Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 32

Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 32
32 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 33 IMtanpmMafrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNINGJAR TIL VARNAR ETTHVERT nýstárlegasta verkefni hérlendis í vímuefna- vörnum er Jafningjafræðsla framhaldsskólanna og á þetta verkefni eins árs afmæli í dag, 1. marz. Frá því að starfsemin hófst hafa um 6.000 framhaldsskólanemendur víðsvegar um land, um 2.000 grunnskólanemendur og 3.000 nemendur Vinnuskóla Reykjavíkurborgar fengið heimsókn frá Jafningjafræðslunni. Upphaflega var um að ræða tilrauna- verkefni, en í ljósi reynzlunnar hafa aðstandendur verkefnis- ins ákveðið að framhald verði á og starfsemin verði fastur liður í forvarnastarfi í framtíðinni. Markmið Jafningjafræðslunnar er að jafningjar, þ.e. fólk á svipuðum aldri og með svipuð áhugamál, fræði jafningja sína um skaðsemi og áhrif áfengis og annarra vímuefna, en með því móti er talið að draga megi úr neyzlu þeirra. Aðstand- endurnir benda á að ungt fólk taki oft meira mark á jafnöld- rum sínum og skólafélögum en hinum fullorðnu, t.d. foreldr- um og kennurum. Því til stuðnings vitna þeir í rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og sýna að vinahópur hef- ur mikil áhrif á lífsstíl fólks, þar á meðal áfengis- og fíkni- efnaneyzlu. í forystugrein Morgunblaðsins í desember 1995, er Jafnin- gjafræðslan var að fara af stað og mikil umfjöllun hafði verið um svokallaðar E-töflur í þjóðfélaginu, sagði blaðið: „í eiturumhverfi líðandi stundar eru öll börn í hættu, mitt barn, þitt barn, okkar börn. Öll ábyrg þjóðfélagsöfl verða að leggjast á árar gegn helför eiturefnanna, fjölmiðlar, heim- ili, kirkja, lögregla, skólar og æskulýðsfélög. En sterkasta vörnin býr í framtaki og hugviti uppvaxandi kynslóðar.“ Upphaflega var Jafningjafræðsla framhaldsskólanna sett á stofn sem samvinnuverkefni menntamálaráðuneytisins og Félags framhaldsskólanema. Nú er hún metin sem verulegt framlag til varnar aukinni neyzlu unglinga á áfengi og tób- aki og annarra hættulegra vímuefna. Aldrei fyrr hefur íslenzkt þjóðfélag staðið frammi fyrir jafnmiklu framboði af hvers konar vímuefnum og það gerir nú á dögum. Mikið er því í húfi að vímuvarnir séu teknar föstum tökum. BARÁTTAN VIÐ HUNGUR FÁTT ER ÁTAKANLEGRA en að sjá myndir af svelt- andi börnum, sem birtast í blöðum og sjónvarpi, þeg- ar hungursneyð skellur á í fjarlægum löndum. Þá tekur umheimurinn oftast við sér og söfnun er hrint af stað til aðstoðar. Fljótlega beinist athyglin að öðru og þá virðist gleymast, að hungur er viðvarandi vandamál víða um heim - alla daga ársins, ár eftir ár. Samkvæmt upplýsing- um frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) búa um 800 milljónir manna við hungur. Flesta rekur líklega í rogastans, þegar þeir heyra svo háa og ógnvænlega tölu um hungrað fólk, svo háa að hún virðist óraunveruleg. Það ljós er þó í myrkrinu, að hungruðum hefur fækkað um eitt hundrað milljónir síðustu áratugina, en þeir voru taldir um 900 milljónir áður. Þetta er að sjálfsögðu afrek úr af fyrir sig, þótt hungurvofan sé skæð sem fyrr. Rétt er að hafa í huga, að á þeim tíma, sem þessi árangur hefur náðst, hefur mannfólkinu fjölgað gífurlega. FAO efndi til ráðstefnu í Róm í nóvembermánuði sl., þar sem fjallað var um stefnumótun í baráttunni við hungr- ið. Samkvæmt áætlun, sem þar var samþykkt, og ríkis- stjórnir munu fylgja eftir, er stefnt að því, að fækka um helming þeim, sem búa við næringarskort og hungur í heiminum, fram til ársins 2015. Takist það munu um 400 milljónir manna búa við næringarskort. Stofnun eins og Worldwatch Institute finnst markið sett of lágt og að sjálf- sögðu má það til sanns vegar færa. Áætlun FAO miðar að því, að berjast gegn hungri næstu 35 árin með nýjungum í líftækni og nýjum leiðum til geymslu á matvælum. Reiknað er með því, að á þessu tímabili fjölgi mannkyni úr 5,7 milljörðum í 8,7 milljarða, svo augljóst er, hversu gífurlegt átak það er að tryggja fæðuöflun fyrir allt þetta fólk. En það er jafnljóst, að án samræmdra aðgerða ríkisstjórna til að tryggja framgang áætlunar FAO munu miklar hörmungar ganga yfir mann- kynið. Baráttan við hungrið hlýtur því að vera forgangs- verkefni. Yfirmenn skrifstofa alþjóðalögreglunnar Interpol í Norður-Evrópu funda á íslandi Barist við glæpi með tækni að vopni Herman Heijerman, yfírmaður Evrópuskrifstofu Interpol, segir að peningum skattborgara sé eytt í tölvukerfi Schengen-ríkja, sem að mörgu leyti skarist við kerfi Interpol. Þá sé Europol, löggæslustofnun ESB, ætlað að róa á sömu mið. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við hann og Aurelijus Racevicius, yfirmann Interpol-skrifstofunnar í Litháen. Racevicius segir að þar í landi reyni lögregla að hindra glæpa- menn í að komast í álnir með sölu á stolnum bílum, því annars færi þeir sig yfír í fíkniefnasmygl og peningafölsun. YFIRMENN Interpol-skrif- stofa í Norður-Evrópu funduðu hér á landi í gær og á fimmtudag. Alþjóða- lögreglan Interpol var stofnuð árið 1923 og voru höfuðstöðvarnar þá í Vín í Austurríki. Eftir síðari heims- styijöldina var þráðurinn tekinn upp að nýju árið 1946 í París í Frakk- landi. Höfuðstöðvarnar hafa hins vegar verið í Lyon í Frakklandi frá 1989. Þar starfa um 300 manns frá 55 ríkjum. Aðildarríki Interpol eru hins vegar 177 talsins, þar af eru 44 í Evrópu. Herman Heijerman stýrir Evr- ópuskrifstofunni, sem var komið á laggirnar þar sem ástæða þótti til að sinna þeirri heimsálfu sérstak- lega. Skilaboð og beiðnir um upplýs- ingar hjá Interpol eru 1,6 milljónir talsins á ári og 70-80% þeirra tengjast Evrópu. Allar upplýsingar á einum stað „Evrópá hefur ávallt leikið mjög stór hlutverk í Interpol-samstarf- inu,“ sagði Herman Heijerman. „Interpol er byggt þannig upp, að árlega er haldin ráðstefna allra 177 aðildarríkjanna, svipað og þegar fulltrúar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hittast. Þar eru lagðar lín- ur í stefnumörkun. Hins vegar sjá höfuðstöðvar í Lyon um samskipti við ríkin. Þannig er hægt að leita á einn stað eftir upplýsingum, í stað þess að skrifstofur Interpol í hveiju landi þurfi að leita sjálfar til ann- arra skrifstofa hér og þar í heimin- um. Samskiptamiðstöð er nauðsyn- leg til að gera starfið skilvirkara." Skrifstofur Interpol í hveiju landi eru yfirleitt innan vébanda rann- sóknarlögreglu og það gildir til dæmis á Islandi, þar sem Rannsókn- arlögregla ríkisins sér um samskipti við Interpol. „Ég get néfnt dæmi um hvernig Interpol starfar. Ef ver- ið er að rannsaka fíkniefnamál á íslandi, þá vaknar ef til vill grunur um að málið teygi anga sína til Hollands og Frakklands. Interpol á íslandi leitar þá til höfuðstöðvanna, sem geta beint beiðninni áfram til einnar af tíu undirdeildum, í þessu tilviki til fíkniefnadeildar. Hún sér um að samræma upplýsingar land- anna og þannig er rannsókn málsins flýtt verulega.“ Heijerman sagði að þörfin fyrir starf Inter- pol hefði aukist mjög á síðasta áratug. „Eftir að járntjaldið féll fjölgaði aðildarríkjum Interpol í Evrópu úr 27 í 44. Við höfum lagt mikla vinnu af mörkum við að aðstoða ný aðild- arríki í uppbyggingu rannsókna. Interpol ræður yfir mjög fullkomn- um tölvubúnaði, sem teygir anga sína um allan heim. í fátækari lönd- um hefur Interpol sett upp tölvu- búnað á eigin kostnað, svo þetta upplýsinganet verði sem fullkomn- ast.“ Þegar ný ríki bætast í hópinn þá koma jafnframt upp ný vandamál. „Ný vandamál fylgja einnig nýrri tækni, því afbrotamenn tæknivæð- ast ekki síður en aðrir. Þannig er ekki langt síðan fýrst fór að bera á ýmsum tölvuafbrotum, til dæmis fjársvikum, og fölsun greiðslukorta er nú mikið vandamál." Breytt löggæsla skapar vanda Heijerman sagði að einn vandi Interpol, og ekki sá minnsti, væri breyting á löggæslu í Evrópu og nefndi þar sérstaklega Schengen- samkomulagið um afnám eftirlits á landamærum innan ESB og Euro- pol, löggæslustofnun ESB. „Auðvit- að vildu menn vel þegar þeir komu upplýsingakerfi Schengen og Europol á laggirnar, en þessi tví- eða þríverknaður er ekki til bóta,“ sagði hann. „Interpol hefur komið upp gagnamiðstöðinni ASF, Auto- matic Search Facility, þar sem að- ildarríkin setja upplýsingar um af- brot og afbrotamenn. Hér vil ég skjóta inn í, að eftir að tölvur urðu almennar tóku mörg ríki við sér og settu lög um meðferð persónuupp- lýsinga. Slík lög eru mjög misjöfn eftir ríkjum. Frakkar og Hollend- ingar eru til dæmis með mjög stranga löggjöf og það setur ákveðnar skorður í Interpol-sam- starfmu. Þessar þjóðir geta nálgast nákvæmar upplýsingar frá mörgum öðrum, en mega sjálfar ekki veita nema takmarkaðar upplýsingar. Þrátt fyrir þetta er gríðarlegan fróð- leik að finna hjá ASF, til dæmis um eftirlýsta glæpamenn, stolna list- muni og farartæki og svo mætti lengi telja. Þetta umfangsmikla eft- irlits- og upplýsingakerfi hefur margsannað ágæti sitt.“ Áður en Schengen-samkomulag- ið tók gildi var aðildarríkjum þess gert að setja upp sameiginlegt eftir- litskerfi til að skrá glæpi, en Heijer- man er ekki sáttur við hvernig stað- ið var að málum. „Löndin hafa lagt í mikinn kostnað vegna þessa og þar þykir mér peningum skattborg- ara illa varið. Aðeins aðildarríki Schengen hafa aðgang að upplýs- ingunum. Sem dæmi má nefna, að ef bíl er stolið í Schengen-landinu Hollandi, þá eru upplýsingar settar inn á tölvukerfið. Fari bíllinn hins vegar inn í Pólland, sem ekki á aðild að Schengen, þá sjá tollverðir ekki að honum hafi verið stolið, því þeir hafa ekki aðgang að upplýs- ingakerfinu. Ef vel á að vera þarf Holland því að setja upplýsingar um stolna bíla einnig inn á kerfi Inter- pol, svo löggæsla ríkja utan Scheng- en eigi möguleika á að upplýsa málið. Þetta er bara tvíverknaður." Vanþekking stj órnmálamanna Það sama gildir um Europol, að sögn Heijer- mans. „Það hafa komið upp vandamál, sambæri- leg vandanum vegna Schengen, vegna þessar- ar löggæslustofnunar ESB í Haag. Stjórnmála- menn þekkja ekki störf lögreglunnar og gera sér því ekki grein fyrir að þeir eru í raun að greiða oft fyrir sama hlutinn. Einn tilgangur þessa fundar yfirmanna Int- erpol-skrifstofa er að vekja athygli á þessu. Allir hafa það að leið- arljósi að beijast gegn glæpum. Við eigum hins vegar að nýta sem best þá fjármuni, sem fara til baráttunnar, en ekki kasta peningum skattborgaranna út um gluggann,“ sagði Herman Heijer- man, yfirmaður Evrópuskrifstofu Interpol. Litháar byrjuðu frá grunni Aurelijus Racevicius er yfirmaður Interpol-skrifstofunnar í Litháen. Hann sagði að lögreglan þar í landi hefði nánast þurft að byija frá grunni árið 1990. Litháen varð fyrst Eystrasaltsríkjanna til að lýsa yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1990, en Moskvustjórnin viður- kenndi ekki fullt sjálfstæði landsins fyrr en í september 1991. ■ „Við komum lögreglunni á lagg- irnar í desember 1990. Við þurftum Fjársóun vegna van- þekkingar Herman Aurelijus Heijerman Racevicius HÖFUÐSTÖÐVAR alþjóðalögreglunnar Interpol í frönsku borginni Lyon. að byija alveg upp á nýtt, allt frá því að gera nýja einkennisbúninga,“ sagði Racevicius. „Það var þó ekki minnstur vandinn að breyta hugar- fari lögreglumannanna, sem margir höfðu áður starfað innan herlög- reglunnar. Þegar Rússarnir fóru hurfu um leið 35% allra yfirmanna herlögreglunnar á brott, en enn er fjórðungur Iögreglumanna í Litháen fyrrverandi herlögreglumenn. Gagnabankar, sem lögreglan tók við, nýttust heldur ekki nema að takmörkuðu leyti, því þeir höfðu verið byggðir upp með það fyrir augum að kúga almenning og þjóna yfírvöldum, en ekki til að upplýsa sakamál, hvað þá þjóna almenn- ingi.“ Rússneska mafían og útbreiðsla starfsemi hennar í Evrópu hefur verið töluvert í fréttum. Racevicius hafnar því að Rússamir ráði lögum og lofum í undirheimum Litháens. „Um allan heim er að fínna skipu- lagða glæpastarfsemi, en við eigum fullt í fangi með innlenda glæpa- menn. Þeir sjá líka til þess að rússn- eska mafían nái ekki fótfestu. Lög- reglunni tekst líka vel að spoma við því, enda þekkjum við vinnu- brögð rússnesku glæpamannanna. Þessi ■ vandi, útbreiðsla rússnesku mafíunnar, er því meiri í löndum eins og Þýskalandi, þar sem menn vita ekki alveg hvernig á að bregð- ast við.“ Óttast hagnað glæpamanna Sú skipulagða glæpastarfsemi, sem Litháar þurfa helst að kljást við, er áfengissmygl og smygl á stolnum bílum frá vestri austur til Rússlands. „Við áætlum að glæpamenn hagnist um 30-40 milljónir bandaríkjadala á ári [2-3 milljarða króna] á þessari smyglstarfsemi. Við höfum ekki mestar áhyggjur af áfenginu eða bílunum sem slík- um, heldur óttumst við að þessi hagnaður geri glæpamönnum kleift að fara út á aðrar brautir, til dæm- is fíkniefnasmygl. Þá er mjög mikil eftirspurn eftir bandaríkjadölum og þýskum mörkum, svo peningafölsun eykst hröðum skrefum. Fíkniefna- smygl og peningafölsun eru glæpir, sem hafa mjög eyðileggjandi áhrif á samfélagið og því verðum við að kappkosta að kæfa slíkt í fæðingu. Núna er fíkniefnanotkun lítil í Lit- háen og eingöngu einstaklingar sem standa að smávægilegu smygli, en það gæti breyst hratt. í Rússlandi er mikil eftirspurn eftir fíkniefnum, sérstaklega kókaíni og því viðbúið að reynt verði að smygla því í stór- um stíl í gegnum Litháen. Á móti kemur svo, að í Vestur-Evrópu eru vopn seld háu verði og þau er hægt að fá ódýrt í Rússlandi." Racevicius sagði að Litháen hefði verið fyrst fyrrverandi Sóvétlýð- velda til að ganga til liðs við Inter- pol. „Alþjóðalögreglan er gluggi okkar að umheiminum og hvergi er betri upplýsingar að fá um glæpastarfsemi. Stærstu glæpa- samtökin starfa um allan heim, svo þjóðum er nauðsynlegt að standa saman í baráttunni gegn þeim.“ Mannréttindi brotin í þágu rannsókna? Stjórnvöld í Litháen styðja við bakið á lögreglunni sem best þau geta, að sögn Raceviciusar. „Þingið setti sérstök lög til höfuðs skipu- lagðri glæpastarfsemi og það má ef til vill segja að lögin séu á mörk- um þess að ganga gegn mannrétt- indum. í þeim er kveðið á um, að dómari geti úrskurðað menn í allt að tveggja mánaða varðhald, ef grunur leikur á að þeir tengist skipulögðum glæpum. Þessi lög voru sett árið 1993 og 85% lands- manna studdu þau, samkvæmt nið- urstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslu. í 90% tilvika, þar sem lögun- um er beitt, reynist unnt að sanna sekt hinna handteknu, en það er auðvitað í tilfellum hinna sem menn velta fyrir sér hvort réttlátt sé að tilgangurinn helgi meðalið. Þingið endurskoðar þessi Iög á 6 mánaða fresti og gerir það næst núna í mars. Það verða auðvitað miklar umræður um málið, eins og alltaf og ég get ekki spáð um hver niður- staðan verður," sagði Aurelijus Racevicius, yfirmaður Interpol- skrifstofunnar í Litháen. Frá kúgun til þjónustu við almenning „Sýnir vonandi í verki vilja þjóðanna til frekara samstarfs“ Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landstjómarinnar, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undir- rituðu í gær yfirlýsingu þar sem staðfest var samkomulag Grænlend- inga og íslendinga um loðnuveiðar frá því fyrr í mánuðinum. EG VONA að þessi undirritun sýni í verki viljann til frek- ara samstarfs þjóðanna,“ sagði Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnar- innar í gær en hann og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra undirrit- uðu í gær yfirlýsingu þess efnis að ísland og Grænland hefðu staðfest samning milli landanna um loðnuveið- ar innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu, sem gerð var í Nuuk, 20. febrúar sl. Samkvæmt samkomulaginu er grænlenskum loðnuskipum heimilt að veiða í lögsögu íslands allt að 8.000 lestir af loðnu af loðnukvóta íslands á loðnuvertíð þeirri, sem lýkur í lok apríl nk. Aðeins eitt grænlenskt skipt er gert út til loðnuveiða úr þeim stofn- um, sem samningurinn tekur til. Á móti verður íslenskum loðnuskip- um heimilt að veiða 8.000 lestir af loðnu úr þeim kvóta sem kemur í hlut Grænlands, á loðnuvertíð þeirri sem hefst í júlí nk. Þá verður íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af heildarkvóta íslands, sunnan 64°30’N við Austur-Grænland en samkvæmt gildandi samningi milli Noregs, íslands og Grænlands um nýtingu loðnustofnsins hafa loðnu- veiðar verið íslenskum skipum óheim- ilar á því svæði. Johansen kvaðst ánægður með samninginn, hann skapaði jafnvægi í veiðunum, gæfi Grænlendingum möguleika á að landa á íslandi, sem væri mikilvægt, þar sem ekki væru loðnubræðslur á Grænlandi. Sagði Johansen yfírlýsinguna sem undirrituð var í gær vera bráðabirgða- samkomulag og að stjórnvöld vonuðu að það yrði til þess að komist yrði að bindandi samkomulagi um nýtingu stofnanna á svæðinu sem deilt væri um. Hann gerði hins vegar lítið úr hversu ósamkomulagið risti djúpt. „Ef við teljumst óvinir, þá er þetta þægi- legasta óvinátta sem ég hefi kynnst," sagði Johansen brosleitur og bætti því við að samskipti þjóðanna hefðu hingað til snúist allt of mikið um fisk. Von um uppbyggilegri samskipti Löndin hafa ekki aðeins deilt um loðnuveiðar en Davíð Oddsson forsæt- isráðherra staðfesti í gær að ákveðið hefði verið að hefja samninga um fisk- veiðar á Reykjaneshrygg utan 200 mílnanna og veiðar við miðlínu, norð- vestur af íslandi. „Ég vona að við getum nú farið að nota tíma okkar, orku og sköpun- argáfu til að styrkja samvinnu Græn- lands og íslands á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar menningu, ferðamál og markaðsmál," sagði Johansen. Minntist hann á möguleikann á sam- vinnu á sviði ferðamála, þar sem er- lendir ferðamenn, sem kæmu til ís- lands og Grænlands, sæktust eftir svipuðum hlutum. Þá nefni Johansen sem dæmi að Grænlendingar hefðu áhuga á að auka útflutning selaafurða Morgunblaðið/Þorkell LARS Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, heimsótti forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, á Bessastaði á fimmtudags- morgun. Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Ásgrímsson utanrikisráðherra og Lars Emil Johansen undirrita yfirlýsingu þess efnis að ísland og Grænland hafi stað- fest samning milli landanna um loðnuveiðar innan íslenskrar og ^ grænlenskrar lögsögu. til íslands, kjöts og skinna. Það síðar- nefnda ætti að koma sér vel hér á landi, þar sem loftslag væri svipað. „Halldór Ásgrímsson getur staðfest ágæti selskinnsins," sagði Johansen. Þá nefndi hann að íslendingar hefðu selt Grænlendingum harðfisk í gegn- um tíðina og ef til vill væri kominn tími til að snúa því við. „Eg vona að þjóðirnar verði opnar fyrir meiri sam- vinnu og þá á ég ekki aðeins við stjórnvöld, heldur einnig almenning í löndunum tveimur." „Við geymum hluta sögu ykkar“ Lars _ Emil Johansen sagði sam- skipti íslands og Grænlands hafa aukist eftir að Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979. ---------------------- Ósk Grænlendinga um Grænlending- meiri samvinnu við Islend- ar geta landað inga, væri ekki liður í sjálf- x ís|anHS stæðisbaráttunni. „Hvort ____________________ Grænlendingar sem lirænienaingar eru hluti Danmerkur eða sjálfstætt ríki, eru söguleg og landfræðileg tengsl á milli landanna. Þið eruð afar meðvituð um sögu ykkar og hluta hennar er að fínna hjá okkur. Og auðvitað viljum við byggja upp utanríkissamskipti okkar, það getur ekki allt beðið þess að við fáum sjálfstæði. Við getum vissulega lært sitthvað af ykkur.“ Lars Emil Johansen segir að þrátt fyrir að Danir fari enn með utanríkis- mál fyrir hönd Grænlands, hafí Græn- lendingar öðlast aukið vald á því sviði, sem hafi komið skýrt í Ijós er þeir gengu úr Evrópusambandinu árið 1985. Hann leggur hins vegar áherslu á að þrátt fyrir að óánægju gæti með hvernig Danir hafi farið með t.d. Thulemálið, sé ósk Grænlendinga um sjálfstæði ekki knúin áfram af nei- kvæðum tilfinningum í garð Dana. Demantar og olía Grænlendingar veiða mest af rækju og grálúðu en Johansen sagði lands- menn eiga von á því að þorskurinn léti sjá sig að nýju. Ekki stæði hins vegar til að stökkva til og gera róttæk- ar breytingar á fískveiðum, þegar þorskur gæfist að nýju. Hvalveiðar væru línudans á milli þess að gefa.. ekki eftir gagnvart umhverfísverndar- samtökum en ganga þó ekki of langt í sókninni. Selveiðar væru vonandi _________ atvinnuvegur í sókn, sér- staklega með tilliti til út- flutnings. Grænlendingar binda miklar vonir við olíuleit og málmvinnslu, eins og áður hefur komið fram. Norska olíufélagið Statoil og fleiri félög hafa staðið að olíuleit vestur af Grænlandi og lofar hún góðu. Þá má nefna zink-vinnslu, auk þess sem demantar hafa fundist. Johansen hefur sýnt sérstakan áhuga á alþjóðlegri ráðstefnu um hag- ræn og pólitísk sjónarmið varðandi hvalveiðar í Norður-Atlantshafi, sem haldin verður að Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Að eigin ósk mun hann taka þátt í hringborðsumræðum um framtíð hvalveiða ásamt fulltrúum ráðuneyta og hagsmunaaðila í lok ráð- stefnunnar og hefjast þær kl. 16.15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.