Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 60

Morgunblaðið - 01.03.1997, Page 60
60 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP - SJÓNVARP Meira fjör - Nýir þættir Steins Armanns á Bylgjunni Gríðarleg sam- keppni en skaðar ekki vinskapinn ► „ÞETTA verða Iétt- ir og skemmtilegir Iaugardagsþættir. Þessi fyrsti þáttur verður svolitið litaður af rúmlega klukku- stundar útsendingu frá Irlandi þar sem hljómsveitin U2 er með biaðamannafund til að kynna nýja plötu sína.“ Það er sem sagt ekk- ert grín þar á ferðinni? „Nei, nei. Þeir eru að senda beint út um allan heim og meðal annars í þáttinn minn,“ sagði leikarinn, grínistinn og útvarpsmaðurinn Steinn Armann Magnússon sem Steinn Armann Magnússon Davíð þætti, sest við hþ'óðnemann á Bylgjunni í dag í fyrsta skipti þegar nýr þáttur hans, Meira fjör, fer í loftið kl. 12. Hann seg- ir þáttinn verða með írskum blæ í tilefni af beinu útsendingunni en hann segir að í hverjum þætti verði tekið fyrir ákveðið þema. Aðstoðarmaður hans er tónlistarmað- urinni Hjörtur Hows- er. Athygli vekur að Steinn mun með þætt- inum hefja samkeppni við fóstbróður sinn, Þór Jónsson, sem er með ásamt Jakobi Bjarnari Grét- HLJÓMSVEITIN U2 á ýmsum skeiðum ferils síns. Morgunblaðið/Golli arssyni, á Rás 2 á laugardögum. „Þættirnir skarast í um einn klukkutíma. Ég er frá 12-16 en þeir byija klukkan 15. Þetta verð- ur gríðarleg samkeppni en ég held að það muni ekki hafa nein áhrif á vinskap okkar. Minn þáttur verður með eilítið öðru sniði, hann verður meiri tónlistarþáttur þó maður verði með innskot hér og þar. Þátturinn dregur nafn sitt af laginu Meira fjör með harmon- ikkuleikaranum Bjarna Böðvars- syni. Ég vil að slagorð þáttarins sé: Ekki bara harmonikkuþáttur." Þetta er semsagt enginn grófur brandaraþáttur í anda Radíus? „Það verður ekkert leikið efni þó einstaka spaug verði í bland. Þeir verða ekki grófir, þó maður geti ekki lofað neinu því maður getur ekki alveg breytt um per- sónuleika þó maður sé kominn upp á Bylgju.“ U2 í beinni útsendingu frá Dublin M Y N D V A K I ^ Gætið þess að klukkan í myndbandstækinu sé rétt stillt. í i Munið að setja tóma í tækið og að sambandi. Kennitölur verða birtar á Morgunblaðsins Sláðu inn kennitölu dagskrárliðar sem þú ætlar að taka upp. Tækið fer sjálfkrafa í gang einni mínútu fyrir auglýstan upphafstíma og hættir 4 mínútum eftir að dagskrárliðnum á að Ijúka samkvæmt dagskrá. Tækin með Myndvaka- búnaði eru yfirleitt merkt ShowView eða VideoPlus+. Réttar rásir í myndbandstækinu: Sjónvarpið: rás 1 Stöð 2: Sýn: rás 2 rás 3 Myndvaki á morgun ► MORGUNBLAÐIÐ byijar á morgun að birta sérstakar kennitölur með dagskrá þriggja íslenskra sjónvarps- stöðva, Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Sýnar. Tölurnar auðvelda mörgum sjónvarpsnotendum að stilla myndbandstæki sín fyrirfram til að taka upp þætti úr sjónvarpi. Þessi tækni hefur fengið heitið Myndvaki á íslensku en gengur undir ýmsum nöfnum erlendis, til dæmis ShowView í Mið-Evrópu og VideoPIus+ í Bretlandi. Mörg nýleg mynd- bandstæki sem seld hafa verið hér á landi undanfarin ár eru búin þessari tækni og auð- kennd ýmist með merkjum ShowView eða VideoPlus+. Réttar rásir Morgunblaðið hefur fengið einkaleyfi hér á landi til að birta þessar tölur, sem sérstakur tölvubúnaður reiknar út frá auglýstri dagskrá og rásum sjónvarpsstöðvanna. Mikilvægt er að sjónvarpsstöðvunum sé raðað rétt í minni myndbandstækisins. Sjónvarpið á að vera á rás 1, Stöð 2 á rás 2 og Sýn á rás 3. Rásanúmer Sýnar breyttist frá því sem sagt var hér í blaðinu síðastliðinn sunnudga í kjölfar þess að Stöð 3 hætti útsendingum. Þegar búið er að stilla klukku myndbandstækisins og raða rásunum rétt í minnið nægir að slá kennitölu dagskrárliðar inn í myndbandstækið til að taka hann upp. Upptakan hefst þá einni mínútu fyrir auglýstan sýningartíma og lýkur fjórum mínútum eftir að dagskrárliðnum á að ljúka samkvæmt auglýstri dagskrá. Ef hætta er á að dagskráin dragist á langinn er yfirleitt hægt að lengja upptökutímann. , Bylgjan fékk einkaleyfi á Islandi á beinni útsendingu hljómsveitarinnar U2 um allan heim þar sem húp kynnir nýja plötu sína, Pop. Utsendingin verður í þætti Steins Armanns og hefst klukkan eitt og stendur í einn klukkutíma. „Þeir munp silja við hljóðnema í Dublin á Irlandi og segja frá plötunni og leika lög af henni. Eg veit ekki til þess að nein hljómsveit hafi kynnt plötu sína með þessum hætti um alla heimsbyggðina áður,“ sagði Hallur Helgason á Bylgjunni í samtali við Morgunblaðið. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Steinakast (Sticks and Stones) k'h Kazaam (Kazaam) kk í blíöu og stríöu (Faithful) + k'h Billy slær í gegn (Billy’s Holiday) k k Jane Eyre (Jane Eyre) k k Ed (Ed) 'h Dauði og djöfull (Diabolique) k Barnsgrátur (The Crying Child) k Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) kkk Nær og nær (Closer and Closer) k k'h Til síðasta manns (Last Man Standing) k k'h Geimtrukkarnir (Space Truckers) k k Börnin á akrinum (Children of the Corn) k Powder (Powder) kk'h Innrásin (The Arrival) k k Umsátrið á Rubyhryggn- um (The Siege at Ruby Ridge) k k Draumur sérhverrar konu (Every Woman’s Dream) *k'h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.