Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 39

Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ1997 39 ÁGÚST VALMUNDSSON Ágúst Val- mundsson fædd- ist í Galtaholti á Rangárvöllum 30. ágúst 1918. Hann lést á Kumbaravogi 21. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Helgadóttir og Valmundur Páls- son. Ágúst ólst upp í foreldrahúsum, elstur átta systkina. Af þeim dó ein stúlka í æsku en hin sex lifa bróður sinn. Hann fluttist með fjölskyldu sinni að Móeiðarhvoli í Hvolhreppi árið 1944. Ágúst vann að búi foreldra sinna ásamt systkinum sínum og öðru heimil- isfólki. Einnig stundaði hann ýmis störf utan heimilisins. Vorið 1951 hóf hann búskap á Selfossi með Sigríði Guðjóns- dóttur og gengu þau í hjónaband 28. júlí það sama sumar. Þau eignuðust eina dóttur, Sigrúnu, f. 15. september 1952. Sambýlis- maður hennar er Magnús Flosi Jónsson og synir hennar frá fyrra hjónabandi eru Jóhann Grétars- son, í sambúð með Heiðrúnu Þorsteins- dóttur, og Ágúst Örn Grétarsson, í sambúð með Ragn- heiði Maríu Hannes- dóttur. Þau eiga soninn Davíð Arnar. Vorið 1959 flutt- ust Ágúst og Sigríð- ur að Búiandi í Aust- ur-Landeyjum og bjuggu þar sveitabúi uns heilsa Ágústar fór að gefa sig. Þau brugðu búi vorið 1974 og fluttust til Þorlákshafn- ar þar sem þau hafa búið síðan. Ágpúst var verkamaður hjá Ölf- ushreppi þar til haustið 1981 að hann fékk heilablóðfail og var upp frá því óvinnufær en dvald- ist þó heima þar til í marsbyrjun 1996. Síðustu mánuðina dvaldist hann á Kumbaravogi þar sem hann lést. Útför Ágústar fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag hefst athfönin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Já, elsku pabbi, kallið er komið og „kennslustund“ þinni lokið, því líf þitt hefur verið mér og vonandi okkur öllum er þig þekktu sem dýrmæt kennslustund. Það var ekki verið að æsa sig yfir hlutunum, þú hafðir það alltaf ágætt værirðu spurður. Ég heyrði þig aldrei kvarta yfir þínu hlutskipti. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Við eigum eftir gildan og dýrmætan minningasjóð sem við, hvert og eitt, höfum að- gang að og enginn getur tekið frá okkur. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt og allt. Fyrir drengina mína sem áttu þig ekki aðeins fyrir afa heldur varstu líka þeirra besti vinur sem alltaf hafðir tíma. Þú fórst með þá með þér í hesthúsið, sagðir þeim sögur og gerðir svo ótal margt með þeim og fyrir þá og okkur öll. Guð veri með þér og blessi minningu þína. Mig langar líka að þakka öllum þeim sem gerðu pabba kleift að njóta lífsins og þeim sem önnuðust hann eftir að hann varð hjálpar þurfi og er þá elsku mamma efst á blaði. Guð blessi ykkur öll. Sigrún. MINNINGAR Vorið 1959 hófu hjónin Ágúst Valmundsson og Sigríður Guðjóns- dóttir búskap á Búlandi í Austur- Landeyjum. Þau komu frá Selfossi en þar höfðu þau búið frá því þau stofnuðu heimiii og Ágúst unnið við bifreiðaviðgerðir á verkstæði Kaup- félags Árnesinga. Áður hafði hann eins og aðrir ungir menn stundað ýmsa vinnu sem til féll; sveitastörf hjá foreldrum sínum í Galtarholti og á Móeiðarhvoli, vinnumennsku á öðrum bæjum fjær og nær, verka- mannavinnu í verstöðvum og víðar, og fýrst minnist ég hans við vega- vinnu á jarðýtu langt uppi á Rang- árvöllum. Búland hét áður Voðmúlastaða- Austurhjáleiga og er einn fjögurra bæja í Voðmúlastaðahverfi. Stutt er á milli bæjanna og samskipti fólksins í hverfínu jafnan mikil. Margar voru ferðirnar sem ég átti að Búlandi, stundum var erindið ekki annað en að drekka kaffí við eldhúsborðið hjá Gústa og Siggu, en oft unnum við saman að ýmsum verkum og margoft hljóp Gústi undir bagga ef ég þurfti einhvers með. Minningamar hrannast upp frá þeim þrettán ámm sem við vor- um nágrannar í hverfínu: Um smalamennsku inni á Hólma, út- reiðartúa út á Bakkana eða annan stuttan spöl út í buskann, eða ein- hvem spotta í Landeyjunum í hópi glaðra félaga; lengri ferðir austur undir Fjöll og á hestamót Geysis á Hellu. Stundum gripum við til bíl- anna og fómm saman í Landréttir, inn á Þórsmörk, inn undir Heklu að skoða eldgos. Oft var glatt á hjalla í þessum ferðum og á öðrum samverustundum með Gústa. Hann sleppti ekki þeim tækifærum sem gáfust til þess að taka lagið enda var hann ágætur söngmaður. Hann kunni fjöldann allan af ljóðum og lögum og var minnugur í betra lagi, lesinn í góðum bókum og kunni frá mörgu að segja. Oft kallaði það fram bros eða léttan hlátur að heyra hann segja með lágri og eilítið hik- andi röddu frá einhveijum sérstæð- um atvikum eða kúnstugum tilsvör- um sem hann hafði orðið vitni að á lífsleiðinni. Hann naut sín best í fárra manna hópi og var ekki fýrir það gefinn að láta mikið á sér bera, en tal hans og allt fas einkenndist af einhvers konar hóglátri kímni og ljúfri lund. Því leið öllum vel í návist hans. Gústi undi sér vel við búskapinn. Hann var hneigður fyrir að um- gangast skepnur, einkar glöggur á fé, og sinnti bústörfum öllum af alúð. Vegna versnandi heilsufars lét hann af búskap vorið 1974 og flutti til Þorlákshafnar með konu og dótt- ur. Þar vann hann í mörg ár hjá Ölfushreppi. Hesta átti hann áfram, fór á bak og sinnti þeim meðan heilsa leyfði og veitti það honum áreiðanlega marga ánægjustund. En heilsunni hrakaði hægt og hægt og í mars í fyrra var honum orðið ófært að dvelja á heimili sínu og var hann eftir það á sjúkrastofnun- um, síðast á vistheimilinu á Kumb- aravogi. Þar hitti ég hann síðast fýrir u.þ.b. tveim mánuðum. Þá var þrek hans mjög þorrið en ljúflyndið það sama og fýirum. Svo kveð ég minn gamla og góða granna með kærri þökk fyrir sam- veruna. Siggu og Sigrúnu, sonum hennar og venslafólki öllu sendi ég samúðarkveðjur. Minninguna um Gústa á Búlandi er gott að geyma. Ragnar Böðvarsson. Það er föstudagur. Ég er á leið- inni heim úr skólanum á Selfossi. Afí hafði lánað mér nýja bílinn sinn til þess að ég þyrfti ekki að bíða eftir rútunni sem ég annars fór með enda lauk skólanum hjá mér þennan dag nokkru áður en rútan lagði af stað. Augnabliks klaufaskapur og ógætni leiða til þess að ég verð valdur að árekstri og skemmi bílinn nokkuð og nú er ég að hugsa hvem- ig ég eigi að segja afa tíðindin. Reyndar hafði ég ekki mjög miklar áhyggjur af því þar sem ég þekkti hann vel og vissi að hann myndi varla setja allt á annan endann. Þrátt fyrir skemmdimar er bíllinn ökufær og ég legg honum fyrir utan bílskúrinn við húsið okkar. Geng inn. Afí er að skoða Sigmund í Mogg- anum. Ég sest við eldhúsborðið hjá honum. „Afi, það varð smáóhapp með bflinn. Ég keyrði á og skemmdi hann.“ Hann lítur upp rétt sem snöggvast og segir: „Til hvurs er það?“ en lítur svo aftur niður og bætir við: „Heldurðu að við getum farið og sótt ömmu í vinnuna á honum?“ Samband okkar bræðranna við afa og ömmu var ekki bara „bijóst- sykur um helgar“ samband. Við bjuggum í tvíbýlishúsi, við og mamma í annarri íbúðinni og afí og amma í hinni. Þannig höfðum við dagleg samskipti og vörðum stórum hluta af æsku- og unglings- árum okkar hjá þeim. Því var afí okkur mjög náinn, var allt í senn vinur, faðir og afí. + Hrólfur Árna- son frá Þverá í Reykjahverfi, S- Þing. fæddist 12. júní 1903 á Þverá. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 23. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur Áma Júl- íusar Jónssonar bónda og konu hans Rebekku Sigur- veigar Jónasdóttur. Hann var yngsta barn í níu systkina hópi en fjögur þeirra dóu í frumbernsku. Þau sem upp komust auk Hrólfs voru: Sigrún, f. 20. júní 1886, Páll, f. 6. september 1888, Ing- ólfur, f. 24. júlí 1895 (lést 21 árs), Jón, f. 23. apríl 1900. Hrólfur vann í foreldrahús- um og bjó með móður sinni og bræðmm frá árinu 1938 er fað- ir hans lést. Hrólfur kvæntist 30. júlí 1949 Helgu Bjömsdótt- ur frá Ytritungu, f. 22. júní 1901, d. 23. júlí 1957. Hrólfur hætti búskap 1960 en flutti til Húsavíkur og vann lengi hjá Húsavíkurbæ. Hrólfur hlaut uppfræðslu eins og gerðist í sveitum á þeim tíma og stund- aði búnaðarnám á Hvanneyri í tvö ár. Hann var deildar- sljóri Kaupfélags Þingeyinga í Reykjadeild um árabil, mikill sam- vinnumaður og var í hálfa öld (1935-1985) formaður stjórn- ar Garðræktarfélags Reyk- hverfinga. Hann var listaskrif- ari og bera bréf hans og fund- argerðir vott um það. Síðustu árin var hann vistmaður á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Útför Hrólfs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eftir komum, eigum þessari kynslóð ómælda þökk að gjalda. Hrólfur Árnason fyrrum bóndi á Þverá í Reykjahverfi, sem nú er látinn í hárri elli, var dæmigerður fulltrúi þessarar kynslóðar, enda alinn upp í ströngum aga og við mikla vinnu. Hrólfur var fríðieiksmaður og góðu atgervi gæddur til sálar og lík- ama, enda af styrkum stofnum kom- inn beggja megin í ættir fram. Ungur að árum stundaði hann nám í Hvanneyrarskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Hann hafði skarpa greind og var námsmaður góður. Námið á Hvanneyri nýttist honum því vel, er hann gerðist for- sjármaður búskaparins á Þverá við andlát föður síns árið 1938, en auk þessa náms var hann búinn góðu faramesti úr foreldrahúsum, sem vel reyndist á lífsins leið. Búskapinn stundaði hann af áhuga og trúmennsku eins og allt annað sem hann tókst hendur. Hann var raunar hneigður til búskapar og jafnan hollur bændastéttinni. Sjálfur hefði hann kosið að stunda búskap meðan kraftar leyfðu, en örlög réðu að svo varð ekki, því árið 1957 varð hann fyrir þeirri þungbæm lífs- reynslu að missa konu sína eftir aðeins átta ára sambúð. Það fór því svo, að þrem ámm síðar brá hann búi og lá leið hans þá til Húsavíkur og átti hann þar dvalarstað æ síðan. Á Húsavík starfaði Hrólfur jafnan á vegum bæjarfélagsins og naut allt- af mikils trausts og trúnaðar í sam- bandi við allt, sem honum var falið. Löngum stjórnaði hann hópum ung- . menna og fórst það vel úr hendi, enda var hann maður barngóður og hafði gott lag á börnum og ungling- um. Óll börn og ungmenni, sem hjá honum dvöldust á Þverá, bundust honum ævilöngum vináttuböndum og var það honum til gæfu og mikill- ar ánægju er á ævina leið. Hrólfur var maður glaðsinna og oft skemmtilegur þótt varlega beitti hann skopskyninu, því engan vildi hann meiða. Heiðríkjan hvarf aldrei úr svip hans, enda trúmennska og strangur heiðarleiki hans aðalsmerki frá vöggu til grafar. Ég þori að fullyrða að allir, sem hann þekktu að einhverju marki, hefðu óttalausir trúað honum fyrir aleigu sinni og velferð, ef þurft hefði. Slíkir menn eru ekki á hveiju strái og því minnisstæðir. í eðli sínu var hann maður félags- lyndur og naut sín vel innan um fólk, en skyldurækni hans við heimili sitt og búannir olli því, að hann blandaði sér minna í félagsmál en hann og margir aðrir hefðu kosið. Eigi að síð- ur var honum margs konar trúnaður falinn af sveitungum og samferða- mönnum. Hann var m.a. deildarstjóri KÞ deildar Reykjahrepps um árarað- ir og gegndi því af alúð og fór ekki dult með, að samvinnumaður var hann af hugsjón. Þá var hann stjómarformaður Garðræktarfélags Reykhverfínga í hálfa öld og segir það nokkuð um það traust, sem til hans var borið. Félag þetta bar hann nýög fyrir bijósti og vann því vel, því öll sín hlutverk tók hann alvar- lega. Þegar kraftar þvarr hætti Hrólfur störfum og vistaði sig á heimili aldr- Sú kynslóð, sem kennd er við alda- Þessi kynslóð átti hugsjónir, sem hún mótin síðustu, er nú nær horfín af barðist fyrir af fórnfysi og dug og vettvangi lífsins, en hefur skilið eft- gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfr- ir sig dijúp spor í sögu landsins. ar sin, en ekki annarra. Við, sem á HROLFUR ÁRNASON Það hvemig afí brást við þegar ég skemmdi bílinn hans er alveg lýsandi fyrir þann mann sem hann hafði að geyma. Fullkomið æðm- leysi og ró yfir orðnum hlut en um leið ásetningur og kjarkur til þess að framkvæma það sem bauð að gert yrði. Hann sá að mig hafði ekki sakað við áreksturinn, vissi að bíllinn væri dauður hlutur sem hægt væri að gera við en var um leið farinn að huga að ráðstöfunum til þess að geta sótt ömmu í vinn- una, enda tók hann fátt jafnnærri sér og vera ekki mættur til að sækja hana á réttum tíma. Þessi sterku persónueinkenni urðu allir varir við sem hann þekktu og settu þau svip sinn á allt hans líf sem ég varð vitni að. Þessa sáust gleggst dæmi þegar hann fékk heilablóðfallið árið 1981 og Iamaðist alveg vinstra megin. Ekki kvartaði hann yfír hlutskipti sínu heldur einbeitti sér að því að fínna úrræði til að geta stundað áfram það sem gaf honum mesta gleði, hestamennskuna. Til þess smíðaði hann sérstakt áhald sem hann kallaði „viðhaldið" og gerði honum kleift að hafa taumhald á hesti, einn og óstuddur. Þannig stundaði hann hestamennskuna og útreiðarnar allt fram á síðustu ár. Helsta vandamálið var á fá hest sem hafði þolinmæði til að standa kyrr meðan hann var að brölta á bak. Þetta gekk þó vel meðan hest- anna naut við sem hann hafði sjálf- ur tamið. Sál okkar er eins og hraun. Þeg- ar við erum ung er það nýrunnið og hefur ekki stöðvast. Sumt brýtur það undir sig en rennur þó eftir farvegi. Síðan stöðvast það, storkn- ar og tekur á sig mynd. Loks mynd- ast á þvf jarðvegur og þar vex stundum gróður. I hrauninu hans afa var mikið af blómum. Vonandi ná græðlingar þeirra að spretta í okkur sjálfum. Látum minninguna um afa okk- ar, Ágúst Valmundsson, vera lofi betra. Kastið ekki steinum í kyrra tjöm. Vekið ekki öldur óvita böm. Gárið ekki vatnið en gleðjist af því að himininn speglast hafinu í. (Gunnar Dal. 1977.) Jóhann Grétarsson og Ágúst Om Grétarsson. aðra í Hvammi í Húsavík þar sem hann átti friðsælt ævikvöld sáttur við lífið og óttalaus við komu dauðans. „Dauðinn er bara lögmál," sagði hann eitt sinn við mig. Hrólfur var maður bókhneigður og fylgdist alltaf vel með öllu, sem fram fór í umhverfinu og utan þess. Hann var ótrúlega harðfylginn að fylgjast með fjölmiðlum, þótt sjón og heym dvínuðu mjög, en það var hans mesta fötlun á seinni ámm. Sú fötlun hafði þó ekki áhrif á skap- lyndi hans, því alltaf var hann glað- ur og reifur, er hann fékk heimsókn- ir vina og kunningja í Hvamm. Mér varð stundum hugsað til þess á seinni árum, hver væri hans gleði- gjafí, en það er ef til vill gömlum mönnum nóg til gleði að hafa aldrei sagt ósatt orð né nokkuð gert, sem striðir gegn samviskunni og eiga sér enga óvini, heldur aðeins vini. 1 hinni helgu bók Biblíunni stend- ur eitthvað á þessa leið: „Gott, þú dyggi og góði þjónn, yfír litlu varst þú trúr og yfír mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Þessar setningar koma mér í hug, er ég minnist Hrólfs. Hann var trúr yfír smáu og stóm og slíkir menn hljóta að eiga góð fararefni til hinstu farar. Um leið og ég þakka Hrólfí kærar stundir og kynni góð óska ég honum yndis á ókunnri strönd hand- an hins mikla djúps, sem aðskilur lifendur og dauða. Ég og kona mín Sigríður Atladótt- ir sendum vinum hans og vanda- mönnum hugheilar samúðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.