Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D/E 86. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR17. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kabila útilokar viðræður LAURENT Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna í Zaire, (t.v.) kom í gær til Suður-Afríku til viðræðna við Nelson Mandela forseta og Thabo Mbeki vara- forseta. Suður-afrískir ráða- menn freista þess að finna frið- samlega lausn deilunnar í Zaire en Kabila útilokaði vonahlé og viðræður við Mobutu Sese Seko forseta. Franska stjórnin sagði í gær að upplausn og fullkomin ringulreið væri að skapast í Zaire og neituðu uppreisnar- menn friðarviðræðum yrði þeim kennt um afleiðingarnar. Israelska lögreglan leggur til að Netanyahu verði ákærður Kann að leiða til nýrra kosninga Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA lögreglan leggur til að Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra iandsins, verði kærður fyrir trúnaðarbrot og sviksemi við útnefn- ingu ríkissaksóknara. Yaacov Wein- roth, lögmaður Netanyahus, sagðist myndu reyna að sýna saksóknurum fram á, að tilmæli lögreglunnar væru tilefnislaus. Yehoshua Matza heil- brigðisráðherra sagði, að engra ann- arra kosta væri völ en efna til nýrra þingkosninga yrði forsætisráðherr- ann ákærður en hann var kosinn til starfans í beinum kosningum í maí í fyrra. Winroth staðfesti að frétt ísra- elskrar sjónvarpsstöðvar, Stöðvar-1, um að lögreglan mælti með ákæru á hendur Netanyahus vegna spillingar- mála, væri rétt. Lögreglan skilaði á þriðjudag 995 síðna skýrslu um embættisfærslu Netanyahus er hann útnefndi Roni Bar-On ríkissaksóknara í janúar sl. Stöð-1 hélt því þá fram, að Aryeh Deri, leiðtogi Shas-flokksins, lítiis samstarfsflokks Netanyahus, hefði fengið því framgengt að Bar-On var skipaður í embætti í staðinn fyrir stuðning flokksins við samkomulag um yfirráð Palestínumanna í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Deri var fyrir rétti og sagður telja sig myndu komast hjá dómi með útnefningu Bar-Ons. Stutt í starfi Bar-On var aðeins nokkrar klukku- stundir í starfi þvi hann sagði af sér vegna ásakana fagmanna um að hann væri ekki starfinu vaxinn. Weinroth, lögmaður Netanyahus, sagðist hafa fengið þær upplýsingar hjá ríkissaksóknara, að fyrirvarar væru í tilmælum lögreglunnar sem kynnu að veikja þau. Hermt var, að lögreglan mælti ennfremur með því að þrír ónafn- greindir en nánir samstarfsmenn Netanyahus yrðu dregnir fyrir rétt. Netanyahu vann Shimon Peres, leiðtoga Verkamannafiokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, með aðeins 30.000 atkvæða mun í kosn- ingunum í fyrra. Peres sagði að ættu staðhæfingar lögreglunnar við rök að styðjast jafngilti skýrslan pólitísk- um jarðskjálfta og krafan um nýjar kosningar væri eðlileg. Ásökunin á sér enga hliðstæðu í 49 ára stjórn- málasögu ísraels. Búist er við að rík- issaksóknari taki afstöðu til málsins um helgina. Atvinnu- lausum fækkar London. Reuter. ATVINNULAUSUM fækkaði um 41.000 í Bretlandi í mars og hefur atvinnuleysi ekki verið minna þar í landi um sex ára skeið. Talið er að þessar fregnir geti orðið íhalds- flokknum til framdráttar í barátt- unni fyrir þingkosningarnar 1. maí nk. John Major forsætisráðherra sagði minnkandi atvinnuleysi til marks um uppgang í efnahagslífinu en talsmenn Verkamannaflokksins héldu því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af ástandinu. Eru atvinnuleysingjar nú 1,71 milljón og hefur þeim fækkað 13 mánuði í röð. í dag er von á nýjum tölum um verðbólguþróunina og sögðust hag- fræðingar eiga von á að þær yrðu ríkisstjórn íhaldsflokksins hagstæð- ar. Hefur verðbólgan að undanförnu mælst minni en nokkru sinni í 30 ár og ráðstöfunartekjur launþega hafa snarhækkað. Þá lækkaði láns- fjárþörf ríkisins um 30% á fjárlaga- árinu 1996/97, eftir miklar lántökur í áratug. Með sama áframhaldi yrðu fjárlög hallalaus í síðasta lagi árið 2000. ----» -».4--- Olía lækkar í verði London. Reuter. OLÍUVERÐ lækkaði á heimsmark- aði í gær og kostaði tunna af Brent- olíu, sem höfð er til viðmiðunar í olíuviðskiptum, 17,20 dollara. Búist hafði verið við hækkun olíuverðs en óvæntar fregnir í gær um birgðasöfnun í Bandaríkjunum gjörbreyttu því viðhorfi. nfflgi! Salmonella gegn krabbameini VÍSINDAMENN við hinn virta Yale-háskóla í Bandarikjunum hafa komist að því að breyta má salmonella-bakteríunni svo að hún ráðist á krabbameinsfrumur án þess að skaða vefinn umhverfis þær. Salmonella veldur t.d. alvar- legri matareitrun í mönnum en vísindamönnunum tókst að fjar- lægja þtjú gen úr bakteríunni sem varð til þess að hún missti lystina á öllu öðru en illkynja krabba- meinsfrumum. David Bermudes, einn sérfræð- inganna sem unnu að rannsókn- inni, líkti þessu við að temja úlf. Taminn úlfur sé hundur, sem gæti hjarðarinnar en ráðist ekki á hana. Vonast sérfræðingarnir við Yale til að uppgötvun þeirra verði til þess að hægt verði að nota salmonellu við krabbameins- lækningar þar sem genameðferð er beitt. Einn af kostum genabreyttu salmonellunnar er að hún getur fundið æxli sem eru svo lítil að þau sjást vart. Þá lifir hún án súrefnis, sem er mikill kostur, þar sem mikill vöxtur krabbameins getur leitt til súrefnisskorts í krabbameinsfrumunum. Reuter Sveitasæla í Albaníu FYRSTU stóru sendingunni af hjálpargögnum var skipað á land í hafnarborginni Durres í Alban- íu í gær, um 400 tonnum af hveiti og baunum. Búist var við að af- hending til almennings hæfist á morgun, föstudag. Gert var ráð fyrir frekari matvælasendingum næstu daga en hjálparstofnanir sögðu a.m.k. tíunda hvern Alb- ana við hungurmörk. Fjölþjóð- legt friðargæslulið freistar þess að koma lögum og reglu á í land- inu. Lágvaxinn kúasmali lét sér fátt um finnast er brynvagnar franskra soldáta, sem tryggja eiga öryggi flutninga á veginum frá Tirana til alþjóðaflugvallar borgarinnar, tóku sér stöðu með- fram veginum í gær. Meiriháttar íþróttaviðburðir sýndir ókeypis Sigur sjónvarps- áhorfenda Brussel. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Evrópusam- bandsríkjanna og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um, að sjónvarpsáhorfendur fái að horfa endurgjaldslaust á ýmsa meiriháttar íþrótta- og menning- arviðburði. Var það niðurstaðan á fundi um ágreining, sem verið hefur með þinginu og ríkis- stjórnunum um endurskoðun á lögum, sem kölluð hafa verið „sjónvarp án landamæra". Samkomulag varð um, að einstakar ríkisstjórnir yrðu að virða lista annarra ríkisstjórna yfir þá atburði, sem þær vildu sýna endurgjaldslaust en það þýðir, að íþróttaviðburðir eins og Heimsnieistaramótið í knatt- spyrnu, Ólympíuleikarnir og Evrópumeistaramótið í knatt- spyrnu verði áfram öllum opnir. Evrópuþingið ánægt Þetta samkomulag er mikill sigur fyrir Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB féllst einnig á að kanna innan árs hvort rétt sé að setja svokailaða v-kubba í ný sjónvarpstæki til að fólk geti komið í veg fyrir, að börn horfí á mjög ofbeldis- fullt efni. I sumum löndum, Bretlandi, Frakklandi og í flæmskum hluta Belgíu, er árlega birtur listi yfir þá atburði, sem ber að sýna endurgjaldslaust og ótruflaða, og er þess nú að vænta, að önn- ur ESB-ríki birti sams konar lista.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.