Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 45

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 45 HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR ELÍN KARÍTAS BJARNADÓTTIR + Hulda Þórðardóttir fæddist á Miðhrauni í Miklaholts- hreppi 20. júní 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. febrúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaða- kirkju 21. febrúar. Elsku mamma mín, nú er komið að því að kveðja í bili. Þegar ég var ellefu mánaða kom ég í fóstur til þín og pabba og frá þeim tíma hafið þið verið pabbi og mamma og svo verður víst alltaf. Þú kenndir mér bænir, lestur, skrift og reikning við eldhúsborðið í Miðgarði á meðan þú varst að sauma, skrautrita eða teikna og mála. Einnig kenndir þú Huldu dóttur minni það sama. Börnunum mínum sex hefur þú verið besta amma sem til er og eiga þau öll góðar minning- ar um þig. Halldór, Ragnar, Þórólfur, Gústi og Elli tala um það þegar amma var að spila á gítar fyrir þá fyrir tæpu ári og syngja. Þau eru víst ófá lögin sem þeir kunna sem amma söng. Það er líka talað um það hér þegar farið var í beijamó með ömmu og líka þegar við komum til íslands fyrsta febrúar síðastliðinn og heimsóttum ömmu á spítalann og amma ætlaði að láta sér batna og koma heim. Ellefta febrúar fór- um við svo hingað heim frá ís- landi. Fjórtánda febrúar fengum við svo að vita að baráttu þinni væri lokið. Allan tímann sem þú háðir þína baráttu við sjúkdóm sem enginn getur læknað, þá var aldrei neitt að þér. Þú kvartaðir aldrei en ætlað- ir bara að láta þér batna. Ef ég ætti að rekja ævisögu þína þá tæki hún aldrei enda. Þegar ég ákvað að skilja við manninn minn fyrrverandi fékk ég húsaskjól hjá þér með sex börn og það þótti þér sjálfsagður hlutur. Ég he!d að það séu fáir sem hafa komist með tærnar þar sem þú hafðir hælana og þú varst klett- urinn í fjölskyldunni, til þín var allt- af hægt að leita með hvað sem var. Oft óska ég þess að ég hefði brot af þínum viskubrunni. Gústi og Elli tala um að nú sé amma engill hjá Guði á fallegu skýi og horfi á okkur. Þú kemur alltaf til með að lifa í minninguni hjá okkur. Ég og öll mín börn þökkum þér fyrir öll yndislegu árin og alla sam- veruna og biðjum Guð að geyma þig fyrir okkur öll. Valgerður Kristjáns. Elsku amma mín, nú skilja leiðir okkar í þessum heimi. Þegar ég hugsa til baka, hugsa ég um öll þau skipti sem ég sat hjá þér, talaði við þig um heima og geima ojg lærði um leið svo ótal margt. Eg held að það sem ég hef lært á mínum sextán árum eigi ég að mestu leyti þér að þakka. Ég man eftir því þegar þú sast í eldhúsinu í Hæðarbyggðinni og málaðir blóm og landslag og hvað ég naut þess að horfa á þig búa til málverk og kenna mér að teikna um leið. Einnig man ég eftir því þegar við áttum heima á Patreks- firði og þið afi unnúð í Kaupfélag- inu og þá varst þú vön að sitja með mig, sex ára gamla, í fanginu, þeg- ar lítið var að gera og kenna mér að lesa. Þú varst alltaf snillingur í höndunum og kenndir mér að pijóna og sauma og búa til púða með allskonar myndum. Ekki er hægt að gleyma því þegar þú sast hjá mér á kvöldin og söngst fyrir mig hvert lagið á fætur öðru þang- að til ég sofnaði eða sagðir mér sögur af Ingibjörgu langömmu og Þórði langafa eða bernsku þinni. Eða þegar hálskirtlarnir og nefkirtl- arnir voru teknir úr mér, þar varst þú við hlið mér og hélst vernd- arhendi þinni yfir mér allan tímann. Svo má ekki gleyma því þegar ég fór í ferðalagið með ykkur afa kringum landið. Þar gerðist margt, til dæmis þegar rúðuþurrkurnar fóru af stað í glaða sólskini og þeg- ar hlífðarpannan undan bílnum losnaði, hlóst þú að öllu saman og hafðir gaman af. Þegar ég útskrif- aðist síðastliðið vor úr barnaskóla sagðir þú við mig að nú værir þú búin að gera þitt, ala upp þijú börn og einnig mig, litla barnið á heimil- inu. Þú sagði mér að ég hefði verið bæði sólargeisli ömmu og afa og einnig dóttir ykkar að vissu marki, venga þess að ég hefði fæðst hjá ykkur, verið skírð hjá ykkur, byijað í skóla hjá ykkur, fermst hjá ykkur og útskrifast úr barnaskóla hjá ykkur. Ég vildi óska að þú gætir verið viðstödd þegar ég útskrifast sem fatahönnuður eftir þijú og hálft ár vegna þess að ég veit að það hefði glatt þig að vera við- stödd, en vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Ég ætla að kveðja þig, elsku amma mín, Guð geymi þig. Hvíl í friði. Ingibjörg Hulda Tove Markhus. + Elín Karítas Bjarnadóttir fæddist á Akranesi 11. febr- úar 1917. Hún lést á Landspítal- anum 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 24. febrúar. Þegar ég minnist kærrar vinkonu Elínar Bjarnadóttur í örfáum orð- um, koma mér i hug orð Páls post- ula til Filippímanna: „Verið ávallt glaðir í Drottni, ég segi aftur verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir með neitt held- ur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð." Þessa gleði átti hún samfara trúnni i svo ríkum mæli. Kynni okkar Elínar voru löng. Hún var tíu árum eldri en ég. A þeim árum þegar ég var að alast upp á Skagan- um þekktu allir alla. Eg man svo vel eftir því hvað ég, sem krakki, dáðist að glæsileika Elínar og lang- aði til að likjast henni. Á unglings- árum mínum kynntist ég Elínu vel. Hún var þá gift kona með lítil böm og bjó í Borgartúni fyrir innan Akranes. Stundum á góðviðrisdög- um gengum við nokkrar vinkonur inn að Borgartúni til þess að heim- sækja Elínu og eiga með henni stund um lestur Guðs orðs. Síðar eftir að ég giftist bjuggum við báð- ar í nokkur ár við Heiðarbrautina, þar til Elín fluttist með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar. En við tókum upp þráðinn aftur er ég fluttist með fjölskyldu mína til Reykjavíkur fyr- ir rúmum þijátíu árum og hún þá einnig búsett í Reykjavík. Bar þá fundum okkar oft saman. Það var ávallt uppörvandi að vera í nærveru Elínar, glaðværð hennar var smit- andi og frásagnarhæfileikar hennar nutu sín vel í hópi vina. Hún átti svo margt að gefa. Mér er ógleym- anleg ferðin okkar til sólarlanda þar sem við héldum upp á stórafmælin okkar, sem voru með þriggja daga millibili. Samveruna þar og allar aðrar gleðistundir með henni geymi ég_í sjóði minninganna. í lífi Elínar skiptust á skin og ' skúrir. Sjúkdóma og ýmsa erfið- leika þurfti hún að glíma við. En það var einmitt þá sem hún sýndi hvað best, hvem mann hún hafði að geyma. Hún átti bjargfasta trú á Frelsarann og vissi hvert hún átti að leita, hún kunni að gera óskir sínar kunnar Guði í öllum hlut- um. Þess vegna tókst henni að bera höfuðið hátt og mæta með reisn því sem að höndum bar. Hún átti miklu bamaláni að fagna. Hún var góð móðir og uppskar ríkulega af því sem hún sáði í hjörtu barna sinna. Hún var umvafín kærleika þeirra og umhyggju alla tíð og ekki síst þegar kraftarnir vom þrotnir. Elín fór aldrei í felur með trú sína, hún varð að segja öðrum frá því sem hún átti í trúnni á Jesú Krist, Hann var hennar leiðarljós í lífinu. Sátt við Guð og menn kvaddi hún þennan heim og fór á fund Frelsara síns. Öllum ástvinum Elínar votta ég og fjölskylda mín innilega samúð og bið þeim blessunar Guðs um ókomin ár. Blessuð sé minning mætrar konu. Sveinbjörg H. ^ Arnmundsdóttir. SIGURÐUR JÓNSSON + Sigurður Jónsson fæddist á vallalaug og í litlu búðina á Stein- Núpi undir Vestur-Eyja- um. fjöllum 15. október 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóradals- kirkju 15. febrúar. Sigurður bóndi er allur og er það með trega og miklum söknuði sem ég kveð hann í hinsta sinn. Ég dvaldi nokkur sumur sem unglingur hjá þeim Sigga og Mörtu á Selja- landi og má segja að kynni mín af þeim og sveitinni allri hafi haft af- gerandi áhrif á mig til frambúðar. Á þessum tíma er einstaklingurinn mjög móttækilegur og upplifanir stórbrotnar samkvæmt því. Dvöl í sveit myndar mikilvægt mótvægi við hraða borgarinnar, hávaðann, ofgnóttina og ofverndun fjölskyldu. Hvað mig varðaði var mikilvægt að koma í sveit föður míns, feta í fótspor hans og kynnast sveita- störfum. Hjá Sigga og Mörtu lærði ég að meta hluti á annan hátt en áður, skoða frá mismunandi sjónarhorn- um, bera virðingu fyrir því sem landið gefur af sér og umgangast land og dýr með virðingu. Sveita- dvölin varð einnig til þess að ég upplifði fjölskyldu og foreldra mína á nýjan hátt, fjölskyldubönd styrkt- ust. Tíðar heimsóknir þeirra til mín með lesefni og gotterí voru ómetan- legar og ógleymanlegt þegar hers- ingin kom að sunnan og sló upp tjaldhúsi í túnfætinum. Vistin hjá Sigga og Mörtu var í alla staði hin besta enda störfin margbreytileg og atlæti gott. Glað- værð og vinarþel ríkti einatt og átti Sigurður marga vini í sveit- inni. Á kvöldin og um helgar var því oft mannmargt á bænum og glatt á hjalla. Þegar vel lét og tími gafst til var farið í heimsóknir um sveitina og jafnvel austur í Selja- Eftir að sveitadvölinni lauk heim- sótti ég Seljaland oft, fyrst í fylgd vina og vinnufélaga á leið um land- ið, síðar með konu minni Fjólu og nú undanfarin ár með börnin. För- um við þá fjölskyldan til að hitta vini okkar, kíkja á kálfana og fylgj- ast með sauðburði, slætti eða fjár- rekstri. Á Seljalandi hefur okkur ávallt verið vel og vinalega tekið og hefur vinskapur okkar styrkst og vaxið með árunum. Minnisstæð er ferð okkar austur sl. vor en þá fór Siggi með okkur út í fjárhús og gáfu börnin heimalningunum mjólk að drekka með hans hjálp. Síðastliðið haust, stuttu eftir að + Sigríður Þórðardóttir fæddist í Hraunsmúla í Kol- beinsstaðahreppi 15. septem- ber 1907. Hún lést á Elliheimil- inu Grund 10. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 19. febrúar. Elsku amma, við munum þá tíma á Feijubakkanum hvað þú varst ég hóf störf á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, tók ég á móti Sigurði bónda vegna veikinda sem staðið höfðu í nokkrar vikur og ekki látið undan meðferð. Þá vaknaði grunur um að undirliggjandi gæti verið alvarlegri sjúkdómur og var sú raunin. Sigurð- ur háði stutta en hetjulega baráttu og var ég þeirra forréttinda aðnjót- andi að geta verið hjá honum og Mörtu síðustu dagana. Laugardagskvöldið 8. febrúar áttum við stund saman sem líður mér ekki úr minni. Þó ljóst væri að hveiju stefndi kom kallið fyrr en margan grunaði. Missirinn er mikill og sár. Fyrir okkur sem þekktum Sigga og nutum samvista hans síðustu dagana er eftir á að hyggja ákveðinn feginleiki að stríð- ið varð þó ekki lengra. Innilegar samúðarkveður til ykk- ar, Marta, Auður og Björgvin sem og annarra aðstandenda. Helgi Hafsteinn Helgason. alltaf tilbúin til að taka á móti okk- ur opnum og hlýjum örmum. Það var öryggið og umhyggjan sem lað- aði okkur að þér. Við sjáum svo eftir þér og við vitum að þú ert á góðum og hlýjum stað því það er það sem þú skildir eftir þig, og þú átt alltaf stað í hjarta okkar og munum við halda fast í minninguna um þig, elsku amma. Egill, Kristján og Július. Lokað Vegna útfarar GUÐMUNDAR SVEINSSONAR, fyrrv. skólameistara F.B., verður skólinn lokaður miðvikudaginn 26. febrúar nk. frá kl. 12.00-16.00. Fjölbrautaskólinn f Breiðholti. Skólameistari. SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓNSSON, Aðalgötu 5, Keflavík, lést sunnudaginn 23. febrúar á Sjúkra- húsi Suðurnesja. Solveig Ólafsdóttir, Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Jón Ágúst Guðjónsson, Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. * t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR MALMQUIST lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 23. febrúar. Guðbjörg Malmquist, Ása Malmquist, Einar Fr. Malmquist, Gunnar Malmquist, Úlfar Malmquíst, Gunnar M. Gunnarsson og fjölskyldur. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, NIKULÁSAR MAGNÚSSONAR, Völvufelli 48, Reykjavík. Vilborg Jónatansdóttir, Finnur Nikulásson, Edda Þorvaldsdóttir, Gunnar Nikulásson, Gro Tove Sandsmark, Anna Nikulásdóttir, Jóhann Filippusson, Kristján Nikulásson, Katrin Guðlaugsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.