Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HERDIS BIRNA
ARNARDÓTTIR
+ Herdís Birna
Arnardóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 15. apríl 1963.
Hún lést á heimili
sínu 3. mars sl. For-
eldrar hennar eru
Áslaug Guðbrands-
dóttir húsmóðir og
Orn Bjarnason yfir-
læknir. Herdís
Birna eignaðist
eina dóttur, Örnu
Ösp Magnúsardótt-
ur, 25. ágúst 1984,
með Magnúsi Guð-
mundssyni bókaút-
gefanda, sambýliskona hans er
Þóra Ólafsdóttir. Systkini Her-
dísar eru: 1) Edda Björk kenn-
ari, gift Guðmundi Jóhanni 01-
geirssyni heimilislækni, þeirra
börn eru íris Huld, Bjarni Dav-
íð og Jóhann Birkir. 2) Guð-
brandur Örn markaðsstjóri, í
sambúð með Björk Gísladóttur
hjúkrunarnema, þeirra börn
eru Gísli Örn og
Birnir. Ástvinur
Herdísar Birnu var
Haukur Holm
fréttamaður.
Herdís Birna
lauk stúdentsprófi
frá Kvennaskólan-
um í Reykjavík árið
1983 og síðar BA-
prófi í ensku frá
Háskóla Islands.
Einnig lagði hún
stund á nám í
stjórnmálafræðum.
Herdís hóf störf á
fréttastofu Stöðvar
2 1989 og vann þar við þýðing-
ar á erlendum fréttum. Seinna
tók hún við starfi sem frétta-
maður á Bylgjunni og 1992 hóf
hún störf sem fréttamaður í
erlendum fréttum á fréttastofu
Stöðvar 2.
Utför Herdísar Birnu fer
fram frá Áskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Kveðja frá foreldrum
„Langt í burtu ljúf og blíð
líkt og bam hún sefur.
Yndisþokka ár og síð
ástin henni gefur.
- Ekur hún svo æskufrið
út um draumalöndin víð
og um háls mér handleggjunum vefur.
Englar guðs með augu blá
yfir henni vaka,
svo að höfug húmsins brá
hana skuli ei saka.
Fegurð hennar horfa á,
heillaðir af ljúfri þrá,
* - lokk úr hennar ljósa hári taka.“
(Jóhannes úr Kötlum)
Kveðja frá systkinum
Með þessum fallegu orðum
frænda okkar viljum við minnast
þín, kæra systir.
„Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, -
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Við skulum leiðast eilífð alla,
- aldrei sigur lífsins dvín.
Ég sé þig, elsku systir mín.
> Gott er þreyttu höfði að halla,
að hjarta guðs - og minnast þín.“
(Jóhannes úr Kötlum)
Edda Björk og
Guðbrandur Örn.
að þú kvelst ekki lengur. Ég sakna
þín. Þótt þú sért farin, finnst mér
þegar ég hugsa um þig eins og þú
sért hjá mér. Þú hverfur aldrei úr
huga mér. Þakka þér fyrir allt.
Haukur.
Elsku Dísa. Þú ert best. Við elsk-
um þig ofsa mikið.
Gísli Örn Guðbrandsson,
(4ra ára).
Þegar ég kynntist Dísu bjuggu
hún og Ama Ösp í lftilli íbúð á
Stúdentagörðunum. Ég dáðist að
því hversu fallegt og hlýlegt heim-
ili hennar var og hversu auðvelt hún
átti með að verða glæsilegust allra
með „einhveiju sem hún kippti úr
fataskápnum".
Dísa hafði einstakt lag á því að
láta öllum sem við hana töluðu líða
sem jafningjum sínum og hvar sem
hún kom við einkenndust verk
hennar af natni og fagmennsku.
Það var Dísu langþráður draumur
að hætta baslinu á leigumarkaðnum
og komast í sitt eigið húsnæði, sér-
staklega til að veita Örnu öruggt
skjól. Með þrautseigju tókst henni
að öngla saman nægu fé tii að kaupa
íbúð en þegar hún hafði búið einung-
is fáa mánuði í nýju íbúðinni sinni
greindist hún með krabbamein sem
varð hennar banamein.
Fram á síðasta dag var Dísu
umhugað um velferð ættingja sinna
og vina og hvatti hún mig óspart
í mínu námi. Ég er henni þakklát
fyrir hvatninguna og þennan alltof
stutta tfma sem við þekktumst.
Björk mágkona.
Kveðja frá mági
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast mágkonu minnar sem nú hefur
lokið stríði sínu við illvígan sjúk-
dóm. Allir sem fylgdust með bar-
áttu hennar dáðust að kjarki henn-
ar og æðruleysi þennan stutta tíma
sem sjúkdómurinn heijaði. Annað
var ekki hægt.
Kynni mín af Dísu hófust 1974
þegar ég kynntist Eddu systur
hennar. Ég minnist hversu róleg
og fullorðinsleg Dísa var þótt
skammt væri í lífsgleðina og fjörið.
Frá þessum árum minnist ég líka
vinahópsins sem alltaf var nálægur
og stór. Það sýndi sig best þessa
síðustu mánuði hve marga góða og
trygga vini hún laðaði að sér.
Dísa var mjög góður námsmað-
ur. Sjaldan sá maður hana yfir
skruddunum enda hafði hún lítið
fyrir náminu og naut lífsins vel
meðan aðrir reyttu hár sitt og
skegg. Helst man ég eftir henni við
þá iðju liggjandi uppi í sófa með
bókina á gólfinu og óminn frá sjón-
varpinu í bakgrunninn. Ég minnist
hennar sem dulrar en mjög kím-
innar konu sem mjög gaman var
Elsku Dísa.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að eiga aldrei eftir að tala við þig
aftur, að eiga aldrei eftir að sjá þig
aftur. Mér finnst eins og þú hafir
aðeins brugðið þér frá og hljótir að
koma aftur rétt strax. En svo er
ekki.
Það verður erfítt að venjast þess-
ari hugsun. Það er búið að koma
fyrir mig oft þessa síðustu daga
að þegar ég hef heyrt eitthvað eða
séð sem mé_r þótti merkilegt, hef
ég hugsað: Ég þarf að segja Dísu
frá þessu, en ... þá man ég ...
Hver á núna að segja mér til?
Hver á núna að benda mér á ýmis-
legt sem ég ætti að laga? Hvar leita
ég ráða núna, ráða sem ég get
treyst?
Það er svo margt sem mig langar
að segja við þig, svo margt, en ég
geri það bara smátt og smátt í hljóði.
Mig langar samt að biðja þig að
fyrirgefa mér það sem ég hef gert
' rangt, þakka þér fyrir það sem ég
hef gert rétt, en þó aðallega þakka
þér fyrir allt það sem þú gafst mér.
Ég veit að aðrir munu lýsa hér
hversu falleg, heil og gáfuð mann-
eskja þú varst og hetjulundinni sem
var langt umfram það sem nokkur
hefði getað ætlast til. Ég treysti
V, mér ekki til þess. Mig skortir orð.
Það er huggun að hugsa til þess
að hlusta á þegar hún sagði frá því
sem hún hafði upplifað. Mjög gam-
an var að hiusta á frásagnir hennar
af samferðafólki sínu. Við Edda
höfðum oft á orði að hún Dísa hefði
orðið frábær leikari. En að sama
skapi var hún ekkert gefin fyrir að
flíka sínum tilfinningum.
Áslaug móðir hennar sagði oft
að hún Dísa talaði út um hlutina
einu sinni á ári. Þá gat hún setið
með mömmu sinni langt fram á
morgun og létt á sér. Betri hlust-
anda og skilningsríkari en Áslaugu
gat hún líka vart fengið. Dísa og
Arna dóttir hennar komu oft í heim-
sókn til okkar þar sem við bjuggum
í lengri tíma fjarri Reykjavík. Það
var ávallt tilhlökkunarefni að fá þá
heimsókn.
Fyrir tæpum tveimur árum flutt-
um við Edda aftur til Reykjavíkur
og hlökkuðum til að vera aftur
nærri fjölskyldum okkar. Ekki gat
nokkum grunað að svo stutt yrði í
kveðjustund. Erfitt hefur verið að
horfa á unga fallega konu beijast
við ólæknandi sjúkdóm en á sama
tíma dýrmæt reynsla fyrir okkur
öll að hafa fengið að vera þátttak-
endur í baráttu Dísu þótt hún hafi
beðið lægri hlut. Ég þakka kærri
mágkonu minni fyrir samveru-
stundirnar og bið Guð að leiða hana
framvegis.
Guðmundur Jóhann
Olgeirsson.
Til Dísu frænku. Dísa var góð
og glaðlynd, skemmtileg og fyndin
og ég mun alltaf sakna hennar. Ég
vona að henni líði vel, ég veit að
henni mun líða vel hjá Guði og öli-
um englunum. Nú getur hún fylgst
vel með okkur ofan úr himnum.
Bjarni Davíð Guðmundsson.
Þegar náinn vinur er kvaddur
hinstu kveðju getur ekki hjá því
farið að strengur bresti og verði
aldrei samur. Til þess fundum við
glöggt þegar við vinir hennar og
ættingjar vorum viðstödd húskveðju
og bænastund á heimili foreldra
hennar þar sem hún hafði þá um
morguninn kvatt þetta líf.
Fyrir þrettán árum kom Herdís
fýrst á heimili okkar hjóna í fylgd
Magnúsar sonar okkar, en þau voru
þá heitbundin og bar Dísa síðar
barn þeirra undir belti. Þessi fyrstu
kynni eru okkur hjónum ennþá ljós-
lifandi fyir hugskotssjónum því
stúlkan var viðkynningargóð og
innan tíðar var hún orðin ein af
fjölskyldunni. Litla telpan þeirra var
skírð Arna Ösp og ber nafn afa
síns. Hún var augasteinn fjölskyld-
unnar. Þau Magnús og Herdís hófu
sambúð sem stóð í nokkur ár en
slitu samvistir. Þrátt fyrir það hefur
ávallt ríkt skilningur á báða bóga,
enda Herdís þannig skapi farin að
nærvera hennar hafði mannbætandi
áhrif á alla þá sem hana umgeng-
ust. Þó Herdís virtist nokkuð dul
var hún sannur vinur þeirra sem
henni kynntust.
Oftsinnis ræddum við saman um
margvísieg málefni, þá fundum við
fljótt hvað hún var vel lesin og vel
heima í mörgu af svo ungri stúlku
að vera. Við urðum þess líka vör
að hún nýtti tómstundir sínar vel
við lestur og átti gott með erlend
mál.
Herdís var vel greind og átti létt
með nám, en flíkaði lítt hæfileikum
sínum eða kostum, en af þeim hafði
hún vissulega nóg. Herdís lést á
heimili foreldra sinna Arnar Bjama-
sonar yfírlæknis og Áslaugar Guð-
brandsdóttur konu hans, umvafín
ástúð ijölskyldu sinnar og dóttur.
Þá var einstakt hve vinir hennar
sýndu henni mikla en verðskuldaða
umhyggju í hennar erfíðu veikind-
um. Fjölskylda okkar hefur fylgst
með einstökum kjarki og þrótti þess-
arar ungu konu sem tók öllu með
jafnaðargeði. Kynnin voru ljúf og
minningamar góðar sem eftir lifa.
Að leiðarlokum kveðjum við Dísu
og þökkum samfylgdina sem aldrei
bar skugga á. Við vottum öllum
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Guðmundur, Hervör og
fjölskylda.
í birtingu dags kvaddir þú þenn-
an heim. Eilífðin tók þig í mjúkan
faðm sinn og nú er þjáningum þín-
um lokið.
Við þökkum þér fyrir hlutdeildina
í lífi okkar, samverustundirnar,
hiáturinn, grátinn — gleðina, sorg-
ina. Hlýja þelið, sem yljaði okkur
svo mjög, þess verður sárt saknað.
Ekkert vildum við frekar en að
heyra góðu ráðin, skammirnar og
fallegu orðin, þó ekki væri nema
einu sinni enn. Við trúðum því að
tíminn yrði nægur til að sejgja þér
allt sem þyrfti að segja. I reynd
voru stundirnar alltof fáar.
Það er okkur minnisstætt hve
létt þér veittist að vekja hlátur með
frásögnum þínum, kímnígáfu og
áhyggjulausri lífssýn. Litlar sögur
blandaðar hárfínni kaldhæðni gátu
umturnað hversdagsleikanum, gef-
ið augnablikinu nýja og léttari
ásýnd. Elsku stelpa, hvað þú varst
stór án þess þó að vera há í loft-
inu. Nærvera þín fyllti tómið.
Engan þekkjum við sem hefði
getað sýnt annan eins styrk og
verið jafn gefandi í óréttlátu stríði
við banvænan sjúkdóm. Það vakti
aðdáun allra, en kom kannski ekki
á óvart, að þú skyldir halda skarpri
hugsun og geislandi fegurð allt
fram til síðasta dags. Bjartsýni þín
og lífsvilji gaf okkur hinum von um
að sólrikir dagar tækju við með
vorinu. Raunveruleikinn varð ann-
ar, daprari og sárari.
Missir okkar er mikiil, en missir
þinna nánustu er meiri en nokkur
orð fá lýst. Sárastur er söknuður
Örnu Aspar, elskulegrar dóttur
þinnar, yndislegra foreldra þinna,
systkina og Hauks. Þeim sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
hvert vizku barn á sorgar bijóstum liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín,
þann sjóinn máttu kafa ef hún skal verða þín.
(Steingrimur Thorsteinsson.)
Sorgin í hjörtum okkar rís og
hnígur líkt og sjávarföllin. Með tím-
anum kyrrast vötnin og dýrmætar
minningar lifa um ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku Dísa.
Unnur Ása, Arney og Telma.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast elskulegrar vinkonu
minnar Herdísar Birnu Arnardótt-
ur. Við kynntumst haustið 1989 er
við hófum nám í stjórnmálafræði
við Háskóla íslands. Ékki fór mikið
fyrir Dísu, en ég tók strax eftir
þessari fallegu og gáfulegu skóia-
systur minni, með gullnu húðina
og þykka ljósa hárið, sem^ ásamt
tveimur vinkonum sínum, Ásthildi
og Telmu, var sest á skólabekk á
ný. Með okkur tókst ágætis vin-
átta, sem óx og dafnaði eftir því
sem frá leið. Það hafði mikið að
segja að við vorum allar fjórar jafn-
öldrur og áttum dætur á sama aldri.
Dísa leyndi á sér, hún var ekkert
að opna sig mikið fyrir ókunnugum,
en þegar hún hafði ákveðið að sér
líkaði við einhvern, þá hvikaði hún
ekki frá honum í vináttu sinni.
Nú, þegar ég sit og hugsa um
örlög hennar, sem voru að öllu leyti
ótímabær og öllum sem hana
þekktu óskiljanleg, þá leita á hug-
ann fallegar myndir af Dísu við
ýmis tilefni. Hún var skemmtileg
og orðheppin, bæði í skrifum og
tali, hún var gáfuð með afbrigðum,
snögg að hugsa og greina aðalatr-
iði frá aukaatriðum. Hún var mjög
smekkleg, ávallt fallega klædd og
mikill stílisti. Henni fannst gaman
að bjóða vinum sínum heim í matar-
boð og gera sér glaðan dag, og var
þá ávallt veitt af mikilli rausn. Hún
var góður vinur vina sinna, lét sér
annt um þá og þeirra velferð. Hún
átti yndislega dóttur sem hún elsk-
aði mikið og er það þyngra en tár-
um taki að Arna Ösp fái ekki að
njóta samvista við móður sína leng-
ur. Mæðgurnar voru mjög nánar,
enda höfðu þær gengið saman i
gegnum þykkt og þunnt alla tíð.
Það var okkur vinum hennar
mikið áfall að heyra um sjúkdóm
hennar sem uppgötvaðist í júní á
sl. ári. Þetta gat ekki verið að ger-
ast, þetta mátti ekki ske. Dísa tók
þessu með æðruleysi og ailt að því
kæruleysi, hún ætlaði að klára þetta
verkefni, ja bara eins og frétt sem
hún þyrfti að vinna fyrir ákveðinn
tíma. Hún var vön að takast á við
erfið verkefni, og þetta átti ekki
að vera neitt mál!
Meðferðin tók rhikið á vinkonu
mína og má segja'að hún hafí ekki
átt einn góðan dag frá því að mein-
ið var uppgötvað. Stöðugir verkir
fylgdu í kjölfarið, ógleði og lystar-
leysi, og þessi fínlega unga kona
léttist mikið. Hægt og hægt gerði
maður sér grein fyrir því að enda-
lokin yrðu ekki umflúin, en hvern
hefði órað fyrir því að þau bæri
svona brátt að. Eftir sit ég og hugsa
um það hvað ég sé rík að hafa
kynnst svona góðri manneskju. Hún
var ávallt að hvetja mann til dáða,
ráðleggja manni og skamma þegar
með þurfti.
Sakna þín
einsog sakni
sólar hver dagur
og tungl
vötn
sinna vorbjörtu daga
og sól
sakni himins
við haf
Úr Vötn eru augu þín eftir Matt-
hías Johannessen.
Ég mun aldrei gleyma Dísu
minni. Ég mun minnast hennar,
glaðrar og brosandi sínu hlýja og
glettnislega brosi. Hennar yndis-
legu fjölskyldu sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Steinunn Halldórsdóttir.
Mín ástkæra vinkona, Herdís
Birna, er látin eftir hetjulega bar-
áttu við krabbamein. Það er erfítt
að sætta sig við þessa staðreynd
því Dísa er búin að vera svo stór
hluti af lífi mínu svo lengi. Reyndar
mun það ekki breytast því minning-
arnar getur enginn tekið frá mér.
Ég mun alltaf eiga minningarnar
um fallega brosið, hlýju röddina og
hennar yndislegu nærveru sem allt-
af lét mér líða vel.
Minningin um Dísu mun einnig
lifa í Örnu, dótturinni sem hún elsk-
aði svo heitt og okkur þykir öllum
svo vænt um. Ég er stolt af því og
þakklát fyrir að hafa átt svo góðan
vin í þessari fallegu, gáfuðu og
hugrökku manneskju sem tókst á
við sjúkdóm sinn af æðruleysi.
Ég kveð nú mína ástkæru vinkonu
með tárum, en ég veit það að minn-
ingarnar um hana munu hjálpa okk-
ur sem elskuðu Dísu við að takast
á við sársaukann og söknuðinn.
Ásthildur.
Traust og einlæg vinkona hefur
kvatt þennan heim eftir ramma og
hetjulega baráttu við illvígan óvin.
Baráttan var ójöfn. Óvinurinn lá í
leyni og gerði árásir sem ekki var
hægt að veijast eða segja fyrir um.
Á liðnum mánuðum lærðist okkur
sem þekktum þessa blíðlyndu og
góðu manneskju að hún var líka
kjarkmikil og djörf. Hún tók því sem
að höndum bar með því jafnaðar-
geði og hugrekki sem einkenndi
hana umfram aðra.
Dísa var sannur vinur, hrein-
skiptin, jarðbundin og ráðagóð.
Þegar lífsins iitlu vandamál lituðu
hversdaginn og ollu hugarangri var
óhætt að leita lausna í hennar
smiðju. Þar urðu til heilsteyptar og
varanlegar lausnir þar sem skyn-
semi og hyggjuvit voru höfð að leið-
arljósi. Eitthvað sem í fyrstu virtist
flókið og erfitt viðureignar varð
einfalt og auðvelt þegar búið var
að bijóta það til mergjar með góðri
vinkonu.
Er við hófum saman störf á
fréttastofunni á Lynghálsi árið
1989 þróaðist með okkur vinátta
sem varð óijúfanleg. Saman áttum
við yndislegar stundir og lítil minn-
ingarbrot, orð og smávægileg atvik
verða nú sem dýrmætustu eðal-
steinar.