Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 52

Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 52
52 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I DAG Poppmessa og sinfóníutónleikar í Neskirkju DAGSKRÁ sunnudagsins í Nes- kirkju er með fjölbreyttasta móti að þessu sinni en dagurinn er jafn- framt æskulýðsdagur þjóðkirkjunn- ar. Um morguninn kl. 11 er barna- guðsþjónusta þar sem gestir frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Kristniboðssambandinu kynna hjálpar- og kristniboðsstarf. Eftir hádegi kl. 14 er poppmessa sem að miklu leyti er í umsjá væntanlegra fermingarbama. Þar verður m.a. boðið upp á gospeltónlist og á eftir verða fermingarbörnin með kaffí- sölu í safnaðarheimili kirkjunnar. Síðdegis þennan dag kl. 17 eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Á efnisskránni er sin- fónía nr. 6 í F-dúr (Sveitalífssinfón- ían) eftir Beethoven og píanókon- sert nr. 1 eftir Mendelsohn. Einleik- ari er Anna Guðný Guðmunsdóttir en stjómandi er Ingvar Jónasson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir börn, nemendur og eldri borgara. Hljómsveitin hefur haft aðstöðu til æfinga og hljómleika- halds í kirkjunni undanfarin misseri. Um kvöldið kl. 20.30 er fundur í hjónastarfi Neskirkju. Þar ræðir Eiísabet Berta Bjarnadóttir, félags- ráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar, um ýmsar áleitnar spumingar varðandi ást og tilfinn- ingar í sambúð og hjónabandi. Hún veltir því einnig fyrir sér hvemig blása megi lífí í glæðurnar ef tilfinn- ingahitinn er farinn að dofna. Fund- urinn er í safnaðarheimili kirkjunnar og er öllum opinn. Fundur um arangur Reykjavíkurlistans REGNBOGINN, samtök um Reykjavíkurlista, heldur opinn fund um árangur Reykjavíkurlistans í borgarstjóm þriðjudagskvöldið 4. mars á Kornhlöðuloftinu. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Framsögumenn verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri: Hverju hefur Reykjavíkurlistinn breytt? Umskipti í stjórnsýslu - nýjar áherslur í borgarstjórn. Guð- rún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi: Nýtt aðalskipulag - hugmynda- fræði og ásteytingarsteinar. Guð- rún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi: Velferðarþjónusta borgarinnar - ný vandamál, nýjar lausnir. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi: Breytingar í skólamálum og fram- tíðarsýn Reykjavíkurlistans. Framsögumenn svara fyrirspum- um eftir hveija framsögu og að þeim loknum verða almennar um- ræður. Kaffígjaid er 500 kr. Fund- arstjóri verður Stefán Jón Hafstein, ritstjóri. og ferskt hrossakjöt Vefurgamalt saitkjöt í þriggja lítra fötum Hann Benni hinn kjötgóði er með nýtt og ferskt hrossakjöt um helgina. Þú getur valið um snitsel, lundir, file og fleira á frábæru verði. Hróður hangikjötsins hans Benna berst um allan heim og það fæst líklega hvergi betra hangikjöt í fermingarveisluna en hjá Benna. Líttu bara á verðið!!!! g)Silfur í antikbásnum Silfurveisla hjá Þorvaldi m.a. frá Georg jensen Hann Þorvaldur er með einn fallegasta antikbásinn í Kolaportinu og selur bæði húsgögn og smærri muni. Hann er yfirleitt með mikið úrval af silfúr- munum, en þessa helgi verður hann með meira úrval en nokkru sinni fyrr. Það er m.a. að finna fallega silfurmuni frá George Jensen. Láttu sjá þig. ÖSídustu snjóbrottin Verðiö (kr. 19900 með bindrngum) sló í gegn Loksins kom að því að fólk áttaði sig á gæðunum og lága verðinu á kanadísku snjóbrettunum. Þau runnu út um síðustu helgi og um þessa helgi seljum við síðustu snjóbrettin á þessu einstaka og frábæra verði. Það er því eins gott aó mæta snemma og tryggja sér snjóbretti á sprengjuverði. DHvalkjöt um helgina Glæný Rauðspretta, fersk Tindaskata og m.fl. Fiskbúðin Okkar er allar helgar með úrval af venjulegum og óvenjulegum fiski á góðu verði. Um þessa helgi er lögð áhersla á Hvalkjöt, glænýja Rauðsprettu og ferska Tindaskötu. Einnig hrogn og lifur, kútmaga tilbúna í pottinn, Steinbít, Karfa, siginn fisk, sósurétti, lúxusfiskibollur og m. fleira. «2 KOIAPORTIÐ Opiðlaugardagaogsunnudcigakl.11-17 SKAK Umsjón Mnrjjeir Pétursson STAÐAN kom upp á alþjóð- lega mótinu á Bermúda um daginn. Alexandre Lesiege (2.500) frá Kanada, hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Johan Hellsten (2.485) var með svart. 17. Bxh6! - f6 (Eða 17. — gxh6 18. Hg3+ - Kh8 19. Dxf7 - Bc5+ 20. Khl - De7 21. Dg6 - Be3 22. Hxe3! — Dxe3 23. f6 og hvítur vinnur) 18. Bf4 - Ha8 19. Dh7+ - Kf7 20. Dg6+ — Kg8 21. Hh7 - Bd7 22. Dh5 - Bc5+ 23. Khl - Kf8 24. Dg6 og svartur gafst upp. Deildakeppni Skáksam- bands Islands lýkur í dag í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Sjötta umferðin hefst kl. 10 fyrir hádegi og sú sjöunda og síðasta kl. 17. Hraðskákmót íslands 1997 fer fram á morgun kl. 14 á sama stað. og vinnur. HVÍTUR leikur HOGNIHREKKVISI Ftá* hi/aböi. wmdeonl kemar þu ? " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Hvar er umbun áskrifenda Stöðvar 3? VIÐ hér á heimilinu höf- um verið skráðir notend- ur Stöðvar 3 síðan um jól 1995. Við höfum verið krafm um afnotagjald, kr. 1990 á mánuði, sl. 8 mánuði og höfum innt það af hendi í þeirri trú að afruglaramir væru rétt að koma og okkur bæri því að greiða um- samda upphæð. í fréttum af kaupum Stöðvar 2 á Stöð 3 hefur hins vegar komið fram að harla fáir af skráðum notendum hafi greitt af- notagjöldin, að ekki sé nú talað um alla hina sem hafa haft búnað til að sjá ótruflaðar útsendingar Stöðvar 3 allan þann tíma sem hún hefur verið í loftinu. í gær mátti skilja á nýjum eigendum Stöðvar 3, að þeir hefðu hug á að umbuna þessum fáu notendum Stöðvar 3 sem greitt hafa afnotagjöldin af stöðinni. Harla kát hringdum við því í áskriftarsíma Stöðvar 2 til að spyija hvað áskrift að stöðinni kostaði okkur og ekki stóð á svari. Tilboðið gengur út á að skilvísir notendur Stöðvar 3 geta komið til þeirra, sótt hjá þeim afraglara og fengið kynningaráskrift í mán- uð, þ.e. til 10. apríl nk. Gjaldið fyrir þessa kynn- ingaráskrift er kr. 1.660 kr. sem mun vera hálft afnotagjald stöðvarinn- ar. Við voram ánægð með Stöð 3 og sjáum ekki ástæðu til að kvarta yfír því að hafa þurft að borga þótt segja megi að við höfum verið höfð að hálfgerðum fíflum að greiða fyrir afnot sem flestir aðrir fengu ókeyp- is. Aftur á móti fínnum við að óbreyttu ekki hjá okkur neina hvöt til að þakka nýjum eigendum fyrir umbun fyrir skilvís- ina. Áskrifendur Stöðvar 3. Tapað/fundið Lyklar fundust BRÚN ieðurkippa, merkt Camel, með bíllykli og húslykli, er í óskilum. Upplýsingar í síma 553 4307. Barnaskór á Landspítalanum LÍTILL barnaskór var skilinn eftir á kvenna- deild Landspítalans, við aðalinngang og er hægt að vitja hans þar. Dýrahald Síamshögni óskast Síamshögni, af gamla kyninu óskast fyrir læðu. Upplýsingar í síma 552 2809 eftir kl. 18. Pennavinir ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bókmennt- um, tónlist, kvikmyndum, ferðalögum o.fl.: Jessica Dymen, Strákvágen 23, 183 40 TSby, Sweden. BELGÍSKUR 35 ára karl- maður sem safnar póst- kortum með landslags- og borga- og bæjarmyndum: Luc Vanbegin, Desch uyffeleerdreef 61, B-1780 Wemmel, Belgium. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Hitomi Watanabe, 2-14-12 Kameda, Koriyama-shi, Fukushima-ken, 963 Japan. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, ferðalög- um, bókmenntum og póst- kortum: Chrissie Myles- Abadoo, P.O. Box 49, Oguaa Town, Ghana. SÆNSKUR piltur sem safnar merkjum og minja- gripum knattspyrnufé- laga vill komst í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Lars Iredahl, SödervSgen 36, 183 64 TSby, Sweden. Víkveiji skrifar... FJÖLMIÐLAR á Vesturlöndum hafa tekið kollsteypu vegna nýlegra frétta af einræktun kindar- innar Dolly. Menn hafa gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn, fyllst hryllingi yfir hættunni á því að vondir menn ákveði að fjölfalda harðstjóra á borð við Hitler eins og gert var í kvikmyndinni „Boys from Brazil“, að auðugir furðufugl- ar vilji láta margfalda sig svo að þeir geti lifað að eilífu eða að óvandað fólk geti látið draum sinn um hreinan kynstofn rætast. Og er þá fátt eitt nefnt. Varað hefur verið við hræðslu- áróðri í kjölfar fréttanna af Dolly og hvatt til þess að menn kanni gaumgæfílega allar hliðar málsins, áður en lög og reglur verða settar um það. Ekki verður hins vegar horft fram hjá því að Dolly er stað- reynd og siðfræðin er eins og svo oft áður, mörgum skrefum á eftir vísindunum. Víkveiji hefur oft furðað sig á því hversu lítil áhersla hefur verið lögð á siðfræði vísinda, á sama tíma og stórstígar framfar- ir hafa orðið á vísindasviðinu, ekki síst í líffræði. Þrátt fyrir að vísind- in geri konum kleift að eignast börn, þótt þær séu komnar á sjö- tugsaldur, og að fá leigumæður til að ganga með fósturvísa sína hefur siðferðilegum hliðum mála sem varða t.d. getnað ekki verið svarað nema að hluta til. Hart er deilt á vísindamenn fyrir að bregða sér í hlutverk guðs, skaparans, en ekki virðist nóg að gert til að koma í veg fyrir að óvandaðir menn nýti sér slíka þekkingu. Ekki nægir að treysta siðferðiskennd vísinda- manna, brengluð siðferðiskennd eins eða tveggja getur nægt til þess að stigin verði skref sem aldr- ei verði aftur tekin. Víkveiji leyfir sér að vona að tilvist Dollyar verði til þess að menn gefi siðferðilegum hliðum vísinda meiri gaum en áður til þess að þeim gefíst kostur á að átta sig á því hvað er í húfi áður en þeir mæta nágrannanum einræktuðum í Hagkaupi. Þar með er hann ekki að segja að vísindamenn skorti sið- ferðisvitund, heldur einfaldlega að hvetja til þess að menn velti fyrir sér, æsinga- og fordómalaust, hvar þeir dragi mörkin hvað möguleika í vísindum varðar, að fræðimenn verði í auknum mæli fengnir til að fjalla um þessi mál, fyrr en raunin hefur verið, og að stjómvöld bregð- ist fyrr við þegar tímamótafréttir, sbr. einræktun Dollyar, berast. xxx VIGSLA hins glæsilega menn- ingarhúss á Grænlandi minnir menn enn einu sinni á mikil- vægi þess að tónlistarhús rísi hér á landi. Það hlýtur að vera íslend- ingum hvatning að horfa til þess af hversu miklum myndarbrag Grænlendingar stóðu að byggingu hússins, þrátt fyrir bágan efnahag og töluverða andstöðu heimafyrir fyrst í stað. Ekki verður annað séð en að mikill vilji sé fyrir því að slíkt hús rísi hér sem fyrst, teikningar að því liggja fyrir, svo og staðar- val. Enn er deilt um hvers konar tónlistarstarfsemi húsið eigi að hýsa en það væri mikill skaði ef það verður til þess að seinka bygg- ingu hússins. Reykjavík verður menningarborg Evrópu árið 2000. Vonandi geta íslendingar státað af tónlistarhúsi um aldamótin, eða að minnsta kosti fagnað því að bygging þess sé hafin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.