Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 22

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Keimlíkar sprengjur Atlanta. Reuter. BANDARÍSKA alríkislögreglan (FBI) sagði í gær að margt væri líkt með sprengjum sem notaðar hefðu verið í nýlegum tilræðum í Atlanta. Fimm manns slösuðust í spreng- ingu á næturklúbbi um síðustu helgi og í síðasta mánuði varð talsvert tjón er sprengja sprakk við læknamiðstöð þar sem fóstureyðingar eru fram- kvæmdar. Að sögn lögreglu er of snemmt að fullyrða að sömu aðilar hafi verið að verki í báðum tilvikum. Á mánudag lýstu samtök, sem kalla sig „Her Krists“ yfir ábyrð á tveimur sprengjutilræðanna, í læknastöðinni og næturklúbbnum, sem er aðallega sóttur af samkyn- hneigðum. Lögregla segist ekki vita hvort um gabb sé að ræða eða hvort að samtökin stæðu að tilræðunum. Sé sú raunin, kunna þau einnig að hafa staðið að sprengjutilræðinu sem var í skemmtigarði í Atlanta meðan á Ólympíuleikunum stóð í fyrrasumar en heimiidir innan FBI herma að margt hafi verið líkt með henni og framangreindum sprengju. -----» ♦ ♦ Bæjaraland Tekizt á um sögusýningu MUnchen. Reuter. UMDEILD sögusýning, sem hefur þann boðskap að venjulegir þýzkir hermenn hafi átt meiri þátt í grimmdarverkum nazista á dögum síðari heimsstyijaldar en almennt hefur verið talið, var opnuð í Munch- en i gær. Borgarstjórinn, jafnaðar- maðurinn Christian Ude, beindi við opnunarathöfnina harðri gagnrýni gegn andstæðingum sýningarinnar úr röðum íhaldsmanna í Bæjara- landi, sem hann sagði að stæðu á bak við áróðursherferð gegn sýning- unni. Sagði hann þá vilja loka augunum fyrir sögulegum stað- reyndum um glæpi sem þýzki herinn hefði borið ábyrgð á. Nokkrir forystumanna CSU, syst- urflokks flokks kristilegra demó- krata í Bæjaralandi, efndu til mót- mæla fyrir utan ráðhús borgarinnar, þar sem sýningin er til húsa, en þeir segja hana rægja orðstír þýzku þjóðarinnar. Allt frá því sýningin var fyrst sett upp í Hamborg fyrir um án hefur deilum um hana ekki linnt. Á bak við hana stendur stofnun, sem kostuð er af tóbaks-auðkýfingnum Jan Philip Reemtsma, en forsvars- menn hennar hafa verið sakaðir um að tengjast vinstri-öfgahópum. Palestínumaður banar einum og særir sex í Empire State-byggingunni 200 hindúar brenna til bana Baripada. Reuter. LÆKNAR reyndu í gær að bjarga lífi tuga manna er fengu alvarleg brunasár í eldi sem blossaði upp í strákofaþyrpingu hindúa, sem voru á ráðstefnu í bænum Baripada í austurhluta Indlands á sunnudag. Að minnsta kosti 200 hindúar brunnu til bana í eldsvoðanum. „Rúmlega hundrað læknar eru að hlynna að sjúklingunum,“ sagði læknir á sjúkrahúsi Baripada. Flest- ir hindúanna höfðu fengið sér blund eftir hádegisverð þegar eldurinn blossaði upp og 168 illa brunnin lík lágu á víð og dreif um svæðið. Yfir- völd sögðu að aðeins hefði verið hægt að bera kennsl á 49 líkanna á staðnum og hin yrðu öll brennd saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær bálförin verður. 187 á sjúkrahús Hindúamir voru á árlegri ráð- stefnu, sem er tileinkuð kenniföð- umum Nigamananda. 187 vom fluttir á sjúkrahús með bmnasár og þar af höfðu 32 dáið í gær. Tugir manna vom með bmnasár á yfír 70-80% líkamans á sjúkrahús- inu í Baripada og 24 til viðbótar vom illa haldnir á sjúkrahúsi í borg- inni Cuttack, um 175 km suðvestur af bænum. Öll fórnarlömbin munu hafa verið karlar. Blaðamaður, sem kom á staðinn 14 klukkustundum eftir eldsvoð- ann, sagði að kofar mannanna hefðu allir brunnið til ösku. „Ætt- ingjar grétu sáran og biðu upplýs- inga frá lögreglunni." Talið er að skammhlaup hafi valdið eldsvoðanum. Allmikill vind- ur var og þurrkur þegar eldurinn kviknaði og hann breyddist því mjög hratt út. Flest fómarlambanna sváfu í átta bambus- og hampkof- um, sem fuðruðu upp á þremur mínútum, og hampi hafði verið dreift um kofana til að sofa á. Mik- ill troðningur skapaðist við einu útgönguleiðina frá kofaþyrping- unni, sem var á knattspyrnuvelli. Konur og börn, sem sóttu ráð- stefnuna, voru í tíu kofum á öðmm stað á vellinum .og eldurinn náði ekki þangað. H.D. Deve Gowda, forsætisráð- herra Indlands, fór á staðinn og sagði að stjómin myndi ræða við leiðtoga hindúa um ráðstafanir til að koma í veg fýrir slíka eldsvoða. Embættismenn sögðu eldsvoðann sýna að eldvörnum væri mjög ábótavant á Indlandi. Reuter LÖGREGLUMENN á varðbergi við Empire State-bygginguna í New York eftir skotárás Palestínumanns á ferðamenn. Skotárás á ferðamenn New York. Reuter. DANSKUR ferðamaður beið bana og sex særðust alvarlega þegar 69 ára Palestínumaður hóf skothríð á ferðamenn í Empire State-bygging- unni í New York á sunnudag. Maðurinn hét Ali Abu Kamal og lést án þess að ná meðvitund eftir að hafa skotið sig með skammbyssu. Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, sagði að maðurinn hefði skot- ið að minnsta kosti átta skotum á 86. hæð byggingarinnar þar sem ferðamenn geta notið útsýnisins ut- andyra. Giuliani sagði að maðurinn hefði verið með skilríki frá palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum sem sýndu að hann hefði búið í Ramallah á Vesturbakkanum og fæðst í Jaffa. Hann kom til New York á aðfanga- dag jóla og keypti byssuna í Flórída í lok janúar. Mikið öngþveiti meðal ferðafólksins „Skothríðin olli miklu öngþveiti," sagði Giuliani. „Þama var mjög margt fólk eins og venjulega síðdeg- is á sunnudögum." Maðurinn sem lét lífið var 27 ára danskur tónlistarmaður og vinur hans, tónlistarmaður frá Connect- icut, særðist lítillega. Sex manns særðust alvarlega, 52 ára Argent- ínumaður, 30 ára Svisslendingur, tveir New York-búar og hjón frá Verdun í Frakklandi. Fimm mánaða drengur og 18 mánaða systir hans meiddust lítillega þegar þau féllu í gólfið í öngþveit- inu. Sameiginleg sveit manna úr bandarísku alrík- islögreglunni FBI og borgar- lögreglunni í Ali Abu New York annast Kamal rannsókn máls- ins. Ekki var vitað hvort árásin hefði verið gerð af stjómmálaástæðum og ekki hefur verið staðfest hvað mað- urinn sagði þegar hann hóf skothríð- ina. Atburðurinn átti sér stað um klukkan fimm e.h. að staðartíma, klukkan tíu á sunnudagskvöld að íslenskum tíma. Hundruð ferða- manna vom á staðnum og hlupu í skjól eða köstuðu sér niður þegar skothríðin hófst. Engin málmleitartæki eru fyrir gesti byggingarinnar. Lögreglan hefur skoðað myndbandsupptöku þar sem tilræðismaðurinn sést fara upp á 86. hæð, klæddur síðum frakka. „Byssan sást ekki og að öll- um líkindum var hún falin undir frakkanum," sagði talsmaður eig- enda byggingarinnar. Empire State-byggingin var vígð árið 1931, er 380 m há og með 102 hæðir. Hún var hæsta bygging heims þar til World Trade Center var reist á Manhattan árið 1971. • • Oflug mótmæli listafólks og fræðimanna gegn hertn löggjöf um útlendinga í Frakklandi Upprisa frönsku menníngarvítanna reglu, sem skrifuðu undir mótmæli París. Morgunblaðið. HERTUM reglum um útlendinga í Frakklandi verður mótmælt í annað sinn slðan um helgina framan við þinghúsið í París í dag. Jafnframt verða andspymufundir í öðrum stærri borgum. Nálægt 100.000 manns fylktu liði í höfuðborginni á laugardaginn og kröfðust frávísun- ar laga kenndra við innanríkisráð- herrann, Jean-Louis Debré, um dvöl þeirra erlendu gesta sem þarfnast vegabréfsáritunar. Fjölmennar mótmælagöngur voru víðar. Tíðindum þykir sæta að „intellíg- ensían", listafólk og fræðimenn, hafi loks rankað við sér og hvatt til mótmælanna. Bent er á í fjölmiðl- um að þetta fólk hafi lítið látið á sér kræla þegar vargöld var sem mest I Bosníu og þegar verkföll vegna efnahagsaðgerða mótuðu til- veru Frakka í fyrravetur. Kvikmyndagerðarmenn áttu nú frumkvæðið og fjölmargir aðrir hópar fylgdu eftir: myndlistarmenn og rithöfundar, blaðamenn og heim- spekingar, lögfræðingar og læknar. Undirskriftum var safnað og hvatt til þess að óhlýðnast reglunum. Reglurnar eru enn til umfjöllunar í þinginu og verða teknar til annarr- ar umræðu af fjórum í dag og á morgun. Evrópuþingið í Strassborg skoraði á fímmtudaginn á frönsku ríkisstjómina að falla frá lagasetn- ingunni. Tilkynningarskylda gestgjafa Fmmvarp Debrés sagði, þar til í síðustu viku, að áritunarskyldir útlendingar þyrftu bréf gestgjafa til að fá landvistarleyfi og seinna tilkynningu hans um brottför við- komandi. Það síðarnefnda hefur sérstaklega valdið úlfúð. Þannig er skylda lögð á einstaklinga og síðan bæjaryfirvöld, um samþykki eða synjun og svo eftirlit með brottför, almennt I lok þriggja mánaða leyfí- legs tímabils. Debré vill herða lög kennd við fyrirrennarann Pasqua, um tilkynn- ingaskyldu þeirra sem hýstu útlend- ing, við komu hans til landsins. Það var Debré áfall að Alain Juppé for- sætisráðherra féllst á að gera breyt- ingartillögu við frumvarpið á fímmtudaginn var. Hún afnemur ákvæðið um tilkynningu við brottför og flytur eftirlit til ríkis og lög- reglu. Þess má geta að allmargir bæjarstjórar hafa sniðgengið Pasqua-reglurnar og kveðjast fúlsa við hugmyndum Debrés. Á sömu sveif em þó nokkrir yfírmenn lög- gegn hertri löggjöf. Juppé neitar að tjá sig um þróun mála fyrr en eftir umræður þingsins í vikunni. Meirihluti Frakka, 67%, styður lög Debrés með breytingunum, samkvæmt könnun sem hægrablað- ið Figaro sagði frá á sunnudag. En þar kom einnig fram að annar hvor Frakki styddi mótmælin gegn laga- setningunni. Tvö andlit Frakklands Dagblaðið Le Monde sagði í gær að Frakkland hefði tvö andlit. Af öðru lýsti samvinna og sveigjan- leiki, hitt væri markað gæslu eigin hagsmuna. Hætta væri á að hið síðamefnda skyggði á þá ásjónu vinarþels sem Frakkar hefðu kapp- kostað að sýna. í leiðara blaðsins er svipuðum áhyggjum lýst: „Frakkar hafa kynnt sig sem örláta menningarþjóð, fúsa til að veita þeim hæli sem þurfa. En þeir sem horfa að utan tengja kynþátta- fordóma og óheilbrigða stífni æ meira við Frakkland." Lækkandi tölur um innflytjendur birtust í dagblaðinu Liberation um helgina. Tæp 70.000 fluttust til Frakklands 1995, 18% færri en árið áður. Fjölskylduástæður voru algengastar og Afríkufólk fjöl- mennast. Lögregla hafði gert ráð fyrir 20.000 manns I mótmælunum og forsprakkar spáðu 50.000 ef allt gengi að óskum. Reyndin varð 80- 100.000 manns ef marka má sam- dóma álit fjölmiðla. Eftir á gaf lög- reglan upp töluna 33.000 og skipu- leggjendur 150.000. Sannleikurinn- er þarna á milli. Fyrir íslending var ánægjulegt að sjá hóp innflytjenda marsera undir slagorðinu „121 erfítt nafn“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.