Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 36

Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 36
I &6 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sameign þjóðarinnar Lagagreinarnar halda svo áfram en eru utan aðalatriða þessarar greinar. Reglugerð nr. 362/1996 EG ÆTLA hér í stuttu máli og á ein- faldan hátt að fjalla um arð okkar allra af sameiginlegri auðlind, nytjastofnum á ísland- smiðum. Þetta geri ég í framhaldi af erindi mínu um tilkail til for- ræðis yfir mínum ætl- aða hlut í njdjastofn- um og arði mínum af jieim hlut, til sjávarút- vegsráðherra íslands. Erindinu var vísað frá vegna skorts á laga- heimildum ráðherra. Við skulum saman fara í gegnum aðalatr- iði þessara umdeildu laga sem sum- ir kalla kvótalög en með réttu heita Lög um stjórn fiskveiða nr. 38, 15. maí 1990. Þessi kvótalög hafa ver- ið í gangi í um 12 ár og tekið nokkr- um breytingum á þeim tíma. Þessi lög eru allgóð að efni til og ekki lögunum um að kenna hvernig komið er fyrir málstað sjávarútvegs á íslandi, en útfærsl- -Bn verður að teljast vafasöm. Lög- ■fn eru kaflaskipt og íjallar I. kafli um Almenn ákvæði í gr. 1-3. II. kafli fjallar um Veiðileyfi og afla- mark, í gr. 4-12. III. kafli fjallar um Framkvæmd og eftirlit, frá gr. 13-18. IV. kafli fjallar um Viðurlög og o.fl., í gr. 19-20. V. kafli fjallar um ýmis ákvæði, í gr. 21-23. Síðan koma ákvæði til bráðabirgða sem eru utan kjarna þessa máls. I. kafli 1. gr. hljóðar svo: „Nytjastofnar á Is- landsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðar- innar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda (kvóta) samkvæmt lögum þessum mynd- ar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Hér fer ekkert á milli mála hveij- ir eiga fiskinn í sjónum, þjóðin. Þjóð saman stendur af einstakling- um sem allir bera kennitölu. Því á hver einstaklingur sína hlutdeild í sameigilegum kvóta og mun ég hér sýna fram á hvert tilkall þitt til forræðis er. „Úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði.“ Hér er það alveg á hreinu að eigendur skipa og báta eins og dæmið er í dag hafa for- ræði yfir veiðiheimildum (kvóta) sem myndar ekki eignarrétt. Þeir eiga ekki kvótann sem þeim er úthlutað. En hvar stöndum við, ég og þú? Af hverju hafa skip og bát- Guðbrandur Jónsson ar forréttindi umfram einstakling- ana sem eiga sem þjóð auðlindina? 2. grein I. kafla fjallar um nytja- stofna, sjávardýr og sjávargróður, fiskveiði og efnahagslögsögu ís- lands. 3. grein I. kafla. Hér er kjarni laganna, fallega fram settur. „Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsókna- stofnunar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabiii eða vertíð úr þeim einstöku nytjastofnum við ísland sem nauðsynlegt er talið að tak- marka veiðar á. Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn. Leyfður heildarafli botnfisktegunda skal miðaður við veiðar á 12 mánaða tímabili, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, og nefn- ist það tímabil fiskveiðiár.“ Reglugerðin sem hér er vísað til er nr. 362/1996 og heitir Reglu- gerð um veiðar í atvinnuskyni fisk- veiðiárið 1996/1997. Hér enda almenn ákvæði lag- anna og við taka sérákvæði um atvinnuréttindi. II. kafli. Veiðileyfi og aflamark 4. grein. „Enginn má sLmda veiðar í atvinnuskyni við ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að auk almenns Búið er, segir Guð- brandur Jónsson, að loka sjávarútvegsráðu- neyti íslands fyrir al- menningi. veiðileyfis skuli veiðar á ákveðnum tegundum nytjastofna, veiðar í til- tekin veiðarfæri, veiðar ákveðinnar gerðar skipa eða veiðar á ákveðn- um svæðum háðar sérstöku leyfi. Getur ráðherra bundið leyfi úthlut- un þess þeim skilyrðum er þurfa þykir. Ráðherra getur m.a. ákveðið að aðeins hljóti leyfi ákveðinn fjöldi skipa, skip af ákveðinni stærð eða gerð eða skip er tilteknar veiðar stunda eða hafa áður stundað.“ 5. grein: „Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða, og ekki hafa horfið varanlega úr rekstri," o.s.frv. Samkvæmt 5. grein laganna er búið að loka sjávarútvegsráðuneyti íslands fyrir almenningi. Hvernig er hægt að tala um almennt veiði- leyfi þegar allur aðgangur er bann- aður með og frá 1988? Hvar eru grundvallarmannréttindi Alþingis Islendinga um einstaklingsfrelsi, atvinnufrelsi og jafnrétti? 2. grein. Heildarafli og veiði- tímabil. Hér er að finna lykilinn að arði - allra landsmanna úr nytjastofnum á íslandsmiðum. Þar segir um leyfilegan heildararafla 96/97. 1. Þorskur 186.000 tonn. 2. Ýsa 45.000 t. 3. Ufsi 50.000 t. 4. Karfi 65.000 t. 5. Grálúða 15.000 t. 6. Skarkoli 12.000 t. 7. Steinbítur 13.000 t. 8. Langlúra 1.200 t. 9. Síld 110.000 t. 10. Úthafsrækja 60.000 t. 11. Humar 1.500 t. 12. Hörpudiskur 9.100 t. 13. Inn- fjarðarækja 8.200 t. 14. Loðna 1,2 milljónir tonna. Allt þetta er hægt að reikna niður í eina tölu skv. 10. grein, Verðmætastuðlar, og útkoman verður það sem kallað er þorsk- ígildistonn sem samkvæmt ofanrit- uðu er ca. 610.218 tonn alls. Við skiptum þessu heildarmagni niður á 260.000 þúsund íslendinga með lögheimili hér á landi og fáum þannig út þína hlutdeild í sameigin- legum kvóta: 2,35 þorskígildistonn á hvert okkar með kennitölu. Þeg- ar þetta er ritað er markaðsverðið á þorskígildiskílói kr. 50. Fáir þú og ég forræði yfir okkar hlut þá er hluturinn ca. 117.500 í arðgreiðslu. Það er þessi hlutur sem nú er notaður og misnotaður af öðrum aðilum vegna einokunar- ákvæða í lögum um stjórn fisk- veiða. Þetta einokunarákvæði er komið frá formanni Framsóknar- flokksins. NÚ HEFUR verið kvótakerfi hér á landi, á annan áratug, á framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Úmræðan um kvótann hefur oft verið á þann veg að j«tla mætti að þetta 'Kerfi sé sjálfsagt, ef ekki náttúrulögmál. Ýmis afskipti ríkis- ins, eins og fast verð- lag, útflutningsbætur, styrkir og ódýr lán leiddu til þess að hér varð offramleiðsla á mjólk og kjöti. Kvótinn átti að leysa þessu til- búnu vandamál. Til þess að átta okkur betur á þessu kerfi skulum við hugsa okkur dæmi: Að, í þann mund sem stórar verslanir fóru að soga til sín við- skiptavini frá kaupmanninum á horninu hefði meirihluti kaupmanna 'kómið því til leiðar að kvótakerfi hefði verið komið á í verslun. Stórverslun sem nýbúið var að byggja hefði orðið kvótalaus (óheppni!) og orðið að loka stórum hluta af verslun sinni. Af hverju? Jú, vegna þess að hún hafði ekki neina verslun viðmiðunarárin. í landbúnaði gekk þetta svona fyrir sig. Meirihlutinn ákvað að minni- hlutinn tæki á sig meiri byrðar. Það var jú best fyrir meirihlutann (héldu þeir). Þetta heitir á bændamáli að standa saman. -j Ætlaði kaupmaðurinn sem átti stórverslunina, í dæminu hérna að ofan, að nýta sé sér þá fjárfestingu sem hann hafði þegar lagt í hefði hann orðið að kaupa kvóta af kaup- manninum á horninu. Það er nú svo komið í löndum sem lengi hafa haft kvótakerfi í mjólkurframleiðslu (Kanada), að ''greiðsla fyrir kvóta er stærsti breytilegi kostnaðarliðurinn við framleiðsluna. Fyndist fólki sjálfsagt að greiða mörg prósent ofan á vöruverð í stór- mörkuðum af því að kaupmenn yrðu að borga þeim sem ættu réttinn til að versla háar flárhæðir? Þó óréttlætið í kerfi af þessu tagi sé mikið er samt sýnu verra að það er dragbítur á eðlilega þróun. í mjólkuriðnaði, eins og í margri annarri framleiðslu, er góður árangur að geta lækk- að framleiðslukostnað um 15-20%. Þeir sem kaupa kvóta þurfa að lækka verðið til sín um 50% í nærri áratug til að borga fyrir kvóta kaupin. Eigi mjólkurframleiðsla að verða samkeppnisfær á komandi árum þurfa að verða miklar breytingar í greininni. Það hefur að vísu orðið tilfærsla á framleiðslu á síðustu árum en sú aðlögun hefði átt að eiga sér stað upp úr 1970. Síðan þá hafa orðið miklar tækniframfar- ir og það er þegar hægt að sjá fyr- ir að á næstu 10 árum koma nýjar og miklu afkastameiri vélar. Það eru margir áratugir síðan það var algengt að fjölskyldubú á Nýja-Sjálandi hafð( á annað hund- rað mjólkandi kýr. í dag eru mjólk- urframleiðendur hér á landi 1.250. Jafnvel þó meðalbúið stækkaði bara í 50 kýr (sem mjólkuðu 4.000 lítra að meðaltali), fækkaði framleiðend- um í 500. Þó kvótakerfi, með framseljan- legum rétti eins og hér, komi ekki alveg' í veg fyrir hagræðingu er fráleitt að það stuðli að henni. Þó það sé best að selja kjöt á markaði, á ekki nákvæmlega það sama við um mjólk. Það væri til dæmis hægt að bjóða 20% fram- leiðslunnar út á ári, 5 ár fram í tímann. Það verður vitanlega að styrkja mjólkurbændur svipað og gert er í öllum nálægum ríkjum. Fyrir útboð gæfi ríkið upp hver styrkurinn yrði á lítra. Flutninga- jöfnun mætti stórminnka til að tryggja að framleiðslan yrði helst stunduð þar sem hún er hagkvæm- ust. Þegar þetta kerfi verður tekið upp ætti að gefa þeim bændum sem frekar vilja hætta, tækifæri til þess. Annars væri hætta á óraunhæfum undirboðum sem engum væru til góðs þegar til lengri tíma væri lit- ið. í atvinnugreinum þar sem mikil uppstokkun á sér stað, hefur víða verið gripið til þess ráðs að gefa fólki tækifæri til að fara á ellilaun 60 ára. Breytingar sem þessar eru fyrst og fremst nauðsynlegar fyrir bændur og framtíð mjólkuriðnaðar á íslandi. Neytendur munu hafa aðgang að vörum annars staðar frá ef þær verða ekki á sambærilegu verði frá íslenskum framleiðendum. ísland er gott land. Lág laun hér á landi má að verulegu leyti rekja til hugsunarháttar þeirra sem vildu Eigi mjólkurframleiðsl- an að verða samkeppn- isfær á komandi árum, segir Gunnar Einars- son, þurfa að verða miklar breytingar í greininni. (og vilja) leysa allan vanda með ein- hvers konar skömmtunarkerfum. í sauðíjárrækt hefur kvótinn, sem átti að vernda kjörin, leitt til þess að 40% sauðfjárbænda eru undir fátækramörkum. Með þeirri stefnu sem núna er rekin mun að lokum fara eins fyrir mjólkurbændum Viðreisnarstjórnin tókst á við vandamál með öðru hugafari. Eru virkilega engir stjórnmálamenn til- búnir að berjast fyrir því að koma viðreisn til bænda landsins? Höfundur býr á Daðastöðum í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. MORGUNBLAÐIÐ er merkilegt blað, stundum dálítið fijáls- lynt og leyfir gagn- stæðum sjónarmiðum að koma fram. Þannig vildi það til að grein, sem eg bað Mbl. fyrir 18. jan. og varaði við kenningum prófessora við hagfræða- og við- skiptadeild Háskólans um stóra gengisfell- ingu til að afla „tekna“ fýrir ímyndað og óskil- greint veiðigjald var birt í blaðinu 23.02, sama dag og Mbl. birt- ir „Könnun Félagsvís- indastofnunar um afstöðu til sjávar- útvegsmála“ en niðurstaða hennar var að „75% vilja að útgerðin greiði veiðileyfagjald“. Þarna rekast sjón- armiðin heldur betur á. Þetta þarf því frekari athugunar við. Skýr afstaða? Fyrst má nefna að Félagsmála- stofnun Háskólans er ekki hlutlaus aðili að slíkri rannsókn, auk þess að þetta málefni er ekki þess eðlis, að eðlilegt sé að slík skoðanakönnun eigi að skera úr um málið. Þetta kemur einnig greinilega fram í spurningunni, sem lögð var fyrir 1.100 manna úrtak. Spurningin var þessi (sjá leiðara Mbl. sd. 23.02.97): „Ertu hlynntur því eða andvígur að útgerðarmenn greiði veiðigjald fyrir veiðiheimildir, sem stjórnvöld úthluta þeim?“ Spurningin er hvort- tveggja í senn: leiðandi og villandi. Þetta stafar af því að enginn hefir fengist til að skilgreina, hvað við er átt með orðinu veiðigjald, auk þess sem þeirri forsendu er sleppt, að „tekjum" til greiðslu veiðigjalds- ins skuli aflað með gengisfellingu. Það vantar þannig hvort tveggja, skilgreininguna á spurningunni og forsendurnar fyrir henni. Þetta er ekki leyfilegt í slíkri skoðanakönn- un, og þess vegna er ekkert mark á henni takandi. Spurningin verður að vera rétt til að rétt svör fáist. Allt sem menn fá út úr þessarri skoðanakönnun Fé- lagsmálastofnunar er, að henni hefir mistek- ist að gera nothæfa spurningu um málið. Þá er vitnað í leiðara Mbl. til þess að stjórn- arformaður Granda, Arni Vilhjálmsson, hafi mælt með veiði- gjaldi á aðalfundi. Þetta er eitt af því fáa vitlega, sem fram hefir komið um veiðigjald í opinberri umræðu. Árni taldi skynsam- legra fyrir Granda að greiða lágt veiðigjald en að útgerðin verði svipt öllum veiðiheimildum í fiskilögsög- Mesta vandamál líðandi •• stundar, segir Onundur Ásgeirsson, er þó upp- söfnun þorskkvóta á fáar hendur. unni, en þeirri umræðu er enn ekki lokið. Þessi tillaga hans var þó ekki bundin gengisfellingu, en hefði get- að leitt til hennar síðar. Áhrif gengisfellinga í 50 ár fram til stjórnartíma Davíðs Oddssonar var tímabil sam- felldra gengisfellinga. Hann á vissulega lof og þökk skilið fyrir að hafa stöðvað vitfirringuna. Verkalýðshreyfingin hefir aldrei getað viðhaldið kaupmætti laun- anna fyrr en nú. Samt eru „foringj- arnir“ mestu burgeisar þessa lands. Þetta er i skjóli sjóðanna, sem eng- inn á, en eru einskonar sjálfseignar- stofnanir, samtals vísast upp á um 400 milljarða. Nýjar tölur frá Líf- eyrissjóði Verzlunarmanna sýna 50% arðsemi á árinu 1996. Innflutn- Hvenær kemur viðreisn til ís- lenskra bænda? Gunnar Einarsson Veiðigjald og gengisfelling Önundur Ásgeirsson +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.