Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 1
108 SÍÐURB/C 58. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • 39 sjómönnum bjargað í TF-LÍF á sex dögum • Tíu skipveijum Þorsteins GK bjargað við Krísuvíkurberg • Tíu bjargað en tveir fórust með Dísarfellinu SKIPVERJAR á Dísarfelli kræktu saman handleggjum og biðu þannig í um tvær klukkustundir í sjónum eftir björgun. Þeir vissu að þyrla og skip voru á leiðinni, en meðan þeir biðu gekk sjór, olía og brak frá skipinu yfir þá, í átta til tíu metra ölduhæð, á opnu úthafinu um hundrað sjómílur frá Höfn í Hornafirði. „Eins og almættið kæmi og rétti okkur hjálparhönd“ Eignatjón í þremur sjó- slysum tæpir 4 milljarðar DÍSARFELLIÐ fórst miðja vegu milli íslands og Færeyja. Á SEX dögum hefur 39 sjómönnum verið bjargað úr sjávarháska í björg- unarþyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF. í gær var 10 mönnum bjargað af Þorsteini GK, sem rak vélarvana upp í Krísuvíkurberg. Á sunnudagsmorgun bjargaði áhöfn þyrlunnar 10 mönnum af Dísarfelli eftir að skipið fórst 100 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði. Tveir menn fórust í slysinu. Á miðvikudag- inn var 19 mönnum bjargað af Vikartindi þegar skipið strandaði austur af Þjórsárósi, en einn mann tók út af varðskipinu Ægi þegar það reyndi að bjarga skipinu. Skipveijarnir á Dísarfelli voru um tvo klukkutíma í sjónum eftir að skipinu hvolfdi í vonskuveðri suður af landinu á sunnudagsmorgun. „Við vorum allan tímann sannfærðir um að okkur yrði bjargað. Það er ekki hægt að lýsa því þegar þyrlan birtist. Það var eins og almættið kæmi þarna og rétti okkur hjálpar- hönd,“ segir Valdimar Sigþórsson, háseti á Dísarfelli. Sjór í lestum Óljóst er hvers vegna skipið fórst, en Valdimar segir að sjór hafi af einhveijum orsökum komist í lestar skipsins. Hann sagði að skipveijar á Dísarfellinu hefðu á yfirvegaðan hátt tekist á við erfiðleikana. Strax í upphafi hefði verið ákveðið að allar ákvarðanir yrðu teknar sameigin- lega og menn reyndu að halda hóp- inn eftir að í sjóinn væri komið. Valdimar sagði að skipveijar hefðu gert sér ljóst að þeir kæmust ekki í björgunarbáta og þeir myndu leggja sig í enn meiri hættu við að reyna það því björgunarbátana rak með skipinu og að gámum sem voru á reki við skipið innan um annað brak. Hann sagði það sitt mat að skipveijar væru ekki á lífi ef þeir hefðu reynt að komast í björgunar- bátana. Karl Arason, skipstjóri á Dísar- felli, sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann gæti ekki tjáð sig um björgunina fyrr en eftir sjópróf sem fara fram á morgun. Hann vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til Landhelgisgæslunnar, áhafnar björgunarþyrlunnar, björgunar- manna á Hornafírði og annarra sem stóðu að björguninni. Þeir hefðu unnið björgunarafrek sem aldrei yrði fullþakkað. Áætlað verðmæti Dísarfellsins, farms og gáma er 1.650 milljónir króna. Verðmæti Vikartinds, farms og gáma er áætlað um 2 milljarðar. Tryggingarverðmæti Þorsteins GK er 85 milljónir og er það vanmetið að mati útgerðarinnar. Samtals má því áætla að tjón í þessum þremur sjóslysum sé hátt í 4 milljarða króna. Ægir nánast á hliðina í sjóprófum, sem haidin voru vegna strands Vikartinds, kom fram að varðskipið Ægir lagðist nær á hliðina í versta brotinu, þeg- ar bátsmanninn tók út. Einar Vals- son skipherra sagði að sjólag hefði versnað mjög skyndilega. „Miðað við hvað allt gerðist hratt eftir þess- ar tilraunir okkar efast ég um að okkur hefði_ gefist tími til að draga skipið frá. Ég hefði hins vegar aldr- ei lagt skip mitt og menn i hættu ef ég hefði ekki haldið að við gætum bjargað Vikartindi." ■ Dísarfellið sekkur/13-19 ■ Vikartindur/12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.