Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 9

Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 8 FRÉTTIR Varði doktors- ritgerð í frönsk- um miðaldabók- menntum •ÁSDÍS R. Magnúsdóttir varði doktorsritgerð í frönskum mið- aldabókmenntum við Stendhal- háskólann í Grenoble í Frakklandi 21. janúar sl. Leið- beinandi var Philippe Walter, prófessor í frönskum miðaldabók- menntum við Stendhal- háskólann en andmælendur voru Claude Lecouteux frá Sorbonne- háskólanum (Paris IV), Christ- iane Marchello-Nizia frá École Normale Supérieure Fontenay / St. Cloud og Jacques Chocheyras frá Stendhal-háskólanum. Rit- gerðin ber heitið „La voix du cor. Étude d’un motif mythique dans la littérature narrative franqaise et scandinave du moyen Age (XI- Ie-XIVe siecles)“. í fréttatilkynningu segir „Verkefnið á upptök sín í Ró- landskvæði þar sem notkun hornsins Olifants veldur deilum milli tveggja helstu kappa Karla- magnúsar, Rólands og Olivers, er her konungs er á heimleið eft- ir sjö ára dvöl á Spáni. í Rúnsival í Pýreneafjöllum sitja heiðingjar fyrir bakvarðasveitinni en þrátt fyrir tilmæli Ólivers neitar Róland foringi hennar að þeyta horn sitt til að biðja Karlamagnús um liðs- auka. Þegar langt er liðið á bar- dagann og flestir menn Rólands eru fallnir í valinn blæs hann þó kröftuglega í hornið í von um að konungurinn heyri til hans og hefni bakvarðasveitarinnar. Hetj- an fórnar þar með lífi sínu því áreynslan við blásturinn ber hana ofurliði. Olifanturinn og notkun hans skipta sköpum í atburðarás þessa fræga kvæðis, en óvíst er um uppruna hornsins og hvort það hafi upphaflega verið hluti af sög- unni um Rúnsivalsbardaga. Er ritgerðinni ætlað að varpa ljósi á þessi atriði. Rannsóknin beinist að hlutverki og merkingu blást- urshorna í frönskum miðaldabók- menntum, ekki síður í riddarasög- um en í hetjukvæðum, og vekur samnburður ólíkra bókmennta- tegunda spurningar um hina hefðbundu skiptingu franskra miðaldabókmennta í flokka eftir efniviði (matiére). Leitað er inn á svið þjóðfræði, goðsagna og helgi- sagna og er einnig fjallað um yfirnáttúrulega eiginleika horns- ins, ekki síst í tengslum við notk- un þess sem drykkjarhorns. Hornaminnið í keltneskum og norrænum bókmenntum er haft til hliðsjónar.“ Ásdís undirbýr nú þýðingu á þremur fornaldarsögum sem gefnar verða út við Stendhal- háskólann í Grenoble á næsta ári. Hún vinnur einnig að ítar- legri rannsóknum á hornaminninu í norrænum bókmenntum og hef- ur fengið til þess styrk frá Rann- sóknarráði íslands. Ásdís R. Magnúsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð 1984 og hóf nám í frönskum bókmenntum við Stendhal-háskólann í Grenoble 1988 með styrk frá franska utan- ríkisráðuneytinu. Hún lauk þar maítrise-gráðu 1992. Hún er dóttur Geirlaugar Björnsdóttur meinatæknis og Magnúsar Skúla- sonar geðlæknis. Eiginmaður hennar er Serge Comte myndlist- armaður. Rýmingarsala Ótrúlegt verð. Stærðir 2-14 ára. Nýtt kortatímabil Barnastígur, Skólavörðustíg 8 Franskar útskriftardragtir TESS neðst við Dunhaga, sími 562 2230 v ned Opið virka daga kl. 9-18, laugardag kl. 10-14. „Spice girls" bolir kr. 990 Útviðar buxur, margir litir, kr. 1.990 Gallabuxur kr. 1.990 jogginggallar frá kr. 1.590 Sendum í póstkröfu Barnakot Kringlunni 4-6, sími 588 1340 FROTTE SLOPPAR Stuttir/síðir, þykkir/þunnir fjöldi Iita, fjöldi gerða Mikið úrval 4 lympís Laugaveg 26 sími 551 3300 Kringlunni 8-12 sími 553 3600 r Siuncu^^ ‘7 ^ í tilefni sumar- Qýll/1 dagsins fyrsta..- gefum við20°/o staðgreiðsluafslátt (io% afilátt afkortum) af öllum vörum til 26. apríl. (í.s/u/n /a/ic/.s/uö/i/ui/u p/e/ít/ep.s .va/iia/w.' Laugavegi 101, s. 562 1510 Fallegar vorvörur Á sænskum dögum í Kringlunni 17.-19. apríl er 15% afsláttur af öllum vörum Polarn&Pyref Vandaður kven- og bamafatnaður, Kringlunni, sími 568 1822. M j ini V LAURA ASHLEY Sumarfatnaður Ný sending af bolum verð 1000-2900 kr. Kistan \j Laugavegi 99,: Laugavegi 99, sími 551 6646 XJrval af drögtum sumarfrökkum úlpum buxum peysum bolum Greiðsludreifing i allt að 6 mánuði án aukakostnaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.