Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 01.03.1997, Síða 38
58 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MAGNEA ÁRNADÓTTIR + Magnea Árna- dóttir fæddist í Keflavík hinn 4. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Árni Vigfús Magnússon bátasmiður í Veg- húsum í Keflavík, f. 27. júlí 1884 á Minna-Knarrarnesi, Vatnsleysu- strandarhreppi, d. 7. maí 1959 í Kefla- vík, og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, f. 25. ág. 1885 á Vatnsnesi í Keflavik, d. 29. mars 1950 í Keflavík. Systk- ini Magneu eru: Sigríður, f. 19. jan. 1907, d. 18. maí 1929, maki Jóhann Bergmann, f. 18. nóv. 1906, d. 4. feb. 1996; Pálína Þorbjörg, f. 20. jan. 1910, d. 5. sept. 1972, maki Pétur Hall- bergur Pétursson, f. 19. nóv. 1908, d. 24. feb. 1960, þau bjuggu í Hafnarfirði; Svava, f. 11. júní 1913, maki Sigurbjörn Guðnason, f. 6. okt. 1913, d. 1. des. 1976; Halldóra, f. 13. okt. 1914, maki Jóhann Bergmann sem áður var kvæntur elstu systurinni Sigríði; Árni Bjarnmundur, f. 4. maí 1919 d. 11. jan. 1972, maki Þuríður Halldórs- dóttir, f. 29. maí 1920; Guðrún, f. 5. okt. 1922, maki Lárus Eiðsson, f. 29. ág. 1918, d. 16. des. 1986; Páll, f. 31. maí 1924, maki Dóróthea Friðriks- dóttir, f. 15. des. 1921, og Guðmund- ur, f. 23. okt. 1927, d. 30. nóv. sama ár. Systkinin hafa öll verið búsett í Keflavík nema Pálína sem bjó í Hafnarfirði. Hinn 8. nóvem- ber 1941 giftist Magnea Davíð Gíslasyni, verkamanni í Kefla- vík, f. í Reykjavík 6. júlí 1911, d. í Keflavík 18. sept. 1978. Foreldrar Davíðs voru Gísli Eyjólfsson og Þuríður Jónsdótt- ir, Þóroddsstöðum Miðnes- hreppi. Magnea og Davíð bjuggu allan sinn búskap í Keflavík, lengst af á Suðurgötu 22, en síðustu árin bjó hún á Kirkjuvegi 11. Útför Magneu verður gerð frá Keflavíkurkirlqu I dag og hefst athöfnin klukkan kl. 14. Magnea frænka okkar var fædd í Veghúsum við Suðurgötuna í Kefla- vík og síðarmeir reistu þau Davíð maður hennar sér hús við sömu götu og bjuggu þar lengst af. Hún hafði lítið af öðrum plássum að segja, hún var á sínum stað, rétt eins og Kefla- víkin sjálf. Hún var snar þáttur af þessum fáu áreiðanlegu staðreyndum í tilverunni sem varða frændgarð og heimabyggð og halda áfram að vera okkur bakhjarl í dagsins önn hvemig sem heimur lætur og hvar sem okkur sjálf ber niður. Magga var brosmild og kát í sam- tölum og hlýlegt í kringum hana og heilsuleysi og sjóndepurð síðustu missera unnu ekki bug á góðri Iyndis- einkunn hennar. Hún var verkakona í orðsins sönnu merkingu, forkur til vinnu, ein þeirra þúsunda sem ekki eru sagðar af langar sögur en reistu við þetta samfélag með erfiði og dugnaði og bjuggu í hag fyrir næstu kynslóð svo vel að seint verður þakk- að sem vert væri. Magga var barn- MINNINGAR laus en mjög hænd að börnum og börnum góð. Umhyggja hennar og velvild fylgdi okkur börnum systkina hennar allt frá því að við komum í heiminn og hún kom til að taka að sér heimilin meðan mæður okkar lágu á sæng. Af sömu umhyggju fylgdist hún með okkur æ síðan og fann sér ótal tilefni til að gera okk- ur til góða á hátíðum og merkisdög- um ævinnar. Og hún lét vissulega ekki staðar numið við okkar kyn- slóð, heldur tók einnig að sér þá næstu, barnabörnin, ekki síst stúlkur tvær sem stigu fyrstu sporin í kjall- araíbúðinni í húsi þeirra Davíðs, Magneu og Ragnheiði, sem urðu henni einkar kærar og nákomnar. „Lykur um líf vort, lítill hringur" segir í kvæði og má til sanns vegar færa - hvort heldur við flækjumst víða um jarðríki eða sitjum heima í ættarbyggð fjarri stórtíðindum. En við megum vel muna að furðumargt rúmast innan lítils hrings. Einnig þess hrings sem sýnilega var dreginn um líf Magneu Árnadóttur og tekur mið af nokkrum húsum í miðri Kefia- vík: Innan hans voru þarfleg störf, hið besta af hendi leyst, hjálpfýsi og umhyggja í garð gamalmenna og barna, þar innst sló hjarta heilt og gott. Árni Bergmann. Við fráfall Magneu Árnadóttur, móðursystur minnar, er efst í huga þakklæti fyrir alla þá umhyggju og góðvild, sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni frá fyrstu tíð. Ekki er hægt að segja að andlát hennar hafi komið á óvart, og hún gerði sér fulla grein fyrir því hvert stefndi. Hún hélt reisn sinni fram til þess síðasta og ættingjar hennar í Kefla- vík voru hjá henni þar til yfir lauk. Magga átti sannarlega stóra fjöl- skyldu, þó henni og Davíð, manni hennar, sem lést árið 1978, yrði ekki barna auðið. Veghúsasystkinin öll voru afar samrýnd, og það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja skyldfólkið í Keflavík og fá það í heimsókn í Hafnarfjörð. Þær voru líka ófáar ferðirnar þangað og oft- ast hófst heimsóknin á heimili Möggu og Dadda á Suðurgötunni. Þau hjón voru ákaflega samrýnd og áttu hlýlegt og fallegt heimili. Ég minnist þess hve dyrnar stóðu oft opnar hjá Möggu þegar komið var upp tröppurnar og segja má að hennar dyr hafi í orðsins fyllstu merkinu alltaf staðið opnar skyld- fólki og vinum. Þar var bæði húsrúm og hjartarúm. Magga naut þess að hafa fólk nálægt sér. Hún naut þess einnig að hafa fallega hluti í kringum sig og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Þar átti hver hlutur sinn ákveðna stað og oft dáðist ég að því hvernig hún gat komið öllum smá- hlutunum fyrir. En þótt oft væri gestkvæmt hjá Möggu, naut hún þess ekki síður að fara á aðra bæi og heimsækja skyld- fólkið. Systkinin öll, systkinabörnin og fjölskyldur þeirra voru henni afar kær. Hún fylgdist vel með öllum og ef einhvers staðar bjátaði eitthvað á var Magga boðin og búin að aðstoða. Oft bar það við að þau hjónin skruppu inn í Hafnarfjörð, og eftir að faðir minn dó urðu ferðirnar enn tíðari og öll Veghúsasystkinin reynd- ust mér og móður minni mjög vel þá eins og ávallt síðar. Það var Möggu mikið áfall er Davíð féll frá, en hún vann sig út úr þeirri sorg og enn stóðu systkinin saman eins og ávallt er erfiðleikar steðjuðu að. Það voru ekki margir dagarnir sem liðu án þess að ein- hveijir úr fjölskyldunni litu inn hjá henni eða hún hjá þeim. Fyrir tæpum tíu árum flutti Magga sig um set, seldi húsið og flutti í íbúð fyrir aldraða á Kirkju- vegi 11. Eðlilega voru það mikil við- brigði að flytja úr einbýlishúsi í litla íbúð, en brátt undi Magga sér vel á nýja staðnum og ótrúlegt var hvað henni tókst að koma mörgum af fallegu hlutunum sínum fyrir á nýja heimilinu. Þegar þeir falla frá sem hafa fylgt manni frá barnæsku verður óhjá- kvæmilega söknuður og eftirsjá, en minningin um þær stundir sem við höfum átt með henni í gleði og sorg munum við ávallt varðveita með okkur. Eftirlifandi systrum hennar og bróður og öllum þeim sem stóðu henni næst sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Möggu frænku í Keflavík. Dóra og fjölskylda í Hafnarfirði. Elsku Magga, nú ertu farin frá okkur og yfir í annan heim þar sem margir hafa tekið vel á móti þér og þú munt aðlagast fljótt með góðri hjálp ástvina. Magga mín, þú varst okkur mæðgum svo margt. Þú varst ekki bara Magga frænka, það var eitt- hvað meira, ég held að ég hafi feng- ið að kynnast honum afa mínum í gegnum þig, þið systkinin voruð mjög lík, og það var ekki að ástæðu- lausu að ég byijaði að kalla þig ömmu Möggu. Þú varst líka svo mikil vinkona, þú hvattir okkur til þess að gera hlutina, drífa bara í því en gera þá vel. Þegar við ráð- færðum okkur við þig í sambandi við ferðalög var þitt eina svar: „Já, af hveiju drífið þið ykkur ekki?“ Magga mín, þú varst ímynd góð- mennskunnar, allt sem þú gerðir var eitthvað gott. Þú baðst okkur aldrei um hjálp að fyrra bragði, en er hún bauðst varstu alltaf svo þakklát og það var svo gaman að hjálpa þér. Þú vildir nefnilega aldrei vera upp á neinn annan komin og þú lést okkur heyra það á sjúkrahúsinu að enginn væri neyddur til að heim- sækja þig, en, Magga mín, við heim- sóttum þig því að nærvera þín var ánægjuleg. Þú reyndist okkur sérstaklega vel eftir að faðir minn og eiginmaður lést. Það var ekki sjaldan sem litið var út um útidyrnar, en þar stóðst þú úti á tröppunum og dáðist að blómunum og lyktinni af þeim, svo kíktir þú inn í kaffisopa til okkar og viljum við þakka þér fyrir það og allt sem þú gafst okkur. Að lokum viljum við þakka starfs- fólki Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir góða umönnun. Elsku Gunna, Palli, Dóra, Svava og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árný Hildur og Matthildur. MAGNELJA G UÐMUNDSDÓTTIR + Magnelja Guð- mundsdóttir fæddist að Ósi við Steingrímsfjörð 15. mars 1914. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Sigríður Guðmundsdóttir, frá Bæ á Selströnd, f. 26. október 1895, d. 14. október 1977, og Guðmundur Magnússon frá Halakoti í Flóa, f. 26. júní 1889, d. 5. júlí 1966. Þau bjuggu lengst af á Hólmavík í Strandasýslu. Magnelja var elst af 9 systkinum, en þau eru Ragnheiður, f. 1915, Marta Gunnlaug, f. 1917, Þuríð- ur, f. 1918, Guðmundur, f. 1921, d. 1988, Sverrir, f. 1923, d. 1990, Gústaf Adólf, f. 1925, Halldóra, f. 1928, og Hrólfur, f. 1933. Magnefja giftist 28. desember 1938 Þórði Annasi Jónssyni frá Gestsstöðum í Tungusveit, f. 10. maí 1910. Fyrstu árin bjuggu þau á Hólma- vík. Arið 1948 fluttu þau til Reykjavíkur og 1958 í Mosfellsbæ og bjuggu þar síðan. Þórður dvelur nú á Elli- og hjúkrunar- heimlinu Grund. Börn þeirra eru: 1) Sæberg, kona hans er Ragnheiður Magný Kristinsdótt- ir. 2) Guðbjörg, mað- ur hennar er Stefán Magnús Jónsson. 3) Guðmundur Vignir, kona hans er Guðrún María Krisljánsdóttir. 4) Bergþóra, maður hennar er Viggó Jensson. 5) Brynjar Vig- gósson, fóstursonur, kona hans er Svanlaug Aðalsteinsdóttir. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin eru 13. Útför Magnelju fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar leiðir skilja og móðir mín, Magnelja Guðmundsdóttir, er horfin yfir móðuna miklu og leyst frá líkamlegum þrautum, langar mig að kveðja hana með nokkrum orðum. Magnelja var elsta bam foreldra sinna, Vigdísar og Guðmundar, bömin urðu níu, fímm dætur og íjór- ir synir. Fyrstu árin var búið að Bæ á Selströnd til 1920, þá var hún 6 ára gömul, síðan var flutt til Hólma- víkur, í hús sem nefnt var Glaum- bær. Móðir mín bjó á Hólmavík til 1948, fyrst í foreldrahúsum, þar til hún stofnaði sitt eigið heimili árið 1938, með eftirlifandi eiginmanni sínum Þórði A. Jónssyni frá Gests- stöðum, en hann dvelur nú á Elli- heimilinu Grand. Það er margs að minnast frá uppvaxtarárunum á Hólmavík, á kreppuárum þegar lítið var um vinnu og ungt fólk sem ekki hafði fullar hendur fjár átti ekki margra kosta völ og alit byggðist á þvi sem sjórinn og landið gaf af sér. Það var alltaf nógur matur á borðum, allur fatnaður var búinn til á heimilinu. Ekki vora efni til að kaupa húsnæði, það var leigt eitt herbergi og lítið eldhús, þama var búið með tvö börn í þessu litla hús- næði, en þröngt mega sáttir sitja. Fljótlega var ég sendur í sveit á sumrin að Gestsstöðum, var ég þar í mörg sumur og þakka ég þeim hjónum Brandísi og Jóni Bjama fyr- ir þessi ár, sem ég á góðar minning- ar um. Þegar ég var níu ára gam- all og var á Gestsstöðum, veiktist ég snögglega af mikilli botnlanga- bólgu og þurfti móðir mín að fara með mig suður til Reykjavíkur í uppskurð. Þá tók ferðin suður 12 til 14 tíma í lítilli rútu, vegimir vora ekki góðir og þurfti oft að stoppa í mat og kaffi. Þótt peningaráð væra ekki mikil og ekki næg efni gaf móðir mín í þessari ferð mér mína fyrstu skauta, sem vora sjaldséðir þá. Um haustið 1948 var flutt til Reykjavíkur, þar var vinnan og vonin. Fyrst var búið í Sörlaskjólinu hjá Haraldi og Mörtu, árið eftir leigt hjá Stellu og Sigur- bimi heitnum frænda á Langholts- vegi 87, þá vora bömin orðin fjög- ur, þar var búið næstu tíu árin, aldr- ei minnist ég þess að ósamkomulag hafí verið, móðir mín talaði aldrei illa um samferðarfólk sitt og kunni að stjórna skapi sínu og gjörðum. Árið 1958 var flutt upp í Mosfells- sveit, pabbi hóf flutninga á mjólk og vörum þar árið 1954, fyrst var leigt á Vinjum hjá Leifí heitnum, þar var búið í tvö ár, meðan húsið í Markholti 7 var byggt. Mamma, þú gleymdir ekki foreldrum þínum og systkinum fyrir norðan, það var oft farið norður á sumrin og út í Grímsey sem amma átti hlut í, því ættartengslin voru ekki vanrækt eða gleymd. Ragnar Valdimarsson heit- inn, mágur þinn, var duglegur að aka ykkur systrunum í heimsóknir til ættingja og vina fyrir norðan sem móðir mín hafði mjög mikla ánægju af og þökkum við fyrir þær ánægju- stundir, fyrir hönd móður okkar. Þú varst boðin og búin að gera fólki greiða og alltaf vora veitingar á borðum fyrir óvænta gesti og gist- ing ef á þurfti að halda. Það var ekki nóg að ala okkur fjögur systkin- in upp, það var sjálfsagt að gera systurdóttur þinni greiða og ganga nýfæddum syni hennar í móðurstað, taka við og ala upp Brynjar Viggós- son frá ijögurra mánaða aldri. Hann var alltaf einn af þínum börnum, sem naut þinnar umhyggju og kærleika. Það var passað upp á að drengurinn væri læs, þegar hann byijaði í Brúar- landsskóla og stæði sig vel í einu og öllu. Til þín fer mitt Ijóð yfir fjöllin í dag á fleygustu vængjunum sínum, það flytur þér kveðjur í fátækum brag og fellur að barminum þínum. Þú skilur þess óma og orðfáu stef og allt sem þar felst milli lína og þiggur af mildi þá gjöf er ég gef sem geisla er fegurstir skín. Þú veittir mér leiðsögn frá vöggunnar sæng um vegi sem framundan lágu, þú gafst mér blessun og byr undir væng og bauðst mér að veita þeim smáu. Þín trú var svo einlæg og hugurinn hreinn jafn hiklaust á nóttu sem degi að fórna þér allri, svo fyndist ei steinn né frost mér að veita þeim smáu. Þín trú var svo einlæg og hugurinn hreinn jafn hiklaust á nóttu sem degi að fórna þér allri, svo fyndist ei steinn né frosthlaup í sonarins vegi. (Karl Halldórsson.) Við biðjum þér guðs blessunar og megirðu í friði hvíla, með þökk fyrir samveruna. Sæberg Þórðarson og fjölskylda á Áshamri. Ljúft væri að binda lítinn krans af litríkum bemskuminningafans, og ieggja með þökk á leiðið þitt, mín látna móðir en óvíst er hitt, hvort tekst mér að tjá það besta. (M.G.) Þetta er fyrsta erindi úr ljóði eft- ir móðursystur mömmu, ort til móð- ur hennar, þ.e. ömmu hennar mömmu og langömmu minnar. Mér fannst þetta segja svo fallega hugs- un mína núna, þegar hún mamma er búin að fá langþráða hvíld. Hún var skírð eftir föðurforeldrum sínum, sem hétu Magnús og Sesselja, og bar því þetta sérstaka nafn. Ég held að hún hafí ekki átt neina nöfnu, enda vildi hún ekki að neinn léti heita eftir sér. Einn nafna á hún þó. Mamma var vönduð til orðs og æðis og aldrei heyrði maður hana tala illa um fólk. Það vora góðar kleinumar hennar og maður getur ekki annað en brosað þegar maður hugsar til allra hláturkastanna sem við fengum í eldhúsinu heima í kringum hana, af einhveiju sem hún læddi út úr sér eða sagði okkur frá. Ófá lögin vora spiluð fyrir hana í útvarpinu í þættinum hans Her- manns Ragnars, og hún söng í kirkjukór Lágafellssóknar í mörg ár og svo í Vorboðunum eftir að hún varð eldri borgari. Núna síðustu tvö og hálft ár dvaldi hún á Elli- og hjúkranarheimilinu Grand í góðu skjóli. Við biðjum góðan Guð að varð- veita hana mömmu, ég veit að afí og amma og bræður hennar tveir hafa tekið vel á móti henni. Við þökkum henni fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Bergþóra. Elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín, Vigdís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.