Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hanes-hjónin fá mánaðarfrest til að yfirgefa landið Framsals- beiðni vænst í næstu viku DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur að tilhlutan forsætisráðherra heimilað Hanes-hjónunum að dveljast hérlendis mánuði lengur en gert var ráð fyrir í samkomu- lagi þeirra við Útlendingaeftirlitið, eða til 1. apríl. Hjónin höfðu samþykkt að fara úr landi í dag, en ræddu við for- sætisráðherra og fengu frest á þeim forsendum að mál þeirra hérlendis væru ekki fullfrágengin. Þegar þau samþykktu að fara úr landi 1. mars var það gert með vitund fulltrúa bandaríska sendi- ráðsins, sem féllst á í því sam- bandi að kröfu um framsal hjón- anna til Bandaríkjanna yrði slegið á frest. Fara kannski fyrr utan Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, segir að sendiráðið hafi hins vegar ákveðið, þar sem brottför hjónanna frest- ast, að málið verði sett í gang að nýju og framsalsbeiðni muni ber- ast í næstu viku. „Við verðum að haga okkur í samræmi við lögin um framsal sakamanna og þann samning sem er í gildi um þetta á milli íslands og Bandaríkjanna. Því er mögu- leiki á að hjónin fari úr landi fyrir 1. apríl, en fari málið í farveg framsals og óski þau eftir að bera kröfuna undir dómstóla, gæti það tafið slíka lausn,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur sendiráðið fylgst grannt með málinu og haft grun- semdir um að hjónin muni ekki standa við heit sitt um að fara á tilsettum tíma. Af þeim sökum bregðist það svo fljótt við nú. 3,5% aukning í sölu á inn- lendum ostum SELD voru 3.423 tonn af osti framleiddum á íslandi á síð- asta ári. Þetta er aukning upp á 123 tonn milli áranna 1995 og 1996, eða 3,5%. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru flutt inn 90 tonn af ostum á síðasta ári, sem er 364 grömm á hvem landsmann. Heildameysla á ostum á árinu 1996 var 14,1 kg á hvem landsmann. Óskar Gunnarsson, hjá Osta- og smjörsölunni, sagði að menn væm ánægðir með að ná 3,5% aukningu í sölu á innlendum osti. Söluhæsti ost- urinn var gouda 26% og í öðru sæti gouda 25%. Skólaosturinn var í næsta sæti, þá mozza- rella sem að mestu er notaður í pitsur og þá loks brauðostur. Magrir ostar æ vinsælli Óskar sagði að salan hefði færst nokkuð frá feitari ostum yfir í magrari og einnig hefði sala á kotasælu og gouda 11% aukist mikið. Andstaða við að ístak flytji inn bandaríska iðnaðarmenn MIKIL andstaða er meðal félagsmanna í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Iðnsveina- félagi Suðumesja við því að veita atvinnuleyfi fyrir bandarískt vinnuafl vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Verktakafyrirtækið ístak, sem hefst handa við endurnýjun flugskýlis bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli í marslok, hyggst sækja um atvinnuleyfí fyrir nokkra bandaríska iðnaðar- menn til að vinna hluta verksins. „Þarna er um að ræða 15-20 starfsmenn sem eru sérhæfðir í ákveðnum verkum, eins og t.d. að hreinsa asbest, blý og PCB, og eru með þjálf- un samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í útboðsgögnum til þess að vinna þessi verk,“ segir Grétar Halldórsson, verkfræðingur hjá ís- taki. Sigfús Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðumesja, segir það ekki koma til greina að * Einu Islendingarnir sem uppfylla skilyrðin starfa hjá keppinautinum veita atvinnuleyfi fyrir bandaríska iðnaðarmenn á félagssvæðinu en þegar sótt er um atvinnu- leyfi fyrir útlendinga er leitað umsagnar verka- lýðsfélaga á viðkomandi svæði. Að fenginni umsögn verkalýðsfélaganna tekur félagsmála- ráðherra ákvörðun um veitingu leyfanna. Kristján Gunnarsson, formaður Verkaiýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir það afar fátítt að veitt séu atvinnuleyfí fyrir útlendinga á fé- lagssvæðinu og þá sé það eingöngu af fjöl- skyldu- eða mannúðarástæðum. Hann segir að hvert tilfelli verði skoðað fyrir sig og að ein- göngu verði gefín leyfí ef engir íslendingar geti uppfyllt kröfur um að vinna tilskilin verk. Stefnan að ráða sem flesta Suðurnesjamenn Spurður hvort ljóst sé að enginn íslendingur hafí þá þjálfun sem þarf til að vinna umrædd verk segir Grétar að einu fagmennirnir sem uppfylli skilyrðin hér á landi séu starfandi hjá Keflavíkurverktökum, sem einnig buðu í verkið á sínum tíma. „Það segir sig sjálft að það geng- ur ekki að vera að bjóða í verk og nýta sér síð- an starfsmenn keppinautarins," segir hann. Að sögn Grétars munu alls um 50 manns koma að verkinu og þar af verða hinir umdeildu 15-20 sérhæfðu starfsmenn aðeins í skamman tíma. „Annars er okkar stefna sú að ráða til verksins Suðurnesjamenn, svo lengi sem við fáum þá,“ segir Grétar. Morgunbláðið/Sigurður Sigmundsson Samkomulag um loðnu undirritað LARS Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra undirrituðu í gær í Ráðherra- bústaðnum yfírlýsingu þar sem stað- fest var samkomulag Grænlendinga og Islendinga um loðnuveiðar frá því fyrr í mánuðinum. „Ég vona að þessi undirritun sýni í verki viljann til frekara samstarfs þjóðanna," sagði Lars Emil á blaða- mannafundi eftir undirritunina. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ákveðið að hefja samninga um fiskveiðar á Reykjaneshrygg utan 200 mílnanna og veiðar við miðlínu norðvestur af íslandi. Opinberri heimsókn Lars Emils Johansens lýkur í dag. Hann mun m.a. heimsækja Þingvöll og Hvera- gerði. ■ Sýnir vonandi/33 Mikil fundahöld fyrirhuguð um kjaramál yfir helgina Viðræðum um færslu taxta að launum miðar vel Titrarinn aðstoðar flugumar ÞAÐ fór illa fyrir hunangsflug- unum i gróðurhúsi Helgu Karls- dóttur og Guðjóns Birgissonar á Flúðum á dögunum. Flugurnar gegna því hlutverki að fljúga um gróðurhúsið og fijóvga tómata- plöntur. Gróðurhúsið er eina gróðurhúsið á landinu þar sem ræktaðir eru tómatar með aðstoð raflýsingar. Flugurnar áttuðu sig ekki á því að gula Ijósið í loftinu var rafmagnspera en ekki tómatablóm og flugu á peruna og dóu. Þetta var tilfinnanlegt tjón fyrir Guðjón og Helgu því að hunangsflugur eru dýrar. Til að bjarga málum var ekki um annað að ræða en að taka upp gömlu aðferðina og frjóvga með titrara, en sú aðferð var notuð í mörg ár áður en heimild fékkst til þess að flytja inn hunangsflugur og áður en mannfólkið uppgötvaði ágæti þessa hjálpartækis. Á myndinni er Þóra Sædís Braga- dóttir með titrarann góða. Núna er hins vegar búið að kaupa nýjar hunangsflugur og þeim er hleypt út úr búum sínum tvisvar á dag, en fyrst er slökkt á ljósaperunum. Þegar þær hafa frjóvgað nægju sina er búunum lokað og kveikt á perunum að nýju. Titrarinn hefur því verið lagður til hliðar á ný. VIÐRÆÐUR samtaka vinnuveit- enda og formanna landssambanda ASÍ héldu áfram hjá sáttasemjara í allan gærdag og var leitað sam- komulags um aðferðir við að færa taxta að greiddu kaupi. „Við þokuðum áfram umræðunni um hvernig hægt væri að færa taxta að greiddu kaupi. Við höfum verið að ræða nýjar hugmyndir sem við höfum verið að þróa á milli okkar og munum halda því áfram á morgun (laugardag). Það er ekk- ert sem bendir til annars en að við getum lokið þeim þætti á morgun,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í gær- kvöldi. Reiknað er með að kjaraviðræð- um landssambanda og vinnuveit- enda verði haldið áfram yfír alla helgina en að sögn Þórarins hefur gengið illa að koma á samninga- fundum með forystu Dagsbrúnar þessa dagana. „Okkur virðist að þeir séu mjög uppteknir af undir- búningi aðgerða," segir hann. Vinnutímabreytingar Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði að viðræður hefðu þokast áfram í gær en þær héldu áfram í dag. Kvaðst hann gera ráð fyrir að umræða yrði einnig tekin upp um útfærslu á vinnutímabreyt- ingum yfir helgina. Hins vegar hefði ekkert verið rætt um launaupphæð- ir í væntanlegum samningum. „Við söknum þess að heyra ekk- ert í stjómvöldum landsins. For- menn landssambandanna lögðu fram heildstæðan pakka til lausnar á þessu máli. Mér fínnst það ótrú- lega gamaldags hugsunarháttur að taka það sem einhvem óskalista. Það er hann ekki, heldur heildstæð lausn og stjórnvöld eiga ekkert með það að bíða, því þetta er hluti af lausninni," sagði Björn Grétar. Greiðir 900 þús- und fyrir hund HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt öku- mann og tryggingafélag hans til að greiða rúmar 900 þúsund krónur í bætur til íslenska ríkisins. Öku- maðurinn ók yfír hund, sem var sérþjálfaður til leitar að fíkniefnum. I dóminum kom fram, að gæslu- maður leitarhunda var að opna afturdyr sendibifreiðar og voru laus- ir hundar hjá honum. Bílstjórinn kom akandi eftir veginum og hljóp einn hundanna í veg fyrir bílinn, varð undir honum og drapst. Hæstiréttur metur það gæslu- manninum til gáleysis að vera á ferð með lausa hunda á bílvegi, án þess að gera ráðstafanir til að af- stýra því að þeir hlypu frá honum. Þótti eðlilegt að ríkið bæri þriðjung tjóns síns. Hins vegar viðurkenndi bílstjór- inn að hafa séð gæslumanninn með hund og var lagt til grundvallar dómi að hann hefði ekki dregið nægilega úr ferð bílsins. Af hálfu ríkisins var farið fram á bætur sem næmu kaupverði á fullþjálfuðum leitarhundi, tveggja og hálfs árs gömlum, auk greiðslu ýmiss kostnaðar. Hæstiréttur taldi tjón ríkisins tæpar 1,4 milljónir króna og þar af var ökumanninum gert að greiða tvo þriðju, eða rúm 900 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.