpsfélagið keypti öll hlutabréf Islenskrar margmiðl- unar og sameinaði Stöð 2 og Sýn. SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands og Búnaðarbanki íslands hafa gert með sér samstarfssamning um fræðslu- og leiðbeiningarstarf á vegum skóg- ræktarfélagsins á árinu 1997. Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn í kvöld í húsnæði Landgræðslusjóðs í Fossvogi, þar sem Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri mun flalla um skógrækt á Héraði. Eitt af megin markmiðum skóg- ræktarhreyfingarinnar er að koma á framfæri fræðslu og leiðbeiningum til almennings. Hafa einstök skóg- ræktarfélög gegnt lykilhlutverki með öflugu félags- og leiðbeiningarstarfi á sínum starfssvæðum, en því miður hefur fjármagn til framkvæmda verið af skomum skammti. Með stuðningi Búnaðarbankans er félaginu gert kleift að hleypa af stokkunum þáttum, sem lengi hafa verið á óskalista og er þar bryddað upp á íjölmörgum nýjungum, segir í fétt frá félaginu. Námskeið og kynningafundir Gerð hefur verið áætlun um nám- skeiðahald og kynningafundi víðs- vegar um land. Eitt þriðjudagskvöld í hveijum mánuði verður fræðsla og myndasýning í húsnæði Land- græðslusjóðs í Fossvogi og standa skógræktarfélögin á höfuðborgar- svæðinu og Skógræktarfélag íslands sameiginlega að fundunum. Verða fjórir fundir haldnir fram í maí en síðan verður þráðurinn tekinn upp á ný í september með fundum fram í desember. Skipulagðar hafa verið skógar- göngur á vegum skógræktarfélag- anna og eru fyrirhugaðar göngur á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Útivistar- svæðið Kjarnaskógur verður kynnt sérstaklega, en í ár verður haldið upp á 50_ára afmæli skógræktar á svæð- inu. í samstarfi við Ferðafélag Akur- eyrar verða einnig skipulagðar göng- ur í Vaðlaskóg. í vor og sumar munu skógræktar- félögin á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir skógargöngum um athafna- svæði sín og verður Græni trefillinn kynntur en það er samheiti yfir rækt- unar- og útivistarsvæði á útmörkum höfuðborgarsvæðisins. Verða stað- | kunnugir leiðsögumenn með í ferðum , og fræða göngumenn um það sem fyrir augu ber. Gengið verður úr | Hafnarfirði og að Mógilsá í 12 áföng- um á fimmtudagskvöldum frá 22. maí til 7. ágúst. Námskeið skógræktarfélaganna Skógræktarfélögin víðs vegar á landinu munu í vor og sumar standa að námskeiðum í skóg- og tijárækt. | Námskeiðin taka einn dag eða tvö kvöld og eru ætluð félagsmönnum skógræktarfélaganna og öðru ( áhugasömu fólki. Lögð verður 1 áhersla á gróðursetningu, tijáteg- undaval og umhirðu tijágróðurs og að námskeiðið sé hagnýtt og fræð- andi. Fyrri hluti námskeiðsins er bóklegur og fer fram innanhúss, en seinni hlutinn er verklegur. Leiðbein- endur verða Arnór Snorrason, Brynj- ólfur Jónsson og Jón Geir Pétursson . skógfræðingar hjá Skógræktarfélagi íslands. * Sumarbústaðaeigendur ( í vor verða einnig haldin tvö nám- skeið í skóg- og tijárækt, fyrir sum- arbústaðaeigendur og þá sem ráða yfir landi til ræktunar. Námskeiðin skiptast í bóklegan og verklegan hluta og verða þau haldin í apríl og maí í húsnæði Landgræðslusjóðs í Fossvogi. Fjallað verður sérstaklega um landlestur, tijátegundaval, þarfir einstakra tijátegunda, gróðursetn- ingu, skýlingu, áburðargjöf, upp- ( græðslu ógróinna svæða, fræsöfnun ■ og sáningu og almenna umhirðu tijá- gróðurs. Leiðbeinendur verða stað- kunnugir skógfræðingar. Andlát NINNA NIELSEN NINNA Nielsen, hús- móðir, lést á sjúkra- húsi í Kaupmanna- höfn 20. febrúar sl., 87 ára að aldri. Ninna fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1909. Foreldr- ar hennar voru Sigur- björn Þorkelsson, kaupmaður í Vísi og síðar forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkur, og kona hans Gróa Bjarnadóttir sem lést | í spönsku veikinni 1918. Ninna starfaði á ljósmyndastofu Lofts Guðmundssonar. Hún giftist 1930 Holger W. Nielsen, tann- lækni, og hefur heim- ili þeirra verið í Kaup- ( mannahöfn. Eignuð- ust þau fjóra syni sem búsettir eru í Dan- j ’ mörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.