Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 53
4 morgunbiAðið FRETTIR FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 53 J i i : j 4 í 4 4 i 4 4 I 4 i i 4 4 < i < < < < i < < i i Verkir og velferð ís- lenskra skólabarna DR. GUÐRÚN Kristjánsdóttir, dósent við H.Í., flytur fyrirlestur á vegum námsbrautar í hjúkrunar- fræði Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 17. apríl, í stofu 101 í Odda kl. 17. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Verkir og velferð ís- lenskra skólabarna. Erindið fjallar um nýlegar rann- sóknir höfundar á verkjum meðal úrtaks 2173 skólabarna. Niður- stöður þeirra sýna m.a. að íslensk skólabörn á aldrinum 11-12 og 15-16 ára finna oft til verkja í höfði, baki og maga. Um 5% þeirra finna til allra þessara verkja a.m.k. vikulega. í framhaldi af þessum niðurstöðum er athugað hvort og hvemir þessir verkir tengjast verkjalyfjanotkun og líðan skóia- barnanna. Þá eru athugaðir ýmsir líkamlegir, sálrænir og félagslegir þættir er áhrif kunna að hafa á verkjareynslu skólabamanna og fræðileg umræða um orsakir verkja metin í ljósi niðurstaðnanna. Erindinu lýkur með umfjöllun um þýðingu rannsóknanna fyrir hugmyndir okkar um heilsu ís- lenskra skólabarna og þá heilbrigð- isþjónustu sem þau fá og eiga rétt á lögum samkvæmt. Samkomur hjá KFUM og KFUK ALMENNAR samkomur undir yf- irskriftinni Jesús Kristur - er var og kemur verða haldnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg föstudags- og laugardagsvöld 18. og 19. apríl kl. 20.30 og sunnudag- inn 20. apríl kl. 17. Ræðumaður á samkomunum verður dr. Roland Wemer frá Þýskalandi. Hann er í forsvari leik- mannastarfsins Christus Treff í Marburg en ferðast auk þess víða til að predika, fræða og leiðbeina í kristilegu starfi. Hann var fram- kvæmdastjóri Christival 96, sem var kristilegt mót ungs fólks í Þýskalandi í maí í fyrra sem rúm- lega 32.000 manns sóttu. Á fyrstu samkomunni á föstu- dagskvöld mun Kór KFUM og KFUK syngja, sr. Guðmundur Klar Brynjarsson flytja ávarp, boðið verður til fyrirbænar fyrir þá sem þess óska í lokin. Að samkomunni lokinni er öllum viðstöddum boðið í kaffi, te eða gosglas og rjóma- vöfflu. Kristilegur bókamarkaður með íslenskum og erlendum bókum verður opinn í tengslum við sam- komumar. Morgunblaðið/Golli BJÖRN Thoroddsen með félögum sinum í Norræna kvartettinum. F.v. Björn, Egill Ólafsson, Per Arne Tollbom og Ole Rasmussen. Norrænn djasskvartett á ferð um landið NORRÆNN djasskvartett undir stjórn Björns Thorodd- sen gítarleikara leikur á ís- landi næstu daga. Verkefni þetta er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og heldur kvartettinn fimm tónleika hér á landi og hljóðritar að auki efni á geisladisk. Kvartettinn er skipaður Agli Ólafssyni söngvara, Ole Rasm- ussen, kontrabassaleikara frá Danmörku, og Per-Arne Tollbom, slagverksleikara frá Svíþjóð, auk Björns. A fimmtudagskvöld verða tónleikar í Hafnarborg í Hafn- arfirði, Múlanum í Reylgavík á föstudagskvöld og lokatón- leikarnir hér á landi verða í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 22 nema í Norræna húsinu kl. 17. Ole Rasmussen er þekktur kontrabassaleikari og hefur leikið m.a. með Peter Gullin, Andy Sheppard og Duke Ell- ington Orchestra. Per Arne Tollbom hefur leikið inn á fjölda hljómplatna með þekkt- um norrænum tónlistarmönn- um, þ.á m. Anders Bergkrantz o.fl. SAFNAÐ verður fjármunum til heimilis ABC hjálparstarfs fyr- ir munaðarlaus börn á Indlandi í dag og á morgun en þörf er á ýmsum húsbúnaði, m.a. rúmfatnaði. ABC hjálparstarf á Indlandi Fjársöfnun fyrir heim- ili munaðarlausra Fundur um viðskipta- hagsmuni Islands og ut anríkisþj ónustuna ABC hjálparstarf gengst í dag og á morgun fyrir fjársöfnun fyrir heimili 610 munaðarlausra og yfir- gefinna barna á Indlandi. Safnað verður í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Omega í kvöld og útvarpsstöðinni Lindinni allan morgundaginn. Fjársöfnun ABC hjálparstarfs er tvíþætt. Annars vegar er leitað eft- ir stuðningsaðilum sem vilja taka að sér að sjá fyrir einstökum börn- um sem dveljast á heimilinu og vantar nú stuðning fyrir 150 börn. Hins vegar á að safna fé til að ljúka byggingaframkvæmdum við skóla og hreinlætisaðstöðu fyrir börnin á heimilinu, til kaupa á kojum, dýnum og rúmfatnaði, húsgögnum, þvotta- vélum og mjólkurkúm fyrir heimilið. Heimilið er í bænum Gannavar- am, skammt frá borginni Vijaya- awada í Andhra Pradesh fylki á Indlandi og hefur rekstur þess ver- ið fjármagnaður frá íslandi. Heitir það „Heimili litlu ljósanna". Safnist meira fjármagn en þarf til framan- greindra verkefna verður það notað til að koma upp aðstöðu fyrir mun- aðarlaus börn á vegum ABC hjálp- arstarfsins við Madras. Er þar ver- ið að kaupa land þar sem byggja á upp aðstöðu til að taka við korna- börnum, einkum stúlkum sem hafa verið bornar út. Víða tekið við framlögum Framlögum er hægt að koma til skila á skrifstofu ABC við Sóltún í Reykjavík og hjá Radíónausti við Geislagötu á Akureyri. Einnig er hægt að leggja beint á söfnun- arreikninga í bönkum og sparisjóðum. í kvöld verður safnað í beinni útsendingu á Omega milli klukkan 21.30 og 23 og á morgun á útvarpsstöðinni Lindinni við Krókháls í Reykjavík frá klukkan 9 til 21 og einnig er hægt að koma framlögum beint þangað. Verður þar opið hús allan morgundaginn, boðið uppá kaffi og sýnd myndbönd frá barnaheimilinu. ABC hjálp- arstarf er unnið í sjálfboðavinnu og rennur söfnunarfé óskert til verk- efnanna. ALÞJ ÓÐ AMÁLASTOFNUN Há- skóla íslands heldur almennan fund um viðskiptahagsmuni íslands og utanríkisþjónustuna með tilliti til markaðssóknar erlendis og aðstoðar við íslensk fyrirtæki. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 18. apríl í Sunnusal Hótels Sögu og hefst kl. 16. Á fundinum mun Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra flytja ávarp. Síðan munu stutt erindi verða haldin um fundarefnið. Ræðumenn eru Helgi Ágústsson ráðuneytis- Ráðstefna um rándýr í Mývatnssveit RÁÐSTEFNA um rándýr í Mý- vatnssveit verður haldin í Skjól- brekku föstudaginn 18. apríl og hefst klukkan 13. Það er Náttúru- rannsóknarstöðin við Mývatn sem stendur að ráðstefnunni. Fjölmargir vísindamenn flytja erindi um viðfangefni fundarins og m.a. verður rætt um minka, refi, fálka, máva og hrafna. Allir eru velkomnir. Ráðstefna um þriðja aldursskeiðið ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 18. apríl kl. 13 í safnaðarheimili Ás- kirkju við Vesturbrún. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þriðja aldurs- skeiðið - að lifa lífinu lifandi eftir starfslok. Ráðstefnustjóri verður Halldór íbsen, fyrrverandi framkvæmda- stjóri. Framsögumenn verða: Stein- unn K. Jónsdóttir, félagsráðgjafí stjóri, Siguijón Svavarsson, útgerð- arstjóri Granda, Jón Ásbergsson, forstjóri Útflutningsráðs, Pétur Guð- jónsson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Marels hf., og Ólafur Daða- son, framkvæmdastjóri Hugvits hf. Áð erindum loknum munu verða umræður um fundarefnið. Fundar- stjóri verður Gunnar G. Schram, formaður Alþjóðamálaskrifstofu Há- skólans. Fundur þessi er öllum opinn sem áhuga hafa á þeim málefnum sem rædd verða. öldunarþjónustudeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur, Salome Þorkelsdóttir, fyrrum al- þingismaður, Pétur Pétursson, fyrr- verandi útvarpsþulur, og Margrét Thoroddsen, fyrrverandi upplýs- ingafulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins. Kaffiveitingar verða. Ráðstefnan er öllum opin og er ráðstefnugjaldið 500 kr. Fyrirlestur um lestur í íslensk- um fjölskyldum ÁGÚSTA Pálsdóttir bókasafns- fræðingur, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.30 í fundarsal Norræna hússins sem hún nefnir Lestur í íslenskum fjölskyld- um. Ágústa mun ljúka meistara- prófi í bókasafns- og upplýsinga- fræðum frá félagsvísindadeild Há- skóla íslands í vor og er efni fyrir- lestursins lokaverkefni hennar. Fyrirlesturinn er sá síðasti í röð nokkurra fyrirlestra um rannsóknir og þróun í bókasafns- og upplýs- ingamálum sem haldnir eru í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að kennsla hófst í greininni við Há- skóla íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Myndasýn- ing hjá Hella- rannsókna- félaginu HELLARANNSÓKNAFÉLAG ís- lands gengst fyrir myndasýningu í kvöld, fimmtudaginnn 17. apríl, kl. 20.30 í sal Ferðafélags íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík. Um er að ræða myndir sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir, en spanna tíu ára vinnu við hella- skoðun og -rannsóknir félags- manna. Sýndar verða um 200 litskyggn- ur úr helstu hraunhellum landsins - flestar af stöðum sem fáir hafa séð með eigin augum. Farið verður í „heimsóknir" í þekkta hella, svo sem Víðgelmi í Borgarfirði, en einnig verða sýndar myndir frá lítt þekktum hellum sem enn eru í upprunalegu horfi. í hléi verður kynning á starfsemi Hellarannsóknafélags íslands og eftir sýninguna verða umræður og fyrirspurnir. Sýningin hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 500 krónur. LEIÐRÉTT Hilmir en ekki Hilmar í GÆR var Hilmir Snær Guðnason leikari rangnefndur. Beðist er vel- virðingar á þessu. Uglan - íslenski kiljuklúbburinn MEÐ ástarkveðju, eymd og vol- æði, Þjófurinn og Mávahlátur eru gefnar út af Uglunni - íslenska kiljuklúbbnum. Það láðist að geta þess í gær. Greinar birtar fyrir mistök MINNINGARGREIN ásamt ævi- ágripi um Eirík Ólafsson var fyrir mistök birt í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 16. apríl síðastliðinn. Grein þessi hafði áður birst í blað- inu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.