Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 21 ERLENT Rekinn vegna bænagjörðar Kaupmannahöfn. Morgpinblaðið. MUSLIMA á námskeiði í skóla á vegum danska atvinnuráðu- neytisins hefur verið vísað úr skóla vegna bænahalds af þeirri ástæðu að hann neitaði að biðj- ast fyrir á snyrtingunni. Málið hefur vakið blendnar tilfinning- ar, því umburðarlyndi og skiln- ingur á aðstæðum innflytjenda er viðkvæmt mál í Danmörku eins og víðar. Músliminn hafði það fyrir sið að leggjast á bæn að hætti rétt- trúaðra um hádegisleytið á ganginum við mötuneyti skólans, ásamt sjö öðrum trúbræðrum sínum. Þar sem bæninni fylgir ákall fór bænahaldið ekki fram- hjá öðrum nemendum, sem um þetta leyti dags streyma í mötu- neytið. Einhveijir nemenda kunnu þessu illa og álitu bæna- haldið ögrandi og lá við að upp úr syði og slagsmál hlytust af. Skólayfirvöld tóku á málinu og fóru þess á leit við bæna- mennina að þeir héldu sig við trúarbókstafmn og bæðust fyrir á bak við luktar dyr, sem í þessu tilfelli gæti verið salerni skólans. Þegar þetta spurðist út þótti til- boðið móðgun við múslimana og af hálfu skólans var því haldið fram að það hefði ekki verið snyrtingin heldur búningsher- bergi, sem þeim var boðið upp á. Sjö múslimanna tóku boðinu um aðra aðstöðu og fluttu bæn- irnar af ganginum, en sá áttundi hélt áfram að biðjast fyrir á ganginum. Þegar hann lét sér ekki segjast var honum vikið úr skóla. Málið þykir hið erfiðasta fyrir skólayfírvöld, því það hefur ein- mitt verið áhyggjuefni að skól- inn, sem ætlaður er atvinnulaus- um eða þeim sem þurfa á eftir- menntun að halda, laði ekki að sér nægilega marga innflytjend- ur, en atvinnuleysi meðal þeirra er erfitt viðureignar. Danska al- þýðusambandið hefur gagnrýnt skólann fyrir brottreksturinn, því alltaf sé hægt að fínna lausn á svona máli með því að höfða til umburðarlyndis og skilnings, sé vilji fyrir hendi. Sameiginleg- ur gjaldmið- ill í Bosníu Washington. Reuter. NICHOLAS Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, lýsti því yfír á þriðjudag að forsæt- isráðið í Bosníu hefði fallist á einn gjaldmiðil í landinu. Þessi ákvörðun er í samræmi við Dayton-friðarsamkomulagið og féllst forsætisráðið sem fulltrúar múslima, Króata og Serba eiga sæti í, á gjaldmiðilinn. Hann kall- ast marka og verður verðgildi hans hið sama og þýska marksins, en það hefur verið aðalgjaldmiðillinn í Bosníu um nokkurt skeið. Ert þú EINMANA Vantar þig vin að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 KONGURIRIKIÞINU! Og sofðu rótt um allar nætur. Þegar þú ákveður að kaupa þér ameriskt rum skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. 68 ára reynsla við prófa hvort þér líkar mllllstíf, hörð eða mjuk dyna. 68 ára reynsla við dýnuframleiðslu hefur kennt SERTA heilmikið um það hvernig dýna verður fullkomin. SERTA dýnan sameinar frábær þægindi, góðan stuðning og langa endingu. Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þer og leiðbeinir við val á réttu dýnunni fyrir þig eða ykkur. Við eigum SERTA dýnurnar alltaf til á lager og þelm fylgír allt að 15 ára ábyrgð. Veríð velkomm i stærstu ruma og dýnuverslun landsins. HÚSGAGNAHÖLUN BlkXMM! 20 -112 Dvlk ■ S:S10 2000 Þegar þú vilt lúxus -skaltu velja Serta, amerísku dekurdýnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.