Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 15 Framkvæmdir við Borgarbraut og Dalsbraut Almenn kynning haldin í Glerárskóla ALMENNUR kynningarfundur á vegum Akureyrarbæjar vegna framkvæmda við lagningu Borgarbrautar og Dalsbrautar og smíði brúar yfir Glerár verð- ur haldinn í Glerárskóla, stofu 6, næstkomandi mánudags- kvöld, 3. mars og hefst hann kl. 20. Athugun á frummati á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhug- aðra framkvæmda er hafin, en markmið með framkvæmdum er að bæta samgöngur innan bæjarins og stuðla að bættu umferðaröryggi. Fram kom í frétt vegna fram- kvæmdanna í blaðinu í vikunni að þær muni hafa áhrif á íbúða- byggð, en útreikningar benda til að hávaði frá umferð um Borgarbraut fari lítillega yfir viðmiðunarmörk sunnan Bakka- hlíðar en þess er ekki getið að svo verður ekki fyrr en eftir gildistíma Aðalskipulags Akur- eyrar 1990-2010. Uppsagnir hjá ÚA Sárindi meðal starfsfólks MIKIL sárindi eru meðal starfs- fólks Útgerðarfélags Akureyringa vegna uppsagna nítján starfs- manna í þjónustudeildum og á skrifstofu fyrirtækisins. „Flestir þessara starfsmanna hafa verið mjög lengi hjá fyrirtæk- inu og allir vita að það er ekki auðhlaupið í aðra vinnu,“ segir Þorleifur Ananíasson, trúnaðar- maður starfsmanna á skrifstofu ÚA, en af þeim nítján sem sagt var upp eru sex starfsmenn á skrifstofu. Spurð um viðbrögð við hug- myndum um breytingar á bónu- skerfi segist Erna Magnúsdóttir, trúnaðarmaður í frystihúsi, ekki vilja tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu. ----♦ ♦ ♦ Kaffitón- leikar ÁRLEGIR kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimilinu á morgun, sunnudag, að lokinni messu. Á efnisskránni verða íslensk sönglög í kórútsetnignu. Helga Bryndís Magnúsdóttir spilar undir á hinn nývígða flygil Tónlistarfé- lags Akureyrar. Boðið verður upp á kaffi og kökur og er verð 800 krónur fyrir fullorðna, 400 fyrir börn 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. ----♦ ♦ ♦--- Tónleikar Passíukórsins PASSÍUKÓRINN á Akureyri held- ur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 2. mars kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. lög Theodorakis og kirkjuleg verk frá 16. og 17. öld. Einsöngvarar verða Inga Eydal og Aðalsteinn Bergdal. Stjórnandi er Roar Kvam. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Reynt við rækjuna UM 240 tonnum af rækju var landað úr Svalbak EA í vikunni, en þetta var fyrsti rækjutúr tog- arans á árinu og er fyrirhugað að sögn Sæmundar Friðriksson- ar að hann fari aftur á rækju- veiðar á morgun. Iðnaðarrækj- an var send til vinnslu hjá Hóla- nesi á Skagaströnd, en annað hráefni selt til Japan, Kína og Evrópu. „Við erum að reyna við rækjuna núna, það verður að skipta þessu svolítið á milli teg- unda,“ segir Sæmundur. Mikið af ferðafólki sækir dekurdaga á Akureyri Morgunblaðið/Kristján DEKURDAGAR á Akureyri hafa farið vel af stað og hefur verið mikið af ferðafólki í bænum, að sögn Guðmundar Birgis Heiðars- sonar, forstöðumanns Upplýs- ingamiðstöðvarinnar á Akureyri. Dekurdagarnir, sem standa yfir frá 21. febrúar til 2. mars, eru ekki síður settir upp fyrir heima- menn en gesti og verður há- punkturinn nú um helgina. Um 100 manns tóku þátt í jeppadegi fjölskyldunnar nýlega en farið var á fjölda jeppa að Sörlastöðum í Fnjóskadal. Þar var brugðið á leik, auk þess sem jepparnir voru reyndir í snjón- um. Myndin var tekin áður en lagt var af stað í Fnjóskadalinn. Um helgina verður mikið um að vera, bæði á skiða- og skauta- svæðunum og ekki síður á veit- ingahúsum í bænum, auk þess sem boðið verður upp á leiksýn- ingar á vegum LA og Freyvangs- leikhússins og listsýningar svo eitthvað sé nefnt. 40 ára afmæli kven- félagsins Baugs í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. KVENFÉLAGIÐ Baugur í Gríms- ey fagnaði 40 ára afmæli sínu síðastliðið sunnudagskvöld. Var þá haldinn aðalfundur og á eftir efnt til matarveislu fyrir félagskonur. Kvenfélagið var stofnað 24. febrúar 1957 og voru stofnfélagar 16. Helstu markmið félagsins hafa frá upphafi verið að starfa að mannúðar- og menningarmálum. Hefur alla tíð verið ríkur þáttur í starfseminni að halda uppi félags- lífi í eynni, jafnt fyrir böm sem fullorðna og má þar nefna að fé- lagskonur sjá um að halda jólatré- skemmtanir, þorrablót og þá sjá þær um hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn fyrsta og 17. júní. Árlegt Fiskeafmæli Einnig sjá þær um árleg hátíðar- höld vegna svonefnds Fiskeafmæl- is sem jafnan er haldið 11. nóvem- ber, á afmælisdegi Willard Fiske sem var velgjörðarmaður Grímsey- inga. Auk þessa sjá þær um dans- leiki og ýmislegt annað sem göfgar andann og gleður hjartað. Félagið hefur aðstöðu í Félags- heimilinu Múla og á raunar hlut í því húsi á móti hreppnum og rík- inu. Fyrsti formaður félagsins var Ingibjörg Jónsdóttir, sem nú er látin, en hún var ein aðalhvata- konan að því að félagið var stofn- að. Nú em félagar 30 og formaður er Guðrún Gísladóttir. Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11. Öll börn hjartanlega velkomin. Munið kirkju- bílana. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Herra Ólafur Skúlason prédik- ar. Kór Akureyrarkirkju og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngja. Stuttur helgileikur, ung- menni aðstoða, vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra. Kaffitónleikar kórs Akureyrarkirkju í safnaðarheimili eftir messu. Æskulýðsfundur í kapellu kl. 17. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili. Mömmu- morgun kl. 10 til 12 á miðvikudags- morgun. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15. Hádegistónleikar næsta laugardag. GLERARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun. Hóp- ur Suzuki-nemenda mun koma í heimsókn og leikur nokkur lög í upphafi. Barnakór kirkjunnar syng- ur. Foreldrar eru hvattir til að fjöl- menna með börnum sínum. Æsku- lýðsguðsþjónusta verður kl. 20.30. Hátíðarfundur æskulýðsfélagsins verður í safnaðarsal að guðsþjón- ustunni lokinni. Fermingarbörn em hvött til að mæta. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18.10 þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á sunnudag. Ungl- ingaklúbbur kl. 16 sama dag og kl. 20 er almenn samkoma. Heimila- samband kl. 16 á mánudag. krakka- klúbbur kl. kl. 17 á miðvikudag, biblía og bæn kl. 20.30 sama dag. Ellefu plús mínus á fimmtudag kl. 17. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA kirkjan við Eyrar- landsveg 26, messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma, brauðsbrotning á morgun, sunnudag kl. 11. Samkoma kl. 14. Barnablessun. Ræðumaður Vörður L. Traustson. Mánudags- miðvikudags- og föstudagsmorgna em bænastundir frá kl. 6-7. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir vel- komnir. Vonarlínan; sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritningunni. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa í kirkjunni kl. 18. í til- efni æskulýðsdagsins. Hljómsveitin Garfield spilar og messan verður að mestu borin uppi af ungu fólki. Kirkjukaffi verður í messulok. Starf með 12 ára börnum á þriðjudag kl. 13. Mömmumorgunn á miðvikudag frá 10 til 12. Föstusamvera á horn- brekku kl. 20 á miðvikudagkvöld. 12. Passíusálmur lesinn. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli á morgun, swnnudag kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Níels Erlingsson kynnir Gídeonfélagið. Unglinga- fundur á föstudag kl. 20.30 á Sjón- arhæð. Allir em velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.