Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 42

Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 42
42 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jónas Pétursson bóndi og fyrr- verandi alþingis- raaður fæddist á Hranastöðum í Eyjafirði 20. apríl 1910. Hann lést í sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum hinn 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Óiafsson, bóndi á Hranastöð- um bónda á Stokka- hlöðum Jónssonar, og kona hans Þórey Helgadóttir bónda á Leifsstöðum. Systk- ini Jónasar: Sigríður, f. 1900, d. 1954, Anna, f. 1903, d. 1924, Jakob, f. 1905, d. 1907, Jakob Ólafur, kennari og ritstjóri, f. 1907, d. 1977, kvæntur Margréti Jónsdóttur, Helgi, bóndi á Hranastöðum, f. 1912, d. 1954, kvæntur Þorbjörgu Guðmunds- dóttur, d. 20. júlí 1994, og Krist- björg, f. 1916, kennari, gift Hjálmari Helgasyni, búa í Kópa- vogi. Jónas kvæntist Önnu Jósa- fatsdóttur, f. 11. apríl 1910, bónda að Krossanesi og Hofdöl- um í Skagafirði og Ingibjargar Jóhannsdóttur í Húsey. Jónas og Anna höfðu verið samtíða á Hólum í Hjaltadal. Þau voru gefin saman í Grundarkirkju í Eyjafirði á nýársdag 1933. Anna lést á nýársdag 1984. Þau eignuðust þrú börn. 1) Hreinn, f. 13. október 1933, kvæntur Sigríði Halblaub, f. 19 júní 1938. Börn þeirra eru: Jón- ina, gift Jóhannesi Guðmunds- syni og eiga þau þijú börn; Jón- as, kvæntur Hjördísi Einarsdótt- ur, þau eiga þijú börn, og Anna Katrín, í námi. 2) Erla, f. 15. mars 1936, í sambúð með Ar- manni Magnússyni, f. 14. janúar 1941. Dóttir Erlu er Anna Jónas Pétursson, fyrrum bóndi og þingmaður, er látinn. Nú, að leiðar- lokum, viljum við minnast þessa móðurbróður nokkrum orðum. Eldhuginn og hugsjónamaðurinn Jónas Pétursson var sístarfandi allt sitt líf. Vakinn og sofinn var hann sjálfstæðismaður í hugsun, orði og verki. í mörgum stórum máium hafði hann þvílíka yfirsýn og framsýni, að oft gat fólk ekki fylgt honum eftir. Frægasta dæmi um mál sem hann hafði frumkvæði að og kom áleiðis, er þegar hann vann því fylgi á þingi að tengja landið með hring- vegi. Til hinstu stundar velti hann fyrir sér þjóðmálunum og tók virkan þátt í umræðum, með blaðaskrifum. Allar greinar hans voru skrifaðar til að hafa áhrif, benda á úrlausnir, en ekki til að lýsa svartsýni og böl- móði. Oft var hann ósammála flokks- bræðrum sínum. Hann var ætíð trúr eigin sannfæringu og lét ekki segja sér fyrir verkum, ef því var að skipta. Klíkuskapur, hagsmunagæsla og bolabrögð voru víðs fjarri stjórn- málaafskiptum hans. Hann hélt tryggð við ættjörðina, fólkið í lar.d- inu og íslenska tungu. Síðasta grein hans um þjóðmál birtist í Morgunblaðinu í desember síðastliðnum. Þar sveið honum sárt niðurlæging bændastéttarinnar og greinin var skrifuð til að hvetja sveitamenn til dáða. Losið ykkur undan oki ríkisafskipta! - var hinsta kveðja hans til íslenskra bænda. Við kynntumst Jónasi frá unga aldri og sem börn skynjuðum við eldmóð hans. Minnisstætt er þegar hann kom í heimsókn í Fjólugötu á Akur- eyri. Oftast Jeið ekki á löngu þar til hann var kominn í símann, til að sinna ýmsum málum sem þingmaður og talaði þá hátt og mikið. Annar okkar, Þórir, var í sveit á Skriðuklaustri í Fljótsdal hjá Jónasi og Önnu. Sagan hefst á vordögum nánar tiltekið í maí árið 1954. Það voru mikil viðbrigði fyrir kaupstað- ardreng að fara frá sínu heimafólki til móts við hið ókunna í öðrum Bryndís Tryggva- dóttir, í sambúð með Hallgrími Þórhalls- syni. 3) Pétur Þór, f. 9. maí 1952, kvæntur Freyju Magnúsdóttur, f. 19. maí 1956. Börn þeirra: Guðrún Gígja, í sambúð með Tómasi Pálma Pét- urssyni, Hrefna Hrund og Jónas. Sonur Péturs fyrir hjónaband er Davíð. Jónas varð bú- fræðingur frá Hóla- skóla 1932. Jónas var jafnframt búskap á Hrana- stöðum, sem hann stundaði til ársins 1946, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og eftirlitsmaður Nautgripa- ræktarsambands Eyjafjarðar á árunum 1934-1940. Tilrauna- stjóri á tilraunabúi ríkisins að Hafursá og á Skriðuklaustri var hann frá 1947-1962. Eftir það bjó hann þar sem nú heitir í Fellabæ, en þar reisti hann hús sem hann nefndi Lagarfell. Arið 1959 var Jónas kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gegndi þingmennsku til árs- ina 1971. Þá var hann fulltúi hjá Norðurverki við Lagarfossvirkj- un 1971-1974. Framkvæmda- sljóri Verslunarfélags Austur- lands var hann frá 1974-1982. Jónas sat einnig í hreppsnefnd- um í Hrafnagilshreppi og síðar í Fljótsdalshreppi. Einnig sat hann í ýmsum stjórnum og ráð- um, svo sem Rannsóknarráði ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Atvinnujöfnun- arsjóði og Landnámssljórn. Utför Jónasar Péturssonar verður gerð frá Egilsstaða- kirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í grafreit í Fellabæ. landshluta. Ferðin að Skriðuklaustri þetta vor hófst með því að ekið var fram á Melgerðismela innarlega í Eyjafirði en þar var flugvöllurinn. Þetta gekk nú allt að óskum og sömuleiðis flugferðin austur til Eg- ilsstaða. Þegar þangað kom var mættur maður á flugvöllinn til þess að taka á móti þessum kaupstaðar- dreng. Þama var þá kominn Jónas Pétursson á sínum ameríska Ford- heijeppa. Ekki er hægt að segja að drengurinn hafí þekkt Jónas mikið eða náið þó frændi hans væri. En það átti eftir að breytast. Segja má að nú hefiist kafli í lífí þessa kaup- staðardrengs sem átti eftir að verða bæði ævintýralegur og spennandi. Þetta sumar var aðeins fyrsta sum- arið af fimm sem þessi drengur naut þeirra forréttinda að fá að kynnast og starfa með og starfa fyrir hjónin á Skriðuklaustri Önnu og Jónas. Verkefni voru ekki af skornum skammti á Skriðuklaustri og því gafst ekki tími til að finna fyrir heimþrá. Skriðuklaustur var ekkert venjulegt bændabýli miklu fremur búgarður. Sérstaða þess var þó fyrst og fremst tilkomin vegna þess til- raunastarfs sem þar fór fram, bæði búfjártiiraunir og jarðræktartilraun- ir. Jónas reyndist þessum unga frænda sínum góður leiðbeinandi og fól honum ýmis verkefni, smá í fyrstu en urðu stærri þegar frá leið. Það sem einkenndi Jónas var að hann var frekar spar á orðin og hinn ungi frændi hans varð að láta sér skiljast að þagnirnar höfðu líka sína merkingu og gátu talað fyrir sig. Eins og áður er komið fram var í mörg horn að líta á svo stóru búi sem Skriðuklaustri. Allmargt fólk var þar vistráðið á sumrin bæði kaupamenn og kaupakonur. Allt þetta fóik hafði nóg að starfa og varð ekki betur séð en að starfs- skyldur þess væru allt ljúfar skyld- ur. Á því voru aðeins tvær skýring- ar. Það voru hjónin sjálf, húsfreyjan og húsbóndinn. Ekki varð vart við að gefnar væru fyrirskipanir, miklu fremur að vinna þyrfti ákveðin verk þann daginn og hver og einn fékk sitt hlutverk án þess að nokkur nefndi fyrirskipun. Þar sem slík vinnusálfræði er leidd til öndvegis vinna allir verk sín með glöðu geði. Sá sem aldrei hefur lagt leið sína að Skriðuklaustri í Fljótsdal ætti að láta verða af því. Þar er allt stórbrot- ið og tignarlegt. Hjónin Anna og Jónas á Skriðuklaustri féllu vel inn í þessa umgjörð. Það var ekkert smátt í fari þeirra. Við bræður og foreldrar okkar vottum Hreini, Erlu og Pétri Þór hluttekningu. Blessuð sé minning Jónasar Pét- urssonar. Þórir og Magni Hjálmarssynir. Ég er bóndi og allt mitt á/ undir sól og regni, orti Stephan G. Step- hansson og lýsti kjörum sínum bein- línis. Jónas Pétursson var af grónum eyfirzkum bændaættum, bjó sjálfur um skeið og stjórnaði stóru tilrauna- búi á Skriðuklaustri, en var þá kall- aður tii annarra starfa, því að hann var fylginn sér og vildi koma góðum málum til leiðar fyrir hérað sitt og landslýð yfirleitt. Samt vék hugur hans aldrei frá gróðri landsins, líf- beltunum tveimur eins og hann kall- aði lífríki sjávar og sveita. í frístund- um var hann óðar horfinn með orf og ljá út í grózkuna til að erfiða í sveita síns andlits um leið og hann leiddi hugann að nauðsynjamálum, ýmist heima við eða á vettvangi þjóð- málanna. Virðing hans fyrir gróður- mætti jarðar var einstök. Lífsskoðun hans byggðist í raun á þeim hending- um Klettafjallaskálds sem vísað er til hér að ofan. Jónas lifði ávallt í samræmi við þá bjargföstu skoðun sína að hamingju manna væri bezt borgið í nánum tengslum við gróður landsins. Manngildishugsjón hans var að rækta land og lýð. Jónas var kvæntur ömmusystur minni, Önnu Jósafatsdóttur sem lézt fyrir allmörgum árum. Ég sá þau fyrst í bemsku þegar ég fór með foreldrum mínum austur að Skriðu- klaustri, en þar var Jónas þá bú- stjóri og Anna frænka stóð fyrir fyöl- mennu heimili af sérstökum myndar- skajx A unglingsárum var ég nokkur sumur í brúargerð fyrir austan, hjá Sigurði Jónssyni á Sólbakka. Við unnum aðra hveija helgi, en á móti kom löng helgi, eins og það hét hjá okkur. Þá hættum við að vinna á föstudagskvöldi og flestir flokks- menn hurfu til síns heima. Þá voru Anna og Jónas flutt út í Lagarfell í Fellabæ, og þar átti ég öruggt skjól og við Pétur Þór, sonur þeirra stóðum í ströngu. Á Lagarfelli var gestkvæmt eins og á Klaustri, en heimilisrekstur samt smærri í snið- um, höfðingsbragur og gestrisni með sama móti og fyrr. Eitt sumar vorum við Jónas sam- vistum þegar Lagarfossvirkjun var í smíðum. Hann var starfsmaður Norðurverks á vettvangi, ég var jámamaður með Pétri Þór og öðrum góðum drengjum. Þetta var gjöfult sumar og skemmtilegt í minningunni þótt mikið væri unnið - og víst margt brallað á frívaktinni. Samt held ég enginn hafí átt lengri vinnu- dag en Jónas. Hann sá einn um allt skrifstofuhald og annaðist auk þess margvíslega aðdrætti, og kjötið sem hann saltaði, Begga sauð og við borðuðum, ja, það var gott kjöt. Ég held að hann hafi hvern dag verið kominn að vinnu um fimmleytið og vinnudegi lauk fyrst þegar verkefni þraut, og það var seint, að minnsta kosti hafði hann aldrei tíma til þess að sjá Friðrik Óiafsson skýra skákir Fischers og Spasskys í sjónvarpinu! Síðast vann hann hjá Verzlunarfé- lagi Austurlands, og ég efa ekki að þar var vinnudagurinn nær tólf en átta stundum á dag. Síðast heimsótti ég Jónas á Lag- arfelli þegar ég var eystra einhverra erinda fyrir nokkrum árum. Hann gegndi ekki dyrabjöllu, en Volkswagen-bjallan var í hlaði, svo að ég leit út í garð. Þar var hann að slá og við heilsuðumst með virkt- um. Hann var að slá smára og sagði mér það væri mesta hollmeti sem menn gætu borið sér í munn. Við settumst inn í eldhús og borðuðum súrmjólk með smára. Það var ágæt- ur kostur og gerði mér gott. Jónas sagðist frysta smára til vetrarins, ekkert væri jafnhollt. Og á borðinu lá kvæðasafn Einars Benediktssonar sem hann sagðist vera að rifja upp þessa daga. Þorri fólks kallar þetta sérvizku, og víst var Jónas sérvitur. En sérvizka á sér margar hliðar. Jónas þótti sérvitur af því að hann hafði ákveðnar skoðanir og barðist sífellt fyrir þeim, var ódeigur að halda þeim á loft. Hann var enginn veifi- skati og var trúr lífsskoðun sinni og köllun allt tii lokadags og hljóp aldr- ei út og suður þótt einhver hóaði. Hann var íhaldsmaður í beztu merk- ingu orðsins, elti ekki nýjungar nýj- unganna vegna, vék einungis frá gömlum siðum ef hinir nýju voru betri. Mér fínnst aðdáunarvert hvað hugsun hans var skýr og frjó fram undir efsta dag. Sú hönd sem skrif- aði greinar í Moggann var alls ekki loppin þótt höfundur væri roskinn. Anna frænka mín var höfðingi í sjón og raun, glæsileg kona, og hún var skapmikil er því var að skipta, lét engan eiga hjá sér. Hún stóð þétt við hlið bónda síns hvort sem var á Klaustri eða á þingi. Það var gott að eiga þau að, gott að vera undir þaki þeirra, og að leiðarlokum þakka ég þeim samfylgdina og þá rausn sem ég naut í garði þeirra. Pétri, Erlu, Hreini og öllu þeirra fólki sendi ég samúðarkveðjur. Sölvi Sveinsson. Ég heimsótti Jónas Pétursson í síðasta sinn á liðnu hausti. Áhuginn var að mestu óbugaður, hugurinn skýr, en þó þreyttist hann fljótt enda þrekið mjög á förum. Andlátsfregnin kom því naumast á óvart. Jónas átti rætur sínar í jarðvegi norðlenskrar sveitar. Hann varð bóndi og ráðunautur, tilraunastjóri og félagsmálamaður og alþingis- maður í tólf ár. Á Alþingi sátum við saman eitt kjörtímabil. Þá sem endranær var hann sívinnandi, vak- inn og sofinn í leit að úrræðum til hagsbóta þeim sem hann bar mest fyrir bijósti en það var stijálbýlið og það fólk sem þar lifði og starf- aði. Minnisverðasta þingmál hans er væntanlega tillagan um fjáröflun til vega- og brúarframkvæmda á Skeiðarársandi, en með frumkvæði sínu í því máli lagði hann grunn að lokaáfanganum við tengingu hring- vegarins um landið. Jónas hélt baráttu sinni áfram þótt hann hyrfí af Alþingi. Hann vildi aukið sjálfstæði byggða og landshluta, og hann vildi tryggja efnahagslegan grunn byggðanna með því að fólkið ætti sjálft auðlind- ir landshlutanna og réði nýtingu þeirra svo sem vatnsafls og virkj- ana. Hann skrifaði margar greinar í blöð um hugðarefni sín og ýmis dægurmál. Stundum voru þær að- eins örfáar meitlaðar setningar. Sum baráttumál hans voru um- deild og náðu eigi fram að ganga. Það urðu honum t.d. áföll þegar virkjunarréttur í landinu var í meg- inatriðum kominn í hendur eins að- ila og þegar svokallaðar beingreiðsl- ur voru teknar upp í landbúnaði. Síðast birtust í Morgunblaðinu nálægt jólum þijár greinar eftir Jón- as undir samheitinu „Bændur verða að eiga sitt stolt“. Þar lýsir hann reynslu sinni og afstöðu til mála á löngu æviskeiði, einkum að því er snertir landbúnaðinn. En þar eru bændur einnig brýndir á því að iáta aldrei sjálfstæði sitt fyrir peninga. Jónas var hugsjónamaður sem kom mörgu fram til heilla, en náði eigi að hindra breytingar þjóðlífs og at- vinnuhátta sem stundum þróuðust í aðra átt en hann taldi farsælast. Ég kveð hann með virðingu og þökk og sendi bömum hans og venslafólki einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson. Genginn er höldurinn Jónas Pét- ursson. Höldur í bezta skilningi þess orðs, því að atorka hans og hugsjón- ir voru ekki einvörðungu bundnar íslenzkri jörð og ræktun hennar, öðru af lífbeltunum tveimur sem hann kallaði svo. Hann var ekki síð- ur höldur á sviði þjóðmálanna, en þar lagði hann góðum málum lið í anda framfara fyrir landið allt. Nærður af hugsjónum, sem sprottn- ar voru úr akri eyfirzkrar bænda- menningar fornrar. Afar fastheldinn á allt, sem reynslan og búhyggjan hafði sýnt honum, að ekki skyldi varpað fyrir róða, þrátt fyrir ákall neyzluhyggjunnar. Á hinn bóginn var Jónas í fylking- arbijósti, ef efla mátti hagsæld þjóð- arinnar og gera á mannlífinu raun- verulega bót. Nægir þar að nefna tillögu hans á Alþingi um fjáröflun til lúkningar hringvegarins með út- gáfu happdrættisskuldabréfa. Þar varð draumur hans og von þjóðar að veruleika. Stjórnmálin voru honum þó ekki alltaf þægur ljár í þúfu. Hann varð að lúta hinu nýja lögmáli þess tíma, er prófkjör nefndist. Hætti hann þá formlegu stjórnmálastarfi. Það var þó íjarri Jónasi að setjast í helgan stein. Þjóðmál öll og einkum hagur landsbyggðarinnar brann heitt á honum alla tið. Hann var óþreytandi að skrifa og kynna málefni hinna dreifðu byggða allt til hins síðasta. Átti ólokið verki af því tagi á hinum stóra degi. Á þingmannsárum sínum var hann aufúsugestur á heimili tengda- foreldra minna í Reykjavík, þeirra Egils Áskelssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur sem áður bjuggu í Hléskógum í Höfðahverfi. Ég og fjöl- skylda mín kynntumst Jónasi fyrst, þegar við urðum nágrannar fyrir nær sautján árum. Af reynslubrunni hans mátti bergja hollráð, jafnt um garðrækt sem stjórnmál. Viðvik drengja okkar í garði Jónasar voru ríkulega endurgoldin með hinum fallegustu garðávöxtum sem sáust austan Vatnajökuls. Þar var ekki kastað til höndunum. Eigi máttu ungir sveinar beita hraðvirkustu handbrögðum við garðvinnuna sér til flýtisauka. Aginn var verklag Jónasar - ekki til að ráða, heldur til að kenna hinum ungu virðingu fyrir verkinu sjálfu og þeim tilgangi handarverkanna, að vel unnið verk þar sem allt var nýtt og engu á glæ kastað hefði meira gildi en handa- hlaup og flaustur. Merkilegast var þó að sjá hinn roskna höfðingja verða æ stærri á stykkjunum eftir því sem árin urðu fleiri og landsmál bar á góma. Öfugt við flesta aðra varð Jónas róttækari með árunum. Kom hann þeim, sem yngri voru oft í opna skjöldu með hugsjónaeldi sínum. Gætti á stund- um óþols í tali hans um framvindu landsbyggðarmála, þegar honum þótti hægt þokazt. Þar beið ræktun- armaðurinn óþreyjufullur eftir upp- skerunni, sem hann hafði vissulega sáð til, áður en sláttumaðurinn brygði ljánum, sem bíður okkar allra. En þannig fer einatt, að ekki verður öllum málum heilum í höfn komið, þótt unnið sé til hinztu stundar. Fellin og Hérað allt eru nú einum baráttumanninum fátækari. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka vináttu og tryggð hins góða granna á sameig- inlegri vegferð um árabil. Aðstand- endum votta ég samúð mína. Þorsteinn P. Gústafsson. Þegar Jónas Pétursson er kvaddur hinstu kveðju vil ég með nokkrum orðum þakka honum samfylgd og leiðsögn. Ég var fjögurra ára þegar foreldr- ar mínir komu í Skriðuklaustur vinnufólk til Jónasar sem þar var tilraunastjóri. Fyrstu minningar mínar tengjast veru minni á Klaustri. Ég var rollusál og undi mér best með föður mínum, sem var fjármað- ur þar. Þegar faðir minn slasaðist tók Jónas við fjárgæslu og ég fékk að fylgja honum í fjárhúsin. Eg lék mér að hornum og ágirntist öll horn sem ég sá. Nú bar svo til að fyrri part vetrar, fyrir jól, var fullorðinni á með stór og myndarleg horn slátr- að. Ég fylgdist með þessu og falaði hornin hjá Jónasi. Hann tók lítið undir bón mína. Á jólum fékk ég fallegan pakka frá Jónasi og þar í voru hornin. Það er svo einkennilegt að þó að ég áratugum eftir að ég hætti að leika mér að hornum hafi gleymt þeim þúsundum sem ég handlék í æsku, þá standa hornin sem Jónas gaf mér í jólagjöf mér JÓNAS PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.